Morgunblaðið - 02.02.2000, Page 4

Morgunblaðið - 02.02.2000, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ 140 sjúkra- liðar lögðu niður störf Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Sjúkraliðar ráða ráðum sinum í bækistöðvum BSRB í gær. UM 140 sjúkraliðar hjá Ríkisspítöl- unum lögðu niður störf í gær og héldu fund um kjaramál sín. Guðrún Björg Ketilsdóttir, sem er í forsvari fyrir sjúkraliðana, segir að stór hluti starfandi sjúkraliða á Landspítalan- um hafi verið á fundinum. Sjúkraliðar sendu hjúkrunar- stjóm og forstjóra Ríkisspítalanna bréf síðastliðinn föstudag þar sem óskað var eftir því að gerðar yrðu ráðstafanir við mönnun í stöður sjúkraliða á þriðjudag. Anna Stef- ánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Rfkis- spítalanna, kveðst ekki hafa orðið þess vör að starfsemi Landspítalans hafí riðlast vegna fjarveru sjúkra- liða. Hún segir að tekin verði ákvörðun í dag umhver viðbrögð spítalans verði vegna fjarvem sjúkraliðanna. Guðrún Björg sagði að mikil sam- Húsa- leigubæt- ur hækka Félagsmálaráherra hefur í samráði við Samband ís- lenskra sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Sam- ráðsnefnd um húsaleigubæt- ur, gefið út breytingar á reglugerð um húsaleigubætur sem felur í sér hækkun húsa- leigubóta til barnafólks. „Með þessum breytingum er fyrst og fremst leitast við að bæta hlut barnafólks sem leigir. Er það gert annars vegar með því að hækka tillit til barna um 2.000 kr. á mán- uði á barn og hins vegar með því að hækka hámarksbætur úr 21.000 kr. í 25.000 kr. Þá kemur barnafólki einnig til góða að meira tillit verður tekið til leigufjárhæðar en áð- ur þannig að bætt er um sem nemur 15% af leigu umfram lágmark í stað 12% sem áður var,“ segir í frétt frá félags- málaráðuneytinu. Hækkunin er um 6,5% að meðaltali og áætluð meðal- talshækkun til barnafólks um 10%. Hækkunin er mest til þeirra sem eru með flest börn og greiða háa leigu. staða hefði verið á fundinum um að sjúkraliðar gerðu eitthvað í sínum málum en hún segir sjúkraliða hafa dregist verulega aftur úr í launum miðað við hjúkrunarfræðinga. „Það hafa ekki verið lagðar fram beinar kröfur en við viljum fá hækk- un í samræmi við það sem aðrar stéttir hafa verið að fá í innanhúss- samningum við hjúkrunarstjórn," segir Guðrún Björg. Hún segir að frá því í september á síðasta ári hafi myndast mikið launa- bil milli sjúkraliða og annarra heil- brigðisstétta. Hún segir að lítil sem engin viðbrögð hafi orðið við óskum sjúkraliða. Tilgangurinn með fund- inum sé sá að sýna samstöðu sjúkra- liða og koma þeim skilaboðum áleið- is að sjúkraliðar grípi til aðgerða verði ekkert gert í þeirra málum. Guðiún Björg segir að aðgerðir Á FALLEGUM vetrardegi er tilval- ið að bregða sér á gönguskíði. Ekki spillir þegar skíðabrautin er í sjúkraliða komi vissulega niður á sjúklingum og þess vegna óski þeir þess helst að fá að vinna í friði og á mannsæmandi launum. Sjúkraliði með 20 ára starfsreynslu hafi í grunnlaun um 100.000 krónur á mánuði. Hún kveðst ekki vita hvert fram- haldið verði. Beðið sé eftir viðbrögð- um frá hjúkrunarstjóm og fram- haldið ráðist af þeim. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Ríkisspítalanna, segir að fáir sjúkraliðar hafi verið við störf í göngufæri við heimilið. Þetta frísklega fólk vaið á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins, þar gær en ekki hafi verið dregið úr starfsemi spítalans. Hún segir að vissulega hafi dagurinn verið erfið- ari en ella. Stjórnendur á deildunum hafi leitað til annarra starfsmanna um að manna stöður sjúkraliða. Anna segir að störf sjúkraliða séu að engu leyti frábragðin störfum hjúkr- unarfræðinga og þegar fólk mæti ekki í vinnuna sína sé það leyst með öðrum hætti. Hún sagði að rætt yrði í dag hver viðbrögð spítalans yrðu vegna fjar- veru sjúkraliða. sem það renndi sér á skíðum á Seltjarnarnesinu, í glampandi sól og blíðu. Boeing 757-800- þota í hnattferð BOEING-verksmiðjurnar banda- rísku hefja í næstu viku hnattferð til að sýna B757-300-þotu sína, en fyrsta þotan af þeirri gerð var af- hent á síðasta ári. ísland verður með fyrstu viðkomustöðum vélarinnar. Flugleiðir hafa pantað Boeing 757-300-þotur og er fyrsta þotan af þeirri gerð væntanleg til félagsins árið 2002. Fyrirtækið fær í næsta mánuði afhenta nýja 757-200-þotu eins og það á fyrir. Hnattferð Boeing-verksmiðjunn- ar er farin í því skyni að kynna þot- una líklegum kaupendum og öðrum sem þegar hafa pantað slíkar þotur. Tekur ferðin um hálfan mánuð og með í för eru verkfræðingar og hönnuðir sem unnið hafa við 300- gerðina. Gerðin sem hingað kemur er útbúin með þremur farrýmum en Flugleiðir hafa jafnan tvö farrými í sínum þotum. Hér verður þotan sýnd lykilmönnum hjá Flugleiðum og fjölmiðlum. --------------- Ekið á tvær lögreglu- bifreiðir MARGIR árekstrar urðu í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík í gær. Síð- ari hluta dags höfðu 27 árekstrar ver- ið tilkynntir lögreglunnar en meiri- háttar slys á fólki hlutust ekki af. Lögreglan sjálf fór ekki varhluta af árekstrahrinunni því ekið var á tvær lögreglubifreiðir með stuttu millibili. Skemmdir á ökutækjunum urðu hins vegar minniháttar. -----♦-♦-♦----- Fasteignagjöld í Reykjavfk Greiðsluseðl- ar á leiðinni ÞESSA dagana er verið að dreifa greiðsluseðlum fyrir fasteignagjöld í Reykjavík en gjalddagi er 1. febrúar og eindagi í lok mánaðarins. Að sögn Steingríms Ólafssonar, starfsmanns fjármáladeildar hjá Reykjavíkurborg, seinkaði útburðin- um um fimm daga vegna bilunar í prentsmiðju. „Ég veit að seðlarnir eru komnir í hverfi 101 og 105,“ sagði hann. „Venjulega hafa þeir verið komnir til greiðenda 31. janúar eða 1. febráar en rámur tími er gefinn til að greiða gjöldin eða mánuður án dráttarvaxta." Skíðaganga á Nesinu. Morgunblaðia/Ómar Gengið á skíðum á Seltjarnarnesi Framkoma kenn- ara skiptir miklu við náms val FRAMKOMA kennara við nemendur skiptir miklu máli við námsval nemenda og kennarar geta ómeðvitað gert upp á milli kynjanna með ólíkum viðhorfum til námsgetu þeirra, að því er fram kom í fyrirlestri Lindu Báru Lýðsdóttur sálfræðings á fyrsta Kynjadegi Háskólans sem haldinn var í gær. Þá sagði Linda Bára að rannsóknir sýndu fram á að framkoma kennara skipti meira máli en bekkjarkerfið og að kennari sem hafi fengið þjálfun geti dregið verulega úr kynbundnum mun við námsval. I fyrirlestri sínum, sem fjallaði um kyn- bundið námsval, drap Linda Bára meðal ann- ars á helstu rannsóknir sem gerðar hafa ver- ið á því hvað stýrir ólíku námsvali kynjanna. I einni rannsókn voru kennarar látnir skýra góða og slæma frammistöðu nemenda. Þeir töldu að góð frammistaða stúlkna væri afrakstur dugnaðar og vinnusemi þeirra, fremur en vegna getu og hæfileika. Aftur á mótu töldu þeir að slæm frammistaða drengja væri tilkomin vegna slæmrar hegð- unar og skorts á einbeitingu. Þá sagði Linda Bára að þó að sannanir bentu til annars væri talið að stúlkur skorti hæfileika en drengir taldir hafa falda hæfi- leika. Þetta hafi áhrif á framkomu kennara við nemendur. Þá kom fram að foreldrar hafa h'ka áhrif en samkvæmt niðurstöðum rannsókna segir Linda Bára, að samband sé á milli annars vegar væntinga foreldra og tráar þeirra á hæfíleika bama sinna í stærðfræði og hins vegar frammistöðu barnanna. Foreldrar telja að dætur þurfi að leggja meira á sig í stærðfræði en synir, jafnvel þó bæði standi sig jafn vel í skóla. Þá telja þeir einnig mikilvægara fyrir syni en dætur að standa sig vel í stærðfræði og eru líklegri til að hvetja syni fremur en dætur til að taka aukaáfanga í stærðfræði. Linda Bára benti á að rannsóknir hafi sýnt að kynjamunur á stærðfræðigetu hafi minnk- að í þeim löndun þar sem stuðlað hafi verið að jafnrétti kynjanna. Þá benti hún ennfrem- ur á að sjaldan heyrist um rannsóknir sem sýni fram á að enginn munur sé milli kynj- anna og ástæðan sé sú að slíkar niðurstöður þyki ekki jafn spennandi. Linda Bára sagði að í þeim rannsóknum sem kynjamunur hafi komið fram sé hann yf- irleitt mjög lítill. Þó svo að sagt sé að fundist hafi marktækur munur á kynjunum þurfi það ekki að þýða að við merkjum muninn í raun- veruleikanum, bætti hún við. Að lokun sagði Linda Bára að þegar rætt sé um kynjamun megi ekki gleyma því að umhverfið skipti miklu máli hvað varði mótun hegðunar. Með breyttum áherslum sé hægt að draga úr kynjamun t.d með hvað varðar nám og starfsval. Að lokum vildi Linda Bára benda á að oft gleymdist það að konur og menn væru meira lík en þau eru ólík. Maðurinn parast til að efla framgang genanna í fyi-irlestri um kynjamun benti Sigurður V. Sigurjónsson, lektor í læknadeild, á að þó svo að dvergsimpansi sé það dýr sem sé skyldast okkur sé eitt atriði sem greini okkur sérstaklega frá honum hvað hegðun varði og það sé pörun, því að dvergsimpansinn pari sig ekki. Þá setur Sigurður fram þá kenningu (hypothesa) að ástæðan fyrir því að maðurinn parist sé að sinna uppeldi ungviðisins og allt það sem efli samband foreldranna efli fram- gang genanna. Því sé þannig farið að börnin verði að fæðast svo óþroskuð því að konan geti ekki fætt stænra barn og auk þess að börn þurfi að læra svo mikið. Heilinn haldi áfram að vaxa um leið og hann „forritist". Sigurður segir að heili nýfædds barns sé ekki óskrifað blað eins og haldið hafi verið fram heldur sé hann eins og eyðublað sem sé að mestu óútfyllt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.