Morgunblaðið - 30.01.2000, Page 6
6 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000
ERLENT
MÖRGUNBÚAÐIÐ
Kjarasamningum miðar vel í Danmörku
Átökin 1998
enn í fersku
minni
BAKSVIÐ
Fjögurra ára friður á dönskum vinnu-
markaði virðist blasa við eftir skjóta
samninga. I burðarliðnum eru einnig
máttugri launþegasjóðir en áður hafa sést
á dönskum fj ármálamarkaði, eins og
Sigrún Davíðsdóttir skrifar.
AÐILARNIR tveir á vinnu-
markaðnum, vinnuveitendur
og launþegar og ríkisstjórn-
in þar á ofan eiga allir mikið undir að
ná farsælum samningum og friði á
vinnumarkaðnum. Pað er skýringin
á því hve það hefur gengið hratt að
semja,“ segir Ove Weiss fréttaskýr-
andi hjá danska útvarpinu og fyrrum
yfírmaður frétta- og upplýsinga-
deildar danska alþýðusambandsins,
LO, í samtali við Morgunblaðið.
I gi'ófum dráttum hafa samning-
amir snúist um að festa sjöttu frívik-
una, sem ríkisstjómin lagði drög að
með bráðabirgðalögum 1998, er
bundu enda á ellefu vikna verkföll.
Málamiðlunin era fimm frídagar,
sem hægt er að skjóta inn, ekki heií
vika. Það stefnir í um eins prósents
árlegar launahækkanir, sem í flest-
um tilfellum verða um þrjú prósent
að afloknum vinnustaðasamningum.
En til langframa verður kannski af-
drifaríkast að samningarnir renna
traustum stoðum undir myndun
launþegasjóða, sem verða enn öfl-
ugri en þeir stóm sjóðir, upp á um
160 milljarða danskra króna, sem
þegar em til. Nýlega fullyrti Mari-
anne Jelved efnahagsráðherra að
ekkert myndi nokkra sinni hrófla við
ellilífeyrinum. En hvemig er hægt
að fullyrða um hverjar aðstæður
verða um miðja öldina, þegar vel-
ferðarkerfið verður kannski að-
ki-eppt og gífurlegir launþegasjóðir
fyrir hendi?
Enn og aftur frídagar
Eins og nú er komið hafa náðst
samningar fyrir um 600 þúsund
launþega á vinnumarkaðnum.
Stærstu og veigamestu verkalýðsfé-
lögin hafa þegar samið og gerðu það
aðeins um tveimur vikum eftir að
formlegar samningaviðræður hóf-
ust.
Stærstu samtökin riðu á vaðið,
þegar CO-industri, sem semja fyrir
hönd 245 þúsund launþega á sviði
iðnaðar, sömdu við Dansk Industri
aðfaranótt 22. janúar. Þetta skref
var mikilvægt, því þessi stærstu
samtök semja fyrst. Það vom þau,
sem ekki gátu komið sér saman 1998,
þegar lotan dróst fram til 23. mars.
Um leið neyddust önnur samtök
til að bíða og það olli mikilli úlfuð. En
aðal áfallið kom þegar samningunum
var hafnað og samningaþóf leiddi til
ellefu vikna verkfalla, sem vart áttu
sér fordæmi í fieinni tíma danskri
verkalýðssögu.
„Mér gremst enn hvað ég var viss
um að samningarnir yrðu samþykkt-
ir 1998, þrátt fyrir ábendingar í
gagnstæða átt,“ segir Ove Weiss,
þegar hann rifjar upp ferlið 1998.
Weiss og fleiri höfðu ekki gert sér
grein fyrir áhrifum nýrra reglna um
atkvæðagreiðslu verkalýðsfélag-
anna. Fyrri reglur gerðu það nánast
útilokað að fella samninga við at-
kvæðagreiðslur, en með nýjum
reglum vom aðrar aðstæður og þær
vora nýttar.
Á þeim tíma höfðu verið byggðar
upp væntingar launþega um sjöttu
frívikuna, sem atvinnurekendur
höfnuðu. Þegar ríkisstjómin batt að
lokum enda á verkföllin með bráða-
birgðalögum uppskára verkfalls-
menn sitt, því í stað þess að gera
samningsdrögin að lögum var verk-
fallsfólki hyglað með möguleikum á
fimm frídögum.
I samningunum nú hafa frídag-
arnir ekki verið gerðir að heilli frí-
viku, heldm- að fimm dögum, sem
bæta má inn, til dæmis þegar
fimrntudagur er frídagur og búa þá
til langa helgi með því að gefa frí á
föstudegi. Samningamir sem nú
hafa verið gerðir era hinir miðlægu
samningar, sem enn á eftir að sam-
þykkja í félögunum.
Ekki hafa allir samið
„Það reiknar enginn með öðra en
að samningarnir verði samþykktir,"
segir Ove Weiss, þó hann rifji upp at-
burðina 1998. Að þeim samþykktum
verða svo gerðir vinnustaðasamn-
ingar, þar sem launþegar geta í flest-
um tilfellum sótt sér frekari launa-
hækkanii*.
Þó stærstu félögin hafi samið hef-
ur slitnað upp úr samningum hjá
tveimur áhrifamiklum félögum. Ann-
ars vegar era það raívirkjar, hins
vegar flutningaverkamenn. Raf-
virkjarnir eru um 16 þúsund, flutn-
ingaverkamenn um 25 þúsund.
Á báðum sviðum era sérstakar að-
stæður, sem torvelda samninga.
Rafvirkjar vilja meiri launa- og líf-
eyrishækkanir en aðrir, þar sem þeir
sömdu síðast 1997, ekki 1998 eins og
flestir aðrir og álíta sig því þurfa
uppbætur fyrir langt samningatíma-
bil og það sem aðrir fengu 1998.
Flutningaverkamenn eiga ekki
möguleika á vinnustaðasamningum
og geta því ekki bætt sér upp launa-
kjörin þar. Þeir hafa heldur ekki
möguleika á endurskoðun samninga
eftir þrjú ár, en þó án verkfallsrétt-
ar, eins og flestir aðrir. Þeir era því
hræddir við að binda sig til fjögurra
ára.
Það er þó enn rúmur tími til samn-
inga, sem ekki þarf að ljúka fyrr en í
lok febrúar. Flutningaverkamenn
vita að það verður ekki liðið að þeir
fari í verkfall og stöðvi til dæmis
flutninga á bensíni og olíu. Bráða-
birgðalög blöstu því við þeim. Verk-
fall af þessum völdum er því ekki
sennilegt, þó aldrei sé hægt að úti-
loka þann möguleika.
Athyglisvert skref hefur verið
stigið í samningi verslunar- og skrif-
stofufólks. Eins og er hafa aðeins
litlar búðir leyfi til að hafa opið á
sunnudögum, en með samningum nú
i ;
! t f HI : -31!
Reuters
Verkfallsmenn ganga um götur Álaborgar árið 1998 en þá var mikill ófriður á dönskum vinnumarkaði. Nú virð-
ist hins vegar flest benda til að samningagerð muni ganga hratt og snurðulaust fyrir sig.
náðust almennir samningar um kaup
og kjör varðandi sunnudagsopnun.
Það liggur í loftinu að sunnudags-
opnun verði lögleidd á næstu fjóram
árum. Samningarnir nú munu auð-
velda þá meginbreytingu.
Hvaðan kemur viljinn til
skjótra samninga?
„Formlega séð era aðeins tveir að-
ilar á vinnumarkaðnum, en ííkis-
stjórnin er í raun sá þriðji, þó hún
hafi haldið sér til hlés núna,“ segir
Ove Weiss um samningaferlið nú.
„AlUr þessir aðilar hafa ríka ástæðu
til að óska eftir skjótum samningum,
sem tryggja ró og frið næstu fjögur
árin.“
Það er enginn vafi á að ferlið 1998
og felldir samningar þá vora verka-
lýðsleiðtogum áfall, sem lengi verður
munað. Og ellefu vikna verkföll
komu rækilega við sjóði félaganna.
SiD, næst stærsta verkalýðsfélagið
danska, hefur neyðst til að breyta út-
gáfumálum sínum og selt fasteignir
til að koma fjármálunum í lag. Hið
gamalgróna gamla félag prentiðnað-
arins leystist upp af sömu ástæðum
og félagamir gengu í önnur félög.
Verkalýðshreyfingunni veitir ekki af
fjóram friðsömum árum til að endur-
reisa fjárhaginn.
Dansk Industri, sem ræður yfír 51
prósent atkvæða í danska vinnuveit-
endasambandinu, þandi þolinmæði
annarra atvinnurekenda til hins ýtr-
asta 1998 með því að hindra aðra í að
semja. Nú var DI í mun að ná skjót-
um samningum til að komast hjá
frekari óvinsældum.
Vinnuveitendasambandinu i heild
var í mun að viðhalda ró á vinnumar-
kaðnum. Eftir fimm góð ár á útflutn-
ingsgreinum var til mikils að vinna
að skapa grann fyrir önnur fjögur
góð ár. Aðilar sambandsins sáu sér
því hag í að vera kannski heldur
rausnarlegri en til stóð til þess að
tryggja stöðugleika.
Danska stjórnin er að sjálfsögðu
ekki meðleikari við kjarasamninga,
en enginn óskaði eftir að aftur þyrfti
að koma til hennar kasta eins og
1998. Og varla þarf að efa að leiðandi
ráðheraar jafnaðarmanna hafa haft
samband við verkalýðsleiðtoga bak
við tjöldin í þessari lotu eins og
endranær.
Hagsmunir stjórnarinnar era
klárlega fjögur róleg ár. Séð er fram
á atkvæðagreiðslu um aðild Dana að
Efnahags- og myntsambandi
Evrópu, EMU, hugsanlega fyrir árs-
lok, samninga opinberra starfs-
manna á næsta ári, bæjar- og sveit-
astjórnarkosningar og
þingkosningar innan tveggja ára.
Það var meiriháttar kraftaverk að
stjóm jafnaðarmanna hélt velli við
síðustu kosningar. Ef svo fer sem
horfir kemst borgaraleg stjórn að
næst. Hvað þá fer í hönd, hjá verka-
lýðshreyfingu, sem hefur safnað í
verkfallssarpinn fjögur ár, mun tím-
inn leiða í ljós.
Gríðarlegir sjóðir - siðrænar
fjárfestingar?
„Frídagar hafa verið höfuðmál
samninganna nú, en einnig lífeyris-
greiðslur," bendir Ove Weiss á „og
þeir sjóðir, sem verða myndaðir á
næstu 10-15 árum, verða hvorki
meira né minna en byltingarkenndir
sökum stærðar sinnar. Okkur er
tamt að hugsa um Bandaríkin sem
leikvöll markaðsaflanna, en stað-
reyndin er að þar era stærstu fjár-
festingasjóðirnir launþegasjóðir. Nú
stefnir í það sama í Danmörku."
Upphafið má rekja til áttunda ára-
tugarins og hugmynda sem þá vora
uppi um efnahagslegt lýðræði og
áhrif launþega. Þá var talað um að
nota áhrif launþega til að skapa sjóði
er síðan gætu haí't áhrif á eignarhald
fyrirtækja. Nú er því öfugt farið.
Sjóðirnir verða til, en enn er ekki
ljóst hvernig þeir muni starfa.
I ljósi mikillar umræðu um sið-
ferði fjárfestinga, þar sem til dæmis
er spurt hvort rétt sé að tannlæknar
fjárfesti í sælgætisverksmiðjum og
læknar í tóbaks- og vopnaiðnaði,
verður áhugavert að sjá hvaða
stefnu þessir nýju aðilar á dönskum
fjárfestingamarkaði munu fylgja.
Tveir öflugir lífeyrissjóðir, sem
þegar eru til, Lpnmodtagernes
Dyrtidsfond og ATP, sem ráða yfír
um 60 milljörðum danskra króna og
150 milljörðum, hafa þegar gert
meðlimum kleift að beina fjárfest-
ingum í vistvæna átt. Eins og er má
segja að varla sé til það danska fyrir-
tæki, stórt eða lítið, sem ekki hafi
fengið lán úr þessum sjóðum, en þeir
hafa einnig heimildir til fjárfestinga
erlendis. Þessir sjóðir munu á næstu
áratugum leggjast niður, en nýju
sjóðirnir verða enn öflugri þeim
gömlu.
Framlög í nýju sjóðina liggja fyrir
í kjai’asamingum. Framlagið er mis-
jafnt eftir félögum, en er að meðal-
tali 0,9 prósent af heildarlaunum,
þar sem atvinnurekendur greiða 2/3
hluta og launþegar þriðjung.
Greiðslurnar koma til smátt og
smátt, en fullum greiðslum verður
náð 2003.
Framtíðartónlist samninganna
„Rétt eins og enn er of snemmt að
segja til um hver áhrif nýju sjóðanna
verði á danskan fjármálamarkað þá
er frekari framtíðartónlist þeirra
óljós. En það er ekki síður áhugavert
að hugleiða áhrif svo öflugra laun-
þegasjóða á lífeyrismál yfirleitt.
Lífeyrir og þá ekki síst ellilífeyrir
er stöðugt umræðuefni í dönskum
stjórnmálum. Það eru aðeins nokkrir
dagar síðan Marianne Jelved efna-
hagsráðheixa sagði með sinni sann-
færandi röddu að ekkert gæti hrófl-
að við ellilífeyrinum. Hann yrði
áfram tO, já alveg fram til 2045, en þá
verður ráðherrann 102 ára ef henni
endist líf og heilsa.
Ove Weiss segir að ómögulegt sé
að sjá fyrir um áhrif hinna nýju sjóða
og allar vangaveltur fram í tímann
séu aðeins hugarleikfimi. „En hugs-
um okkur aðstæður um miðja öldina,
þar sem velferðarkerfið er orðið að-
þrengt og þegar era til öflugh- laun-
þegasjóðir. Þá er kannski ekki frá-
leitt að hugsa sér það sem freistandi
möguleika að sú ríkisstjórn sem þá
situr spari sér ellilífeyrinn, þar sem
þegar séu til aðrir möguleikar tO að
fjármagna elliárin.“