Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR17. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kaupa 10% fyrir 1.500 milljónir í Samherja: Svona áfram, þú þarft ekkert að kunna að synda, svínið þitt, þú flýtur á spikinu. þarf ekki að kosta meira Þú kemst að því þegar þú heimsækir okkur. Meö því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tíma og fjármuni. Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða. Glæsilegur sýningarsalur í Lágmúla 8, 3. hæð - líttu við Indíánamenning í Hamrahlíð Þekkir indíána af eigin reynslu Sigurður Hjartarson Itengslum við öld- ungadeild Mennta- skólans við Hamra- hlíð er nú boðið upp á stutt námskeið um in- díánamenningu. Kennari á námskeiðin er Sigurður Hjartarson sem sérstak- lega hefur rannsakað þessa menningu. Hann var spurður um hvað verði fjallað á námskeið- inu? „Fyrst verður farið í forsögu indíána í Amer- íku og vikið að kenning- um og deilum um upp- runa þeirra, komuleiðir og komutíma. Rætt verð- ur um fjölda og dreifmgu indíána um álfuna svo og um stöðu indíána í álf- unni við komu Evrópu- manna um 1500. Síðan verður vikið að menningarþróun í Tehuacán-dalnum í Suður- Mexíkó. Þá verður fjallað um helstu forþjóðir í Mexíkó, m.a. Olmecana. Því næst verður Mayunum gerð ítarleg skil og Mexíkóþættinum lýkur með um- fjöllun um Aztekana. Síðan verður haldið til Suður-Ameríku þar sem skoðuð verður menning ýmissa forþjóða t.d. Moche og Nazea. Námskeiðinu lýkur með ítarlegri umfjöllun um Inkana í Perú, svo og um örlög indíána á síðustu fimm hundruð árum.“ - Þekkir þú þessa indíána- mcnningu af eigin reynslu? „Já, á þeim tuttugu mánuðum sem ég og fjölskylda mín dvöld- um í Mexíkó, 1980 til 1982, lagði ég mig sérstaklega eftir að kynnast indíánskum fornmenj- um sem víða finnast í landinu, auk þess sem ég kynntist fjölda af indíánum af ýmsum þjóðum og ættbálkum." - Eru indíánar mjög ólíkir innbyrðis? „Já, mjög svo. I Mexíkó eru enn talaðar 56 indíánatungur sem margar hverjar eru óskyld- ar. Útlit fólks er mjög marg- breytilegt, þó allir indíánar hafi ákveðin sameiginleg einkenni sem greinir þá frá öðrum kyn- þáttum, t.d. vex þeim lítið skegg, þeir eru allir svarthærðir og slétthærðir og grána seint, fá mjög sjaldan skalla, fingraför þeirra eru öðruvísi en annarra. Þeir eru misdökkir á hörund og hafa ólíkt andlitsfall." -Hvað um menningu þeirra? „Menning indíána er afar margbrotin, eins og sést m.a. á trúarsiðum þeirra, klæðaburði, matargerð." - Hvað getur þú sagt okkur um helstu trúarsiði þeirra? „ Kaþólskt trúboð hófst með komu hvítra til Ameríku og flestir teljast indíánar kaþólskir en sú kaþólska er æði frábrugð- in því sem við þekkjum í gamla heiminum. Þeir dansa sína gömlu dansa og syngja gamla helgi- söngva inni í kirkjun- um á meðan prestur- inn er að predika. Frægt dæmi um indíánsk áhrif á kristið trúarlíf er dagar hinna dauðu 1. og 2. nóvember. Þar blandast saman kristnar hefðir um hvernig við minnumst lát- inna ættingja og vina og ind- íánskar hefðir sem tengjast dauðanum og öðru lífi. Lagt er á borð fyrir látna og gert ráð fyr- ir að þeir heimsæki lifandi ætt- ► Sigurður Hjartarson fæddist á Akureyri 1941. Stúdentspróf tók hann frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1962 og BA-próf í sögu og landafræði frá Háskóla íslands 1965. M.Litt frá háskólanum í Edinborg tók Sigurður 1968 í sögu Rómönsku-Ameríku. Hann hefur stundað sagnfræðirann- sóknir í Svíþjóð, Mexíkó og á Spáni. Hann hefur verið við skólastjórn og kennslu um ára- tugaskeið, síðustu tuttugu árin við Menntaskólann við Hamra- hlíð. Sigurður er kvæntur Jónu Sigurðardóttur og eiga þau fjög- ur börn og sjö barnabörn. ingja á þessum dögum - þetta tengist allrasálnamessu og allra- heilagramessu en ber mjög rík- an keim sérstakra hefða og við- horfa indíána til dauðans.“ -Er tónlist mikið atriði í trúarlífí indíána? „Já, vissulega. Þeir eiga firna sterka hefð í trúarlegri tónlist og dansi sem lifir góðu lífi enn í dag. Hljóðfæri þeirra eru hvers kyns flautur úr leir og reyr, svo og trumbur og önnur ásláttar- hljóðfæri." -Ferðu á námskeiðinu út í sjórnmálaástandið hvað viðkem- ur indíánum ? „Já, ég geri ráð fyrir að það beri á góma í lokin þegar reynt er að meta stöðu indíána í sam- félögum álfunnar núna. Þeir eiga mjög undir högg að sækja og staða þeirra er víðast slæm og ekki mjög batnandi.“ - Er þetta öðruvísi námskeið en önnur sem kennd eru við öld- ungadeildina? „Já, þetta er fyrir almenning, það þarf ekki að skrá sig í deild- ina sjálfa. í janúar 1999 var stofnað til deildarstjórastöðu við öldur.gadeild MH og var Kristín Guðmundsdóttir kennari við skólann ráðin til starfans. I starfslýsingu hennar segir að m.a. eigi deildarstjóri að út- víkka starf deildarinn- ar. Þetta fæddi af sér hugmyndir um að bjóða upp á tómstundanámskeið fyrir almenning. Tölvunámskeið í þessari námskeiðsröð hófst 8. febrúar sl. og í lok mánaðarins hefst námskeið í enskum fram- burði. Námskeiðið um indíána- menningu hefst svo 8. mars nk. Verður kennt á miðvikudögum frá 8. mars til 12. apríl kl. 20.00 til 21.30. Indíánar eru ólíkir innbyrðis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.