Morgunblaðið - 02.02.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.02.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 29 LISTIR Einn söguþráður eða margir TÍMARIT S a g n f r æ ð i NÝ SAGA Ný saga. Tímarit Sögufélags. 11. árg. 1999. Ritstjórar: Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur Jdns- son og Sigurður Ragnarsson. 104 bls. í NÝRRI sögu eru að þessu sinni birtar fjórar sagnfræðilegar greinar. Þrjár þeirra hafa að því leyti sameig- inlegt þema að þær fjalla öðrum þræði um meðferð fræðanna á til- tækum heimildum um sögu fyrri alda. Hver með sínum hætti grafa greinarnar undan viðteknum túlkun- um á heimildunum og sýna fram á hvernig menningarbundnar hug- myndir hafa skotið rótum í orðræðu um Islandssöguna. Viðfang Helgu Kress er skrifta- mál sem eignuð hafa verið Ólöfu n'ku SJÖNVARP II o i in i Itl a |i æ tli r ÍSLAND OG ATLANTS- HAFSBANDALAGIÐ Leiðin frá hlutleysi 1940-1949, Friður í skjdli vopna 1949-1974, Ný viðhorf í vamarmálum 1974-1999. Þættir gerðir fyrir Rík- isútvarpið í tilefni af 50 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Höfundur handrits: Hannes Hdlmsteinn Giss- urarson. Framleiðendur Sigurgeir Orri Sigurgeirsson og Ólafur Jó- hannesson. Kvikmyndagerðin Leif- ur heppni 1999. LÝÐVELDIÐ ísland var stofn- að á Þingvöllum 17. júní 1944 á tímum grimmilegasta og umfangs- mesta hildarleiks mannkynsins; heimsstyrjaldarinnar síðari. I ljóma lýðveldisstofnunarinnar gerðu Islendingar sér vonir um það, að land þeirra mætti búa við frið og öryggi í framtíðinni. Það hillti undir lok styi'jaldarinnar og bjartari tímar voru framundan eft- ir þær fórnir, sem þjóðin hafði fært á altari stríðsguðsins. En birta hill- ingarinnar var tálsýn, því öflugasta bandalagsríki Vesturveldanna við að brjóta á bak aftur útþenslustefnu nazism- ans, Sovétríkin, hóf fljótlega sókn til að þvinga kúgunarkerfi komm- únismans yfir heimsbyggð alla. Það var gæfa íslenzku þjóðarinn- ar, að leiðtogar vestrænna ríkja, undir forustu Breta og Bandaríkja- manna, ákváðu að stöðva landvinn- inga Stalíns og félaga, en þá höfðu fjölmörg ríki þegar fallið undir hramm kommúnismans í austan- verðri Evrópu. Einbeitni vest- rænna ríkja við að verja frelsi sitt leiddi til stofnunar Atlantshafs- bandalagsins vorið 1949. Upp frá þeirri stundu glataði ekkert ríki í Evrópu frelsi sínu. Nú, 50 árum síðar, er lýðum ljóst, hvílíkt gæfu- spor stofnun bandalagsins var. Is- lendingar mega þakka það um ald- ur og ævi, að þeir áttu pólitíska leiðtoga, sem höfðu hugrekki og víðsýni til að leiða lýðveldið unga til samstarf við vestræn lýðræðis- ríki innan vébanda NATO. Það var ekki létt verk á sínum tíma, því þeir voru úthrópaðir sem föður- landssvikarar og landsölumenn af fulltrúum austrænu helstefnunnar hér á landi. Aðild íslands að NATO kostaði átök allt þar til að kerfi kommúnismans hrundi í Evrópu í kjölfar falls Berlínarmúrsins. A hálfrar aldar afmæli NATO kepp- ast fyrrverandi kommúnistaríki austan járntjalds um það að tryggja öryggi sitt innan vébanda Atlantshafsbandalagsins. Miðað við þá viðsjárverðu tíma er það var Loftsdóttur. Helga sýnir fram á að lýsingar meintra skriftamáia Ólafar bendi til að karlmaður hafi skrifað textann. Tilgáta hennar er að skriftamálin hafi verið skrifuð sem skopstæling staðlaðra forskiifta, en slíkar stælingar eru vel þekktar frá síðmiðöldum. í umfjöllun sinni um feril skriftamálanna í heimi fræð- anna sýnir Helga hvernig kynbundn- ir fordómar fræðimanna allt til nú- tímans hafi mótað lestur þeiiTa. Þannig hafi fræðimönnum þótt eðli- legt að tengja nafn þessarar áhrifa- konu skriftamálunum, þar sem þar stofnað má líkja stöðunni í dag við kraftaverk. Þættir þeirra Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar og félaga um ísland og Atlantshafsbandalagið, sem Ríkisútvarpið lét gera til að minnast 50 ára afmælisins, eru í sjálfu sér merki um þær breyting- ar, sem orðið hafa á íslenzku þjóð- félagi frá stofnun bandalagsins. Útverðir sovétveldisins hér á landi hefðu ekki tekið því þegjandi, að „útvarp íslenzkrar alþýðu" væri „misnotað" með þessum hætti til að reka áróður fyrir erlendar „auð- stéttir, nýlendukúgara og heims- valdasinna“. I heild má segja, að þættirnir eru gott yfirlit yfir að- dragandann að stofnun NATO og sögu bandalagsins allt fram á okk- ar daga. Nýjar kynslóðir íslend- inga, sem ekki upplifðu þau miklu og óvægnu átök, sem urðu hér á landi við inngönguna í bandalagið og fyrstu áratugina á eftir, hafa gott af því að sjá þessa þætti og þeir eru kjörið námsefni í fram- haldsskólum landsins. Við gerð þáttanna hefur verið leitað fanga víða, m.a. að nýjum og gömlum fréttamyndum, sem marg- ar eru eftirminnilegar, ekki sízt frá Islandi. Skotið er inn gömlum og nýjum fréttaviðtölum við stjórn- málamenn og fræðimenn, sem gefa þáttunum aukið vægi, og m.a. koma fram sjónarmið andstæðinga aðildar landsins að bandalaginu. Jón Ólafsson sagnfræðingur skýrir m.a. frá því að hann hafi fundið skjal í Moskvu sem sannar að ís- lenzki sósíalistaflokkurinn tók við beinum pólitískum fyrirmælum þaðan um afstöðu til mála. Þættirnir eru fróðlegt yfirlit um þróunina í alþjóðamálum og á ís- landi, allt frá því landið varð full- valda ríki 1918 og mótaði þá stefnu um ævarandi hlutleysi. Rakin er þróunin heima og heiman, sem gerði það að verkum að horfið var frá hlutleysisstefnunni eftir hern- ám Breta og herverndarsamningin við Bandaríkin í júlí 1941. Áherzla er að sjálfsögðu lögð á stofnun NATO 4. apríl 1949, gerð varnarsamningsins og komu bandarísks varnarliðs til Keflavíkur 1951 í skugga Kóreu- stríðsins. Þá eru þorskastríðunum væri að finna enn eitt merki kveneðl- isins. Svemr Jakobsson er að því leyti á svipuðum slóðum og Helga að hann tekur að sér að hrekja forsendur við- tekins útgangspunkts sögunnar. Haraldur hárfagri hefur lengi verið mikilvæg persóna í söguskynjun ís- lendinga en í þessari grein heldur Svei-rir því fram að hann hafi fyrst og fremst lifað í bókum síðari tíma manna. Sverrir bendir á að Harald sé ekki að finna í samtímaheimildum en hins vegar sé þar að finna ýmis- legt sem stríði gegn fullyrðingum við Breta gerð skil og hversu heilladrjúg NATO-aðildin var Is- lendingum í þeim átökum. Þáttun- um lýkur eftir fall Berlínarmúrsins og hrun Sovétríkjanna og gerð er grein fyrir breyttu hlutverki bandalagsins nú á dögum og aðild- arumsóknum fyrrverandi austan- tjaldsríkja, sem umfram allt vilja tryggja öryggi sitt innan vébanda NATO. Þótt hér sé aðeins stiklað á stóru eru þróuninni, bæði á alþjóðavett- vangi og innanlands, gerð ágæt skil af höfundi handritsins. Þó mætti gjarnan varpa skýrara ljósi á átök íslenzkra lýðræðissinna og kommúnista og áhangenda þeirra. Því er skorað á aðstandendur þáttanna að bæta hér úr, rekja sögu átakanna hér innanlands, sem í raun snerust um sjálfstæði þjóð- arinnar til framtíðar. Gjarnan má sýna þá heift, sem beindist að stuðningsmönnum vestrænnar samvinnu, og rekja linnulausar árásir Þjóðviljans og annarra á þá. Ungt fólk þekkir ekki þessa sögu, en það er nauðsynlegt vegna fram- tíðarinnar, því gamlir áhangendur sovétveldisins fegra fyrri tíma og sumir þeirra sitja nú í hægu sæti í lýðræðisríkinu, sem þeir beindu spjótum sínum að fyrrum. Björn Jóhannsson síðari tíma heimilda um tilvist Har- aldar. Niðurstaða Sverris er að ekk- ert verði fullyrt um hvort Haraldur hafi verið til eða ekki, hvað þá að hann hafi staðið fyrir sameiningu Noregs og hrundið af stað landflótta göfugustu manna til íslands. Þriðja greinin þar sem heimilda- rýni er í öndvegi er gi’ein Armanns Jakobssonar ogÁsdísar Egilsdóttur. Ritgerðin hefur fremur óspennandi en lýsandi titil, „Er Oddaverjaþætti treystandi?" Þar er gerðm- saman- burður á tveimur gerðum Þorláks- sögu helga og þeirri skoðun haldið fram að umfjöllun Oddaverjaþáttar m.a. um staðamál fyrri hafi verið spunnin upp í pólitísku samhengi staðamála síðari. Greinarnar þrjár um sögu fyrri alda tengja tilkomu heimildanna og túlkun fræðimanna á þeim pólitísk- um sjónarmiðum í víðum skilningi. Sýnt er fram á að í endursköpuninni á sögunni eru fræðimenn mótaðir í orðræðu þess umhverfis sem þeir skrifa í. T.d. bendir rannsókn Sverr- is Jakobssonar til þess að lífseiglu sagnarinnar um Harald hárfagra í sagnfræði muni fyrst og fremst að leita til þess hlutverks sem hann hef- ur leikið í sköpunarsögu þjóðarinn- ar. Menningarbundnar og pólitískar kringumstæður móta þannig sjónar- horn fræðanna og gera þau að sjón- arhorni á, en ekki sannleikann um, fortíðina. Fræðimenn hafa lengi ver- ið meðvitaðir um þessi takmörk fræðanna en á undanfömum áratug- um hefur áhugi á að kanna eðli og af- leiðingar þessara marka farið vax- andi. I ríkara mæli hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að fræð- in geta ekki staðið utan hins pólitíska og að einungis meðvitund um viðjar orðræðunnar getur opnað mögulega leið til öflugri fræða. Til þessarar leiðar er skírskotað í yfirskrift viðtals Páls Björnssonar við Georg G. Iggers, „Hlutleysi er ekki lengur í tísku“. Titillinn vísar m.a. til þeirrar hættu sem yfirlýst hlutlægni einþráða sagnfræði hefur í för með sér. Með einþráða sagnfræði er átt við þá sögu sem skrifuð hefur verið síðan á 18. öld þar sem saga Vesturlanda er í aðalhlutverki og í reynd álitin eina sagan sem staðið getur undir nafni. Iggers vekur at- hygh á að annars konar og fjölþráða saga hafi verið rituð fyrr á öldum, saga (sögur) sem ekki fylgdi neinum einum frásagnarhætti heldur gekk út frá ólíkum menningarlegum for- sendum. Viss merki em nú á tímum um að veldi einþráða sögu sé ógnað innan akademíunnar, t.a.m. með að- ferðum einsögunnar. Hins vegar, bendir Iggers á, hafa aðferðir henn- ar aldrei náð að slíta algerlega tengslin við einþráða söguna, enda er erfitt að ímynda sér sagnfræði sem ekki vísar með einum eða öðram hætti til þeirrar hefðar sem skapast hefur í orðræðunni um sögu undan- farnar tvær aldir. í grein Önnu Þorbjargar Þor- grímsdóttur eram við á allt öðram slóðum. Þar er gerð úttekt á merkri atvinnusögu matselja í Reykjavík en allmargar konur höfðu atvinnu af því fram eftir öldinni að opna heimili sín og útbúa sem matstofur. Greinin gefur góða yfirsýn yfir sögu þessar- ar atvinnugreinar, sem lítið hefur verið rannsökuð til þessa. Annað efni í ritinu er uppskrift fáeinna bréfa vesturfarans Halldóra Jónasdóttur í Vancouver frá miðri 20. öld í saman- tekt Katrínar Kristinsdóttur; skipt- ar skoðanir þeirra Kjartans EmOs Sigurðssonar og Stefán Pálssonar um Atlantshafsbandalagið og hug- leiðing Aðalsteins Árna Baldursson- ar um hvatir félagasamtaka til að láta taka saman sögu sína og prak- tísk úrlausnarefni við slíka sögurit- un. Eitt það sem gert hefur Nýja sögu að áhugaverðu tímariti í gegnum tíð- ina hefur verið sá metnaður sem höf- undar og ritstjóm hafa lagt í öflun myndefnis. Margh- árgangar Nýrrar sögu státa af merku myndefni sem varpar ljósi á viðfangsefni grein- anna, ljósi sem einber ritaður texti fer á mis við. Þar sem viðfangsefnið er sótt úr 20. aldar sögu er um auð- ugan garð að gresja við ritstýringu mynda eins og sjá má í grein Önnu Þorbjargar Þorgrímsdóttur. Þar hefur tekist að tengja saman myndir og texta á fjölbreyttan hátt með margskonar ljósmjmdum, gömlum auglýsingum og teikningum sem efla verulega gildi ritgerðarinnar. Þegar viðfangið er miðaldasaga reynir meira á útsjónarsemi höfunda og rit- stjóra, enda hefur stór hluti þess sem kallast getur myndrænt frá fyrri öldum, og aðgengilegt er, verið margbirt í bókum og tímaritum. Þessi árgangm* NýiTar sögu ber merki þessa vanda og er helst til víða skreyttur áður birtum myndum sem auka litlu við greinarnar. Ólafur Rastrick Tilkynning um skráningu skuldabréfa á Verðbréfaþing Islands HRAÐFRYSTIHÚS ESKIFJARÐAR 1. FLOKKUR 1999 kr. 120.000.000.- kr. hundraðogtuttugu milljónir 00/100 Útgáfudagur: 1. desember 1999 Áv.kr. á útgáfudegi: 6,50% Grunnvísítala: Nvt. 193,3 Lánstími: 7 ár og 3 mánuðir Einingar bréfa: kr. 5.000.000.- Skráning: Veröbréfaþing íslands hefur samþykkt aö taka skuldabréfin á skrá og veröa þau skráö 2. febrúar 2000, enda veröi öll skilyröi skráningar uppfyllt. Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnaö er til í skráningarlýsingunni liggja frammi hjá Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77, 4. hæö, 155 Reykjavík og á skrifstofu Hraöfrystihúss Eskifjaröar, Strandgötu 39, 735 Fjaröarbyggö. Söluaðilar og umsjón með útgáfu: Landsbanki Island hf. - Viöskiptastofa, Laugavegi 77, 4. hæö, 155 Reykjavík. Landsbanki íslands Landsbankl íslands hf. - Vlöskiptastofa Laugavegi 77, 155 Reykjavík, sími 560 3100, bréfsfmi 560 3199, www.landsbanki.is Friður í 50 ár Allt að 50% af verði á útsölunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.