Morgunblaðið - 30.01.2000, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
ÍDAG
Táknmál trúarinnar
Trúin, listin og vísindin eru lyklar mann-
kynsins að farsælli framtíð. Stefán
Friðbjarnarson staldrar við táknmál
trúarinnar í messuformi og tjáningu
kristinna manna.
„Tákn mæta okkur hvar sem er.
Þau blasa við augum og kalla á at-
hygli okkar, bera boðskap, leið-
beina, áminna, upplýsa. Ein mynd,
eitt tákn ber boð og segir meira en
mörg orð...“ A þessum orðum hefst
bókin „Táknmál trúarinnar" eftir
biskup íslenzku þjóðkirkjunnar,
herra Karl Sigurbjömsson (Skál-
holtsútgáfan, 1993). Og vel að
merkja: Orð og setingar, sem við
notum dags daglega, eru í vissum
skiiningi tákn, tákn þess sem þau
standa íyrir.
Bæði gamla og nýja testamentið
eru barmaf'ull af myndmáli, tákn-
um. Og biskupinn okkar segir í til-
vitnaðri bók að „Jesús hafi verið
meistari í notkun myndmáls og lík-
inga“. Táknmálið sagði þegar og
ríkulega til sín í frumkristninni. A
veggjum katakombanna í Róm má
líta mörg symbol, tákn, myndir.
Táknrænar myndir katakombanna
eru íyrstu kirkjulistaverkin. Sum
þessara tákna vóru eins konar dul-
mál, sem kristnir menn skyldu ein-
ir, en þeir vóru ofsóttir á þessum
tíma og þurftu að fara í felur með
trúariðkun sína.
Biskupinn segir og réttilega í
bókinni Táknmál trúarinnar að
mannfólkið sé umlukið orðvana
tungumáli, auðugu af blæbrigðum,
sjálfu sköpunarverkinu, sem kunn-
gjöri dýrð Guðs og mátt. Hann
vitnar í því sambandi til Sálm.
19.2-4: „Himnamir segja frá Guðs
dýrð, og festingin kunngerir okkur
verk handa hans... Engin ræða,
engin orð, ekki heyrist raust
þeirra. Og þó fer hljómur þeirra
um alla jörðina, og orð þeirra ná til
endimarka heimsins". Það er
m.ö.o. talað til okkar á því tákn-
máli sem alheimurinn er, í sjálfu
sköpunarverkinu, sem hlýtur að
vekja með okkur aðdáun og lotn-
ingu.
Lambið var frá fyrstu tíð tákn
Krists: Sjá, Guðs lambið, sem burt
ber heimsins synd. Fiskurinn er og
fomt tákn fyrir trúarjátningu
kirkjunnar. I gríska orðinu ichþys,
sem merkir fiskur, sáu kristnir
menn upphafsstafi orðanna: Jesús
Guðs sonur og frelsari. Kristnir
menn túlka og krossinn sem lífsins
tré í eilífaðarríkinu. Messan, guðs-
þjónusta með altarisgöngu, er
tákn, tjáning, sem söfnuðurinn all-
ur tekur þátt í. Altarið er helgasti
staður kirkjuhússins, tákn til-
beiðslunnar. Það er tákn um nær-
veru höfundar tilverunnar. Sign-
ingin í upphafi messunnar er tákn
skfrnarinnar, er við vóram ausin
vatni í nafni foður, sonar og heilags
anda. Og í margra huga er sakra-
menti altarisgöngunnar þunga-
miðja messunnar. „Gjörið þetta í
mína minningu" (Mark. 22,14-23).
Hér hefúr aðeins verið staldrað
við fáein af fjölmörgum „táknum
trúarinnar".
Það er ómaksins virði að gefa
sér tíma til huga að þessum tákn-
um, sem tala án orða, og segja þó
svo mikið, ef hlustað er grannt.
Bókin Táknmál trúarinnar eftir
biskup þjóðkirkjunnar, herra Karl
Sigurbjömsson, vísar okkur veg í
þekkingarleikt á þessum vett-
vangi. Að lestri loknum skiljum við
betur messuformið og táknin, sem
það hefur að geyma.
Stöku sinnum heyrast raddir
sem gagnrýna íhaldssemi messu-
forms kirkjunnar, ritúal hennar
eða litúrgíu. „Ritúal þekkjum við
öll úr daglega lífinu", segir Karl
biskup í bók sinni. „Það era siðar-
eglur og venjur, sem gefa merk-
ingu, setja skorður, mynda far-
Táknmynd: Lamb Guðs.
vegi, tjá návist eða fjarlægð milli
fólks, tjá gleði og sorg... Litúrgían
er málið sem við tölum er við tölum
við Guð og sem Guð notar þegar
hann talar við okkur. Litúrgían er
samfélagsathöfn og það eram við,
söfnuðurinn, sem framkvæmir það
verk. Litúrgían er boðun, boðun
fagnaðarerindisins, guðspjalls-
ins...
Sönn kirkjulist, gömul og ný,
talar til okkar á innihaldsríku
táknmáli.
Við eigum að standa vörð um
þetta táknmál, trúarlegar hefðir
kirkjunnar, dulúð hefðanna, myst-
ik tilbeiðslunnar. Jafnframt er
nauðsynlegt að kirkjan lagi sig að
breyttum tímum, treysti tengsl sín
við þann breiða fjölda, sem í raun
og sannleika þarfnast hennar. Það
hefur hún raunar leitast við að
gera með mjög fjölþættu starfi,
þótt enn enn megi bæta og fága.
Spuming er, hvot hún nýtir nægi-
lega fjölmiðlatækni samtímans,
farvegi útvarps, sjónvarps, tölvu
o.sv.fv.
Eitt sterkasta „vopn“ kirkjunn-
ar er tónlist hennar, fögur og heill-
andi. Hún er alþjóðlegt sameining-
artákn, sem speglar fegurð og
mikilleik sköpunarverksins. Kirkj-
an leggur aldrei of mikla áherzlu á
hvers konar kirkju- og trúarlega
list, Ijóð, lög, söng, myndverk o.íl.
Trúin hefur verið, er og verður
mikilvægur hvati og hreyfiafl í
þroskasögu mannkynsins. Kirkja
og kristni hafa og fætt af sér eða
fijóvgað það fegursta í listum
kynslóðanna.. Það er rétt sem Sig-
urbjöm biskup Einarsson segir að
„listsköpunin hefur aldrei í sög-
unni náð hærra en í mestu verkum
kristinna meistara, sem beinlínis,
með vitund og vilja, létu gáfu sína
þjóna tilbeiðslu kirkjunnar.“
Trúin, listin og vísindin era lykl-
ar mannkynsins að farsælli fram-
tíð. Geymum þá vel - og nýtum
stöðugt.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hver kannast
við myndina?
ÞESSI mynd fannst á
Stokkseyri. Myndin gæti
tengst Skeiðum. Aftan á
myndinni er svohljóðandi
texti: „Jólin 24.12. ’59. Við
óskum þér gleðilegrea jóla,
Jakob minn, og farsæls
komandi árs með þökk fyr-
ir það sem er að líða. Við
hlökkum til þegar þú kem-
ur að vori. Kær kveðja.
Fjölskyldan Kálfhóli." Þeir
sem kannast við þetta og
gætu gefið einhverjar upp-
lýsingar eru beðnir að hafa
samband við Hönnu Ríka-
rðsdóttur í síma 699-3859.
Ættingja leitað
VE LVAKANDA barst eft-
irfarandi bréf:
„Ég er að leita að ætt-
ingjum fyrir Vestur-íslend-
inga. Getur einhver aðstoð-
að mig. Kannast einhver
við Guðrúnu Vigfúsdóttur,
dóttur Guðrúnar Halldórs-
dóttur, sem var systir Sól-
veigar Halldórsdóttur, sem
bjó í Seattle.
Ef einhver veit eitthvað
um þessar konur er við-
komandi vinsamlega beð-
inn um að hafa samband í
síma 555-0155.
Björg S. Sigurðardóttir.
Verðvernd?
LAUGARDAGINN 8. jan-
úar fór ég á útsölu hjá Élko
og hugðist gera góð kaup á
prentara sem var á góðu
verði, það er á kr. 13.900.
Fór svo að ég keypti
prentarann en mér til mik-
illar undrunar var sami
prentari auglýstur daginn
eftir hjá Tölvulistanum,
Nóatúni, á kr. 8.900. Þar
sem Elko ábyrgist verð-
vernd á sínum vörum, þ.e.
alltaf með lægsta verðið,
hringdi ég í verslunina og
spurðist fyrir um hvort þeir
mundu borga mér mismun-
inn til baka, en þá fékk ég
þau svör að ekki væri verð-
vernd á tölvum, tölvubún-
aði og símum. Ekki sætti ég
mig við þetta og bað um
verslunarstjóra sem ekki
gat talað við mig í síma, svo
ég fór í verslunina og hitti
þar verslunarstjórann og
bað um að fá mismuninn,
þ.e. 5.000 kr., greiddan. Var
svarið einfalt: Nei. Við
greiðum ekki til baka mis-
mun af tölvum og símum.
Ég sætti mig ekki við þetta
svar og vildi ræða þetta
betur þar sem ég hef versl-
að tölvuvert við Elko en þá
byrjaði þáttur verslunar-
stjórans, þar sem hroki og
yfirgangur voru allsráð-
andi. Svarið sem ég fékk
var: Mér er alveg sama
hvað þér finnst, þú ræður
engu um þetta. Sagði ég
honum þá að viðskiptum
mínum við Elko væri þar
með lokið og svarið sem ég
fékk var: Mér er nákvæm-
lega sama hvað þú gerir og
það skiptir mig engu máli.
Svo mörg voru þau orð og
það verð ég að segja að ef
þessi maður á að vera and-
lit fyrirtækisins út á við, þá
er ekki við góðu að búast
því aðra eins þjónustu hef
ég ekki fengið í nokkru
öðru fyrirtæki. Það hefði
mátt leysa þetta mál með
öðrum hætti.
Því spyr ég: Hvað dettur
ykkur í hug þegar þið heyr-
ið orðið „verðvernd"?
Jóhann Sigurðsson,
Hjallabraut 39, Hf.
Ráðstefna
um helförina
ÉG vil þakka þeim hug-
djörfu mönnum sem mæta
á ráðstefnu um helförina í
Stokkhólmi, sem hófst 26.
janúar sl. Þeir sýna að við
erum í hættu af andlýðræð-
islegum samtökum enn, og
minna okkur á að þegja
ekki yfir grimmd og niður-
lægingu manna til hver
annars. Það sýnir að hér
eru valdamenn á ferð sem
sýna mennsku, þor og dug.
Laufey Jensdóttir.
Slæm afgreiðsla
STEFÁN, sem er sendill
hjá Styrktarfélagi vangef-
inna, sagðist vera óhress
með þá þjónustu sem hann
hefði fengið í verslun í
Skipholti. Sagðist hann
hafa þurft að fá aðstoð við
að lesa minnismiða og týna
saman vörur og hefði stúlk-
an sem afgreiddi hann ver-
ið bæði pirruð og óalmenni-
leg og hent í hann vörunum
með stælum. Sagði Stefán
að þetta væri ekki góð
þjónusta.
Rán(dýr) hjá Tæknival
FYRIR ca. 4 árum keypti
fyrirtæki mitt sjóðvél hjá
Tæknival hf. Sjóðvélin er
mjög góð, virkar vel og
ekkert nema gott um það
að segja. En rétt fyrir jól (á
miklum álagstíma) þurfti
ég á smá leiðbeiningum að
halda í gegnum síma.
Tæknimaður hjá Tæknivali
leiðbeindi mér í gegnum
síma, snúa einum lykli, ýta
á þrjá takka og snúa lykli
aftur. Flott, kassinn kom-
inn í lag. Biður hann um
nafn fyrirtækisins og sím-
talinu lýkur, í mesta lagi
tveggja mínútna samtal.
En milli jóla og nýárs
kemur gíróseðill frá Tækni-
vali upp á kr. 3.959.
Þar sem ég kannaðist
ekkert við að hafa verslað
við Tæknival hafði ég sam-
band við gjaldkera til að fá
útskýringu á gíróseðlinum
og kom í ljós að þetta var
tveggja mín. samtalið rétt
fyrir jólin. Nú spyr ég:
Hvað er hægt að rukka
mikið fyrir eitt stutt sím-
tal? Hvað er Tæknival hf.
með á tímann?
Eiga öll fyrirtæki að taka
upp svona þjónustu, hvað
segðu viðskiptavinirnir þá?
Ég vil taka það skýrt
fram að ég er búin að hafa
samband við Tæknival. Þar
var mér tjáð að margir
hefðu kvartað undan háum
reikningi vegna símaþjón-
ustu þeirra, nú væru þeir
búnir að setja upp gjald-
síma sem viðskiptavinir
geti hringt í og kostar 99,90
kr. mínútan. Með glöðu
geði hefði ég greitt þar
mínar 200 kr., en 4.000 kr.
fyrir tveggja mín. samtal
kalla ég „rán“ og ekkert
annað.
Virðingarfyllst,
Sigrún Kærnested
Ólad., Gallerii Förðun,
Kefiavík.
Tapað/fundid
Svört kvenhliðartaska
týndist
SVÖRT kvenhliðartaska
týndist fóstudaginn 21. jan-
úar í miðbæ Reykjavíkur
eða á Bústaðavegi. I tösk-
unni voru lyklar og hansk-
ar. Finnandi vinsamlega
skili henni á lögi'eglustöð
eða til óskilamunadeildar
lögreglunnar, Borgartúni
33.
Víkverji skrifar...
Yíkverji las á dögunum um mann
sem notaði kreditkort konu til
að versla fyrir án þess að tekið væri
eftir þvi í þeim verslunum sem hann
átti viðskipti við. Víkverji þurfti
að fara í söluturn í Grafarvoginum
sama dag og hann las fréttina og brá
nokkuð í brún þegar afgreiðslustúlk-
an óskaði honum til hamingju með
daginn um leið og hún rétti
honum kreditkortið. Víkveiji
hváði því hann áttaði sig ekki alveg á
því að hann átti afmæli umræddan
dag. Afgreiðslustúlkan hafði sem
sagt skoðað kreditkortið það vel
að hún hafði tekið eftir því að Vík-
verji átti afmæli. Svona á afgreiðslu-
fólk að vera og hlýnaði Víkverja um
hjartarætumar að fá svo óvænta af-
mæliskveðju.
xxx
Englar alheimsins, kvikmynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar,
hefur fengið góða dóma og fádæma
aðsókn, en rúmlega 50 þúsund
manns hafa þegar séð myndina. Vík-
verji undrast ekki góða aðsókn enda
fer gott orð af myndinni og Víkveiji
hefur aðeins heyrt af einum manni -
segi og skrifa, einum - sem var
óánægður með verk Friðriks Þórs og
Einars Más Guðmundssonar rithöf-
undar, en hann samdi sjálfur hand-
ritið upp úr eigin verðlaunaskáld-
sögu, sem hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs á sínum tíma.
Víkverja finnst myndin í einu orði
sagt frábær.
Þetta er ekki mjög góð íslensk
kvikmynd, eins og Víkveiji orðaði
það við nokkra vini sína, heldur ein-
faldlega mjög góð kvikmynd.
Aðalleikaramir fjórir fara á kost-
um; persónusköpun og túlkun í
hæsta gæðaflokki, myndatakan er
ákaflega góð, og textinn frábær.
Þegar á heildina er litið er lista-
verk þetta því sérlega áhrifamikið og
minnir um margt - sem betur fer, að
mati Víkverja - á góða evrópska
mynd en ekki það bandaríska rasl
sem flæðir yfir markaðinn hérlendis
árið inn og út eins og önnur lönd ver-
aldar.
Friðrik og hans fólk hafa skapað
áhrifamikið listaverk. Sorglegt en
jafnframt drepfyndið, þótt það
hljómi ef til vill undarlega.
Víkverji hvetur alla sem vettlingi
geta valdið til að sjá myndina.
xxx
Fyrsta Norðurlandamót landsliða
í knattspyrnu hefst í La Manga
á Spáni á morgun þegar Islendingar
mæta Norðmönnum. Eins og knatt-
spyrnuáhugamenn muna náði
landsliðið betri árangri en nokkra
sinni í síðustu undankeppni Evrópu-
mótsins - þó svo það hafi reyndar
orðið í fjórða sæti riðilsins þegar upp
var staðið eins og stundum áður - og
gaman verður að sjá liðið fyrsta sinni
undir stjórn Atla Eðvaldssonar.
Ljóst er að ekki verður neitt grín að
taka við liðinu af Guðjóni Þórðar-
syni, áhugamenn um íþróttina hljóta
að bíða spenntir og því vel til fundið
hjá íslenska útvarpsfélaginu að
kaupa sýningarrétt á leiknum. Hann
verður sýndur beint á Sýn í hádeg-
inu og endursýndur síðar um daginn.
Ekki má reikna með því að strax sjá-
ist einhveijar breytingar á liðinu,
svo stutt er síðan Atli tók við þjálfun
þess, en þó verður spennandi að sjá
hvort áherslur hans verða að ein-
hverju leyti aðrar en Guðjóns.
xxx
Fyrst Víkveiji er farinn að tala um
íslenska útvarpsfélagið getur
hann ekki annað en minnst á þáttinn
ísland í bítið, fyrsta íslenska morg-
unsjónvarpsþáttinn, sem er á dag-
skrá Stöðvar 2 frá klukkan sjö til níu
alla virka morgna. Víkverji fylgist
með þættinum nánast alla daga á
meðan hann sötrar teið sitt og rennir
yfir Morgunblaðið sitt og líst satt að
segja vel á. Snorri Már Skúlason og
Guðrún Gunnarsdóttir era bæði af-
bragðs sjónvarpsmenn og þátturinn
skemmtilegur.