Morgunblaðið - 30.01.2000, Side 30
30 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Agnar Hallvarðsson og sonur hans Ómar við granítstein sem verið var að saga niður.
Morgunblaðið/Ami Sæberg.
umhugsunarfrest," bætir Ómar við
og hlær.
Óplægður akur
„Eftir að hafa farið til Japans og
kynnt okkur framleiðslu Japananna
urðum við svo hrifnir að við keyptum
tvær sagir. Tölvustýrða innisög sem
sagar klöppina og getur jafnvel
formað hana en í þeirri sög er laser-
tækni sem sagar eftir teikningu. Hin
sögin er námusög sem er notuð til að
saga bergið úr námunni en þá þarf
ekki að nota sprengiefni til að losa
um efnið. Þeir segjast einnig hafa
fest kaup á vírsög, blaðsög og slípi-
vél ásamt brotvél sem brýtur grjótið.
Þessi starfsemi Rein sf. fer fram í
300 fm húsnæði á Lækjarmel á Kjal-
arnesi. Við fyrirtækið vinna fjórir
starfsmenn. „Eftir kaupin á vélunum
erum við að minnka við okkur jarð-
vinnuna og fara meira út í fram-
leiðslu á steinefnum.
Þeir eru spurðir að þvi hverja þeir
telji möguleikana á þessu sviði?
„Við álítum að markaður fyrir
náttúrulegan stein sé óunninn. Ef
við horfum til útlanda þá er þar mik-
ið unnið úr náttúrulegum steini eins
og hús, vegir, gangstéttir og jafnvel
heilu skemmtigarðarnir. Af hverju
ætti ekki að vera til svipaður mark-
aður hér á landi sem yrði aðlagaður
íslensku efni?“
ISLENSKT BERG
TIL HÚSAGERÐAR
manm/KNtmjíiF
Á SUNIMUDEGI
► Ag-nar Hallvarðsson fæddist árið 1929 í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk námi í vélvirkjun við Iðnskólann í
Reykjavík árið 1950 og vélstjóraprófi frá Vélskóla fslands
árið 1953. Agnar var til sjós í 20 ár. Meðal annars starfaði
hann sem vélstjóri á togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur
og á kaupskipum Eimskipafélags fslands. Árið 1970 hóf
hann störf hjá Sameinuðu þjóðunum sem vélstjóri á rann-
sóknarskipi á þeirra vegum. Síðar starfaði hann við eftirlit
og viðhald á tækjum og búnaði fyrir rannsóknarskip á veg-
um Sameinuðu þjóðanna eða til ársins 1976. Við heimkom-
una hóf hann störf hjá Rein sf. sem hann stofnaði ásamt son-
um sínum. Eiginkona Agnars er Magnúsína Ólafsdóttir og
eiga þau tvo syni, Ómar og Hallvarð. Ómar Agnarsson
fæddist í Reykjavík árið 1951 og ólst þar upp og í Hafnar-
firði. Hann stundaði nám í Flensborg í Hafnarfírði og fór
síðan í Iðnskólann og lauk þaðan prófi í vélvirkjun árið
1974. Á sama ári stofnaði hann fyrirtækið Rein sf. ásamt
föður sínum og bróður og hefur starfað við það síðan. Ómar
er kvæntur Kristínu Sigurðardóttur og þau eiga þrjú börn,
Margréti, Dagbjörtu og Sigurð.
Starfsmaður Rein sf., Ásgeir Stefánsson, er hér að slípa glugga-
kistu úr grágrýti.
eftir Hildi Einarsdóttur
Rein sf. var stofnað árið 1974
sem verktakafyrirtæki
sem sérhæfír sig í að bora
og sprengja klöpp og hef-
ur það einkum fengist við verkefni
sem tengjast vega- og hafnargerð.
Fyrir tveim árum ventu forsvars-
menn fyrirtækisins kvæði sínu í
kross og festu kaup á tveim stórvirk-
um steinsögum til að saga niður
stein sem er notaður til að klæða hús
að utan og innan og í götu- og gang-
stéttalagnir. Stærsta verkefni þeirra
fram til þessa er að saga efnið í úti-
klæðningu nýbyggingar Kringlunn-
ar sem er að hluta til klædd stuðla-
bergi og sníða niður efni í
steinalögnina fyrir framan húsið.
Eins og áður segir beindist starf-
semi fyrirtækisins í upphafi ein-
göngu að jarðvinnslu en auk þess
gerir fyrirtækið út gröfur og flutn-
ingstæki sem eru notuð til að flytja
grjót og annað efni sem þarf til fram-
kvæmdanna. „Við höfum unnið úti
um allt land þar sem verkefni hafa
gefist," segja þeir Agnar og Ómar.
„Þegar við vorum að byrja með fyr-
irtækið vantaði verktaka í þennan
geira. A þessum árum voru menn að
bora með handbor en við keyptum
stórvirka vél sem var borvagn með
beltavél. Þá var þessi vinna orðin
vélavinna og þar af leiðandi auðveld-
ari og afköstin meiri.
Fyrsta tækið sem við keyptum,
sem var loftþjappa, var ástæðan fyr-
ir því að við stofnuðum fyrirtækið.
Það atvikaðist þannig að þegar ég
var að vinna fyrir Sameinuðu þjóð-
irnar í Singapúr voru Bandaríkja-
menn að draga sig út úr stríðs-
rekstrinum í Víetnam og höfðu flutt
alls konar tæki til Singapúr og Fil-
ippseyja sem þeir höfðu notað við
stríðsreksturinn og settu á uppboð. í
Singapúr keypti ég loftþjöppuna
sem knýr borvagninn en þjöppuna
fékk ég á mjög góðu verði. Eg samdi
síðan við kunningja minn um flutn-
inginn á henni til Hollands og þaðan
til íslands," segir Agnar.
Verkefnin stór og smá
Það kemur fram að fyrstu tvö árin
eftir að fyrirtæklð var stofnað sáu
bræðurnir Ómar og Hallvarður um
rekstur fyrirtækisins. Þá ákvað
Hallvarður að fara í nám í flugvirkj-
un til Bandaríkjanna og starfar nú
sem flugvirki. Þegar Agnar kom al-
kominn heim árið 1976 tók hann til
starfa hjá Rein sf.
Þeir segja að þeim líki vel við
verktakavinnuna. „Það hefur verið
ánægjulegt að kynnast landsbyggð-
inni en þar býr gott fólk,“ segja þeir.
„í upphafi starfseminnar var vinnu-
dagurinn yfirleitt langur og úthaldið
einnig eða þrjár vikur í senn.Við
bjuggum í hefðbundnum vegavinnu-
skúrum og kappið var að sofna á
undan vinnufélögunum til að losna
við hrotumar í þeim,“ bætir Agnar
við og hlær. „Nú er úthaldið styttra
en farið er heim aðra hverja helgi.“
„Oftast höfðum við fulla vinnu allt
sumarið og fram á haust en vinnan á
veturnar er ekki eins örugg. Þá not-
um við tímann til að annast viðhald á
vélum og tækjum sem er töluvert.
Verkefnin sem við höfum tekið að
okkur á þessu sviði hafa verið bæði
stór og smá. Meðal annars störfuð-
um við sem undirverktakar við gerð
Suðurlandsvegar þar sem við
sprengdum 160.000 m3 af klöpp en
við það notuðum við tugi tonna af
sprengiefni. Hin síðari ár höfum við
verið í frábæru samstarfi við Háfell
ehf. sem annaðist gerð Suðurlands-
vegar.“
V erktakastarfsemin
breyst til batnaðar
Þeir eru spurðir að því hvar þeir
hafi lært að fara með sprengiefni?
„Við fómm báðir á námskeið hjá
Vinnueftirlitinu og útskrifuðumst
sem sprengjumenn,“ segir Ómar.
„Þar lærðum við um meðferð
sprengiefna og um eiginleika þeirra
og varúðarráðstafanir.“
Nú hafið þið sprengt upp hundrað
tonna af sprengiefni á ferli ykkar,
hafðið þið alltaf farið rétt að?
„Við höfum verið þeir lánsmenn að
valda aldrei slysi,“ segja þeir.
Það kemur fram í máli þeirra að
verktakastarfsemin hefur breyst
mikið á undanförnum áram.
„Framan af vora það stofnanirnar
og bæjarfélögin sem höfðu alla verk-
stjórn með höndum á þeim verkefn-
um sem við unnum og var unnið
gegn tímagjaldi. Þegar fjárveiting
var á þrotum var verkinu venjulega
hætt sem var óhagkvæmt fyrir alla
aðila. Verktakastarfsemin hefur
breyst þannig að útboðsstarfsemin
hefur verið aukin til muna sem er til
mikilla bóta. Verkefnin era orðin
stærri umfangs. Nú er byrjað á
verkinu og því lokið fyrir fast verð.
Þetta gerir það að verkum að verk-
inu lýkur fyrr og fer fyrr að skila
arði,“ segir Agnar.
TiITÓkýóað
kaupa steinsög
„Þegar frá leið fórum við að hugsa
um það hvernig við gætum nýtt efnið
sem við voram að bora og sprengja
og sturta í sjóinn í annars konar til-
gangi. Þá kom upp þessi hugmynd
að kaupa steinsög.
Við komumst í kynni við japanskt
fyrirtæki sem smíðar steinsagir. Við
feðgarnir ræddum mikið um mögu-
leikann á að kaupa slíka sög en létum
ekkert verða úr framkvæmdum,"
segir Ómar. „Svo gerðist það einn
morguninn að pabbi, sem yfirleitt er
mættur snemma í vinnuna á morgn-
ana, lét ekki sjá sig. Ég ætlaði að
fara að hringja til að athuga hvað
amaði að honum, þegar hann birtist
og hendir á borðið fyrir framan mig
farseðli þar sem stendur. Mr. Agn-
arsson, Reykjavík-Tokyo-Reykja-
vík. Um leið segir hann: „Hvað er
þetta maður, ætlar þú ekki að fara að
kaupa sög?“ Honum fannst ungi
maðurinn vera búinn að fá nógan
Náttúrulegur steinn
afar endingargóður
Þegar þeir era spurðir að því
hvaða íslensku bergtegundir þeir
álíti hentugasta sem byggingarefni
nefna þeir grágrýti, blágrýti, gabbró
og líparít en algengt sé að vinna efni
úr þeim. En hveijir era helstu kostir
náttúralegs steins?
„Hann hefur marga kosti en
steinninn er endingargóður, hefur
mjög sterk einkenni, er fallegur og
verður fallegri eftir því sem hann
eldist.
En er þetta ekki dýrt efni í saman-
burði við annað byggingarefni sem
er á markaðnum?
,Auðvitað verður þetta efni dýr-
ara vegna þess að vinnsla þess er
kostnaðarsöm. Ef það yrði unnið í
einhverju magni ætti það að koma
verðinu niður. Þegar miðað er við
endingu og viðhald teljum við að
þegar til lengdar lætur sé steinninn
síst dýrara efni.“
Hvaðan fáið þið efnið?
„Við leigjum grjótnámu í nágrenni
Reykjavíkur sem er í einkaeign. Við
höfum tekið þarna efni um nokkurt
skeið og gætt þess að ganga vel um.“
Er erfitt að fá leyfi til grjótnáms?
„Þegar verið er að taka steypuefni
úr gjallhólum er ekki mikið sagt við
því. Ef á að taka grjót þá er oft erfið-
ara að fá leyfi. Mér finnst að menn
megi ekki gleyma því að við búum í
þessu landi og þurfum að nýta þau
efni sem við þurfum til að byggja úr.
Ef þess er gætt að ganga ekki á nátt-
úrana svo lýti verði af ættu allir að
geta verið sáttir,“ segir Agnar.
Bjartsýnir á framtíðina
Þeir segjast merkja aukinn áhuga
á að nýta stein til bygginga hér á
landi.„Ef við lítum á það sem er að
gerast í steinklæðningu hér á landi
þá er til dæmis kirkjan í Grafarvogi
klædd með innfluttu steinefni. Einn-
ig er gert ráð fyrir að Barnaspítali
Hringsins verði klæddur steini sem
er einnig innfluttur."
Af hverju er steinefnið innflutt,
hafið þið einhverja skýringu á því?
„Líklegasta skýringin er sú að
efnið sé ódýrara ef það er flutt inn en
erlendis er efnið framleitt í miklu
magni sem gerir það ódýrara. Gran-
ítið sem aðeins er hægt að fá í út-
löndum er mikið notað til klæðning-
ar og býður upp á töluvert litaúrval.
Islenska gabbróið kemur næst gran-
ítinu hvað varðar hörku og lit en það
á eftir að vinna sér sess sem bygg-
ingarefni.“
Þeir segja að meðal verkefna sem
era framundan sé að vekja athygli
og áhuga hönnuða á íslensku bergi
til húsagerðar.
Það vanti þó fleiri fagmenn hér á
landi í steinsmíðina en lítil sem engin
hefð sé fyrir henni hér á landi. Þeir
sem hyggist leggja steinsmíði fyrir
sig þurfi að sækja nám til útlanda.
,Annars h'tum við framtíðina björt-
um augum.Við munum halda eitt-
hvað áfram í verktakastarfseminni
en vonumst til að geta einbeitt okkur
að steinsmíðinni í auknum mæli.“
I