Morgunblaðið - 17.02.2000, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Auglýsingaherferð Tóbaksvarnarnefndar vekur athygli
Fj ölbreytt og
sterk viðbrögð
komin fram
VIÐBRÖGÐ almennings við nýrri
auglýsingaherferð Tóbaksvamar-
nefndar gegn skaðsemi tóbaks-
reykinga hafa verið fjölbreytt og
sterk að sögn Þorgríms Þráinsson-
ar framkvæmdastjóra Tóbaksvam-
arnefndar. Borist hafa tölvubréf,
marg^ir hafa hringt í Tóbaksvarn-
arnefnd og menn hafa ekki síður
tjáð sig á götum úti við aðstand-
endur auglýsinganna.
Augiýsingaherferðin er gerð að
ástralskri fyrirmynd, sem staðið
var að í álfunni fyrir þremur ámm
með þeim árangri að 190 þúsund
Ástralir hættu að reykja. Þær upp-
lýsingar fengust með könnun sem
gerð var nokkrum mánuðum eftir
herferðina. Til stendur til að fylgja
herferð Tóbaksvamarnefndar eftir
á sama hátt hérlendis.
Þorgímur segir viðbrögð al-
mennings við auglýsingunum sem
birst hafa í blögðum og sjónvarpi
hérlendis hafa verið að mestu já-
kvæð en neikvæð viðbrögð hafi
engu að sfður einnig komið fram.
„Kona sem reykti benti t.d. á að
böra sín væru svo hrædd um að
hún myndi deyja að hún fengi eng-
an frið og líkti auglýsingunum við
ofsóknir," tekur Þorgrímur sem
dæmi. „Samtfmis höfum við fengið
tölvupóst frá fjölda fólks sem segir
að loksins hafi sannleikurinn verið
sýndur eins og hann er. Það sem
okkur þykir hvað jákvæðast er að
heyra frá fólki sem hætti að reykja
um áramótin, en var á barmi þess
að falla aftur þegar auglýsingam-
ar fóru að birtast. Auglýsingaraar
urðu þess valdandi að styrkja þetta
fólk í trúnni og þannig tókst því að
halda áfram í reykleysi. Það lá í
augum uppi að fjöldi fólks ætlaði
að hætta að reykja um áramótin og
hófum við því herferðina f janúar
til að styðja við bakið á því.“
Viðbrögð almennings og samfé-
lagsins alls urðu siðast mjög sterk
þegar auglýsingar Tóbaksvamar-
nefndar birtust fyrir þremur ámm.
Boðskapur þeirra var þó gjörólíkur
þeim sem nú er færður, enda var
þá gefið f skyn að reykingamenn
væm ekki eins góð fjárfesting fyrir
atvinnurekendur og reyklausir þar
sem fleiri vinnustundir glötuðust
hjá reykingamönnum en hinum
reyklausu.
Gengnm of langt
fyrir þremur árum
„Það verður að viðurkennast að
við gengum of langt í auglýsingun-
um um glataðar vinnustundir, enda
fjölluðu þær of mikið um reykinga-
manninn sem slíkan. Atvinnu-
rekendur vom þar hvattir til að
ráða reyklausan starfsmann, en
eftir á að hyggja vom þau skilaboð
mistök. Engu að siður vöktu þau
mikil viðbrögð hjá almenningi og
fjölmiðlum og sköpuðu mikla um-
ræðu og því má kannski segja að
mistökin hafi verið af hinu góða.
Að þessu sinni em hins vegar við-
brögðin mun fjölþættari.
Við höfum m.a. fengið upp-
hringingar frá forvarnafulltrúum í
gmnn- og framhaldsskólum, sem
vilja taka á reykingavandanum í
sínu umhverfi og þar með má e.t.v.
segja að lögiii, sem Tóbaksvarnar-
nefnd vinnur eftir, séu farin að
virka eins og til er ætlast, þ.e. að
sem flestir í samfélaginu séu hvatt-
ir til að vinna að þessum málum,
enda reykingavandinn ekki einka-
mál Tóbaksvarnarnefndar."
Þorgrímur segir að þótt Ingi-
björg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra sé mjög áhugasöm um
f óbaksvarnir og hafi gefið Tób-
aksvaraaraefnd svigrúm til að end-
urskoða lög um tóbaksvamir skjótí
það skökku við þegar annar armur
hins opinbera hefti forvamastarf
Tóbaksvaraamefndar.
„Við höfum reynt að knýja á um
Hvcr einista síf arctta vcláur þcr sicaftal
—■— y/Kw.reyklsusás i
Auglýsingum Tóbaksvarnarnefndar hefur bæði verið lýst
sem jákvæðum stuðningi og ofsóknum.
verðhækkun á tóbaki en gengið
illa,“ segir hann og bendir aðspurð-
ur á að rannsóknir hafi sýnt að sé
tóbaksverð hækkað um 10% hætti
4% reykingamanna að reykja.
„Tóbak hækkaði sfðast í janúar
1998 og forvarnargildi hækkunar
tóbaksverðs er ótvírætt. Ég skynja
hins vegar þá pólitisku hræðslu
sem ríkir vegna slíkra verðhækk-
ana því verðið er tengt vísitölufra-
mfærslu og menn óttast vitaskuld
þá litlu verðbólgu sem kemur fram
við hækkun á tóbaki. Mér fyndist
hins vegar miklu eðlilegra að hafa
heilbrigðissjónarmið að leiðarjósi
því framtíð komandi kynslóða er í
húfi. Ég myndi glaður sætta mig
við örlitla verðbólgu ef hún yrði til
þess að þúsundir ungmenna myndu
ekki byrja að reykja. Spamaður
þjóðfélagsins vegna þess væri
ómetanlegur. Ef sigarettupakkinn
væri dýrari, þá myndi unga fólkið
ekki tíma að reykja - hugsanlega
vildi það fremur veija fjármunum
sínum í afnotagjöld af GSM-síma,“
segir Þorgrímur.
Fjarðabyggð |
stefnir
að sölu
hlutabréfa
FJARÐABYGGÐ stefnir að því að
selja hlutabréf í Sfldarvinnslunni og |
Hraðfrystihúsi Eskifjarðar fyrir um
150 milljónir króna á þessu ári til I
þess að fjármagna einsetningu P
grunnskólanna í Neskaupstað og á
Eskifirði.
Neskaupstaður og Eskifjarðar-
bær áttu verulegan hlut í stærstu
sjávarútvegsfyrirtækjum staðanna,
Sfldarvinnslunni hf. og Hraðfrysti-
húsi Eskifjarðar hf. Fyrri bæjar-
stjómir ákváðu að selja hlutabréf í
fyrirtækjunum til þess að fjármagna
firamkvæmdir sem nauðsynlegar
eru til að einsetja grunnskóla
beggja staðanna og byggja leikskóla p
á Eskifirði. Guðmundur Bjarnason,
bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að
bæjarstjórn hins sameinaða sveitar-
félags hafi fylgt þessari stefnu og
verið að selja hlutabréf í félögunum.
Því yrði haldið áfram á þessu ári.
Eftir sölu hlutabréfa á síðasta ári
og fyrri árum á Fjarðabyggð nú
8-9% í Sfldarvinnslunni og lítinn
hlut í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar.
Ef seld verða hlutabréf fyrir 150 |
milljónir kr. á þessu ári og það verð- f
ur allt af hlut Fjarðabyggðar í Sfld-
arvinnslunni minnkar eignarhluti
bæjarins um fimmtung.
------C-4-*------
Hald lagtá65
grömm af hassi
LÖGREGLAN í Reykjavík lagði §
hald á alls 65 grömm af hassi í gær- |
kvöld, handtók tvo pilta um tvítugt í
tengslum við málið og sleppti þeim að
loknum yfirheyrslum.
Lögreglumenn við eftirlit stöðvuðu
fyrst biíreið annars piltsins og fundu
þá 15 grömm af hassi við leit í bif-
reiðinni. í framhaldinu var gerð hús-
leit í íbúð í Hafnarfirði og þar fundust
50 grömm af hassi. Hinn pflturinn var
þá handtekinn vegna fíkniefnaneyslu.
Báðir voru færðir til yfirheyrslu t
þar sem þeir gerðu grein fyrir sínum
málum en málið verður áfram til
rannsóknar hjá lögreglunni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fundi um byggðamál á Akureyri í gær
Ræktum sam-
starf, ekki
sundurlyndi
Ekki til farsældar að straumurinn liggi
óheftur inn á höfuðborgarsvæðið
Morgunblaðið/Kristján
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarsljóri Reykjavíkur, í sóknarhug á
hádegisverðarfundi á Akureyri.
FJÖLGA mun um 56 þúsund manns í
Reykjavík á næstu 20 árum sam-
kvæmt spá sem gerð hefur verið þar
um. Það þýðir að byggja þarf 34 þús-
und nýjar íbúðir í borginni og skapa
39 þúsund ný störf. Þörf erfyrir um
1.600 hektara lands undir nýja byggð.
Umferð í borginni mun aukast um
40% frá því sem nú er og uppbygging
stofnbrauta gæti kostað um 40 millj-
arða. Sömu upphæð þarf að veija í
uppbyggingu menntakerfisins vegna
þessarar fjölgunar.
Þetta kom fram í máli Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á
hádegisverðarfundi sem Háskólinn á
Akureyri, Atvinnuþróunarfélag Eyja-
fjarðar og sjónvarpsstöðin Aksjón
stóðu fyrir á Fiðlaranum á Akureyri í
gær. Hún sagði að í kjölfar þessarar
fjölgunar myndi mengun aukast í
borginni sem og hávaði frá umferð.
„Við munum þurfa að ganga mjög á
óbyggð svæði. Fólk er æ betur að
gera sér grein fyrir því að land er auð-
lind, en áður var ekki svo mfldð hugs-
að á þeim nótum,“ sagði borgarstjóri.
Ingibjörg Sólrún sagði að oft vildi
gleymast í umræðu um landsbyggð-
arvandann að tvær hliðar væru á pen-
ingnum. Það hefði ekki gengið vand-
ræðalaust að taka við þeim
þjóðflutningum sem verið hefðu frá
landsbyggð til höfuðborgarsvæðisins
alla þessa öld, en þó aldrei meiri en á
síðasta áratug. „Þetta er auðvitað
ekki bara vandi, það er líka fengur
fyrir sveitarfélög að fá tfl sín fólk, því
fylgja útsvarstekjur og margfeldis-
áhrifin eru mikil og einnig skiptir það
máli varðandi menninguna. Reykja-
vík væri ekki það sem hún er nú ef
fólk hefði ekki verið að flytja þangað
alla þessa öld,“ sagði Ingibjörg Sól-
rún.
Hún benti á að forsvarsmenn sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefðu
verið feimnir við að opna þessa um-
ræðu, því þeir hefðu verið að keppa
innbyrðis um fólkið. „Það hefur verið
sett samasemmerki milli þess að því
fleiri því betra, en dýpra hefur ekki
verið Utið í málið“.
Stofnkostnaður vegna
Grafarvogs 5,2 milljarðar
íbúar Reykjavíkur voru um 7 þús-
und í upphafi aldarinnar en 110 þús-
und árið 1998, þannig að þeim hefur
fjölgað um nær 100 þúsund á tímabil-
inu, og á höfuðborgarsvæðinu öllu
hefur fjölgað um 150-60 þúsund
manns. Mest hefur fjölgunin orðið
síðustu 20 ár, en um 1.500 til 2.000
manns hafa árlega flutt af lands-
byggðinni til Reykjavíkur á því tíma-
bili.
Samkvæmt framreikningi Byggð-
astofnunar fyrir næstu 20 ár er áætl-
að að íbúum Reykjavíkur fjölgi um
1.500 manns árlega næstu 20 ár en á
höfuðborgarsvæðinu öllu fjölgi um
3.300 manns árlega. Nokkuð er um
flutning fólks innan höfuðborgar-
svæðisins, til dæmis flytja um 1.000
manns árlega frá Reykjavík til
nágrannasveitarfélaga en síðustu ár
hafa einnig um 400 manns flust frá út-
löndum til Reykjavíkur.
Borgarstjóri gerði fundarmönnum
grein fyrir stofnkostnaði borgarinnar
við uppbyggingu Grafarvogshverfis,
en hann nemur samtals um 5,2 millj-
örðum króna. Uppbygging gatna og
holræsa kostaði um 700 mifljónir
króna, bygging leik- og grunnskóla
sem og íþróttamannvirkja kostaði
3.700 miljónir og áætlað verð á landi
er um 750 milljónir króna. Kostnaður
við byggingu íbúða er um 2,6 milljarð-
ar króna, en nettókostnaður borgar-
innar á hvem íbúa er um 700 þúsund
krónur.
Ríkisvaldið hefiir enga stefnu
gagnvart höfuðborgarsvæðinu
Ingibjörg Sólrún sagði rfldsvaldið
ekki hafa neina stefnu gagnvart höf-
uðborgarsvæðinu og nefndi í því sam-
bandi m.a. almenningssamgöngur,
skipulag bæja, nýtingu lands, umferð, |
borgarhverfi og byggðaröskun í þétt-
býli, og nefndi að byggðaröskun hefði
orðið innan Reykjavikur þar sem
hnignun hefði orðið í eldri hverfum og
miðbærinn ætti í vök að verjast.
Að mati borgarstjóra þarf höfuð-
borgin að vera sterk en það þarf líka
að vera lífvænlegt á landsbyggðinni,
ella yrðum við í menningar- og félags-
legu tilliti fátækari og því væri mikil-
vægt að reyna að spoma við þeim
miklu flutningum sem enn ættu sér
stað frá landsbyggð inn á höfuðborg-
arsvæðið.
IngibjörgSólrúntelureinnigmikil- ?
vægt að marka ábyrga byggðastefnu,
stefnu sem felist í því að byggja upp
sterka byggðakjama þó því fylgdi
sársauki í þeim byggðalögum sem
ekki væm skilgreind sem slík. Borg-
arstjóri lagði því til að landsbyggðar-
menn og höfuðborgarbúar ræktuðu
með sér samstarf en ekld sundur-
lyndi. Taldi hún að á því væri almenn-
ur skilningur að það væri ekki til far-
sældar að straumur fólks lægi óheftur
áfram til höfuðborgarsvæðisins.