Morgunblaðið - 02.02.2000, Side 18

Morgunblaðið - 02.02.2000, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ P AKUREYRI Félagsstofnun stúd- enta á Akureyri Bæjarráð styrkir bygg- ingafram- kvæmdir BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi í vikunni að styrkja Félags- stofnun stúdenta á Akureyri með 1,5 milljóna króna framlagi vegna bygg- ingaframkvæmda, en Félagsstofnun hafði óskað eftir 1,6 milljóna króna framlagi frá Akureyrarbæ vegna framkvæmda við byggingu stúd- entaíbúða. Á vegum Félagsstofnunar stúd- enta á Akureyri er nú verið að reisa 7 hæða hús með 29 íbúðum en fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin í september síðastliðnum. í húsinu verða 14 þriggja herbergja íbúðir og jafnmargar tveggja her- bergja íbúðir auk einnar einstakl- ingsíbúðar. Félagsstofnun kaupir í fyrsta áfanga 10 íbúðir í húsinu, sem SJS-verktakar eru að byggja, en skuldbindur sig til að taka hinar íbúðirnar á leigu. Stefnt er að því að kaupa allar íbúðirnar svo fljótt sem auðið er, sennilegast á næstu tveim- ur árum. Morgunblaðið/Margrét Þóra Dönsuðu í einn sólarhring NEMENDUR í 10. bekk f Glerár- skóla tóku sig til um helgina og dönsuðu í einn sólarhring. Fyrsti dansinn var stiginn kl. 21 á föstu- dagskvöld og svo var stanslaust stuð á gólfinu í félagsmiðstöðinni þar til yfir lauk á sama tfma á laug- ardagskvöld. Áður höfðu nemendur safnað áheitum en með þessu mara- þoni söfnuðu þau um 85 þúsund krónum sem lagðar verða í ferða- sjóð þeirra. Morgunblaðið/Margrét Þóra Gísli Olafsson, fyrrverandi yfírlögregluþjónn, sagðist hafa verið félagi í Rauða krossinum frá fæðingu, en hér ræðir hann við Jósep Hallsson slökkviliðsmann í afmælissamkomu Akureyrardeildar Rauða krossins. Freyvangsleikhiisið Fló á skinni frumsýnt FREYVANGSLEIKHÚSIÐ í Eyja- fjarðarsveit frumsýnir hinn vel- þekkta og bráðsmellna gamanleik Fló á skinni eftir Georges Feydeau, föstudaginn 4. febrúar. Þýðingu verksins, sem er franskt að uppruna, gerði Vigdís Finnboga- dóttir. Leikstjóri er Oddur Bjami Þorkelsson, sem á síðustu misserum hefur getið sér gott orð fyrir leik- stjóm hjá áhugaleikfélögum. Fló á skinni hefur verið sýnd víða um land við miklar vinsældir enda um að ræða verk sem kætir alla fjölskyld- una. Svo sem gjaman er í leikritum af þessum toga er atburðarásin hröð, svo hröð að lítið þarf til að misskiln- ingur verði og auki enn á skemmtan leikhúsgesta og bráðfyndið írafárið á sviðinu - án þess það fari þó alveg úr böndunum. Leikendur eru 14 talsins í sýning- unni og þar af einn í tveimur hlut- verkum, báðum býsna stómm. Á fjöl- unum hjá Freyvangsleikhúsinu má núna sjá marga af reyndustu leikur- um félagsins og auk nýrra andlita sem gengið hafa tíl liðs við hópinn. Við gerð íburðarmikillar sviðs- myndar naut Freyvangsleikhúsið hugmyndar Hallmundar Kristinsson- ar og var hún síðan útfærð af leik- stjóra í samvinnu við smiði félagsins. Búningar vom hannaðir á staðnum eftir línum sem Hlín Gunnarsdóttir búningahönnuður lagði. Þá hafa ófá handtök verið unnin hvað varðar saumaskapinn sem reyndist drjúgur svo og málningarvinnu, sviðsbúnað ogleikmuni. Önnur sýning á „Fló á skinni“ verð- ur sunnudaginn 6. febrúar og stefnt er að sýningum allar næstu helgar. Akureyrar- deild Rauða krossins 75 ára FJÖLMARGIR fögnuðu með for- svarsmönnum Akureyrardeildar Rauða krossins þegar haldið var upp á 75 ára afmæli deildarinnar um helgina. Deildin var stofnuð að frum- kvæði Steingríms Matthíassonar þáverandi héraðslæknis 29. jan- úar árið 1925 og hefur markmiðið frá upphafi verið að hlúa að þeim sem um sárt eiga að binda. Starf- semin byggist að mestu leyti á öflugu sjálfboðaliðastarfi en um 500 félagar eru í Akureyrardeild- inni. Fulltrúar félagsins kynntu starfsemi deildarinnar og þá gátu gestir skoðað sjúkrabíl og ýmis tæki og tól sem til eru í eigu deildarinnar auk þess sem boðið var upp á kaffiveitingar. Morgunblaðið/Margrét Þóra Þessir ungu menn höfðu óskaplega gaman af því að prófa sætin í sjúkra- bílnum, á afmælishátíðinni um helgina, og er aldrei að vita nema þeir eigi eftir að Ieggja Rauða krossinum lið þegar fram líða stundir. Háskólinn á Akureyri Axel Björnsson prófessor í umhverfis- vísindum AXEL Bjöi-ns- son jarðeðlis- fræðingur hef- m m ur verið ráðinn prófessor í um- hverfisvísind- um við Háskól- ann á Akureyri. Hk IB Axel lauk wffTi W doktorsprófi í .Ajtel jarðeðlisfræði Björnsson frá Háskólan- um í Göttingen í Þýskalandi árið 1972. Hann starfaði á jarðhitadeild Orku- stofnunar frá 1972 til 1990 og vann þar einkum við jarðhitaleit og að virkjun jarðhita fyrir fjölmargar nýjar hitaveitur en á áttunda áratugnum tvöfaldaðist það húsrými, sem hitað var með jarðhita. Axel var deOdarstjóri jarðeðlisfræðideildar og síðar yfirverkefnisstjóri og staðgeng- 01 forstjóra jarðhitadeildar Orkustofnunar. Hann stundaði einnig eldfjaUarannsóknir í tengslum við Kröfluelda og grunnrannsóknir á eðli og eigin- leikum jarðskorpunnar. Árið 1990 hóf Axel störf hjá Vísinda- ráði og var framkvæmdastjóri ráðsins og Vísindasjóðs til árs- ins 1994, þegar Vísindaráð og Rannsóknarráð ríkisins voru sameinuð. Frá 1995 starfaði Ax- el á Norrænu eldfjallastöðinni í Reykjavík við grunnrannsóknir í jarðvísindum, eldfjaUafræði og rannsakaði umhverfisáhrif elds- umbrota á jökulár uns hann tók við starfi prófessors við Háskól- ann á Akureyri þar sem hann mun sinna kennslu og rann- sóknum í jarðvísindum og um- hverfisfræðum. Axel hefur áður kennt við Há- skóla Islands, Háskólann á Ak- ureyri, Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna og við erlendar stofnanir og verið faglegur ráð- gjafi Sameinuðu þjóðanna í erl- endum jarðhitaverkefnum. Eft- ir hann Uggja tugir vísindagreina í erlendum og inn- lendum tímaritum um niður- stöður eigin rannsókna svo og tugir rannsóknarskýrslna um jarðhita- og eldfjallarannsóknir. Axel hefur setið í ritstjóm þriggja erlendra fagtímarita, verið fulltrúi íslands í nefndum á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar og Evrópubanda- lagsins og gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir stjóm- völd og vísindasamfélagið. Hann sat m.a. í 15 ár í ráðgjafar- ráði Almannavarna um náttúru- vá, hann var m.a. um skeið for- maður Jarðfræðafélags íslands og er nú varaforseti Vísindafé- lags íslendinga. Kona Axels er Hrefna Krist- mannsdóttir, jarðefnafræðingur og deildarstjóri á Orkustofnun. AKO/Plastos gerir flutninga- og þjónustusamning við Eimskip FORSVARSMENN AKO/Plastos á Akureyri og Eimskips hafa nýlega gengið frá samningi um flutninga, en samkvæmt honum mun Eimskip annast allan forflutning fyrir AKO/Plastos og skjalavinnslu erlendis sem og innflutning og toll- skýrslugerð hér á landi. Þá mun Eimskip sjá um flutning alls hráefnis frá Reykjavík að verksmiðju AKO/Plastos á Akureyri, á sjó og landi, flutning á framleiðslu fyrirtækisins frá verksmiðju á Akur- eyri til Reykjavíkur inn á vömhótel Eimskips og dreifingu frá vömhótelinu í smávöraverslanir og til annarra viðskiptavina um allt land. Auk þessa hefur verið gerður þjónustusamning- ur um skrifstofuaðstöðu fyrir þjónustumiðstöð AKO/Plastos í húsnæði VM í Klettagörðum í Reykjavík, en þar er miðstöð Flytjanda, sem er með víðtækt flutninga- og þjónustunet um land allt. Samningarnir hafa í för með sér aukið hagræði fyrir AKO/Plastos, þar sem flutningar, dreifing og þjónusta er á einni hendi. AKO/Plastos framleiðir, flytur inn og selur plastumbúðir. Heildarfjöldi starfsmanna er um 60 manns og fyrirtækið er með starfsemi á tveimur stöðum, framleiðslu á Akureyii og þjónustumið- stöð í Garðabæ, en sú starfsemi flytur innan nokk- urra vikna í Klettagarða sem fyrr segir. I 1 ■ 0 | I-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.