Morgunblaðið - 26.01.2000, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
C Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR HELGASON,
Hólmakoti,
Mýrarsýslu,
lést að morgni þriðjudagsins 25. janúar á Sjúkrahúsi Akraness.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Eiginmaður minn,
BÖÐVAR ÁMUNDASON
fyrrv. slökkviliðsmaður,
lést á Landspítalanum mánudaginn 24. janúar.
Kristín Þorvaldsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og langafabörn.
+
Móðir mín, tengdamóðir, amma, mágkona og
frænka,
KATRÍN ÁRNADÓTTIR STEPHENSON,
Berkely,
Kaliforníu,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 19. janúar.
John W. Stephenson, Peggy Stephenson,
Daníel Kristján Tómas,
Jónfna Vigdís Schram, Sigríður Pálsdóttir
og frændsystkini.
+
Ástkær frænka okkar,
SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Austurbrún 2,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum 5. janúar 2000.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Sigurfljóð Jónsdóttir, Sigurjón Jóhannesson,
og aðrir ættingjar hinnar látnu.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNAR STEINGRÍMSSON
loftskeytamaður,
Gnoðarvogi 38,
er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Theodóra Gunnarsdóttir, Friðrik E. Yngvason,
Eggert Gunnarsson, Bergþóra Jónsdóttir,
Gunnar Már Gunnarsson, Guðrún Þ. Bragadóttir
og barnaböm.
r
+
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
GUNNAR HJÁLMARSSON,
Laufvangi 1,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn
24. janúar.
Ingibjörg Pálsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Hjálmar Gunnarsson,
Erna Gunnarsdóttir.
ÞORSTEINN
DAVÍÐSSON
+ Þorsteinn Davíðs-
son fæddist á
Hallgilsstöðum í
Fnjóskadal 7. mars
1899. Hann lést á
Dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri 17. jan-
úar síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Akureyrarkirkju
25. janúar.
Nýlátinn er Þor-
steinn Davíðsson, fyrr-
verandi verksmiðju-
stjóri Skinnaverk-
smiðjunnar Iðunnar á
Akureyri.
Þorsteinn fæddist 7. mars á síð-
asta ári nítjándu aldarinnar og var
því á 101. aldursári er hann lést hinn
17. janúar sl.
Þorsteinn var Fnjóskdælingur að
ætt og lauk búfræðinámi frá Hvann-
eyri. Hann var allan sinn starfsaldur
við störf í heimahéraði og hér á Ak-
ureyri, utan þess tíma sem hann var
við skógræktarnám í Noregi og nám
í sútaraiðn í Bandaríkjunum og
Þýskalandi, en í það nám fór hann
að frumkvæði Sambands ísl. sam-
vinnufélaga.
Sem forgöngumaður um sútun á
skinnum hjá Gæruverksmiðju SÍS á
Akureyri og síðar sem verksmiðju-
stjóri Skinnaverksmiðunnar Iðunn-
ar markaði Þorsteinn mikil og djúp
spor í atvinnusögu héraðsins og
landsins alls.
Þar átti mikinn þátt dugnaður
Þorsteins, samviskusemi og mikil
ábyrgðartilfinning.
Þorsteinn var ræktunarmaður í
orðsins fyllstu merkingu. Hann
hafði ætíð áhuga á skógrækt og sem
ungur maður vann hann um tíma
sem skógarvörður í Vaglaskógi.
Hann gróðursetti og ræktaði upp
vaxtarbrodda nýrrar atvinnugrein-
ar, sem síðar urðu veigamiklir þætt-
ir í atvinnulífi á Akureyri.
Þorsteinn hafði einlægan áhuga á
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í
símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is) —
vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII skráa sem
í daglegu tali eru nefndar
DOS-textaskrár. Þá eru rit-
vinnslukerfin Word og Word-
Perfect einnig nokkuð auð-
veld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakl-
ing birtist ein uppistöðugrein
af hæfilegri lengd, en aðrar
greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða
2.200 slög (um 25 dálksenti-
metra í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi. Greinar-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
málefnum samvinnu-
hreyfingarinnar og
Kaupfélags Eyfirð-
inga, fylgdist vel með
þeim málum og sótti
fundi.
Hann sótti aðalfundi
Kaupfélags Eyfirðinga
um margra áratuga
skeið og ekki eru nema
nokkur ár síðan hann
mætti síðast á aðal-
fundi KEA, þá á tíræð-
isaldri.
Þorsteinn tók sjald-
an til máls á fimdum en
í viðræðum við hann
kom fljótt í ljós að þar fór maður
sem vel fylgdist með gangi mála og
átti gott með að setja sig inn í þau
málefni sem til umræðu voru og
gera sér grein fyrir hver voru meg-
inatriði þeirra. Hann var einarður í
skoðunum og gat fylgt málum sínum
fram af ákveðni og þunga.
Það var hverju félagi sæmd og
hagur að því að hafa Þorstein
Davíðsson sem starfandi félags-
mann.
Sonum Þorsteins Davíðssonar og
öllum aðstandendum og ástvinum
eru sendar innilegar samúðarkveðj-
ur.
F.h. Kaupfélags Eyfirðinga
Sigurður Jóhannesson,
aðalfulltrúi.
Þegaræfikemurkvöld
krýndur þökkum ferðu
heila brynju og hreinan skjöld
héðan með þér berðu.
Árið 1981 var þetta kveðja sam-
starfsfólksins skráð á skinn, en hann
hafði þá starfað við skinnaiðnaðinn í
60 ár.
Starfsvettvangurinn var lengst af
í Sútunarverksmiðjunni Iðunni á
Gleráreyrum.
Þegar hann lét af störfum var af-
hjúpaður við hátíðlega athöfn kop-
arskjöldur á kletti í brekkunni fyrir
sunnan verksmiðjurnar með þessari
áletrun:
Þorsteinslundur 1921-1981. ís-
lensk samvinnuhreyfing þakkar
Þorsteini Davíðssyni og þúsundum
annarra starfsmanna Sambands-
verksmiðjanna fórnfús störf, á sex
áratugum hafa þeir séð þennan iðn-
aðvaxa úr mjóum vísi í mikinn meið.
I þessu hæðardragi er fagur trjál-
undur, þar sem 200 plöntur voru
gróðursettar af samstarfsfólki við
þessi tímamót.
A 100 ára afmæli Þorsteins 7.
mars sl. fékk hann margar hlýjar
kveðjur frá fyrirtækjum, samtökum
og einstaklingum. Hér er ein þeirra:
„Á þessum tímamótum viljum við
þakka honum ómetanlegt brautryðj-
andastarf á sviði skinnaverkunar,
úrvinnslu afurða úr íslenskum land-
búnaðarafurðum og uppbyggingar
íslensks iðnaðar.“ Sendendur voru:
Skinnaiðnaður hf., Kaupfélag Eyf-
irðinga, Akureyrarbær, Bændasam-
tök íslands og Samtök iðnaðarins.
Af þessu má marka hvað Þor-
steinn kom víða við á langri starf-
sævi, þar sem margt er svo fjarlægt
að fletta þarf upp í sögubókum. En
þá kemur líka í ljós verðmæti starfs-
ins sem hann skilaði ekki aðeins
vinnuveitendum sínum heldur líka
samfélaginu í heild.
I þessu sambandi og til að varpa
frekara ljósi á lífsstarfið leyfi ég
mér að vitna til orða Þórarins Hjart-
arsonar sagnfræðings í grein sem
birtist á 100 ára afmæli Þorsteins,
Þórarinn er að ljúka við að skrifa
sögu sútunar á íslandi sem er vel við
hæfi að komi út á þessu síðasta ald-
ursári hins mikla brautryðjanda í
þessari iðngrein:
„Ég þekkti Þorstein Davíðsson
ekki persónulega. Ég hef hins vegar
fengið vinnu við að skrifa um ís-
lenskan skinnaiðnað á seinni áratug-
um í starfsævi hans.“
Þorsteinn var heilsteyptur heið-
ursmaður og fölskvalaust vinarþel
hans mun lifa lengi í endurminning-
unni.
Við Gísela sendum sonum hans og
fjölskyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur.
Farþúífriði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Jón Arnþórsson.
Þorsteinn Davíðsson lést hinn 17.
þessa mánaðar, á hundraðasta og
fyrsta ári. Hann var fæddur 7. mars
1899 að Hallgilsstöðum í Fnjóska-
dal. Hann er því þriggja alda maður.
Það er að mörgu leyti táknrænt um
þennan mikla dugnaðar- og hóf-
semdarmann sem var síungur í
anda. Hann er að mörgu leyti samn-
efnari þess besta sem blundaði í
þjóðinni við upphaf framfaraskeiðs
hennar og skipað hefur henni, nú í
upphafi nýrrar aldar, í flokk auð-
ugustu þjóða heimsins.
Þótt Þorsteinn væri alinn upp við
þau þröngu kjör, sem þjóðin bjó þá
við, sótti hann sér mikla menntun á
fjölbreyttu sviði. Hann viðaði að sér
menntun á sviði sútunar og skinna-
vinnslu í Bandaríkjunum og í Þýska-
landi, en kynnti sér einnig skógrækt
í Noregi. Menntun Þorsteins nýttist
vel. Lífsstarf hans var í verksmiðj-
um Sambands íslenskra samvinnu-
félaga á Akureyri, þar sem hann var
verksmiðjustjóri frá 1934 og starf-
aði óslitið að skinnaiðnaði og skó-
gerð til ársins 1981. Þorsteinn var
mjög virkur í skógrækt, starfaði
með Skógræktarfélagi Eyfirðinga
og ræktaði eigin reit að Hróarsstöð-
um í Fnjóskadal.
Þórarinn Björnsson skólameistari
sagði einhverju sinni að skilin milli
æsku og elli væru þar sem menn
hættu að horfa fram á veg og bíða
komandi dags með óþreyju. Þor-
steinn var að þessu leyti síungur. Ég
vissi að hann beið þess með óþreyju
að sjá hvernig tréin kæmu undan
vetri. Hann var óþolinmóður göng-
ugarpur, vildi vera í fylkingarbrjósti
og þoldi ekki hangs. Ég sé hann
jafnan fyrir mér arkandi frá Akur-
eyri yfir Vaðlaheiði til Fnjóskadals
til að vitja trjánna sinna. Marga
ökumenn þekki ég sem höfðu boðið
Þorsteini far, og undruðust hvort
tveggja, aldur göngumannsins og
áfangastað. Þrátt fyrir mikinn
ákafa, var þessi frændi minn hóf-
semin og prúðmennskan uppmáluð.
Ég hygg að orð Þórarins Björnsson-
ar lýsi Þorsteini Davíðssyni vel og
skýri hve síungt yfirbragð hans var
og athafnasemin óbilandi.
Ég tel víst að það hafi verið Þor-
steini sárt þegar skógerð SÍS hætti
rekstri, þótt aldrei talaði hann um
það við mig sérstaklega. Þegar við
ræddum sambandsreksturinn, tal-
aði hann af mikilli virðingu um upp-
byggingu þessa iðnaðar. Hann mátti
líka vera stoltur. Skinnaiðnaður og
skógerð hafði verið samfélaginu og
atvinnulífinu á Akureyri mikil lyft-
istöng áratugum saman og hafði átt
mikinn þátt í uppgangi bæjarins.
Sútun og skinnaiðnaður er mikil-
vægur hluti af sögu iðnaðarbæjarins
Akureyrar. Og enn er skinnaiðnað-
ur rekinn af krafti í bænum.
Það sem mér þótti merkilegast
við Þorstein Davíðsson, var hve ein-
lægt honum var að gegna þjónustu-
hlutverki. Hann þjónaði atvinnulíf-
inu, samfélaginu og landinu án þess
að það væri yfirlýst stefna. Það kom
honum í opna skjöldu ef mönnum
fannst mikið til starfa hans koma.
Þessi afstaða var honum í blóð bor-
in, sjálfsögð og eðlileg. Og að því
leyti var hann dæmigerður fyrir
þessa íslendinga, sem lögðu grund-
völlinn að velferð nútímans.
I upphafi nýrrar aldar lifir margt
af því sem var áberandi í fari Þor-
steins Davíðssonar enn góðu lífi með
þjóðinni. Dugnaðurinn og trúin á
menntun og þekkingu er aðalsmerki
ungra íslendinga í dag. Eitthvað
hefur okkur hins vegar daprast hóf-
semin og lítillætið, en það er aldrei
of seint að fylgja góðu fordæmi.
Kannski geta menn gert sér ferð að
Hróarsstöðum í Fnjóskadal og and-
að að sér þessum fínlega blæ, sem
stafar frá björkunum í reit Þor-
steins Davíðssonar og minna á hóf-
semi hans og prúðmennsku.
Tómas I. Olrich.