Morgunblaðið - 02.02.2000, Side 24

Morgunblaðið - 02.02.2000, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Rannveip: Guðmundsdóttir alþinfflsmaður um íbúðalánasjjóð Ráðherra fer með rangt mál RANNVEIG Guðmundsdóttir al- þingismaður segir Pál Pétursson félagsmálaráðherra fara með rangt mál, í viðtali við Morgunblaðið í gær, að sú reglugerðarbreyting sem gerð var á húsbréfakerfinu í lok desember geri alla íbúðakaup- endur jafnsetta. Að sögn Rannveigar hefur reglu- gerðarbreytingin það í för með sér að allir íbúðarkaupendur, sem sýnt geta fram á að standa undir skuld- bindingum, geti fengið 6 milljóna króna hámarkslán við skipti á íbúð- um. „Nú er hámarkslán veitt, óháð því hvort kaupandinn þarf á allri upphæðinni að halda. Því er t.d. unnt að nota lánin til að fjármagna eigin neyslu." Grundvallarbreyting á húsnæðiskerfinu Hún segir það vekja furðu sína að ráðherra tali um að breytingin komi eldra fólki og eigendum fast- eigna á landsbyggðinni til góða, vegna þess að það fólk hafi áður, í öllum tilfellum, fengið að láni mis- muninn á verði keyptra og seldra íbúða. Rannveig telur að hér sé á ferð- inni grundvallarbreyting á húsnæð- iskerfinu. „Þegar Ibúðalánasjóður var settur á laggirnar þótti það vera grundvallaratriði að íbúðar- kaupendur fengju einungis mismun kaupverðs og söluverðs lánaðan. Ekki var ætlast til að meira væri lánað en þurfti til að kaupa íbúð.“ Hún segir breytinguna hafa opn- að fyrir þenslu á íbúðalánamarkaði og við blasi að útlán Ibúðalánasjóðs muni aukast. Þetta er þó ekki það eina innan húsnæðiskerfisins sem aukið hefur á þenslu, að mati Rannveigar. „Þau mörk sem gilda um hvað einstaklingar þurfa að hafa til ráð- stöfunar við íbúðarkaup voru ný- lega hækkuð. Þau voru áður 18%, en eru nú komin í 30%. Forsendan fyrir breytingunni var sú að menn gáfu sér að neysla allra í þjóðfélag- inu væri jöfn. Þetta ýtti meðal ann- ars undir það, að fólk keypti dýrari eignir en skynsamlegt þótti sam- kvæmt fyrri reglum. Afleiðingin varð sú að þetta reyndist mikill lántökuhvati og jók því á þensluna í þjóðfélaginu," bætti Rannveig við. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, um íbúðalánasjóð Það stendur sem sagt hefur verið HALLDÓR J. Kristjánsson, bank- astjóri Landsbanka Islands, segist fagna því að Páll Pétursson, félags- málaráðherra, skuli vera tilbúinn að skoða þann möguleika að tiltekinn þáttur í starfsemi Ibúðalánasjóðs verði yfirtekinn af bankakerfinu. Hann segir þetta ekki síður fagn- aðarefni fyrir Samband íslenskra viðskiptabanka, sem hafi lagt slíka breytingu til. Varðandi útlánaaukn- ingu til einstaklinga sagði Halldór að það stæði sem hann hefði sagt. Hlutur Ibúðalánasjóðs í útlána- aukningu til einstaklinga á síðasta ári væri um 49% af heildaraukningu útlána til einstaklinga á árinu. Hitt væri vafalaust rétt að íbúðalána- sjóður hefði aukið útlán sín á milli áranna um 14,4%. Bankinn hafi ein- ungis verið að vekja athygli á því, í umræðu um þenslu og útlánaaukn- ingu, að u.þ.b. helmingur af útlána- aukningu til einstaklinga á síðasta ári stafaði frá íbúðalánasjóði. „Samstarf Landsbankans og Ibúðalánasjóðs er og hefur verið með miklum ágætum. Eg held að það sé ekki hægt að lesa út úr okk- ar orðum beina sérstaka gagnrýni á starfsemi íbúðalánasjóðs. Við vor- um hins vegar að varpa fram hug- myndum um breytta verkaskipt- ingu bankanna og íbúðalánasjóðs með það að markmiði að auka hlut- deild bankakerfisins í veitingu íbúðalána. í því sambandi var minnst á tillögur Sambands ís- lenskra viðskiptabanka um að íbúðalánasjóður breyttist í verð- bréfunarfyrirtæki, þ.e. annaðist heildsöluþjónustu á markaðnum," segir Halldór. Hann kveðst hafa lagt á það áherslu á fundinum að þróunin í verkskiptingu gæti tekið um 5-10 ár. „Við erum ekki að leggja til að Landsbankinn taki yfir íbúðalána- markaðinn, heldur að bankakerfið í heild sinni komi sér saman um betri verkaskiptingu milli íbúðalánasjóðs og bankanna og að það verði gert í góðu samstarfi við Ibúðalánasjóð." Að sögn Halldórs gætir misskiln- ings í orðum félagsmálaráðherra, að heimilislán Landsbankans séu einungis veitt íbúum á höfuðborgar- svæðinu. „Þetta er alls ekki rétt. Það skilyrði var sett í upphafi þegar bankinn samdi við langtímafjár- festa, sem taki þátt í fjármögnun- inni með kaupum á verðbréfasöfn- um, að veð sé tekið í fasteignum á svæðum þar sem virkur húsnæðis- markaður er og þar sem eignir eru auðseljanlegar. Að okkar mati er þetta eðlilegt skilyrði. Við erum ánægð með viðtökur við Heimilislánum bankans," segir Halldór, „og höfum veitt slík lán á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.“ Bandarískir neytendur Tvöfalt hraðari útgjalda- aukning Reuter ÚTGJÖLD bandarískra neytenda jukust meira en tvöfalt hraðar á seinasta ári en sem nam aukningu tekna, sagði í tilkynningu banda- ríska viðskiptaráðuneytisins á mánudag. Neytendur fórnuðu sparnaði og eyddu miklu fyrir síðustu jól, sem jók útgjöld fyrir allt árið 1999 meira en gerst hefur í 10 ár. Útgjöld neytenda jukust um 0,8% í desember og námu 6,47 trilljón dollurum á ársgrundvelli sem jafngildir rúmum 476 þúsund milljörðum íslenskra króna. Tekjur neytenda jukust hins vegar aðeins um 0,3% í desember og námu tæpum 589 þúsund millj- örðum króna, einnig á ársgrund- velli. Yfir allt árið 1999 jukust útgjöld neytenda til alls kyns vara og þjónustu um 6,9% og var það mesta aukning síðan útgjöld jukust um 7,2% árið 1989. Aukningin var hins vegar um 5,9% árið 1998. Tekjur neytenda jukust um 5,9% á árinu 1999 sem er sama tala og árið 1998. Afleiðing af þessu samspili aukn- ingar tekna og útgjalda er sú að hlutfall einkasparnaðar hjá banda- rískum neytendum lækkaði í 2,4 sent á hvern dollar og er það nýtt met, en sparnaður hafði numið 3,7 sentum á hvern dollar árið 1998. SPARISJÓÐABANKI ÍSLANDS HF. ICEBANK LTD. Skráning þingvíxla á Verðbréfaþingi Islands Nafnverð útgáfu Gefnir verða út allt að 23 flokkar, þar sem hver og lánstími: flokkur er til 1 mánaðar í senn, í fyrsta sinn 1. febrúar 2000. Heildarnafnverð útgefinna flokka ræðst af markaðsaðstæðum. Stærð flokkanna verður á bilinu o -1.500.000.000 kr. Útgefandi: Sparisjóðabanki fslands hf. kt. 681086-1379, Rauðarárstíg 27,105 Reykjavík. Skráningardagur Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka á VÞÍ: útgefna víxla á skrá þingsins enda uppfylli þeir skilyrði skráningar. Útgáfa hvers flokks verður tilkynnt á VÞÍ hverju sinni. Ávöxtunarkrafa Ávöxtunarkrafa ákvarðast af markaðsaðstæðum á söludegi: á fyrsta söludegi. Skilmálar: Víxlarnir eru seldir gegn staðgreiðslu í 10.000.000 og 50.000.000 kr. einingum. Umsjón með Viðskiptastofa Sparisjóðabanka fslands hf., skráningu: kt: 681086-1379 hf, Rauðarárstíg 27,105 Reykjavík. Skráningarlýsing og önnur gögn varðandi ofangreinda þingvíxla liggja frammi hjá: Viðskiptastofu Sparisjóðabanka íslands hf, Rauðarárstíg 27,105 Reykjavík, Sími 540-4000, myndsendir 540-4181. Auk þess er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu bankans www.icebank.is Einn mesti pólfari samtímans Árið 1990 gekk Berge á Norðurpólinn með Erling Kagge án utanaðkomandi aðstoðar. Árið 1994 gekk hann á Norðurpólinn einn án utanaðkomandi aðstoðar. Veturinn 1995/1996 gekk Borge á Suðurpólinn án utanaðkomandi aðstoðar. Veturinn 1996/1997 var hann fyrsturtil þess að ganga yfir Suðurskautið án utanaðkomandi aðstoðar. Nánari upplýsingar um Borge er að finna á heimasíðu hans http://www.ousland.com Missið ekki af þessu einstæða tækifæri! Miðaverð 500 kr. I Forsala aðgöngumiða er í Útilrf Glæsibæ. i ÚTILÍF GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.