Morgunblaðið - 30.01.2000, Síða 49

Morgunblaðið - 30.01.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 49 BRÉF TIL BLAÐSINS - öld breytinga Ný öld Frá Birnu Smith: ALLIR helstu spámenn sögunnar hafa spáð miklum breytingum á þessari nýju öld, að það verði sannar framfarir í öllum málum sem verða mannkyninu og jörðinni til blessun- ar. í Biblíunni er einnig talað um breytingar, þar er talað um 1000 ára ríkið, ríki fríðar og ljóss. Spurningin er hinsvegar: Hvernig viljum við hafa hina nýju öld, viljum við breyt- ingar? Pað verða að sjálfsögðu engar breytingar, nema mannkynið sjálft þrái breytingar og knýi það fram með vilja og krafti. En hvemig eig- um við að vita hvað við viljum? Við sem erum alin upp undir vængjum blekkingar, mikillar neikvæðni, trú- leysi, vonleysi og samlagað okkur svo að hinum firrta veruleika nútím- ans að við vitum ekki einu sinni hver við sjálf erum né hvert við stefnum. Við erum orðin svo sljó að við látum fjölmiðlana mata okkur á hverri lyg- inni á fætur annarri og hættum að hugsa sjálfstætt. Viljum við breytingar? Já, við öpum upp eftir hvert öðru að við vildum óska að það ríkti friður í heiminum og að enginn þyrfti að svelta og þá verða allir hamingju- samir. En nú ríkir bæði friður og vel- megun á íslandi í dag og samt er langt frá því að hér búi hamingjusöm þjóð. Ég held að það sé sama hversu háværar raddir lækna um að heil- brigði hafi aukist og að lækningar og lyf hafi fundist við hinum og þessum sjúkdómum, þá komumst við ekki hjá því að horfa uppá þær uggvæn- legu staðreyndir að alvarlegir sjúk- dómar fara ört vaxandi og að ungt fólk deyr í blóma lífsins. Eigum við að sætta okkur við það að sjálfsmorðstilfelli og þunglyndi sé í takt við nágrannaþjóðir okkar og að við eigum bara að bryðja Prozac og þá sé okkur borgið? Eg held að það sé kominn tími til að staldra við og íhuga hvert við stefnum. Ef við vær- um á réttri braut, ættu sjúkdómar að vera á undanhaldi og útgjöld til heil- brigðismála að lækka. En reyndin er önnur, sjúkdómar og útgjöld aukast jafnt og þétt. Er ekki kominn tími til að hætta að láta blekkjast og fara að knýja fram breytingar? Sá sem eng- ar breytingar vill heldur áfram að hugsa eins og hann hefur alltaf hugs- að og heldur þá áfram að fá það sem hann hefur alltaf fengið. Þeir sem hinsvegar vilja breytingar verða að gera sér grein fyrir því að breyting- arnar verða fyrst að gerast hjá hon- um sjálfum, bæði í hugsun og verki. Hvað óttumst við? Vissulega erum við ekkert annað en það sem fyrir okkur var haft og við ólumst upp við. Ólumst við upp við að trúa á okkur sjálf? Trúa á sköpunarkraft okkar? Eða kraft hugans? Lærðum við að nálgast okk- ur sjálf og þekkja okkar dýpstu vit- und? Lærðum við að trúa og treysta skapara okkar? Nei, við erum ein- faldlega trúleysingjar og okkur vantar alla tengingu við Guð. Okkur var aðeins kennt að leita til hans í neyð, og óttast hegningu hans. Málið er að án bænarinnar og trausts á Guði og okkur sjálfum, reikum við eins og vængstýfðir fugl- ar sem geta ekki hafið sig til flugs. Okkur var kennt að við ættum ekki að gráta eða að vera með tepruskap, þess vegna lokum við á tilfinningar okkar og flýjum þær með því að vera að aðhafast eitthvað allan daginn, frá því að við vöknum og þangað til við sofnum og jafnvel deyfum huga okk- ar og tilfinningar með geðlyfjum, víni eða öðrum vímuefnum. Því ótt- umst við hugkyrrð? Hvað erum við að flýja? Okkur sjálf? Tifinningar okkar? Óuppgerð mál? Sorgina, eða kannski vonbrigðin? Vissulega leitar okkar innri líðan upp á yfirborðið, ef við kyrrum hugann. Málið er að það er í lagi að finna til, innibyrgð vanlíð- an getur valdið bæði andlegum og líkamlegum sjúkdómum. Við verðum að hætta þessum flótta, og hætta að fylgja straumnum í trúleysi og von- leysi. Maðurinn er skapaður til þess að græða sig sjálfur, ekkert er honum um megn. Við verðum að hysja okk- ur upp úr aldagömlum hjólförum og marka ný með trúna að leiðarljósi. Trúna á okkur sjálf fyrst og fremst, kraft okkar og viljastyrk. Höfum að lokum í huga að Guð hefur aldrei yf- irgefið okkur, það erum frekar við sem höfum yfirgefið hann. BIRNA SMITH, Höfða, Mosfellsbæ. Viðskiptavinir athuqið: Á morgun mánudag verður L0KAÐ vegna undirbúnings fyrir útsölu. w Utsalan byrjar þriðjudaginn 1. febrúar kl. 9. SKOUERSLUN KÚPAVOGS HAMRAB0RG 3 • SÍMI 554 1754 ÚTSAUMUR Skemmtilegur og skapandi Nýi vörulistinn frá Margaretha er kominn. Pantið ókeypis eintak. Sími 533 5444 Fax 533 5445 Netfang: handavinna@margaretha.is Hringið í síma 533 5444 og pantið ókeypis eintak. Vörulistinn hefur að geyma handavinnu í miklu úrvali og við allra hæfi, bæði fyrir byrjendur og fagfólk. Svarseðiií Já takk! Sendið már póstlistann - mér að KOSTNAÐARLAUSU! Nafn____________________________________________________ Heimilisfang____________________________________________ Póstnúmer----------------------------------------------- Margaretha, Kringiunni 7,103 Reykjavík, sími 533 5444 NÝJ/llÍ£) UfA KRINGLUBiu BfÓHÖLLI^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.