Morgunblaðið - 02.02.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
____________MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 39
MINNINGAR *
Staðreyndir um
Canada 3000
MIKIL umræða hef-
ur verið undanfarið um
flugfélagið Canada
3000, Flugleiðir, einok-
un á Keflavíkurflugvelli
o.s.frv. Mikilvægt er að
gleyma okkur ekki í hita
leiksins. Sameiginlega
þurfum við íslendingar
að finna bjarta framtíð
fyrir ferðaþjónustuna á
Islandi með Flugleið-
um, Atlanta, aðilum í
ferðaþjónustunni og
ekki síður með nýjum
flugfélögum sem tilbúin
eru að þjóna okkar ís-
lenska markaði. Vöxtur
innan ferðaþjónustunn-
ar á næstu árum verður eingöngu til
með hagstæðara verði og aukinni fjöl-
breytni.
Samgöngur
Öll umræða um Kefla-
víkurflugvöll er jákvæð,
segir Steinþór Jónsson,
en allar staðreyndir
verða að vera á hreinu.
Haustið 1995 fór undirritaður í
heimsókn til höfuðstöðva Canada
3000 í Toronto til að kanna möguleika
á auknum viðskiptum við Keflavíkur-
flugvöll, m.a. með því að flugvélar fé-
lagsins millilentu á Islandi á leið sinni
frá Vancouver til Evrópu og opna þar
með í fyrsta skipti fyrir reglulegt flug
með farþega á milli Islands og Kan-
ada. Samhliða þessu kom ég með til-
lögu um áhafnarskipti hér á landi
þannig að áhafnir flugfélagsins gistu
hér á Hótel Keflavík. Einnig heim-
sótti ég ferðaskrifstoíuna Fiesta
West í Vancouver sem sá þá alfarið
um að selja flugsæti Canada 3000 og
kynnti fyrir þeim ísland sem ferða-
mannastað. Vel var tekið í þessar
hugmyndir.
Sóttum við formlega um leyfi 8.
janúar 1996 og barst mér staðfesting
frá Samgönguráðuneytinu 31. janúar
sama ár. I umsókninni var eingöngu
beðið um leyfi til að flyija farþega á
milli íslands og Kanada. Aldrei var
eða hefur verið sótt um leyfi til að
taka farþega til Evrópu enda okkur
strax gert ijóst að til þess þyrfti svo-
kölluð 5. stigs flugréttindi. Það er því
rangt sem Einar Sigurðsson, aðstoð-
arforstjóri Flugleiða, sagði m.a. í
Kastljósi 18. janúar síðastliðinn, í
kappræðum við Helga Jóhannsson
forstjóra Samvinnuferða, að við hefð-
um sótt um að taka farþega til
Evrópu gegn því að Flugleiðir fengju
leyfi til að flytja gesti milli Canada og
Bandaríkjanna. Sú stóra ákvörðun
var aldrei á valdi Canada 3000.
Staðreyndin er aftur á móti sú að
Flugleiðir fengu leyfi til að fljúga á
milli Halifax og íslands vegna þessa
samnings við Canada 3000 og hafa því
Flugleiðir hagnast mest allra á þess-
um samningi enda er afkoma af flug-
leiðinni ein sú besta hjá Flugleiðum
svo ég vitni beint í samtal mitt við
Einar Sigurðsson á dögunum. Auk
þess hafa Flugleiðir haft gríðarlegar
tekjur af sölu veitinga í allar vélar fé-
lagsins sem lentu 18 sinnum á viku í
Keflavík árið 1998.
Já, samkeppni getur vissulega ver-
ið af hinu góða - líka fyrir Flugleiðir.
Það er þessi hugsun sem ég vil koma
hér á framfæri.
íslenski markaðurinn
Það var rétt hjá Einari sem hann
sagði í Kastijósi, að íslenski markað-
urinn er lítill og erfitt að fá aðila sem
vilja þjóna honum. Þess vegna er það
mjög alvarlegt að við skyldum ekki
hafa nýtt okkur sóknartækifæri sem
buðust með þessu nýja og öfluga flug-
félagi, Canada 3000, sem vissulega
vildi þjóna okkar markaði. Þessu
tækifæri klúðruðum við með rangri
verðlagningu.
En eru afgreiðslu-
gjöld Flugleiða of há og
af hveiju? Samkvæmt
nýrri skýrslu eru af-
greiðslugjöld með því
hærra sem þekkist í
okkar flugumhverfi.
Vandamálið felst þó í
þeirri staðreynd að af-
greiðslugjöldin eru
reiknuð út eins og lend-
ingargjöldin - eitt gjald
fyrir hverja lendingu.
Canada 3000 hefur t.d.
aldrei sett út á lending-
argjöldin. En hvaða
gjöld er verið að ræða
um?
1. Afgreiðslugjöld
taka Flugleiðir fyrir að afgreiða far-
þega, þ.e. þjónusta sem felst í útgáfu
brottfararspjalda og afgreiðsla á far-
angri flugfarþega o.s.frv.
2. Lendingargjöld tekur Flugmála-
stjórn fyrir flugumferðarþjónustu.
Þau er 7,05 dollarar sem reiknast á
hámarks flugtaksþunga flugvélar.
Þegar Flugleiðir lenda í Halifax
greiðir félagið fast lendingargjald eft-
ir stærð flugvélar. Síðan greiðir það
afgreiðslugjald sem er u.þ.b. 200.000
kr. Hjá Flugleiðum er Halifax enda-
stöð sem þýðir að allir farþegar fara
úr vélinni og nýir koma í staðinn.
Raunhæft væri að ætía að að meðal-
tali 150 farþegar séu að fara frá borði
og 150 farþegar komi um borð. Sam-
tals hafa því verið innheimtar 666 kr.
pr. farþega.
Þegar vélar Canada 3000 lenda á
Keflavíkurflugvelli greiðir það félag
líka fast lendingargjald auk af-
greiðslugjalds til Fiugleiða sem við
segjum hér það sama, u.þ.b. 200.000
kr. Hjá Canada 3000 er Keflavík milli-
lendingarstaður - ekki endastöð. Það
þýðir að flestir farþegamir eru áfram
um borð og örfáir farþegar afgreiddir
af Flugleiðum á leið sinni til Kanada
sem hafa verið u.þ.b. 20 manns að
meðaltali. Samtals hafa því Flugleiðir
innheimt kr. 10.000 pr. farþega í
þessu dæmi sem er um 1.500% hærra
gjald pr. farþega heldur en Flugleiðir
greiða sjálfar í Halifax. Stundum eru
farþegamir þó fleiri en stundum
færri, en afgreiðslugjald Flugleiða er
ávallt það sama. Það er vandamálið.
Flugleiðir millilenda hvergi nema á
í slandi og þar af leiðandi er ekki verið
að bera saman sömu hluti þegar tals-
menn þeirra segja að afgreiðslugjöld-
in séu þau sömu og hjá aðilum sem
þeir versla við. Hvað myndu þeir t.d.
segja ef afgreiðslan á Keflavíkurflug-
velli yrði sett í hendur annarra og þeir
sjálfir þyrftu að greiða full afgreiðslu-
gjöld sbr. Canada 3000 fyrir tiltölu-
lega fáa farþega sem bætast við í
millilendingum þeirra hér á íslandi?
Myndu þeir sætta sig við sömu út-
skýringu og þeir gefa að engin for-
dæmi séu fyrir verðlagningu af-
greiðslugjalda pr. farþega?
í sumar munu flugvélar Canada
3000 aðeins fljúga einu sinni í viku
með millilendingu í Keflavík. Ég hef á
undanfómum vikum verið á fundum
með forstjóra Canada 3000 sem hefur
tilkynnt mér formlega að afgreiðslu-
gjöld Flugleiða séu það há að hann
sjái ekki raunhæfan möguleika á að
taka farþega hér þó svo að lendingar-
og eldsneytisgjöld séu í góðu meðal-
lagi. Þetta er einfaldlega skoðun við-
skiptavinarins. Ég mun áfram reyna
með öllum ráðum að finna nýjan flöt á
samskiptum íslands og Canada 3000.
í dag standa yfir stórframkvæmdir
á Keflavíkurflugvelli vegna stækkun-
ar Leifsstöðvar en ég spyr, hvar og
hvemig hefur markaðssetningu
Keflavíkurílugvallar verið háttað síð-
ustu ár og hver ber ábyrgð á henni?
Er það rétt að flugfélagið sem við
sóttum um leyfi fyrir til að taka far-
þega árið 1996 sé það eina sem mark-
aðsmenn Keflavfturflugvallar geta
státað af? Um þetta mikilvæga verk-
efni íslendinga allra mun ég fjalla
áfram á næstunni.
Höfuadur er hótelstjóri á Hótel
Keflavfk.
Steinþór
Jónsson
SIGRIÐUR J.
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Sigríður fæddist í
Reykjavík 17.
nóvember 1918. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, Grens-
ásdeild, 19. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Val-
gerður Viglundsdótt-
ir, f. 13. september
1883, d. 9. febrúar
1954, og Guðmundur
Magnússon, f. 22. nó-
vember 1876, d. 18.
ágúst 1959. Systkini
Sigríðar sem eru lát-
in: Sigurður, f. 18.
apríl 1910, d. 6. október 1985; ÓI-
afur, f. 8. október 1912, d. 1. febr-
úar 1995; Ástrós, f. 29. mars 1914,
d. 14. júní 1992; Þorvaldur, f. 1.
febrúar 1920, d. 11. mars 1997.
Eftir lifa: Einar, f. 28. ágúst 1915;
Magnús, f. 17. ágúst 1917; Sigríð-
ur Emma, f. 22. september 1921.
Sigríður óist upp hjá móður-
systur sinni, Ásu Viglundsdóttur,
f. 28. desember 1889, d. 26. des-
ember 1981.
Sigríður giftist 25. maí 1940 eft-
irlifandi eiginmanni sínum, Árna
Sigurðssyni, f. 9. desember 1915.
Foreldrar hans voru Sigurður
Fallin er frá öndvegiskonan Sigríð-
ur J. Guðmundsdóttir eftir skamma
sjúkrahúslegu. Ég kynntist Sigríði
fyrir um 15 árum er ég hitti dóttur
þeirra Áma og Sigríðar, Þuríði. Mér
er minnisstætt hversu vel Sigríður
tók mér frá byrjun og hversu þægileg
návist hennar var. Eftir því sem
kynni okkar urðu meiri komst ég enn
betur að því hversu góða konu hún
hafði að geyma. Jafnaðargeð hennar
og hjálpsemi var viðbrugðið. Sam-
viskusemi og dugnaður voru henni í
blóð borin og hún vann við aðhlynn-
ingu aldraðra og sjúkra á Hvítaband-
inu vel fram yfir sjötugt. Sigríður var
félagslynd og söngelsk og söng bæði í
Söngsveitinni Fílharmóníu og Litla
kómum, kór eldri borgara í Nes-
kirkju, fram á síðustu ár. Gott hjarta-
lag og þægilegt viðmót Sigríðar
fannst mér koma sérstaklega fram í
sambandi litlu dóttur okkar og henn-
ar. Þær urðu strax hinar mestu vin-
konur og vildi Sigríður allt fyrir hana
gera. Þau em ófá minningabrotin úr
fjölmörgum sumarbústaðaferðum
víðsvegar um landið með afa og
ömmu, sem voru ómissandi í slíkar
ferðir. Það var farið í gönguferðir
með ömmu, spilað við ömmu og sung-
ið með ömmu eða horft á sjónvarp
með ömmu; Sigríður var alltaf reiðu-
búin að eyða tíma sínum á þann hátt
sem hún hélt að myndi gleðja dóttur
okkar. Aldrei sagði hún styggðaryrði
við hana og oftar en ekki gátu þær
setið og talað saman og hlegið að öllu
og engu eins og tvær gamlar vinkon-
ur, þótt aldursmunurinn væri sjötíu
ár. Slíkar stundir eru ómetanlegar.
Sigríður og Ámi höfðu verið gift í tæp
sextíu ár. Þau voru mjög samrýnd og
því er missir Árna mikill. Árni minn,
guð styrki þig í sorg þinni. Ég er
þakklátur fyrir að hafa kynnst Sigríði
og varðveiti minningu hennar, þín
verður sárt saknað.
Jakob Gunnarsson.
Það eru ljúfar minningar, sem ég á
um tengdamóður mína, sem kvaddi
þennan heim hinn 19. janúar eftir
stuttveikindi.
Ekki datt mér í hug á jólaskemmt-
un fjölskyldunnar milli jóla og nýárs,
þar sem Sigríður var ætíð hrókur alls
fagnaðar og flaug um gólfið með
barnabömin sín, að hún ætti svona
stutt eftir.
Fyrir rúmum þrjátíu ánnn kynnt-
ist ég Sigríði og Áma, tengdaföður
mínum, er ég gekk að eiga einkason-
inn á heimilinu, Sigurð. Mér leið
strax vel á heimili þeirra og oft var
fjör, sungið og spilað, enda elskaði
tengdamamma tónlist.
Það var stór stund í lífi Siggu
ömmu síðastliðið sumar þegar dóttir
okkar Sigurðar, Erla, gifti sig. Sigga
fór að píanóinu og bað alla viðstadda
Árnason, f. 29. nóv
ember 1877, d. 18.
apríl 1952, og Þuríð-
ur Pétursdóttir, f.
22. júní 1886, d. 15
desember 1949.
Sigríður og Ámi
eignuðust fimm
börn: 1) Ása Auður,
f. 24.júlf 1940, d. 17.
júlí 1943. 2) Þuríður,
f. 1. október 1946,
maki Christopher
Ian Collett, f. 20.
ágúst 1948, d. 22.
júní 1984, sonur
þeirra Ámi James.
SambýlismaðurÁsu Jakob Gunn-
arsson og dóttir þeirra fris Björk.
3) Sigurður, f. 12. desember 1947,
maki Þorbjörg Kristjánsdóttir,
þau skildu. Dætur þeirra Erla og
Elínborg. 4) Sigurbjarni, f. 13. júlí
1948, d. 28. ágúst 1949. 5) Val-
gerður, f. 29. ágúst 1951, maki
Jón Rúnar Sveinsson. Böm þeirra
Árni Freyr, Hallveig og Amór.
Sigríður og Árni bjuggu lengst
af í Reykjavík, en síðastliðin fimm
ár í Vogatungu 25A í Kópavogi.
Útför Sigríðar fór fram fimmtu-
daginn 27. janúar í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
að syngja með sér „Erla, góða Erla“.
Þótt leiðir okkar Sigurðar skildu
fyrir allmörgum árum hafði það lítil
áhrif á samband okkar Siggu, enda
varhún sérstaklega trygglynd kona.
Ég þakka fyrir góða samfylgd og
votta tengdafóður mínum og bömum
þeirra mína innilegustu samúð, einn-
ig ömmubömunum, sem hafa mikið
misst, en þau elskuðu ömmu sína og
muna hana ætíð sem hressa og káta.
Þorbjörg Kristjánsdóttir.
Elsku amma, við söknum þín mjög
mildð og vonum að þér líði vel á þeim
stað sem þú ert núna. Við hefðum
viljað hafa þig lengur hjá okkur en við
verðum víst að sætta okkur við það að
þú sért farin. Við munum geyma
minninguna um þig í hjarta okkar.
Hér kemur ljóð til þín, elsku amma,
sem er samið af föðurömmu okkar,
því tónlist og söngur var stór hluti af
lífi þínu.
Tónlistinertöframál
ertendrarljóðiðsanna,
vekur bæði tofra og tál
ítilfinningumanna.
Höf: Hallveig Guðjónsdóttir ^
Hallveig og Amór.
Elsku amma mín, ég mun sakna
þín, hér er ljóð til þín.
Þei,þeiogró,
þögn breiðist yfir allL
Hniginersólísjó.
Sof þú í blíðri ró.
Viðhöfumvakaðnóg.
Værðarþúnjótaskalt
Þeþþeiogró.
Þögn breiðist yfir allt.
(JóhannJónsson.) ,jr
íris Björk.
Það eru margar góðar stundir sem
ég hef átt með Siggu ömmu og Áma
afa.
Þegar ég var lítil var ég oft hjá
þeim á Langholtsveginum og mátti
ég gera allt og fá allt sem ég vildi,
kaffi með eins miklum sykri og ég
vildi og súrmjólk með svo miklum
púðursykri að hún varð svört á litinn.
Eitthvert skiptið kom það upp að
mér þótti kokkteilber alveg ofsalega
góð, í næstu heimsókn var mér afhent
heil krukka og sagt gjörðu svo vel.
Fram eftir aldri voru bakaðar og^
málaðar piparkökur hjá ömmu og afa'
og máttum við Ella systir gera þær
þykkar og þunnar með litlum glasúr
eða bara glasúr.
Ömmu var mikilvægt að vera með
þeim sem voru henni kærir. Hún fékk
ávallt alla fjölskylduna til sín á jóla-
dag og er það dýrmætt að hafa átt
þær stundir með henni, Ama afa,
Lillu og Þuru og þeirra fjölskyldum.
Sigga amma var mjög hrifin af
börnum og frá síðustu jólum verður
ógleymanleg innileg gleði hennar er
hún fékk litla langömmustrákinn i
fangið. Sá stutti var ekki síður hress.
Jólaböllin voru einnig fastur liður þar
sem amma var fyrst inn á gólf og síð-
ust út og bókstaflega blómstraði í
söng og dansi. Og hvort sem var í
boðum eða á böllum var sama hversu
lengi var staldrað við, ömmu fannst
það alltaf of stutt, enda mátti fjörið
helst aldrei taka enda.
Gleði og piparkökuilmur munu
ávallt fylgja minningunni um Siggu
ömmu.
Erla Sigurðardóttir.
SIGURBORG ÞORA
SIGURÐARDÓTTIR
+ Sigurborg Þóra
Sigurðardóttir
fæddist í Lækjarhús-
um í Borgarhöfn f
Suðursveit 17. októ-
ber 1926. Hún lést á
Vífilsstaðaspítala 12.
janúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Bústaða-
kirkju 21. janúar.
Við fráfall ferming-
arsystur minnar og
vinkonu gegnum árin
koma ýmis minninga-
brot upp í hugann frá
þeim tímum, er við lékum okkur
saman sem börn. Ég hugsa til þess
með gleði hversu ánægjulegt var að
koma til fjölskyldunnar í Lækjar-
húsum, þar sem manni var tekið með
gleði og alúð. Og ekki skorti verkefni
að leika okkur. Þótt við ættum ekki
dýr og fín leikfong eða tölvur var
aldrei vandamál að finna sér verk-
efni við okkar hæfi. Þegar börnin af
Borgarhafnarbæjum og Hestgerði
komu saman var farið út á tún og í
ýmsa leiki, sem þá tíðkuðust meðal
barna, en eru nú því miður horfnir og
úreltir en vöktu engu síður gleði en
leikir barna í dag. Síðan komu ungl-
ingsárin og leiðir skildi. Bogga fór til
Reykjavíkur að vinna, eins og geng-
ur, og kynntist þá eftirlifandi manni
sínum, Jóhanni Kristmundssyni
múrarameistara, og þau eignuðust
síðan fimm börn, en böndin slitnuðu
samt aldrei. Þegar
■ bömin komust á þann
aldur að fara í sveit,
eins og sagt er, kom
Siggi, sonur þeirra, til
okkar í Hestgerði og
var nokkur sumur við
leik og störf.
I hvert sinn sem ég
hef komið til Reykja-
víkur hef ég heimsótt
Boggu og Jóhann og
dvaldi stundum hjá
þeim, og kom yfirleitt
til Boggu eftir að hú^p
fór á sjúkrahús, þar
sem hún varð að dvelja
síðustu árin. Og þegar börnin voru
uppkomin og fór að hægjast um
komu þau hjónin oftar austur á
heimaslóðir Boggu og tjölduðu þá oft
í svonefndu Kambstúni, fallegum
stað milli Borgarhafnar og Hest-
gerðis.
Bogga fór ekki út á vinnumarkað-
inn eftir að hún giftist, en heimilinu
og börnunum helgaði hún krafta
sína, svo og áhugamálum, sem voru
hannyrðir og þá einkum prjónaskap-
ur, enda mun ekki vera hægt að hafj|i
tölu á peysunum hennar og dúkun-
um. Peysurnar hafa eflaust mörgum
hlýjað og dúkarnir prýða mörg
heimili.
Ég sendi aðstandendum innileg-
ustu samúðarkveðjur og kveð mína
kæru vinkonu með söknuði.
Fermingarsystir,
Jóhanna Ólafsdóitir.