Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Hörð viðbrögð Evrópuríkja við mögulegri stjdrnarþátttöku Frelsisflokksins í Austurríki
ESB fylgist
grannt með
framvindu
ESB gagnrýnt fyrir að vilja taka
fram fyrir hendurnar á kjósendum
Brusscl, Vín, Berlín. AFP, AP, Reuters.
í NAFNI þess að vera skilgreindur
vörður þeirra gilda sem í stofn-
sáttmála Evrópusambandsins (ESB)
eru lagðar til grundvallar nánu sam-
starfi aðildarþjóðanna - svo sem lýð-
ræðis og virðingu fyrir mannréttind-
um - lýsti framkvæmdastjórn ESB
því yfir í gær að hún myndi fylgjast
náið með framvindu mála í Austur-
ríki, þar sem hægrisinnaður „lýð-
skrumsflokkur" er í þann mund að
komast í ríkisstjórn.
Romano Prodi, forseti fram-
kvæmdastjómarinnar, gaf yfirlýs-
inguna út að loknum neyðarfundi
hennar í Brussel í gær, en til hans
var boðað í kjölfar þess að ráðherra-
ráð sambandsins sendi á mánudag
frá sér harðorða viðvörun um að póli-
tísk tengsl ESB við Austurríki yrðu
skorin niður í algert lágmark ef
Frelsisflokkur Jörgs Haiders ætti
aðild að næstu ríkisstjóm landsins.
„Framkvæmdastjómin hefur tek-
ið til skoðunar yfirlýsingu ráðherra-
ráðsins frá 31. janúar, sem for-
mennskuríkið Portúgal gaf út í nafni
14 aðildarríkja, og deilir þeim
áhyggjum sem hún byggir á,“ sagði
Prodi á blaðamannafundi.
Haider myndi hagnast mest
á nýjum kosningnm
Viðvömn ráðherraráðsins endur-
speglar þau nærri örvæntingarfullu
viðbrögð sem þau tíðindi ollu á
mánudag, að Frelsisflokkur Haiders
og Þjóðarflokkurinn, flokkur austur-
rískra íhaldsmanna, væri í þann
mund að ganga frá samkomulagi um
stjórnarsamstarf, en aðrar tilraunir
til stjómarmyndunar eftir þingkosn-
ingarnar 3. október sl. hafa ekki skil-
að neinum árangri.
Valdatómarúm hefur því ríkt í
landinu sl. fjóra mánuði. Frelsis-
flokkurinn (FPÖ) náði næstflestum
atkvæðum í kosningunum og 52
þingsætum, jafnmörgum og Þjóðar-
flokkurinn (ÖVP), en hann hefur,
undir forystu Wolfgangs Schussels,
verið í stjóm með Jafnaðarmanna-
flokknum (SPÖ) undanfarin 13 ár.
SPÖ, undir forystu Viktors Klima,
fráfarandi kanzlara, hélt stöðu sinni
sem stærsti flokkurinn og hlaut 65
þingsæti, en nýjustu skoðanakann-
anir sýna, að yrði ekkert úr myndun
þeirrar nýju stjómar sem nú hillir
undir og boðað yrði til kosninga á ný
væri líklegasta útkoman sú að Frels-
isflokkurinn fengi flest atkvæði.
Thomas Klestil forseti hefur enn
ekki veitt formlegt umboð til mynd-
unar ríkisstjómar FPÖ og ÖVP, en
gangi eftir sem þeir Schussel og Hai-
der hafa lýst yfir, að stjórnarsátt-
máli verði frágenginn í dag eða á
morgun, þá væri honum vart stætt á
öðra en að leggja blessun sína yfir
þann ráðahag. Geri hann það ekki
myndi hann með því kalla yfir sig
reiði meirihluta austurrískra kjós-
enda og sú reiði myndi koma Frelsis-
flokknum vel í kosningunum sem þá
yrðu óumflýjanlegar.
Rangar aðferðir ESB
Það eru enda ekki allir ráðamenn
Evrópu samþykkir því að Austurrík-
ismenn séu beittir svo harkalegum
þrýstingi erlendis frá eins og gert er
Reuters
Jörg Haider, leiðtogi Frelsisflokksins í Austurrfld, situr við samningaborðið ásamt forystumönnum Þjóðar-
fiokksins í Vín í gær, en flokkarnir sögðust vera að leggja síðustu hönd á sijómarsáttmála, þrátt fyrir harða
gagnrýni á ráðahaginn erlendis frá.
með yfirlýsingu ráðherraráðs ESB.
Ingo Friedrich, varaforseti Evrópu-
þingsins og sem slíkur hæst setti
kjömi fulltrúi Þýzkalands í stjóm-
kerfi ESB, gagnrýndi í gær aðgerðir
ráðherraráðsins. Sagði hann rangt af
sambandinu að blanda sér með svo
afgerandi hætti í austurrísk innan-
ríkismál. Hótun hinna aðildarríkj-
anna 14 um að frysta pólitísk tengsl
við Austurriki myndi ekki leiða til
annars en aukins fylgis við Haider
og flokk hans.
Og Karl Lamers, utanríkismála-
talsmaður þingflokks Kristilegra
demókrata á þýzka þinginu, gagn-
rýndi ESB einnig fyrir að hóta Aust-
urríki alþjóðlegri einangran. „Slíkt
styrkir aðeins stöðu Jörgs Haiders.
Með ríkisstjómarþátttöku myndi
opnast tækifæri til að rjúfa þau álög
sem honum hefur tekizt að leggja á
austurríska kjósendur sem lýð-
skramari á hægrivængnum og fjöl-
miðlafyrirbæri,“ hefur þýzka dag-
blaðið Hannoversche Állgemeine
Zeitung eftir Lamers.
Gerhard Schröder, kanzlari
Þýzkalands og leiðtogi þýzkra jafn-
aðarmanna, hefur lýst yfir áhyggjum
af þróun mála og hvatt Austurríkis-
menn til að stíga ekki þau skref sem
myndu kalla einangrun yfir landið.
Enn aukast vandræði Schaubles
Verst gagnrýni vegna
funda með vopnasala
Berlfn. AP, Reuters.
JAFNAÐARMENN á þýska þing-
inu og dagblöð í Þýskalandi kröfðust
í gær afsagnar Wolfgangs Scháubles
úr embætti flokksformanns Kristi-
legra demókrata (CDU), en sam-
flokksmenn vörðu hann og lögðu að
honum að sitja áfram. Scháuble hef-
ur nú þvert ofan í fyrri yfirlýsingar
viðurkennt að hafa tvisvar hitt
vopnasala, sem greiddi fé í leynisjóði
flokksins.
Scháuble hefur áður ítrekað stað-
hæft að hann hafi aðeins hitt vopna-
kaupmanninn Karlheinz Schreiber
einu sinni. Fundum þeirra hafi borið
saman í september 1994 og þá hafi
Scháuble tekið við 100.000 marka
greiðslu af Schreiber, jafnvirði um
3,7 milljóna íslenskra króna. Nú seg-
ist Scháuble hafa flett í dagbók sinni
og séð að hann muni hafa hitt mann-
inn aftur í júní 1995. Hann kveðst þó
ekki muna hvort sá fundur hafi raun-
veralega átt sér stað.
Scháuble hefur áður sagst munu
bjóða sig fram til endurkjörs á
flokksþingi Kristilegra demókrata í
apríl. Dagblaðið Frankfarter Ali-
gemeine Zeitung dró þó í efa í gær að
svo gæti orðið eftir að hann hefði orð-
ið uppvís að ósannindum.
Schreiber, sem er búsettur í Kan-
ada, hefur sagt að hann hafi með
greiðslunni viljað kaupa sér stuðning
Kristilegra demókrata við áform
þýsks fyrirtækis, sem hann var um-
bjóðandi fyrir, um að reisa vopna-
verksmiðju þar í landi. Þýsk stjóm-
völd hafa farið fram á framsal
Schreibers frá Kanada vegna
meintra brota hans á þýskum skatta-
lögum.
Bundesnachrichtendienst (BND),
hefði á áttunda áratugnum byrjað að
koma milljónum marka í reiðufé til
stærstu stjómmálaflokkanna í land-
inu, í því skyni að féð yrði nýtt til að
styðja við bakið á lýðræðisþróuninni
á Spáni og í Portúgal. Að sögn AP
staðfestu heimildarmenn innan
þýzku stjómsýslunnar frásögn blaðs-
ins, en samkvæmt henni rannu á bil-
inu 30 og 40 milljónir marka, andvirði
1100-1500 milljóna króna, frá leyni-
þjónustunni til flokkanna á tímabil-
inu 1974-1982, þ.e. í kanzlaratíð jafn-
aðarmannsins Helmuts Schmidts.
Þar sem greiðslumar vora inntar
af hendi í reiðufé var ekki mikið um
eftirlit með því hvemig því væri varið
í raun. Suddeutsche Zeitung velti því
þess vegna fyrir sér, hvort hluti fjár-
ins hefði ekki endað í leynilegum
kosningasjóðum á borð við þá sem
fjármálahneyksli CDU snýst nú um.
Hague
stokkar
Lundúna-
augað vígt
VÍÐÁTTUMIKIÐ útsýni yfir Lund-
únir er úr Lundúnaauganu, 140
metra háu parísarhjóli á bökkum
Thames.
Ferð með hjólinu, sem var tekið í
notkun í gær. tekur rúman hálftíma
og hafa gestir útsýni m.a. yfír bæði
Westminster Palace og Big Ben líkt
og greina má í bakgrunni myndar-
innar.
Upphafiega stóð til að vígja hjól-
ið á nýársdag sem hluta af ár-
þúsundaskiptafagnaði borgarinnar,
en vegna tæknilegra örðugleika
var vígslu þess frestað um mánuð.
upp
London. Reuters.
MICHAEL Portillo, fyrrverandi
vamarmálaráðherra Bretlands,
verður líkast til næsti talsmaður
skuggaráðuneytis breska Ihalds-
flokksins varðandi fjármál að því er
fram kom í gær.
Portillo tekur þar með við af
Francis Maude, sem mun eftirleiðis
Ijalla um utanríkismál fyrir flokkinn,
embætti sem John Mapeles gætti áð-
ur.
Búist var við að Portillo, sem var
varnarmálaráðherra í ríkisstjórn
Johns Majors, myndi fá umsjón með
einhverju af skuggaráðuneytunum
eftir að hann fór með sigur af hólmi í
aukakosningum um þingsæti Kens-
ington- og Chelsea-hverfisins í Lon-
don á síðasta ári.
John Redwood hefur einnig látið
af embætti innan skuggaráðuneytis-
ins og tekur Archie Norman við
stöðu hans sem talsmaður flokksins í
umhverfis- og samgöngumálum.
Fé frá leyniþjónustunni?
Þá komu í gær fram vísbendingar
um óvænta uppsprettu fjár sem falið
var á leynilegum bankareikningum
CDU. í Siiddeutsche Zeitung var
sagt frá því, að þýzka leyniþjónustan,
„Hetja tsjestjneskrar alþýðu“
EINUM rússneskum hermanni
hefur tekist að vinna rússneska
flughernum meira tjón en öllum
tsjetsjnesku skæruliðunum hing-
að til. Fyrir vikið hafa rússneskir
fjölmiðlar sæmt hann nafnbótinni
„Helja tsjetsjneskrar alþýðu“.
Sagan hófst er Sergei Safonov,
óbreyttum hcrmanni, var sagt að
hreinsa snjó af flugbraut í einni af
bækistöðvum flughersins í Astra-
khan í Suður-Rússlandi. Brást
hann strax við en svo ilia vildi til
er hann fór að skafa, að plógurinn
rakst í eldsneytistankinn á Sukhoi
24-sprengjuflugvél, sem var á
brautinni.
Skipti engum togum, að flug-
vélin stóð óðara í ljósum logum og
vegna þess, að hvasst var í veðri
læsti eldurinn sig í aðra Sukhoi 24
og siðan í þá þriðju. Gekk mikið á
er sprengjurnar sprungu hver af
annarri og um tíma var óttast, að
17 aðrar flugvélar yrðu eldhafinu
að bráð.
Áætlað er að óheppni Safonovs
hafí kostað rússneska flugherinn
rúmlega 3,6 milljarða fsl. kr. en
Sukhoi 24-sprengjuflugvélin er
ein sú fullkomnasta, sem Rússar
eiga. Talið er að þær hafí verið
900 talsins áður en Safonov fór að
moka snjó.
Moskvublaðið Vremja sæmdi
Safonov strax nafnbótinni „Hetja
tsjetsjneskrar alþýðu“ fyrir af-
rekið en rússneskum hermálayfir-
völdum er ekki skemmt. Hafa þau
fyrirskipað rannsókn og er búist
við að hinn ólánsami hermaður
verði dreginn fyrir rétt.