Morgunblaðið - 02.02.2000, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
| | Gjaldsvæði 1
] Gjaldsvæði 2
Ný bílahús,
möguleg staðsetn,
Gamla höfnin
lS«jeauj
'O Ný götustæði (fjöldi)
0 Breytt notkun (fjöldi)
Rauðarárvík /
Meirihluti borgarráðs samþykkir hækkun á gjaldskrá Bflastæðasjóðs
Oddviti Sjálfstæðis-
flokks um gjaldskrár-
hækkun BílastæðasjóðS
Skatt-
lagning
til að
auka
tekjur
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins greiddu atkvæði
gegn tillögu meirihluta borgar-
ráðs um hækkun á gjaldskrá
Bílastæðasjóðs á fundi borgar-
ráðs í gær. „Við leggjum meg-
ináherslu á að þarna er um
skattlagningu að ræða og verið
að ná í miklar viðbótartekjur til
að standa undir fjárfestingum
framtíðarinnar,“ sagði Inga
Jóna Þórðardóttir, oddviti
Sjálfstæðisflokks.
Ófært að fara svona
bratt í hækkun
„Eftir sem áður er ýmislegt í
tillögunni sem er við erum sátt
við og teljum að horfi til betri
vegar eins og sveigjanleikinn í
stýringunni og fjölgun bíla-
stæða en við teljum ófært að
fara svona bratt í þessa hækk-
un og bjóða Reykvíkingum upp
á 200% hækkun á einu bretti,“
sagði hún. „Þetta er langt um-
fram það sem rekstur bílastæð-
anna þarf. Við þurfum hins veg-
ar að skoða sérstaklega nýjar
fjárfestingar í bílastæðahúsum,
sem vissuleg er þörf á. Þar er-
um við þeirrar skoðunar að
leita þurfi nýrra leiða en ekki
að taka það með gjaldtöku frá
þeim sem eru að nota miðborg-
ina í dag.“
Inga Jóna sagði að meðan
miðbærinn væri í vamarstöðu
gagnvart uppbyggingu í
Kringlunni og í Smáranum
væru þessar hækkanir úr takti
við það sem þyrfti að gera fyrir
starfsemina í miðborginni.
Megintilgangur að skapa
hreyfíngu á bílastæðunum
MEIRIHLUTI borgarráðs hefur
samþykkt tillögu um hækkun á
gjaldskrá Bílastæðasjóðs úr 50 krón-
um í 150 krónur fyrir hveija klukku-
stund á dýrari stæðum við Laugaveg
og í Kvosinni. Jafnframt verður tek-
ið upp lágmarksgjald 10 krónur fyrir
styttri dvöl. A ódýrari stæðum verð-
ur lágmarksgjald 80 krónur á
klukkustund og þar verður hámarks-
dvöl tvær klukkustundir. Að sögn
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra er megintilgangur
hækkunarinnar að skapa hreyfingu
á stæðunum þannig að fleiri komist
að.
Miðborginni til hagsbóta
„Það er ekki við því að búast að all-
ir séu á eitt sáttir um svona veiga-
miklar breytingar en við teljum að
þessar tillögur verði miðborginni til
hagsbóta," sagði borgarstjóri. „Það
er verulegur skortur á skammtíma-
stæðum í miðborginni og ef fólk ekur
um án þess að fá stæði þá gefst það
Morgunblaðið/Þorkell
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Stefán Hermannsson borgar-
verkfræðingur og Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæða-
sjóðs, kynntu tillögur að hækkun á gjaldskrá Bflastæðasjóðs og breyt-
ingar á gjaldsvæðum.
upp og hættir að koma þangað. Það
þyrfti að fjölga stæðunum um allt að
þúsund og auka tekjur Bflastæða-
sjóðs um allt að 200 milljónir á ári.“
Tillagan gerir ráð fyrir að skamm-
tímastæðum verði fjölgað um 85 ný
stæði auk þess sem hundrað gömul
stæði verða gerð gjaldskyld. Ráð-
gert er að byggja tvö ný bflastæða-
hús og er kostnaður við þær fram-
kvæmdir áætlaður um 2 milljarðar.
Gert er ráð fyrir að nýja gjald-
skráin taki gildi mánudaginn 17. apr-
íl næstkomandi og verður stöðumæl-
um breytt fyrir þann tíma þannig að
þeir munu taka við 10, 50 og 100
króna mynt. Kostnaður við nýja
mæla og breytingu á eldri mælum er
áætlaður um 20 millj.
Borgarráð hefur enn fremur sam-
þykkt tillögu borgarstjóra um að
lækka íbúakort Bflastæðasjóðs úr
5.000 kónum á ári í 3.000 krónur og
koma þannig til móts við íbúa í mið-
borginni.
Stöðumælasektir hækka
Að fengnu samþykki dómsmála-
ráðherra er gerir tillagan ráð fyrir
að stöðumælasektir hækki og verði
1.500 krónur og að sekt vegna ólög-
legra stöðu hækkar í 2.500 krónur.
Jafnframt mun frestur til að greiða
sektir verða lengdur í 14 daga en eft-
ir þann tíma hækkar sektin um 50%.
Itrekun á neyðarkalli frá
Blóðbankanum
SLÆM birgðastaða er hjá Blóð-
bankanum þrátt fyrir neyðarkall
sem sent var um útvarpsstöðvar í
siðustu viku. 280 manns svöruðu
kallinu á tveimur dögum. Þessi
þrjú hraustmenni þáðu kaffi og
meðlæti að lokinni blóðgjöf síð-
degis í fyrradag. Staðan lagaðist
nokkuð fyrir siðustu helgi en er
þó Iéleg enn. Ef vel ætti að vera
þyrfti 70-80 blóðgjafa daglega til
að anna eftirspurn. Eins og sjá
má er blóðgjöfum boðið kaffi og
meðlæti til hressingar að lokinni
blóðgjöf og láta fastir við-
skiptavinir bankans afar vel af
meðlætinu og mæla með þvi við
hvern sem er.
Dómur felldur vegna morðs á eigin-
manni íslenskrar konu í Bandarikjuinmi
Eiga yfír höfði
sér allt að 40 ára
fangelsi
ANNAR tveggja manna, sem
ákærðir voru fyrir að myrða David
Albert, bandarískan tónlistarmann,
sem var kvæntur íslenskri konu,
Bimu Blöndal Albert, var á föstudag
dæmdur fyrir morð að óyfirlögðu
ráði og á yfir höfði sér milli 20 og 40
ára fangelsi. Hinn var dæmdur fyrir
samsæri um að fremja morð og
kveða lög í Pennsylvaníu, þar sem
morðið var framið í lok apríl á liðnu
ári, á um að því geti fylgt jafn löng
fangelsisvist eða 20 til 40 ár.
Morðið var framið í bænum Brist-
ol í Pennsylvaníu. Albert var á leið
ásamt félögum sínum í bfl frá hljóm-
sveitaræfingu þegar tveir bflar fóru
að elta þá. Hann nam staðar og í
kjölfar rifrildis brutust út átök. Al-
bert var meðal annars laminn í höf-
uðið með hamri og hrygg-, rifbeins-
og höfuðkúpubrotnaði. Hann lést á
sjúkrahúsi eftir að hafa legið í dái í
fjóra daga.
Jeremiah Reeves var dæmdur fyr-
ir að hafa ráðið honum bana og Jam-
es Galione fyrir aðild að morðinu.
AIls telur lögregla að tíu manns hafi
tekið þátt í átökunum og gæti farið
svo að fleiri verði handteknir í kjöl-
far þessa dóms, að því er fram kemur
í dagblaðinu Bucks County Courier
Times.
Réttarhöldin stóðu yflr í þijár vik-
ur og á föstudag kvað kviðdómurinn
upp dóminn eftir að hafa fjallað um
málið fyrir luktum dyrum í tvo daga.
Mennimir höfðu gengið lausir gegn
tryggingu, en dómarinn úrskurðaði
að þeir skyldu nú hefja fangavist
sína. Hversu þungan dóm þeir hljóta
verður ákveðið innan 60 daga frá því
að dómurinn féU. Lögmenn mann-
anna hafa þegar lýst yfir því að þeir
muni áfrýja.
Bima Blöndal var í dómshúsinu
þegar dómurinn féll og sagði í Cour-
ier Times að hún hefði tárast. í sam-
tali við blaðið sagði Birna að hún
hygðist dveljast áfram í Bandaríkj-
unum ásamt tæplega tveggja ára
gömlum syni þeirra Davids, þrátt
fyrir áfallið við að missa mann sinn,
og til greina kæmi að verða banda-
rískur ríkisborgari: „Hér á ég fjöl-
skyldu. Hér er nú heimili mitt.“