Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.01.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ,1 FOLKI FRETTUM Roger Whittaker heldur tónleika á Islandi Ætla að kenna Is- lendingum að blístra Dægurlagasöngvarinn heimskunni Roger Whittaker heldur um þessar mundir ferna tónleika á skemmtistaðnum Rroadway. Skarphéðinn Guðmundsson átti í vikunni við hann stutt spjall um ----------------7-------------------- væntanlega Islandsheimsókn. FERILL Rogers Whittakers spannar meira en fjörutíu ár. Hann hefur selt yfír 50 millj- ónir hljómplatna um heim allan og eru tónleikar hans enn í miklum metum og eftirsóttir. Mörg laga hans eru orðin sígild og nægir þar að nefna „The Leavin’ (Durham Town)“, „The Last Farwell“ og „Streets Of London". Roger Whittaker fæddist í Nair- obi í Kenýa árið 1939. Aður en söng- ferillinn hófst nam hann sjávarlíf- fræði og lagði stund á barna- skólakennslu. Hann sló fyrst í gegn árið 1962 og reis frægðin hæst við upphaf áttunda áratugarins þegar hann kom fjölmörgum lögum inn á vinsældalista um heim allan. Einkenni þessa geðþekka söngv- ara eru djúp og þýð rödd og einkar sérkennileg blísturtækni sem hann notar á skemmtilegan máta í mörg- um laga sinna. Blístrið er reyndar svo frægt orðið að það er órjúfan- legur hluti af ímynd hans og orð- spori. Eftirsóttur skemmtikraftur Þrátt fyrir að minna hafi heyrst frá honum undanfarin ár en áður er hann síður en svo dauður úr öllum æðum. Hann er mjög eftirsóttur skemmtikraftur og ferðast enn vítt um heiminn til tónleikahalds og nú er loksins röðin komin að því að skemmta íslenskum aðdáendum. Því var vel við hæfi að ræða við hann um heimsóknina. - Góðan daginn! (Glaðlegur og afar djúpradda.) Góðan daginn! - Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það mjög gott, þakka þér fyrir. - Má ég gerast svo djarfur að spyrja; hvar ertu niðurkominn ? Ég er í Englandi eins og stendur. Ég á hús hérna í vesturhluta lands- ins og mun dvelja hér fram að Is- landsförinni. - Hvað hefurðu haft fyrir stafni upg á síðkastið? Ég lauk hljómleikaferð um Kan- ada og Bandaríkin rétt fyrir jólin síðustu og hef dvalist hér í Englandi síðan þá. Ég átti svo sannarlega skilið að fá stutt frí eftir langa og stranga hljómleikaferð. - Hlakkarðu til Islandsferðarinn- ar? Mjög svo. Ég hef aldrei staldrað við á Islandi en þegar ég átti mína eigin flugvél millilenti ég henni all- oft á leið minni til Bandaríkjanna. Þannig að ég hef einungis fengið smjörþefinn af landinu. - Hvað vitneskju hefurðu um larid ogþjóð? (Stutt þögn.) Ég hef séð talsvert um ísland á sjónvarpsskjánum. Að- allega náttúrulífsmyndir um sérk- enni landsins, goshverina og eld- fjöllin. Ég er afar spenntur að fara að skoða þetta. Annars verð ég að viðurkenna að að öðru leyti kann ég lítil deili á landinu en það stendur sem betur fer til bóta. líantar þig föshu? ©rstftgey Laugavegi 58 sími 5513311 Hjá okkur er útsala. Líttu í útsölugluggann FLESTAR VERSLANIR frá kl. 13.00- 17.00 STJÖRNUTORG skyndibita- og veitingasvæ&ib fráld. 11.00-21.00 alla daga. Þ H R S E 9 Roger Whittaker Veit hyað virkar á íslandi - Hverju mega íslenskir unnend- ur þínir eiga von á? Ég hef spilað mikið á hinum Norðurlöndunum og ég geri ráð fyr- ir að ykkur svipi um margt til íbúa þeirra. Ég hef smám saman komist að því hver eru mín vinsælustu lög á þessum slóðum og býst við því að bjóða upp á viðlíka efnisskrá á Is- landi. Vinsæl lög á borð við „I Don’t Believe In If Anymore", „New World In the Morning", „The Last Farewell" og „The Leavin’ (Dur- ham Town) og „Mexican Whistler". Þar að auki er enn brýnni ástæða til þess að flytja vinsælu lögin á íslandi því íslenskir áhorfendur hafa aldrei séð mig flytja þau áður á tónleikum. Til viðbótar við sígildu lögin mín mun ég síðan flytja nokkra afríska söngva, því þangað rek ég uppruna minn, ástaróða og svo spjalla ég auðvitað við áhorfendur þess á milli. Þetta verður ein allsherjar skemmt- un. - Þú munt því leggja sérstaka áherslu á að spanna allan ferilinn, syngja þín ástsælustu lög? Að sjálfsögðu. Reyndar verður maður ávallt að bjóða upp á sín ást- sælustu lög því þau eru svo stór hluti ferilsins, svo ríkur hluti lífs míns. Þetta eru jú eftir allt saman lögin sem skópu mig. - Ætlarðu að kenna áhorfendum að blístra? (Hlær.) Vitanlega. Ég mun svo sannarlega kenna Islendingum hina frægu afrísku blísturtækni. Það er nauðsynlegt. Tímabært að heimsækja Island - Að sögn tónleikahaldara hefur verið reynt að bóka þig í heil fímm ár. Ertu alltaf svo eftirsóttur? Þetta er einfaldlega spuming um skipulag. Ég fer það víða um heim að ekki er alltaf hægt að koma við tónleikum í viðkomandi landi fyrr en það fellur inn í heildarskipulagið. Nú er ég t.d. á leið til Bandaríkj- anna og því var hægt að koma því við í skipulaginu að staldra við á ís- landi í leiðinni og halda nokkra tón- leika þar, sem mér finnst frábært og svo sannarlega tímabært. - Hver er drifkraftur þinn eftir að hafa afrekað svo margt í gegnum árin ? Hvað rekur þig áfram ? Ég hef hreinlega unun af starfi mínu. Ég söng eitt sinn: „Fólk spyr hví ég hef sungið svo lengi en söngv- arnir eru líf mitt.“ Það er einmitt meinið. Söngvar em stór hluti af því sem ég er og að skemmta fólki gefur lífinu sem ég lifi gildi. - Þú ert sávarlíffræðingur að mennt. Ætlarðu að nota tækifærið og skoða fjölskrúðugt sjávarlífíð við strendur Islands? (Hlær) Það vildi ég gjarnan. Ég hef heyrt að það sé frábært að stunda laxveiði á íslandi. Ég væri meira en lítið til í að renna fyrir eins og einn lax. - Að lokum. Einhver skilaboð til aðdáenda þinna á Islandi sem bíða komu þinnar? Ég hlakka, eins og fyrr segjr, mjög mikið til þess að koma til ís- lands. Ég er handviss um að þeir eiga eftir að skemmta sér konung- lega. Sjálfur er ég líka sérlega spenntur að spila fyrir áhorfendur sem hafa aldrei séð mig á tónleikum áður. - Þakka þér fyrir viðtalið og fyrir hönd unnenda þinna á Islandi þá hlökkum við mikið til þess að sjá þig■ Þakka þér kærlega fyrir og vertu blessaður. Dreifing Morgunblaðsins 1 H R T B fl 5 L (E R Nú er hægt að finna allar upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni á þjónustusíðum Morgunblaðsins, á miðvikudögum og sunnudögum! ASKRIFTARDEILD Sími: 569 1122/800 6122* Bréfasími: 569 1115 « Netfang: askrift@mbl.is Stutt Reeves stendur í ströngu ► LEIKARINN Keanu Reeves kemur til með að leika aðal- hlutverkið í myndinni „The Ottoman Emp- ire“, eða Veldi Ot- toman sem verð- urvillt gamanmynd um mann sem selur húsgögn í New Jersey og býr yfir hræðilegu leyndarmáli. Það er kvikmyndafyrirtækið Col- umbia Pictures sem stendur að myndinni sem verður tekin í sumar en leikstjóri hennar verður valinn Andrew Bergman sem samdi einnig handritið. Veldi Ottoman mun taka allan tíma Reeves í sumar en í haust hefj- ast tökur á framhaldsmynd Matrix sem Andy og Larry Wachowski eiga heiðurinn af. Pitt og Clooney í eina sæng ► UMÞESS- AR mundir eru tveir mjög svo kynþokkafullir leikarar að ræða við Warner Bros. fyrirtækið um myndina Ocean’s Eleven. Það eru þeir George Clooney og Brad Pitt, en um er að ræða gamanmynd í leikstjórn Steve Soderbergh. Aðr- ir leikarar hafa sýnt handriti mynd- arinnar mikinn áhuga og eru Johnny Depp, Julia Roberts og Mike Myers meðal þeirra. Myndin Qallar um vinahóp sem leggur á ráðin um að ræna spilavíti en í mynd eftir sömu sögu fóru Sammy Davis Jr., Frank Sinatra og Dean Martin með aðalhlutverkin. Hlutverk Pitt verður ólíkt því sem hann á að venjast, því undan- farið hefur hann aðallega leikið 1 al- varlegum myndum á borð við Bar- dagaklúbbinn, Má ég kynna Joe Black og Seven, en nú er komið að Oceans Eleven. Norton þvingar De Niro ► VERIÐ get- ur að hinn bráð- efnilegi leikari Edward Norton, sem fór með aðal- hlutverk á móti Brad Pitt í Bar- dagaklúbbnum, muni í sinni næstu mynd leika á móti sjálfum Robert De Niro. Frank Oz (Bowfing- er) mun leikstýra myndinni, en hún fjallar um ungan mann sem reynir að fá gamlan uppgjafa þjóf til að taka að sér eitt stórt verkefni í viðbót. Tökur munu hefjast í apríl og verður Mont- real fyrsti tökustaðurinn. Félagasamtök - skólar - fyrirtæki Vantar ykkur aðstoð við auglvsingaötlun Kynntu þér málið S. 588 5484 auglýsingaötlun útprentun reikninga innheimta markaðsráðgjöf auglýslngagerð Maricaðsráðglöl & hagræðlng 8keiöapvogl 71,104 Reykjavi, netfang Jonb@iiuwdtaJa UPPLÝSIN6RSÍMI 5BB 77BB SKRIFSTOFUSÍMI 5 B B 9 2 0 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.