Morgunblaðið - 02.02.2000, Side 2

Morgunblaðið - 02.02.2000, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samtök verðbréfafyrirtækja hafa sent Fjármála- eftirlitinu tillögur að nýjum verklagsreglum Viðbragða Fjármálaeftir- litsins að vænta í næstu viku FJÁRMÁLAEFTIRLITINU bár- ust í gær tillögur að nýjum verk- lagsreglum frá Samtökum verð- bréfafyrirtækja og að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjár- málaeftirlitsins, verða þær teknar til skoðunar á næstu dögum. „Við munum vonandi í næstu viku upplýsa þá um okkar sjónarmið, en við munum reyna að hraða þessu eins og kostur er,“ sagði Páll Gunn- ar í samtali við Morgunblaðið. Undanþágur ekki valdið hagsmunaárekstrum Bankaráð íslandsbanka telur að öll atriði í athugasemdum Fjármála- eftirlitsins vegna viðskipta starfs- manna bankans með óskráð verð- bréf séu upplýst og að undanþágur sem veittar haíi verið frá verklags- reglum hafi ekki stangast á við meg- inmarkmið þeirra og því ekki valdið hagsmunaárekstrum. Bankaráðið fjallaði á fundi sínum í gær um þær athugasemdir sem bankanum bár- ust frá Fjármálaeftirlitinu, og í yfir- lýsingu frá bankaráðinu segir að það telji ábendingarnar eðlilegar og það hafl brýnt fyrir stjórnendum bankans að halda öll ákvæði verk- lagsreglnanna og heimila engar undanþágur að óbreyttum reglum. „Reynslan sýnir að verklagsregl- urnar þarfnast endurskoðunar og væntir bankaráðið þess að eiga gott samráð við Fjármálaeftirlitið um það mál,“ segir í yfirlýsingunni. Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs íslandsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið að banka- ráðið tæki mál þetta mjög alvarlega. „Við leggjum mikið upp úr því að á þessum markaði ríki traust og gott siðferði, en það er mjög mikil- vægt að tillitssemi og aðgát sé við- höfð og hvergi skapist ótti við mis- notkun af neinu tagi,“ sagði Kristján. Þörf á stífum og samræmdum reglum Auk íslandsbanka og VÍB gerði Fjármálaeftirlitið athugasemdir við framkvæmd verklagsreglna hjá Landsbréfum, Búnaðarbankanum, Verðbréfastofunni hf. og Burnhams International. í athugasemdum Fjármálaeftirlitsins kemur fram að í einu tilviki hefðu verklagsreglur verið staðfestar þar sem stjórn við- komandi fyrirtækis var heimilað að gefa takmarkaðar undanþágur frá banni við viðskiptum með óskráð verðbréf, en staðfesting Fjármála- eftirlitsins á þessu undanþágu- ákvæði hefði verið afturkölluð og allar undanþágur því bannaðar. Jaf- et Ólafsson, forstjóri Verðbréfastof- unnar hf., staðfesti í samtali við Morgunblaðið að um Verðbréfastof- una væri að ræða og að athuga- semdir hefðu borist frá Fjármála- eftirlitinu. „Við getum staðfest að við feng- um minniháttar athugasemdir við framkvæmdina á þessu. Við höfðum heimildina en samkvæmt tilmælum frá Fjármálaeftirlitinu var þessi heimild afnumin og við höfum beint því til starfsmanna Verðbréfastof- unnar að eiga engin viðskipti, hvorki með skráð eða óskráð bréf, þangað til nýjar reglur hafa verið samdar. Verðbréfastofan er óskráð félag og við höfum hvatt starfsmenn til að eiga hlutabréf í Verðbréfastof- unni, þannig að við gátum ekki verið að setja reglur um að það væri bannað. Núna er hins vegar búið að banna það tímabundið þangað til menn finna farsæla lausn á þessu. Ég er sjálfur sammála því að setja þurfi mjög stífar, samræmdar reglur þannig að allir séu undir sama hatti,“ sagði Jafet. Viðræður hafnar um sérsamninga Flóabanda- lagsins Á SAMNINGAFUNDI Flóabanda- lagsins og Samtaka atvinnulífsins í gær var ákveðið að ríkissáttasemjari tæki að sér verkstjórn í viðræðum um sérsamninga stéttarfélaganna þriggja sem mynda Flóabandalagið og vinnuveitenda. Þar er um að ræða samninga við olíufélögin, Mjólkur- samsöluna, samning vegna hafnar- verkamanna o.fl. Halldór Björnsson, formaður Eflingar, segir að þetta þýði þó ekki að félögin hafi vísað samningunum til sáttasemjara. Á fundinum var gengið frá skipan starfshóps til að skoða kröfu Flóa- bandalagsins um stofnun fræðslu- sjóðs sem á að sinna starfsmenntun. Bandalagið krefst þess að slíkur sjóður verði stofnaður og að vinnu- veitendur greiði í hann 0,25% af heildarlaunum. Halldór segir að menn ætli samhliða þessari vinnu að ræða meginkröfur Flóabandalagsins um hækkun launa og hækkun á greiðslum í lífeyrissjóð. Stöðva varð umferð í tvær klukkustundir um Reykjanesbrautina á með- an lögregla athafnaði sig ásamt sjúkraliði. Kona beið bana í bflslysi RÚMLEGA fertug kona beið bana í bílslysi við Kúagerði á Reykjanes- brautinni skömmu fyrir klukkan 11 í gærmorgun. Tildrög slyssins voru þau að kon- an, sem ók sendibifreið sinni norður eftir Reykjanesbrautinni, missti stjórn á bifreiðinni og lenti framan á fólksbifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður hennar, karlmaður um fimmtugt, var fluttur á slysadeild vegna mars sem hann hlaut undan bflbelti. Engir farþegar voru í bifreiðunum. Tilkynnt var um slysið klukkan 10.42 og var þyrla Landhelgisgæsl- unnar kölluð á vettvang skömmu síð- ar, en ekki reyndist þörf á aðstoð hennar þar sem hin slasaða var þá látin. Loka varð fyrir umferð um Reykjanesbrautina í tvær klukku- stundir á meðan lögregla athafnaði sig á vettvangi ásamt sjúkraliði og myndaðist mikill umferðarhnútur á veginum á meðan. skemmdar ef ekki ónýtar eftir áreksturinn og voru fluttar af vett- vangi með kranabifreið. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. Bændur fá hluta af söluverði mjólkursamlagsins á Hvammstanga MS rekur samlagið áfram með auknum afköstum NYTT samkomulag hefur náðst milli stjórnenda Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík og Kaupfélags Vestur-Húnvetninga um kaup MS á mjólkursamlaginu á Hvamms- tanga. Mjólkursamsalan mun sam- kvæmt samkomulaginu reka áfram mjólkursamlag á staðnum og auka umfang rekstrarins með því að flytja þangað mjólk. Bændum stendur til boða að fá 20 milljónir af söluandvirði mjólkursamlagsins í sinn hlut. Mjólkursamsalan og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga sömdu í nóv- ember um kaup MS á mjólkursam- laginu á Hvammstanga og hugðist Mjólkursamsalan hætta mjólkur- vinnslu á staðnum og flytja mjólk- ina til vinnslu í samlagi sínu í Búð- ardal. Töldu stjórnendur MS að unnt yrði að spara 25-30 milljónir kr. á ári með því. Hins vegar kom fram megn óánægja á Hvamm- stanga og meðal bænda í Húna- þingi vestra með samkomulagið, einkum vegna þess að heimamenn sáu eftir þeim 8-9 störfum sem nú eru við mjólkurvinnslu og bændur kröfðust hlutdeildar í eignum mjólkursamlagsins. Fór svo að stjórn kaupfélagsins treysti sér ekki til að leggja kaupsamninginn fyrir fulltrúafund til staðfestingar. Éftir áramótin hófust að nýju við- ræður við Mjólkursamsöluna um breyttan kaupsamning jafnhliða því sem rætt var við fulltrúa Kaupfélags Eyfirðinga og fulltrúa Sólar-Víkings á Akureyri, sem vildu halda áfram mjólkurvinnslu á Hvammstanga í samvinnu við bændur. Mj ólkurvinnsla aukin í fyrradag náðist á Hvamms- tanga samkomulag milli stjórn- enda Mjólkursamsölunnar og stjórnar Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga um breyttan kaupsamn- ing. í honum felst að MS rekur mjólkursamlagið á Hvammstanga áfram og mun auka vinnslu með því að flytja þangað mjólk frá vestustu bæjunum í Austur-Húna- vatnssýslu. Er talið að mjólkurinn- legg á Hvammstanga aukist um nálægt einni milljón lítra á ári, en það nemur nú liðlega 2,4 milljón- um lítra. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, seg- ir að vegna óska heimamanna hafi málið verið skoðað upp á nýtt með það í huga að finna góðan rekstr- argrundvöll fyrir samlagið. Það sé unnt með því að verja til þess auknu mjólkurmagni. Samlagið verður áfram sérhæft ostagerðar- bú. Kaupverð eigna mjólkursam- lagsins er það sama og í fyrra samkomulagi, rúmar 95 milljónir kr. fyrir utan birgðir, en fært hef- ur verið á milli eignaliða í samn- ingnum. Ljóst er að Mjólkursam- salan mun þurfa að leggja í kostnað við endurbætur á mjólk- ursamlagshúsinu til að vinnslan þar fullnægi gæðakröfum fyrir- tækisins. Kaupsamningurinn verður lagð- ur fyrir fulltrúaráð kaupfélagsins næstkomandi þriðjudag og viku síðar hjá Mjólkursamsölunni. Stefnt er að því að MS yfirtaki rekstur samlagsins 1. mars næst- komandi. Fyrir fundinn í fulltrúa- ráði kaupfélagsins munu kúabænd- ur fjalla um efni hans á fundi í mjólkursamlaginu, væntanlega á mánudag. Óvíst um viðbrögð bænda I tengslum við samning kaupfé- lagsstjórnarinnar og Mjólkursam- sölunnar undirritaði formaður Nautgriparæktarfélags Vestur- Húnavatnssýslu samning við stjórn kaupfélagsins um að sam- vinnufélag kúabænda fengi 20 milljónir af söluandvirði samlags- eignanna í sinn hlut. Skúli Einarsson, formaður kúa- bænda, segist hafa gert kröfu um að minnsta kosti 34% eignarhlut- deild, svipað og KEA hefði boðið bændum í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslu, en ekki hafi tekist að ná því fram. Segist hann óánægður með það. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki bænda og kveðst Skúli ekki treysta sér til að fullyrða um niðurstöðu þeirra. Sérblöð í dag www.mbl.is Verdlaunakrossgáta ► Þættir - íþróttir ► Kvikmyndír - Fólk Hálfur mánuóur af dagskrá frá miðvikudegi til þriðjudags sslteuit ► í VERINU í dag er m.a. sagt frá innflutningi á nílar- karfa til Evrópu, gengislækkun evrunnar og áhrifum þess á saltfiskútflutning, farið í heimsókn í bleikjueldi í Vogum og forvitnast um af labrögð á Suðurnesjum. Fimm breytingar á byrjunar- liðinu gegn Finnum /C1 Jóhanna setti ísiandsmet í bekkpressu /C2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.