Morgunblaðið - 30.01.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 39
VIGDÍS
SIGURÐARDÓTTIR
Holtinu“, strákar sem flestir eru goð-
sagnir í dag.
Sem betur fer er ekki að marka
barnsminni mitt, Gulli minn, því
löngu áður en ég komst af bamsárum
gerði ég mér grein fyrir að þú varst
enginn stórtöffari, þetta voru bara
látalæti. Þú varst Ijúfur sem lamb og
vildir öllum vel, enda er engin goð-
sögn til um þig á „Holtinu".
Þú varst ekki gamall þegar þú
fórst að vinna fyrir þér, mig minnir
að þú hafir verið fjórtán ára þegar þú
fórst á „eyrina“ og ekki mikið eldri
þegar þú fórst á sjóinn, fyrst á snur-
voð og síðan á síðutogara. Þú varst á
tímabili minn kæri alvöru togarajaxl;
með öllum þeim kostum og göllum
sem þeim fylgja.
Hugurinn reikar svolítið í tíð og
tíma. Eins og þú var ég sendur í sveit
til vinafólks Finnboga afa, þeirra
Magnúsar og Jensínu á Hamri. Mér
heldur leiddist í sveitinni og var þar
því bara í eitt sumar en þér líkaði þar
vel og varst þar mörg sumur. Eftir á
að hyggja lærðum við báðir mikið hjá
þeim sæmdarhjónum, ég lærði að
meta landið og söguna eins og þú, en
þú lærðir meira, þú lærðir líka að
meta „sauðkindina".
Á mínum unglingsárum eyddi ég
tímanum í skátastúss og heiðarölt en
þú gerðist ábyrgur fjölskyldufaðir og
fórst að takast á við lífið eins og sagt
var.
En þú byrjaðir líka á öðru á þess-
um tíma, þú byrjaðir á því sem pabbi
kallaði , jlugurnar hans Gunnlaugs“.
Og hverjar voru nú þessar „flugur"?
Jú, þær voru hinar ýmsu tilraunir til
bættrar afkomu. Hér skulu nokkrar
„flugur“ taldar sem þú lést verða að
veruleika: Farandfiskala, grænmet-
isrækt, ofnaframleiðsla, smíði suðu-
vélmenna, harðfiskverkun með súg-
þurrkun og trilluútgerð. Hér er þó
aðeins fátt eitt upptalið.
Tíminn leið og ég vai-ð að lokum
„ráðsettur" fjölskyldufaðir með tvö
börn og hund. En þú, þú komst upp
þremur fjölskyldum og sex bömum!
Já Gulli, því verður ekki á þig logið;
þú hefur átt jafnmarga maka og við
hin systkini þín til samans og fleiri
böm en við hin til samans. Þú ert rík-
ur maður.
Svo kom þessi skrítni tími, bróðir,
að þú fórst á landshorna- og heims-
álfuflakk og fluttir í „póstkassann" til
okkar Sigrúnar. Samfara þessu fór-
um við að hittast reglulega, sam-
komustaðurinn var venjulega eld-
húskrókurinn í Melbænum og síðan á
Brúnastöðum en stöku sinnum Kaffi-
vagninn að ógleymdum skötufund-
um.
Umræðuefnin vora fjölbreytt og
oft var þér mikið niðri fyrir, þessir
fjárans landsfeður voni jú alltaf að
leiða þjóðina í glötun eða í besta falli í
fen.
Eins var alltaf velferð strákanna
og stelpnanna þinna þér ofarlega í
huga, þér leið ekki vel ef þú vissir af
vandræðum hjá þínum.
Og svo voru það „flugumar“. Ég
held að ég skrökvi engu að það hafi
verið minnst ein ný í hverri heim-
sókn.
Gulli minn, í rauninni áttir þú
hvergi heima í mörg ár, þú varst einn
með „stál og hníf‘, bræddir loðnu úti
um allar trissm- en festir hvergi ræt-
ur fyrr en í Svarthömrunum þar sem
þú eignaðist þinn eldhúskrók! Ég
vona að þegar að því kemur þá finnist
einhvers staðar eldhúskrókui' fyrir
oklmr til að spjalla í.
í upphafi bréfsins setti ég vísuna
hans Magnúsar Stefánssonai- um
hann Stjána bláa vegna þess að ég
veit að þú hefur sérstakt dálæti á
Suðurnesjunum og eins finnst mér
hún eiga við þig. Og að lokum langar
mig að enda á vísu eftir Stein Stein-
arr.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
Og þótt þú tapir það gerir ekkert til
Því það er nefnilega vitlaust gefið.
(Steinn Steinarr)
Farðu í friði kæri vinur og bróðir.
Kveðja, þinn bróðir,
Magnús.
• Fleirí minningnrgreinar
um Gunnlaug Jónsson bfða birting-
ar ogmunu birtast íblaðinu næstu
daga.
+ Vigdís Sigurðar-
dóttir fæddist á
Brekkum í Holta-
hreppi í Rangár-
vallasýslu 24. októ-
ber 1917. Hún lést á
Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 22.
janúar siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Elín Sigurðar-
dóttir, f. 19. ágúst
1891, d. 15. ágúst
1969, og Sigurður
Gíslason, f. 11. júlí
1894, d. 8. júlí 1922.
Eftir lát föður síns
var Vigdís um nokkurt skeið hjá
móður sinni en fluttist síðan til
Arnkötlustaða þar sem hún ólst
upp til 16 ára aldurs er hún flutt-
ist til Reykjavíkur. í Reykjavík
vann hún meðal annars við
sauma, í kaffibrennslu Ó. John-
Þegar komið er að leiðarlokum í
jarðlífi frænku minnar Vigdísar Sig-
urðardóttur, sem lést á Elliheimilinu
Grand aðfai-anótt 22. janúar, langar
mig að skrifa nokkur orð í minningu
hennar.
Ég hef þekkt hana frá því ég man
eftir mér og kallaði hana jafnan Dísu
frænku, þó hjá hjá flestum í fjöl-
skyldunni gengi hún undir nafninu
Dísa litla, sem festist við hana þegar I
æsku. Hún var frekar smávaxin en
samsvaraði sér vel, bar sig vel á
yngri áram, var hnarreist þótt hún
væri hæglát í fasi og framkomu, glað-
vær í góðra vina hópi og gat hlegið
mikið og hjartanlega. Við Dísa voram
bræðradætur og móðir mín, sem
þekkti Dísu frá fæðingu og var sam-
tíma henni um skeið á heimili móður-
foreldra hennai-, Efri-Rauðalæk í
Holtum, leit á hana sem nákomna
frænku þótt fjarskyldar væra. Sagði
móðir mín að Dísa hefði verið mikið
gott barn og strax sýnt góða greind
og þótt afbragðs nemandi á skólaár-
um sínum. Þá var aðeins um far-
kennslu að ræða og sótti Dísa skóla í
Meiri-Tungu í Holtum þau árin sem
hún dvaldi á Arnkötlustöðum í sömu
sveit.
Hún missti föður sinn aðeins 4 ára
gömul en Elín móðir hennar og Sig-
urður hófu búskap að Brekkum í
Holtum þegar Gísli faðir Sigurðar
lést á miðjum aldri. Ekki varð bú-
skapur ungu hjónanna langur því
Sigurður lést langt um aldur fram frá
konu og tveim kornungum dætram
sínum. Upp frá því vai’ Dísa með
móður sinni í stuttan tíma hér fyrir
sunnan og í Vestmannaeyjum þar til
hún fór að Efri-Rauðalæk og síðan
Arnkötlustöðum.
Þetta var allt fyrir mitt minni en
þegar hún var komin á táningsár
sótti hún til Reykjavíkur í leit að
vinnu og þá varð hún strax heima-
gangur á heimili foreldra minna. Á
þeim árum vora samskipti skyld-
menna miklu nánari en tíðkast nú á
dögum. Þá var ekki spurt hvort eitt-
hvað væri til í kotinu og kaffisopinn
látinn duga þegar fólk stakk inn nefi
til skrafs og ráðagerða og oft var
nokkuð fjölmennt þegar frændfólkið
safnaðist saman í eldhúsinsu heima
og ræddi um daginn og veginn og þó
aðallega þær fréttir sem bárast að
austan. Þangað stefndi hugurinn og
þótti alltaf jafnskemmtilegt að fá
gesti sem komu þaðan í kaupstaðar-
ferð. Var þá jafnan glatt á hjalla á
heimilinu og átti Dísa ekki lítinn þátt
í þeirri skemmtun og man ég líka að
áhugamál okkar systkinanna snerist
mikið um að trálofa hana einhverjum
ungherranum að austan.
Arið 1938 dvaldi Dísa vetrarlangt á
heimili okkar efth- að móðir mín fékk
lömunarveiki. Hugsaði hún þá um
heimilið af sinni alkunnu reglusemi
og natni, tók yngri bróður minn rétt
tveggja ára undir sinn vemdarvæng
og sá um að þrífa og matbúa fyrir
okkur hin, en við voram þá 6 í heimili.
Við þetta tengdist hún okkur enn
sterkari böndum sem haldist hafa
alla tíð síðan.
Mesta gæfuspor í lífi Dísu var þeg-
ar hún eignaðist Freyju. Hún var
son & Kaaber og á
barnaheimilinu
Laufásborg. Vigdís
átti eina alsystur,
Guðrúnu, f. 19. nóv-
ember 1918, d. 26.
júní 1976. Hálf-
systkini hennar
voru Jóhann Guðna-
son, f. 6. júní 1923,
d. 26. nóvember
1975, og Sigrún
Guðnadóttir Magn-
ússon, f. 20. júní
1924.
Vigdís eignaðist
eina dóttur, Freyju
Ingólfsdóttur, f. 5. mars 1960,
gift Terence Ashton.
Frá árinu 1996 var Vigdís til
heimilis á Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund.
Utför Vigdísar fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
perlan í lífi hennar, gegnheil og ekta,
fallegt barn, bráðvel gefin, prúð og
elskuleg. Nú urðu miklar breytingar
á högum Dísu, öll hugsun beindist að
því að sjá um telpuna, vann þau störf
þar sem hún gat haft hana sem næst
sér, menntaði hana og annaðist svo
til fyrirmyndar var. Enda fékk hún
það margfalt borgað til baka. Þegar
Freyja var um tvítugt, útskrifuð úr
Verslunarskólanum og byrjuð að
vinna skiptu þær um hlutverk svo að
segja. Þótt Dísa ynni áfram þar til
hún hætti störfum sökum aldurs, var
það Freyja sem sá um hlutina, festi
kaup á fyrstu eignaríbúðinni og plan-
lagði ferðalög sem þær fóra í bæði
innanlands og utan og var daglegt líf
þeiira svo samtvinnað að börnin í
fjölskyldunni héldu mörg hver að það
væri bara ein Dísogfreyja.
Fyrir rámlega þrem áram fékk
Dísa pláss á Elliheimilinu Grand, því
hún var orðin það lasburða að henni
var nær um megn að ganga upp á
þriðju hæð í íbúð sína þegar hún brá
sér af bæ. Á Grand dvaldi hún síðan
og undi hag sínum vel. Sýndi sig enn
hversu auðvelt hún átti með að um-
gangast fólk af meðfæddri hógværð
og rósemd, hvort sem var í hópi vist-
manna eða starfsfólks. Varla leið sá
dagur að Freyja kæmi ekki í heim-
sókn og sat lengi. Hún fór með hana í
bíltúra á góðum dögum og um helgar,
í heimsókn til kunningja eða þær
settust inn á kaffihús til eftirmið-
dagsdrykkju. Þá beið Terry, eigin-
maðui- Freyju, rólegur við sína iðju
heima og hafði fullan skilning á þörf
þeirra mæðgna að vera saman og
blanda geði við vini og vandamenn.
Að leiðarlokum vil ég og fjölskylda
mín þakka Dísu fyrir samfylgdina öll
þessi ár, tryggð hennar og vináttu
sem var fölskvalaus, allar notalegu
og skemmtilegu stundimar sem við
áttum saman og óskum við henni
velfamaðar á nýjum, okkur ókunnum
slóðum. Freyju og Terry sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guðrún Guðmundsdóttir
(Unna).
Blómastofa
Friðjtnns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
+
Elsku móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR,
Njálsgötu 82,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 31. janúar kl. 10.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hennar, er bent á líknardeild
Landspítalans.
Hjalti J. Guðmundsson, Paula H. Guðmundsson,
Jóhanna Margrét Guðmundsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegrar móður
minnar, tengdamóður okkar, ömmu, lang-
ömmu og langalangömmu,
GEIRLAUGAR BENEDIKTSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Reykjavík.
Benedikt G. Guðmundsson, Hjördís Kröyer,
Kristinn Stefánsson
og fjölskyldur.
+
Við þökkum innilega þá samúð, hlýhug og
vináttu, sem okkur hefur verið sýnd við andlát
og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, systur, ömmu og lang-
ömmu,
SIGURBORGAR ÞÓRU SIGURÐARDÓTTUR
frá Borgarhöfn í Suðursveit,
Skógargerði 1.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífils-
staðaspítala.
Jóhann Kristmundsson,
Jónína Jóhannsdóttir, Sigurður G. Benediktsson,
Sigurður Jóhannsson, Halldóra Ríkarðsdóttir,
Vilborg Jóhannsdóttir, Reynir Sverrisson,
Kristmundur Óskar Jóhannsson, Jórunn Jónsdóttir,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir,
barnabörn og langömmubörn.
+
Öllum þeim ágætu vinum og ættingjum, sem
heiðruðu minningu móður okkar og tengda-
móður,
ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Glaðheimum 20,
Reykjavík,
viljum við þakka af alhug.
Blessuð sé minning hennar.
»
Jónína Eiríksdóttir, Sigurður Kristjánsson,
Kári Eiríksson,
Hreinn Sveinsson,
Eiríkur Eiríksson,
Guðmundur Eiríksson,
Katrín Eiríksdóttir, Magnús Yngvason,
Þórey Eiríksdóttir,
Jón Eiríksson, Jette Pedersen
og fjölskyldur.
+
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns
míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa,
HERMANNS FRIÐRIKSSONAR
múrarameistara,
Bleikjukvísl 8,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir eru færðar félögum í Karlakór
Reykjavíkur og Hestamannafélaginu Fáki.
Agnes Einarsdóttir,
Halldóra Margrét Hermannsdóttir,
Halldóra M. Hermannsdóttir, Stefán Haukur Jóhannesson,
Einar Már Hermannsson, Maren Junge,
Baldur Hermannsson, Ása Valgerður Sigurðardóttir,
Friðrik Ásgeir Hermannsson, Kristín Crosbie,
Einar Kristján Hermannsson, Guðrún Sigurðardóttir
og barnabörn.
4,
>