Morgunblaðið - 26.01.2000, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Auðbjörg Brynj-
ólfsdóttir fædd-
ist í Vesturbænum í
Reykjavík 1. nóv.
1929. Hún lést 17.
janúar síðastliðinn.
Kjörforeldrar henn-
ar voru Guðrún
Jónsdóttir, húsmóð-
ir, f. 27. sept. 1883, d.
6. okt. 1955, og
Brynjólfur Jón Ein-
arsson, sjómaður og
* síðast vaktmaður hjá
Skeljungi í Skerja-
firði, f. 17. sept.
1890, d. 6. okt. 1966.
Þau bjuggu á Laufásvegi 39 og þar
ólst Auðbjörg upp. Móðir Auðbjar-
gar var Dagmar Friðriksdóttir,
Hanssonar frá Hækingsdal í Kjós
og konu hans, Jóni'nu Bjargar
Jónsdóttur frá Krossi í Mjóafirði.
Hún var fædd 10. júlí 1910, d. 11.
júní 1979. Faðir Auðbjargar var
Bárður Lárusson, sjómaður, Hall-
dórssonar, prests á Breiðabólstað
á Skógarströnd og konu hans Am-
bjargar Einarsdóttur frá Garðbæ f
Garði. Hann var fæddur 7. maí
1902 en fórst 2. nóv. 1938 með bv.
Ólafi. Halldór, bróðir hans, fórst
einnig.
Auðbjörg lauk hefðbundnu
skólanámi en vann
síðan hin ýmsu störf.
Hinn 30. sept. 1947
eignaðist hún elsta
soninn, Gunnar Inga
Birgisson, byggingar-
verkfræðing, bæjar-
fulltrúa og alþingis-
mann. Faðir hans var
Birgir Guðmundsson,
sjómaður. Eiginkona
Gunnars Inga er Vig-
dís Karlsdóttur,
sjúkraliði, og eiga þau
tvær dætur og eiria
dótturdóttur. Hinn 26.
apríl 1950 eignaðist
hún soninn Þórarin með fyrri eig-
inmanni si'num, Sigurði Einars-
syni, sjómanni. Þau skildu. Þórar-
inn er kerfisfræðingur að mennt.
Eiginkona hans er María Sif
Sveinsdóttir, tannsmiður, og eiga
þau þrjá syni.
Hinn 30. nóv. 1952 giftist Auð-
björg Gunnari H. Kristinssyni, f. 1.
nóv. 1930. Foreldrar hans voru
Kristinn H. Kristjánsson, bifreiða-
sljóri í Reykjavík og Karólína
Ágústi'na Jósefsdóttir, saumakona
og húsmóðir. Gunnar lauk
stúdentsprófi frá MR 1950. Hann
útskrifaðist sem vélaverkfræðing-
ur frá Edinborgarháskóla 1957 og
starfaði alla tíð síðan hjá Hitaveitu
Reykjavíkur sem yfirverkfræðing-
ur og síðustu 12 árin sem
hitaveitustjóri, þar til hann lét af
störfum í lok árs 1998. Börn þeirra
eru: 1) Kristinn Halldór, f. 19.8.
1952, stærðfræðingur og alþingis-
maður. Sambýliskona er Elsa
Friðfinnsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur. Kristinn á fjögur böm úr fyrra
hjónabandi og eitt barnabarn. 2)
Sigrún Bryndís, f. 7.9. 1954, kenn-
ari. Maki er Hjörleifur Ingólfsson,
yfireldvarnareftirlitsmaður. Sig-
rún átti tvö böm áður og Hjörleif-
ur þrjú böm en saman eiga þau
einn son. 3) Karl Ágúst, f. 26.9.
1955, fisktæknir. Maki er Guðlaug
Bernódusdóttir, fiskvinnslukona
og húsmóðir, og eiga þau þrjú
böm. Karl átti tvær dætur úr fyrri
sambúð. 4) Guðrún Jóna, f. 6.10.
1957, hjúkrunarfræðingur. Hún á
tvö böm. 5) Katrín, f. 21.9. 1959,
kennari. Hún á fjögur böm. 6)
Óskírt meybarn, f. 6.11. 1960 d.
7.11. 1960. 7) Hafsteinn Hörður, f.
22.8. 1965, líffræðingur. Hann á
eina dóttur. Auðbjörg og Gunnar
ólu upp að mestu leyti dóttur Katr-
ínar, Auðbjörgu Brynju Bjama-
dóttur. Auðbjörg starfaði framan
af ævi sem húsmóðir á stóru heim-
ili en seinna vann hún við fisk-
vinnslustörf og síðast við heimilis-
þjónustu í Furugerði 1 frá 1979
þar til hún veiktist.
Auðbjörg verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Reykjavík f dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
AUÐBJOG BRYNJ-
ÓLFSDÓTTIR
Það er erfitt að minnast þín í fá-
um orðum, mamma mín. Þú vildir
engar lofræður, þú vildir heyra
skoðanir annarra í lifanda Itfi.
Það má vera að það sé eigingirni
en ég hefði viljað njóta þín mun
lengur, þú áttir eftir að gera svo
margt. Eg hefði viljað vera meira
með þér síðustu vikurnar en að-
stæður leyfðu það ekki. Ég vona að
**þú skiljir það nú sem ég gat ekki
sagt þér þá. Þú fórst of snögglega
og á óvæginn hátt. Það má segja að
endalokin hafi verið jafnóvægin og
lífshlaup þitt var á stundum.
Þú varst ákaflega stolt kona og
barðist fyrir markmiðum og hug-
sjónum þínum. Pabbi og við börnin
vorum í fyrirrúmi, síðar bættust
við barnabömin og starfið þitt sem
þú lagðir mikla rækt við. Þið pabbi
kepptust við að koma okkur öllum
til mennta og lögðuð mikið á ykkur
til að búa okkur sem best undir líf-
ið. Sjálf þurftir þú að hafa mikið
fyrir þínu lífi framan af ævi, slíkt
átti ekki að henda okkur.
Þú kvartaðir ekki, mamma mín,
^varst hörð af þér og barst ekki til-
finningar þínar á torg. Oft leið þér
illa og kom það best fram í veikind-
um þínum hversu dul þú varst.
Sjúkdómur þinn var kominn á loka-
om
^arashom
v/ Fossvogski^kjwga^ð j
Sími: 554 0500
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
Af)ALSHLi:i l ÍB • 101 Rl.YKJAVfK
nl JTii II
DiivÍi) h/giT Ölrt/ur
Útfmarstj. Útfnnnstj. Útfnntrstj.
I. f K Kí STUVINNIJSTO FA
EYVINDAR ÁRNASONAR
stig þegar þú fékkst til að fara til
læknis. Það eitt lýsir þér vel.
Þú mættir oft mótlæti í lífinu,
fólk átti það til að misskilja þig og
kom fyrir að þú varst höfð fyrir
rangri sök. Alltaf hélst þú reisn
þinni, þú vissir að hið sanna kæmi í
ljós um síðir. Það hefur þér tekist
að kenna mér og þú hefur stutt
mig í gegnum súrt og sætt. For-
dómar og hræsni voru sem eitur í
huga þínum enda lást þú ekki á
skoðunum þínum. Þú komst til dyr-
anna eins og þú varst klædd og
ætlaðist til að aðrir gerðu slíkt hið
sama. Fals og óhreinlyndi voru
ekki að þínu skapi, þeir sem sýndu
það einu sinni, fengu ekki tækifæri
til að sýna það aftur.
Þú þurftir stundum að hafa fyrir
mér, mamma mín, en aldrei hvarfl-
aði að þér að láta deigan síga í
þeim efnum. Vissulega kom það
niður á öðrum en þú varst trú þinni
sannfæringu og stóðst alltaf eins
og klettur við hliðina á mér ásamt
pabba. Þú skilur eftir mikið tóma-
rúm í lífi mínu, þú varst besta vin-
kona mín og góð móðir. Börnum
mínum varstu sem móðir og eiga
þau þér mikið að þakka. Þú varst
traustur lífsförunautur pabba, hans
missir er mikill. Það fyllir enginn
upp í það tómarúm sem þú skilur
eftir en við börnin munum gera allt
sem við getum til að hjálpa honum
í gegnum sorgina. Hún er honum,
eins og okkur öllum, þungbær.
Nú skilur leiðir, mamma mín, þín
bíður annað á öðru tilverustigi en
hjá mér hefst nýtt tímabil, á nýjum
vettvangi. Ég vona að ég eigi eftir
að uppfylla væntingar þínar. Þökk
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig
og börnin mín og þökk fyrir það
veganesti sem þið pabbi gáfuð mér
í lífinu.
Ég bið Guð að styrkja föður
minn í sorg hans og kveð þig í
hinsta sinn.
Þín dóttir
Guðrún Jóna.
Látin er tengdamóðir mín, Auð-
björg Brynjólfsdóttir, eftir stutta
en erfiða legu.
Ég var ung að árum þegar ég
kynntist elsta syni hennar, Gunn-
ari. Þá voru Auðbjörg og maður
hennar, Gunnar Kristinsson, á
besta aldri, nýbúin að byggja á
Stekkjarflöt 15 og með fullt hús af
börnum.
Auðbjörg var ákveðin og stór-
brotin kona, víðlesin og fylgdist vel
með þjóðmálum. Hún var pólitísk
og hafði ákveðnar skoðanir á hlut-
unum, mjög félagslynd og fannst
gaman að gleðjast í góðra vina
hópi.
Barnabörnin voru henni mjög
kær og mundi hún alltaf eftir af-
mælisdögum þeirra. Þau komu oft í
heimsókn og gátu sagt ömmu frá
einkamálum sínum. Hún hlustaði
og gaf þeim góð ráð. Gjafmildi
hennar var einstök. Hún hugsaði
oft um þá sem minna mega sín í líf-
inu.
Það var oft þegar börnin og
barnabörnin voru saman komin á
Stekkjarflötinni að rædd voru
stjórnmál og önnur þjóðmál. Þá var
oft líf í tuskunum því Auðbjörg
hafði ákveðnar skoðanir á stjórn-
málum og fylgdi þeim fast eftir.
Ég vil þakka þér fyrir það sem
þú gerðir fyrir mig, þegar þú pass-
aðir Auðbjörgu Agnesi nöfnu þína.
Þú varst dætrum mínum sérstak-
lega hlý og góð.
Kæra Auðbjörg, ég kveð þig með
söknuði og sendi Gunnari og börn-
um samúðarkveðjur.
Hvíl þú í friði.
Vigdís Karlsdóttir.
Amma Auja var ættarhöfðingi og
sannarlega forystusauður fjölskyld-
unnar. Við börnin söfnuðumst alltaf
saman um ömmu. Heimilið á
Stekkjarflöt var oft á tíðum eins og
umferðarmiðstöð, enda börnin
mörg og barnabörnin enn fleiri.
Samt voru allir velkomnir og sjald-
an þreytumerki að sjá vegna um-
ferðarinnar heima. Hún bjó svo í
haginn að aldrei komum við að
tómum kofunum, heldur átti hún
inni í skáp fötu fulla af nammi, og
ef maður var á ferðinni í Stekkjar-
flöt um kvöldmatarleyti var að
sjálfsögðu reiknað með manni í
mat. Hún var örlát og rausnarleg í
okkar garð og báru jóla- og afmæl-
isgjafir ætíð þess merki. Endur-
gjaldið sem hún óskaði var aðeins
að við sýndum þakklæti og launuð-
um henni með heimsóknum, sam-
veru og aðstoð þegar þurfti. Henn-
ar aðal var í raun að sælla væri að
gefa en þiggja. Við Þingvallavatn
urðu fyrstu kynni margra okkar af
veiðimennsku. Því fylgdi alltaf mik-
il tilhlökkun og eftirvænting að
fylla bílinn veiðibúnaði og sælgæti
og keyra austur í bústað. Þar var
svo veitt frá sólarupprás til sólar-
lags með matarhléum.
Amma stóð ávallt föst á sínu,
sumir myndu kalla það þrjósku!
Staðreyndin er sú að með ákveðni
sinni og vinnuhörku tókst henni að
ala upp börn sín og gera þau að
fullorðnu fólki sem getur tekist á
við umhverfið og framtíðina. Börn-
in og börn þeirra hafa síðan fengið
þessa ákveðni í arf, sem við erum
fullviss að muni nýtast okkur öllum
í lífsbaráttunni. Þannig má segja
að amma Auja hafi verið maddama
ættarþrjóskunnar! Það er vonandi,
að ömmu genginni, að við getum
beitt ákveðninni til þess að nota
hana í að þjappa okkur saman og
styrkja sem eina heild.
Amma hafði skap. Hún var bar-
áttumanneskja fram í rauðan dauð-
ann og staðráðin í því að láta ekki í
minni pokann. Hún hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
og var aldrei feimin við að láta þær
í ljós. Þangað var ævinlega hægt að
fara til að ræða málin, hvort sem
var um stjórn landsmála, stjórn
Hitaveitunnar eða persónuleg mál
sem vörðuðu okkur eða okkar nán-
ustu. Óhætt er að fullyrða að hún
hafi haft mikil áhrif á skoðana-
myndun margra okkar eftir fjörug-
ar umræður við eldhúsborðið.
Amma hefði ekki viljað að við
legðumst í deyfð og depurð vegna
jarðarfarar hennar í dag. Þegar
kom að því að halda upp á sjöt-
ugsafmælið var aldrei um það rætt
að halda skyldi eitthvert kökuboð,
heldur skyldi halda alvöru partí
þar sem dansað yrði eftir ABBA
fram á rauða nótt. Sú varð enda
raunin.
Auðbjörg Agnes Gunnarsdótt-
ir, Auðbjörg Brynja Bjarna-
dóttir, Gunnar Brynjólfur Sig-
urðsson, Gunnar Þór
Þórarinsson, Hafsteinn Daníel
Þorsteinsson og Sveinn Bjarki
Þórarinsson.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum föðursystur minn-
ar Auðbjargar, sem ég kallaði alltaf
frænku. Við systkinin kölluðum
hana reyndar öll þessu nafni.
Hún hélt mér undir skím og var
ég skírð í höfuðið á henni. Hún átti
þar af leiðandi alltaf pínulítið í mér
og fann ég það vel alla tíð í okkar
samskiptum.
Helst af öllu vildi ég vera hjá
henni sem barn ef foreldrar mínir
þurftu að bregða sér af bæ. Þegar
ég var fimm til sex ára fékk ég að
vera hjá henni frá vori til hausts
þegar móðir mín réð sig sem kokk
á síldarbát. Sá tími situr alltaf skýr
í minningunni. Á heimili hennar
var ég eins og ein úr barnahópi
þeirra Auðbjargar (frænku) og
Gunnars, sem var ekki síður góður
og lét mér finnast ég vera ein úr
fjölskyldunni. Þau voru alla mína
æsku og fram á fúllorðinsár fastur
punktur í tilverunni og komu þau
reglulega í heimsókn til pabba og
mömmu. Þá var setið og spjallað
fram á nótt. Maður var ansi óhlýð-
inn að fara að sofa þegar þau komu
og þurfti mamma yfirleitt að end-
urtaka það æði oft áður en maður
hlýddi.
Auðbjörg var stórbrotin kona,
með heilmikið skap en mikla hlýju.
Ég kveð hana með söknuði.
Fjölskyldunni allri votta ég mína
dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Auðbjörg Kristvinsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú íylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þessar ljóðlínur lýsa svo vel til-
finningum mínum þessa dagana.
Sársauki yfir að hafa misst þig,
þakklæti yfir því að hafa átt þig að,
og gleði yfir því að þjáningum þín-
um sé lokið. En einhvern veginn
finnst mér að þú svarir þegar ég
hringi í Garðabæinn, eða sitjir í
horninu þínu þegar ég kem þangað.
Þú varst góð manneskja og góð
amma þó svo að þú hafir ekki verið
fullkomin frekar en við hin. Þegar
Kristinn Breki fæddist gast þú gef-
ið mér ýmis ráð í sambandi við
hann. Til dæmis ropstellingar. Oft
fannst mér þú tuska honum út og
suður í þessum stellingum, en það
sem honum leið vel. En einhvern
veginn æxlaðist það þannig að
hann var óánægður hjá mér í þess-
um sömu stellingum. Kannski hef-
ur reynslan eitthvað að segja. Því
þú áttir átta börn, 25 barnabörn og
tvö langömmubörn. En eins og
Gunnar Þór sagði við þig á sunnu-
deginum áður en þú fórst, að þá
mátt þú vera stolt af öllum þessum
hópi.
Það eina sem við getum gert í
dag er að gleðjast yfir því að hafa
átt þig að og halda ÁBBA-partí.
Það væri í þínum anda.
Elsku amma, ég veit að þú varst
ekki tilbúin en þinn tími var kom-
inn. Ég vil við þessi leiðarlok þakka
þér fyrir allt og vona að þú
skemmtir þér vel hinum megin,
laus við þjáningarnar og veikindin
sem fylgdu þér síðustu tvo mánuð-
ina.
Elsku afi, missir þinn er mestur.
Við munum öll halda utan um þig
og sjá til þess að á einhvern hátt
muni tómarúmið og sársaukinn
minnka með tímanum.
Elsku amma, góða ferð.
Dagný.
Meðan veðrið er stætt,
berðu höfuðið hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él
glitrar lævirkjans ljóð
upp við Ijóshvolfin björt og heið.
Þó steypist í gegn
þér stormur og regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð,
þá stattu fast
og vit fyrir víst,
þú ert aldrei einn á ferð.
(Höf. ók.)
Elsku amma mín, takk fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og allar
stundirnar sem við áttum saman.
Ég á eftir að sakna þín.
Þín,
Erla.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
- augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomið hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vil bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hijúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin - amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
- lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir - amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
Breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Elsku afi, megi algóður Guð gefa
þér styrk í sorg þinni. Mundu að
þegar fram líða stundir munu fal-
legar minningar koma í stað sárs-
aukans.
Hallberg Brynjar, Axel
Darri og Guðmundur
Jóhann.
Elsku amma mín, öllum þótti
vænt um þig sem þekktu þig, en nú
er tími þjáninga þinna liðinn og nú
veit ég að þér líður vel. Mig langar
að þakka þér fyrir allar liðnu
stundirnar sem við áttum saman.
Ég sakna þín en ég samgleðst þér í