Morgunblaðið - 30.01.2000, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AP
Nemendur í herskóla á Kúbu veifa fánum á mótmælafundi í Havana, þar sem þess var krafist að drengnum
Elian Gonzalez yrði leyft að halda aftur heim til Kúbu.
Kúba eftir
kalda stríðið
Níu árum eftir að kalda stríðinu lauk situr
Fidel Castro enn við völd á Kúbu. Stefán Á.
Guðmundsson veltir fyrir sér stöðu Kúbu
og samskiptunum við Bandaríkin.
KÚBA hefur verið mikið í
fréttunum að undanfomu
út af sex ára dreng, Elián
Gonzalez að nafni, sem
var bjargað af gúmmíslöngu undan
ströndum Flórída af bandarískum
fiskveiðimönnum í desember síðast-
liðnum. Ellefu kúbanskir flóttamenn
sem Elián hafði verið í fylgd með,
þ.á m. móðir hans og stjúpfaðir,
höfðu öll drukknað og þykír það
kraftaverki líkast að drengurinn
skuli hafa lifað hrakningamar af.
Forræðisdeilur um Elián standa nú
yfir, þar sem fjölskylda móður hans
vill að hann verði um kyrrt á Flórída,
á meðan faðir hans sem býr á Kúbu
vill fá hann aftur heim. DeÚan er orð-
in að hápólitísku máli því nokkrir
bandarískir þingmenn hafa tekið upp
málstað móðurfjölskyldunnar og eins
hefur sjálfur Kúbuleiðtoginn Fidel
Castro blandað sér í málið. Þykir
þetta minna óneitanlega á gömlu
milliríkjadeilumar á milli Kúbu og
Bandaríkjanna á ámm kalda stríðs-
ins. Nú er hins vegar því tímabUi lok-
ið og nýir tímar gengnir í garð og
koma því fram ýmsar vangaveltur
um stöðu Kúbu í dag svo og samband
eyjunnar við erkióvin sinn í norðri.
Kastró lýsti Kúbu sósíalískt ríki
árið 1959 og árið 1962 settu Banda-
ríkin viðskiptabann á Kúbu.
Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur
árið 1991 héldu margir að tími Castro
væri loks á enda. Sovétríkin höfðu þá
síðan 1961 verið aðalefnahagsstoð
Kúbu, meðal annars keypt megin-
framleiðsluvöm eyjunnar, sykurinn,
alltaf yfir heimsmarkaðsverði, sem
hélt sósíalísku kerfinu og byltingunni
gangandi. Einnig sáu Sovétmenn
Kúbverjum fyrir eldsneyti og öðmm
nauðsynjavörum. En eftir 1991 gátu
þeir ekki lengur haldið efnahag eyj-
unnar uppi, og ákveðið tímabil hófst á
Kúbu sem nefnt hefur verið hið „sér-
staka tímabil“. Það einkenndist af
miklum vöraskorti, t.d. helmingi
minni eldsneytisneyslu en áður. Ör-
væntingin sem fylgdi þessu tímabili
var gífurleg og ekki leið sá dagur að
einhver Kúbverji legðist ekki til
sunds frá strandgötunni frægu í La
Habana í þeirri von að hafstraumai’
og veður væm hagstæð og engir há-
karlar væm á leiðinni til Flórída sem
er um 150 kílómetra norður af Kúbu.
Vegna þessa töldu margir að sósíal-
íska kerfið myndi loksins hrynja og
Castro hrekjast frá völdum.
En í stað þess að krefjast enn
meiri fórna méðal þegna sinna slak-
aði Kúbuleiðtoginn á járngreipum
sínum og lögleiddi notkun Banda-
ríkjadollars meðal Kúbverja sem var
bönnuð áður. Kúbverjar fengu einnig
heimild til að stofna bankareikninga
svo að vinir og ættingjar erlendis
gætu sent þeim þessa mikilvægu
mynt. Búðir standa því hvorki lengur
auðar né em eingöngu fyrir erlenda
ferðamenn með dollara. Boðið er upp
á ýmsan vaming svo sem gallabuxur
og skó, sjónvörp og hljómflutnings-
tæki sem ekki var hægt að festa kaup
á áður. Það hefur auðvitað verið
nauðsynlegt fyrir Castro að bjóða
upp á ýmsan vaming þar sem hann
sækist eftir þessum dolluram sem
sendir em til eyjunnar.
Þessi breyting í átt að kapítalisma
losaði aðeins um spennuna og ör-
væntinguna sem einkenndi „sérstaka
tímabilið“. Laun em þó enn greidd í
gamla kúbverska gjaldmiðlinum sem
heitir pesó og em meðallaun á mán-
uði um 25 bandarískir dollarar. En
það verður þó að taka fram að hið
gamla sósíalíska kerfi er enn í fullum
gangi og allir Kúbverjar hafa aðgang
að skömmtunarseðlum sem sér þeim
fyrir mat og nauðsynjavömm og allir
fá fría læknishjálp og menntun. Það
era því í raun og vem tvö hagkerfi
sem em við lýði á Kúbu.
Á sérstaka tímabilinu tók efnahag-
urinn einnig kipp upp á við því Castro
fór að hálfopna áður lokað kerfi og
ýmis samstarfsverkefni (joint vent-
ures) litu dagsins Ijós, þ.e.a.s. eriend-
um fyrirtækjum var þá leyft að taka
þátt í efnahagsuppbyggingu á eyj-
unni í samvinnu við kúbversk fyrir-
tæki sem auðvitað era í raun og vem
ríkið sjálft. Lög um að erlend fyrir-
tæki gætu fjárfest þar vom að vísu
komin í gildi um miðjan áttunda ára-
tuginn en lítið hafði gerst fyrstu árin
vegna ýmiskonar smáatriða sem
Kúbustjóm hafði ekki verið búin að
ganga frá. Erlendum fyrirtælqum og
einstaklingum er leyfilegt að fjár-
festa í öllum atvinnugreinum nema
heilsugæslu, menntakerfi og auðvit-
að varnarmálum, en þeim er ekki
heimilt að eiga meirihluta í þessum
samstarfsverkefnum.
Fjárfestar lokkaðir
til Kúbu
Þrátt fyrir ákveðnar hömlur bíður
Kúbustjóm upp á vissar tryggingar
til þess að lokka fjárfesta til eyjunn-
ar. Má þar nefna að verkamenn hafa
ekki verkfallsrétt og svo auðvitað
pólitískan stöðugleika. Ymis fyrir-
tæki hafa nýtt sér þessa þjónustu og
em þau flest frá Spáni og Mexíkó
sem era aðallega í ferðaþjónustu,
Ítalíu sem fæst meðal annars við
fjarskipti, þ.á m. símakerfið, og Kan-
ada sem er í margskonar málm-
vinnslu, svo sem nikkelvinnslu. Fjár-
festing erlendis frá hafa því aukist
mikið síðustu ár og er hún án efa
mest í ferðaþjónustunni, eðavel yfir 2
milljarðar dollara árið 1997.
Augljóst var að upplausn Sovét-
ríkjanna myndi ekki knésetja Castro
svo að ýmis öfl og andstæðingar hans
innan Bandaríkjanna komu á hinum
svokölluðu Helms-Burton-lögum ár-
ið 1996 sem áttu endanlega að ganga
frá Kúbuleiðtoganum. Helms-Bur-
ton-lögin draga nafn sitt af formanni
utanríkisnefndar öldungadeildar
þingsins, Jesse Helms, og öldungar-
deildarþingmanninum Dan Burton.
Meginákvæði laganna em þau að
bandarískir fjárfestar geta notað
bandaríska dómstóla til að kæra er-
lenda fjárfesta á Kúbu sem nota þar
gömul þjónustufyrirtæki Banda-
ríkjamanna sem vom þjóðnýtt eftir
1961. Stjórnendum þessara erlendu
fyrirtækja getur verið meinað að
koma inn í Bandaríkin og mælt er
með að bandarískir fulltrúar í alþjóð-
legum fjármálastofnunum beiti sér á
móti lánum til Kúbu. Lögin koma
eins í veg fyrir að Bandaríkjaforseti
geti létt af viðskiptabanninu þangað
til að önnur ríkisstjóm, sem er lýð-
ræðisleg, takivið á Kúbu.
Eins og áður sagði hefur viðskipta-
bann Bandaríkjanna staðið yfir síðan
1962 og hefur oft verið hert á því í
gegnum árin en Helms-Burton er
stærsta skrefið sem tekið hefur verið
hingað til, því lögin refsa ekki ein-
ungis bandarískum heldur líka er-
lendum fjárfestum sem viðskipti eiga
áKúbu
Upphaflega vora allflestir þing-
menn Bandaríkjanna andvígir þessu
lagafmmvarpi svo og Bill Clinton
Bandaríkjaforseti á þeim forsendum
að þau gætu haft alvarlegar afleið-
ingar í för með sér fyrir hagsmuni
Bandaríkjanna erlendis. Clinton
neitaði að samþykkja fmmvarpið ef
ekki yrðu gerðar róttækar breyting-
aráþví.
Þáttur útlaganna
Andstæðingar Castros vora samt
staðráðnir í því að koma þessum lög-
um í gegn og var þar fremstur í flokki
Jorge Mas Canosa sem er nýfallinn
frá, en var þá formaður National
Cuban-American Foundation
(NCAF), róttækustu samtaka kúb-
verskra útlaga í Bandaríkjunum.
Mas Canosa var stórauðugur og dul-
arfullur kaupsýslumaður, sem kom
til Miami á Flórída sem ungur piltur
en fjölskylda hans hafði flúið eftir að
einræðisstjórn Batista féll. í byrjun
sjötta áratugarins var hann einn af
mörg þúsund kúbverskum flótta-
mönnum en vann sig upp, oft í gegn-
um vafasöm viðskipti, og varð mjög
valdamikill innan samfélags
kúbverja í Miami.
Síðan hafa samtök hans haft gífur-
leg ítök og umsvif í borginni og raun-
ar ríkinu öllu en um milljón Kúbverja
býr á Flórída.
Mas Canosa var mjög duglegur við
að komast í samband við áhrifaríkt
fólk í Washington og hafði sterk ítök
þar, sérstaklega innan raða
Repúblikanaflokksins
Svo gerist það í ársbyrjun 1996 að
önnur kúbversk samtök á Flórída,
„Brothers to the Rescue", byrja að
hætta sér á flugvélum inn í landhelgi
Kúbu. Þeirra meginverkefni hafði
verið að bjarga flóttafólki úr sjónum
eins og Elián litla, en samtökn höfðu
fært starfsemi sína yfir í að fijúga litl-
um vélum til Kúbu og dreifa bréfs-
neplum með áróðri gegn Castro yfir
Havana.
Landhelgisgæsla Kúbu hafði var-
að flugmennina við hvað eftir annað
og í febrúar sama ár skutu þeir eina
flugvél, sem sögð var hafa flogið inn
fyrir kúbverska lofthelgi. Samtökin
sögðu hins vegar að vélin hefði verið
á alþjóðlegu svæði.
í uppnáminu sem fylgdi var laga-
fmmvarpi Helms-Burton ýtt aftur
inn á Bandaríkjaþing og Clinton
samþykkti það án þess að áðurnefnd
krafa hans um breytingar næði fram
að ganga.
Hvaða tilgangi þjónar
viðskiptabannið?
Jesse Helms hefur sagt að við-
skiptabannið sé nauðsynlegt til að
binda enda á einræðisstjóm Castro.
Hann viðurkennir að bannið var ekki
árangursríkt fram til 1991, því þá
hafi Sovétmenn haldið efnahagi eyj-
unnar á floti en það skili greinilega
árangri í dag og það sýni sig t.d. í
löndum Rómönsku-Ameríku sem
hafa verið í mikilli lýðræðissókn und-
anfarin ár, þar sem Castro eigi í erf-
iðleikum með að fjármagna marxíska
skæmliða þar. Helms réttlætir sjón-
armið sitt með því að sýna fram á að
erlendir fjárfestar haldi lífinu í
Castro, því á meðan ríkisstjórn hans
tekur við verðmætum dollumm
borgar hún þegnum sínum aðeins í
verðlausum pesóum. Helms-Burton-
lögin séu því nauðsynleg til að binda
enda á ógnarstjórn Castro. Ekki em
allir sammála áframhaldandi við-
skiptabanni. Margir af andstæðing-
um Helms-Burton-laganna, eins og
öldungardeildarþingmaðurinn
Christopher Dodd, sem telur að ut-
anríkisstefna Bandaríkjanna gagn-
vart Kúbu skili engum árangri, hefur
sagt að uppranalega hafi stefnan
komið til vegna annarra aðstæðna
þegar Sovétríkin vom og hétu. Nú
séu þau ekki lengur til og því þurfi að
breyta stefnunni. Bandaríkjunum
stafi engin hætta af Kúbu. Þess í stað
séu bandarísk fyrirtæki að missa af
mikilvægum fjárfestingatækifæram
ekki síst í ferðamannaþjónustunni og
aðeins sé verið að kvefja kúbversku
þjóðina sem verður mest fyrir barð-
inu á viðskiptabanninu.
Röng stefna
Margir fræðimenn, sem era sérf-
róðir um málefni Kúbu hafa bent á,
sérstaklega eftii- kalda stríðið, að
Castro sitji enn við völd vegna stefnu
Bandaríkjastjómar. Hafa þeir fært
rök fyrir því að vegna togstreitunnar
milli austurs og vesturs í kalda stríð-
inu hafi bandarísk stjórnvöld ekki
tekið mið af því hversu þjóðernis-
sinnaðir flestir Kúbverjar em. Stór
hluti þjóðarinnar styður ekki Castro
vegna þess að hann er sósíalisti held-
ur vegna þess að„byltingin“ hefur
alltaf þýtt baráttu gegn heimsvalda-
stefnu Bandaríkjanna og afskiptum
þeirra af innanríkismálum Kúbverja.
Þar með er ekki sagt að ekki séu til
kúbverskir sósíalistar og að byltingin
sé ekki sósíalísk. Hins vegar benda
fræðimenn á að þegar erlend ríki
reyni að hafa afskipti af kúbverskum
málefnum standi meginþorri þjóðar-
innar saman gegn viðkomandi öflum.
Þessi þjóðernisvitund á sér djúpar
sögulegar rætur á eynni og Castro
veit það kannski manna best. Enda
hefur Kúbuleiðtoginn sýnt hvað eftir
annað snilld sína í að snúa öllum deil-
um við Bandaríkin yfir í pólitískan
áróður þar um að Kúbverjar verði að
standa saman gegn heimsvaldasinn-
um í norðri. Auðvitað byggir Castro
vald sitt á feykiöflugri og vel skipu-
lagðri ógnarstjóm. Margir sérfræð-
ingar telja hins vegar að ef stefnu
Bandaríkjastjórnar verði breytt og
viðskiptabanninu aflétt geti Castro
ekki lengur notað það til þess að
halda sér við völd, réttlæting stjóm-
ar hans verði fyrir bí og hann neyðist
til þess að koma á lýðræðisumbótum.
Hvernig sem á málið er litið er vart
hægt að segja annað en að stefna
Bandaríkjanna gagnvart Kúbu hafi
ekki verið árangursrík. Níu ár em
liðin síðan Sovétríkin liðu undir lok
en Kúbuleiðtoginn virðist sitja sem
fastast. Erlendar fjárfestingar halda
áfram að streyma til Kúbu og enginn
virðist taka Helms-Burton-lögin al-
varlega enda hefur Bandaríkjastjórn
ekki framfylgt þeim að neinu ráði og
er í raun og vem ekki í neinni stöðu
til þess að gera það.
Castro er nú 73 ára gamall, augu
hans em þrútin, röddin byrjuð að
gefa sig og hann heldur ekki lengur
átta klukkustunda ræður. Hann get-
ur þó enn snúið milliríkjadeilum yfir í
pólitískan áróður gegn Bandaríkjast-
jórn og virðist deilan um hann Elián
litla Gonzalez vera enn eitt dæmið
um það.
Höfundur var frcttariUiri Morgun-
blaðsins íMcxíkrí um nokkurra líra
skeið.