Morgunblaðið - 30.01.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 30.01.2000, Síða 10
10 SUNNUD AGUR 30. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ M EÐ FRAMTÍÐINA Frír aðgangur að Netinu, netgáttir og WAP-þjónusta. Framtíðin getur ekki beðið eftir núinu og er orðin hluti af fortíðinni áður en litið er við. NETVERJUM hefur helst liðið eins og með fram- tíðina í fangið upp á síð- kastið. Ný þjónusta hef- ur varla verið kynnt þegar önnur hefur verið boðuð og breiðst hratt út því samkeppnin er hörð eins og sannast best á atburðarásinni frá því í byrjun aðventu. Islandsbanki í samvinnu við Islandssíma reið á vaðið með tilkynningu um frían að- gang að Netinu á blaðamannafundi fullveldisdaginn 1. desember. Landsbanki og Búnaðarbanki í samvinnu við Landssímann fylgdu í kjölfarið og tókst að opna fyrir að- ganginn fyrir jólahátíðina. Islands- banki og Islandssími létu engan bilbug á sér fínna og héldu sínu striki með stóru s-i því til viðbótar við frían aðgang að Netinu opnaði dótturfyrirtæki Íslandssíma, Islan- dsnet, þjónustusvæðið Strik.is fyrr í janúar. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis fór aðra leið að sama takmarki með því að bjóða við- skiptavinum sínum upp á frían að- gang að Netinu í gegnum netþjón- ustufyrirtækið Margmiðlun ekki alls fyrir löngu. Enn er ótalið að Tal hóf að bjóða notendum Tals GSM-síma frían aðgang að Netinu fimmtudaginn 20. janúar. Af öðrum tækninýjungum er hægt að nefna að WAP-þjónusta með netaðgangi í gegnum sérhannaða síma breiðist hratt út og á eflaust áður en langt um líður eftir að verða hluti af hversdagslífinu rétt eins og tölvan og netaðgangurinn eru orðin í dag. Ekki átakalaust Þróunin hefur ekki gengið átaka- laust fyrir sig eins og sannast best á því að þrjár kvartanir vegna net- aðgangs í gegnum bankana eru til athugunar hjá Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirliti. Islandssími kvartaði um tilboð Landssíma, Landsbanka og Búnaðarbanka, við Samkeppnisstofnun 10. desember sl. Hvað sér Íslandssími athuga- vert við tilboðið? Jú, kvörtunin beinist að því að í tilboðinu felist misnotkun á markaðsráðandi stöðu Landssímans á netmarkaði. Lands- Anna G. Qlafsdóttir komst að því að netverjinn verður ekki aðeins að hafa sig allan við til að fylgjast með nýjungum. Hann verður að setjast niður og skilgreina eigin þarfír í tengslum við netaðgang til að geta valið úr ógrynni tilboða um mismunandi þjónustu. síminn reyni að hindra aðgang ísl- andssíma að markaðinum og vinna gegn því að notkun á netþjónustu fari fram í gegnum símkerfi fyrir- tæksins. Inter, félag endurseljenda net- þjónustu, fylgdi í kjölfarið og kvartaði yfir tilboði bankanna, Is- landssíma og Landssíma við Sam- keppnisstofnun daginn eftir. Þar er m.a. kvartað yfir því að hagnaður á einu sviði sé notaður til að greiða niður kostnað á öðru sviði. Onnur kvörtun Inter til Fjánnálaeftirlits- ins beinist hins vegar aðeins að bönkunum. Þar er því haldið fram að með þjónustunni brjóti bankarnir gegn 2. gi’ein fimmta kafla laga um við- skiptabanka og sparisjóði um að bönkunum sé almennt óheimilt að veita aðra þjónustu en almenna bankaþjónustu. Samkeppnisstofnun hefur hafnað því að komast að bráðabirgðaniðurstöðu vegna er- indanna tveggja og eru allar kvart- anirnar í vinnslu hjá viðkomandi embættum. Gísli Guðmundsson Lækkunin verður ekki á kostnað þjónustunn- ar Liv Bergþórsdóttir Netið vinnur með ann- arri tækni við að þjón- usta viðskiptavininn enn betur. Samið við netþjónustufyrirtækin Netþjónustufyrirtækin brugðust ekki strax við samkeppninni enda ríkti talsverð óvissa um hvaða stefnu væri best að taka til fram- tíðar. Nokkrar hugmyndir voru viðraðar, s.s. að semja við önnur símafélög en Landssímann eða skilgreina netþjónustufyrirtækin eins og símafélög. Með því móti gætu netþjónustufyrirtækin tengst símafyrirtækjum og farið í fram- haldi af því fram á svokallaða tekjuskiptasamninga, þ.e. að fá hluta af símgjaldi vegna umferðar um símalínur beggja fyiúrtækja. Landssiminn brást við með því að bjóða netþjónustufyrirtækjunum upp á svipaða tekjuskiptasamninga og ef um símafyrirtæki hefði verið að ræða. Netþjónustufyrirtækin þurftu ekki að leggja í kostnað við að skilgreina sig sem símafyrirtæki og sættu sig því við aðeins lægra hlutfall í tekjuskiptasamningum en ella. Ólafur Þ. Stephensen, upplýs- ingafulltrúi Landssímans, segir að samið hafi verið við á annan tug netþjónustufyrirtækja vegna yfir 20 innhringinúmera. „Samningarnir fela í sér að við- komandi netþjónustuveita fær hlut- deild í mínútugjaldi fyrir öll símtöl, sem hringd eru í innhringinúmer hennar. Upphæðin er mismunandi eftir því hvort um dagtaxta eða kvöld-, nætur- og helgartaxta er að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.