Morgunblaðið - 30.01.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 30.01.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 37 ARMANN KR. EINARSSON + Ármann Kr. Ein- arsson fæddist í Neðradal í Biskups- tungum 30. janúar 1915. Hann lést á Landakotsspítala 15. dcsember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 22. desember. í dag, 30. janúar, eru 85 ár liðin frá því Ár- mann Kr. Einarsson fæddist en hann lést 15. desember 1999, rétt um það leyti sem jólabæk- umar voru að koma á markaðinn á leið í jólapakka barnanna. Bækur hans höfðu einmitt hafnað í jóla- pakka bama áratugum saman og margra beið skemmtileg stund á að- fangadagskvöld og jóladag þegar undraheimur Armanns opnaðist þeim. Desember var alla tíð spennandi tími fyrir höfunda sem fylgdu bókum sínum í hillur bókabúðanna fyrir jól- in. En í þetta sinn var skáldið fjarri góðu gamni. Armann var fæddur í Biskups- tungunum en mestalla sína starfsævi var hann í Reykjavík. Þegar lífshlaup hans er skoðað má það einstakt telj- ast hversu fjölbreytt það var. Hann var í hringiðu breytinganna allt frá því að hann hóf störf sem farkennari í Saurbæ í Dalasýslu þar sem kennt var á tveimur bæjum frá nóvember og fram í apríl. Ekld var um neina kennslustofu að ræða umfram það sem baðstofan bauð, og kennslu- gögnin bar hann á bakinu á milli bæja en þau voru helst gamalt Islan- dskort og eitthvað smávegis af náms- bókum. Hann upplifði eitt mesta um- brotaskeið íslandssögunnar og var þátttakandi í bæði jákvæðri og nei- kvæðri þróun íslensks samfélags. Hann var leigubílstjóri í aukavinnu á stríðsárunum og kynntist því þá af eigin raun þegar þessi bændaþjóð var að komast í snertingu við nýja tíma. Sama máli gegndi um starf hans í lögreglunni þegar hann kynnt- ist skuggahliðum höfuðborgarinnar. En mestan hluta ævi sinnar helg- aði hann bömum. Hann var kennari að aðalstarfi í hálfa öld og fjölmörg era þau börn og unglingar sem minn- ast hans sem skemmtilegs kennara. Hann var alla tíð í nánum tengslum við bömin, las fyrir þau úr handritum sínum og gat þannig kannað viðbrögð við sögunum þegar þær vora að mót- ast. Nánara samband milli höfundar og lesenda er ekki hægt að hugsa sér. Armanns verður lengst minnst sem barnabókahöfundar og þar skip- ar nafn hans sérstakan sess enda ekki heiglum hent að standa þar í broddi fylkingar í 60 ár. Hann tók virkan þátt í útgáfuþróun lestrarefn- is fyrir íslensk börn, allt frá þeim tíma að tímaritin Unga ísland og Æskan vora helstu gleðigjafar í lífi barna í dreifðum byggðum landsins. Fyrsta saga hans birtist á prenti í Jólablaði Unga íslands árið 1931 þegar Armann var aðeins 16 ára ára gamall og hét sagan Kappaksturinn. Fyrsta bók Armanns, „Margt býr í fjöllunum", kom út sama ár og hann lauk kennaraprófi eða árið 1937 og geymdi ævintýri þar sem fyrirmynd- in er gjarnan sótt í íslenska náttúra. Þegar farið var að þýða bamabæk- ur og efnahagur þjóðarinnar batnaði svo mjög að bamabækur urðu mark- aðsvara kom hann með sínar eigin ævintýrabækur sem áttu rætur í ís- lensku samfélagi. Og þegar íslenskar myndabækur urðu til átti Armann eina þá fyrstu, „Sólfaxa" sem prent- uð var í fullum litum og kom út árið 1972. Loks hafa margar af bókum hans hafa einnig verið þýddar á Norðurlandamálin meðal annars færeysku og grænlensku. Eftir Armann liggja liðlega 40 barnabækur og í áratugi var Armann ókrýndur konungur ævintýrasagna fyrir börn og unglinga. A hverju ári biðu íslensk börn eftir nýrri bók um Árna í Hraunkoti eða Óla og Magga. Ármann notaði líka íslenskar sérað- stæður til að skapa spennandi söguþráð, t.d. Surtseyjargosið, leit að gullskipi á sönd- um Skeiðarár, land- helgisdeiluna og gosið á Heimaey, og Leifur heppni varð einnig söguhetja í einni af æv- intýrabókum Armanns. En Armann reyndi líka fýrir sér með annarri tegund barnabóka. Með sögumun, „Afastrák" og „Ömmustelpu“ fet- aði hann inn á nýjar brautir á rithöfunda- ferli sínum enda ævintýrabækur ekki lengur í tísku á áttunda áratug al- darinnar. Félagslegt raunsæi var boðskapur tíðarandans í bamabók- menntum og ævintýrin þóttu yfir- borðskennd og óraunsæ. En Armann var fyrst og fremst höfundur sem hafði það að markmiði að skemmta lesendum sínum og þótt sögusviðið færðist inn á heimilið og leikskólann var þetta ekki sorglegt leiksvið, vandamálin vora ekki ofarlega í huga hans. Þótt mamma fljúgi til útlanda og sé fjarri dóttur sinni er það ekki sorglegt, heldur fyllir amma í skarðið og afi er einhvers staðar líka til að segja sögu. Mamma kemur svo heim með leikföng og föt og auk þess ban- ana sem hún hefur tínt af himninum um leið og hún flaug framhjá nýju tungli. Ævintýri hversdagsleikans tóku við af þyrlum og hraðskreiðum farartækjum. Sagan „Himnaríki fauk ekki um koll“ er einnig i anda raunsæis en eft- ir það tóku við nokkrar skemmtilegar sögur þar af ein, „Lagt út í lífið“, þar sem hann er sjálfur í hlutverki aðal- persónu, enda þótt ævintýrið sé ekki langt undan og mörk raunveraleika og skáldskapar séu ekki alltaf skýr. Armann hlaut Bamabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1977 fyrir bók sína um „Ömmustelpu“ og hafði dómnefnd valið hana bestu bamabók ársins á undan. Árið 1980 fékk hann riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu einkum fyrir rit- störf sín íyrir böm og unglinga. En Armann var ekki eingöngu að hugsa um eigin hag, hann vildi sjá veg ís- lenskra bamabóka sem mestan og í þeim tilgangi stofnaði hann og fjöl- skylda hans íslensku bamabóka- verðlaunin árið 1985 með bókaútgáf- unni Vöku-Helgafelli. Á þann hátt var hægt að örva unga höfúnda til að skrifa handrit og senda í keppni í von um að fá bókina útgefna. Það var ákaflega ánægjulegt að starfa með Armanni í nefndinni sem valdi besta handritið. Hann las hvert einasta handrit af kostgæfni, og þótt hann væri ekki sammála dómnefnd og hefði sín eigin viðmið, var hann alltaf tilbúinn að taka rökum, sérstaklega þegar börnin sem vora í úthlutunar- nefndini áttu í hlut. Hann virti smekk þeirra meira en nokkurra bók- menntamanna. Á áttræðisafmæli Armanns árið 1995 söfnuðust vinir og vandamenn hans saman til að heiðra hann. Kenn- pa"e9 . Sér ^auelsalerö •nerktar BÆKUR a/greiðsla póstlistinn 1960 ostiisúnn.is arar fjölmenntu og aðrir samferða- menn hans komu og glöddu'st með honum. Sá hópur sem var áberandi fámennur í afrnælinu vora rithöfund- ar. Ef til vill kristallaðist þama við- horf samferðamanna hans í rithöf- undastétt. Barnabókahöfundurinn sem hafði skrifað meira en 40 bækur sem selst höfðu í þúsundum eintaka, hafði samt ekki verið tekinn inn í innsta hring rithöfunda. Kannski var það vegna þess að hann hafði aldrei haft neinn pólitískan boðskap - aldrei neinar tillögur um að breyta heimin- um. Hans tilgangur var ætíð að skemmta bömum og unglingum með því að segja þeim sögur og miðla þeim af þeirri bjartsýni sem ein- kenndi allt hans lífshlaup. Armann var kvæntur Guðrúnu Rebekku Runólfsdóttur sem studdi mann sinn ötullega við skriftirnar og var ósínk á tíma sinn við að aðstoða hann. Hún lést árið 1985 sama ár og íslensku bamabókaverðlaunin voru stofnuð. Þau áttu þrjár dætur og bamabamahópurinn er fríður. Síð- ustu árin naut hann félagsskapar Að- alheiðar Þorsteinsdóttur, einstak- lega myndarlegrar konu sem var honum góður félagi og studdi hann í því sem hann tók sér fyrir hendur. Það var gaman að hitta þau og njóta þess að heyra um ferðalög eða bara skemmtileg atvik úr hversdags- lífinu. Öllum sem Armann mætti vildi hann gott gera og með lífsstfl sínum og óbilandi þrautseigju bauð hann öllum hindranum byrginn. Mótlæti lét hann ekki á sig fá en heldur hélt alltaf ótrauður áliram. I honum sjáum við aldamótamanninn, rótfastan í ís- lenskri menningu, en með bjarta sýn á framtíðina. Það er í raun einstakt afrek að vera rithöfundur og skrifa fyrir böm í nær 60 ár. Þetta er langur tími og ekki síst á mesta umbyltinga- og breytingaskeiði í sögu íslenskú þjóð- arinnar. Þótt Armann væri fæddur í torfbæ var hann alinn upp við sagna- hefð þar sem hversdaglegir hlutir fengu á sig ævintýrablæ því utanað- komandi ævintýri vora ekki til stað- ar. Bækur vora ekki til í uppvexti Ár- manns og því var gripið til þess ráðs að búa til lestrarefni. Bamæskan og umhverfið í nánd við Geysi efldi hug- myndaflugið og ýtti undir ævintýrið. Skrýtin kýr verður að tröllkonu og hylur í bæjarlæknum verður að inn- gangi inn í ævintýraheim. Hugurinn var alla tíð fijór og hversdaglegir hlutir fengu á sig myndir - sagan varð til. Ármann gaf samferðafólki sínu, einkum bömum og unglingum, gleði og trú á framtíðina. Hann snerti gleðistrengi sálarinnar, kveikti neista sem getur lifað innra með þeim sem tók á móti, löngu eftir að bókinni er lokað og sagan sögð. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir OLsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ ÍÍJJLÍJíií ÍÍL) XJ! JjJuliilJ Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuSborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarQstofa.com • «1 w t Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, VIGDÍS SIGURÐARDÓTTIR, elli-og hjúkrunarheimilinu Grund, Hringbraut 50, lést laugardaginn 22. janúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Innilegar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir frábæra umönnun. Freyja Ingólfsdóttir, Terence Ashton. t Ástkær móðir, tengdamóðir og systir, HULDA SIGURÐARDÓTTIR HANSEN, Fresno, Kaliforníu, U.S.A., lést miðvikudaginn 19. janúar. Jarðarförin hefur farið fram. Phyllis Brown, Terry Brown, Vilborg Áslaug Sigurðardóttir. t Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGURJÓNSSON verksmiðjustjóri, sem lést fimmtudaginn 20. janúar, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 31. janúar kl. 13.30. Anna Soffía Óskarsdóttir, Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir, Steinn Þórarinsson, Jón Elías Gunnlaugsson, Þórhildur Rúnarsdóttir, Guðrún Erla Gunnlaugsdóttir, Heiðar Reynisson, Ósk Gunnlaugsdóttir, Friðþjófur Helgi Gunnlaugsson, Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir, Berglind Sigurðardóttir og barnaböm. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, LÁRUS SVEINSSON trompetleikari, Leirutanga 35b, Mosfellsbæ, sem lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur þriðjudaginn 18. janúar, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavemd eða minningarsjóð Karlakórsins Stefnis. Ingibjörg Lárusdóttir, Björn Óli Ketilsson, Þórunn Lárusdóttir, James Healy, Hjördís Elín Lárusdóttir, Ægir Öm Bjömsson, Sigurlaug Sara, Ágúst Leó, Þórunn Lárusdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SCHUMANN DIDRIKSEN, Hverafold 27, Reykjavík, sem lést laugardaginn 22. janúar, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Dagmar Didriksen, Rúna Didriksen, Ásmundur Jóhannsson, Bjarma Didriksen, Guðmundur Gunnarsson, Siri Didriksen, Rita Didriksen, Ásmundur Pálmason, Schumann Didriksen, Heidi Didriksen, Diba Didriksen, barnabörn og langafastrákur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.