Morgunblaðið - 17.02.2000, Page 8

Morgunblaðið - 17.02.2000, Page 8
8 FIMMTUDAGUR17. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kaupa 10% fyrir 1.500 milljónir í Samherja: Svona áfram, þú þarft ekkert að kunna að synda, svínið þitt, þú flýtur á spikinu. þarf ekki að kosta meira Þú kemst að því þegar þú heimsækir okkur. Meö því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tíma og fjármuni. Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða. Glæsilegur sýningarsalur í Lágmúla 8, 3. hæð - líttu við Indíánamenning í Hamrahlíð Þekkir indíána af eigin reynslu Sigurður Hjartarson Itengslum við öld- ungadeild Mennta- skólans við Hamra- hlíð er nú boðið upp á stutt námskeið um in- díánamenningu. Kennari á námskeiðin er Sigurður Hjartarson sem sérstak- lega hefur rannsakað þessa menningu. Hann var spurður um hvað verði fjallað á námskeið- inu? „Fyrst verður farið í forsögu indíána í Amer- íku og vikið að kenning- um og deilum um upp- runa þeirra, komuleiðir og komutíma. Rætt verð- ur um fjölda og dreifmgu indíána um álfuna svo og um stöðu indíána í álf- unni við komu Evrópu- manna um 1500. Síðan verður vikið að menningarþróun í Tehuacán-dalnum í Suður- Mexíkó. Þá verður fjallað um helstu forþjóðir í Mexíkó, m.a. Olmecana. Því næst verður Mayunum gerð ítarleg skil og Mexíkóþættinum lýkur með um- fjöllun um Aztekana. Síðan verður haldið til Suður-Ameríku þar sem skoðuð verður menning ýmissa forþjóða t.d. Moche og Nazea. Námskeiðinu lýkur með ítarlegri umfjöllun um Inkana í Perú, svo og um örlög indíána á síðustu fimm hundruð árum.“ - Þekkir þú þessa indíána- mcnningu af eigin reynslu? „Já, á þeim tuttugu mánuðum sem ég og fjölskylda mín dvöld- um í Mexíkó, 1980 til 1982, lagði ég mig sérstaklega eftir að kynnast indíánskum fornmenj- um sem víða finnast í landinu, auk þess sem ég kynntist fjölda af indíánum af ýmsum þjóðum og ættbálkum." - Eru indíánar mjög ólíkir innbyrðis? „Já, mjög svo. I Mexíkó eru enn talaðar 56 indíánatungur sem margar hverjar eru óskyld- ar. Útlit fólks er mjög marg- breytilegt, þó allir indíánar hafi ákveðin sameiginleg einkenni sem greinir þá frá öðrum kyn- þáttum, t.d. vex þeim lítið skegg, þeir eru allir svarthærðir og slétthærðir og grána seint, fá mjög sjaldan skalla, fingraför þeirra eru öðruvísi en annarra. Þeir eru misdökkir á hörund og hafa ólíkt andlitsfall." -Hvað um menningu þeirra? „Menning indíána er afar margbrotin, eins og sést m.a. á trúarsiðum þeirra, klæðaburði, matargerð." - Hvað getur þú sagt okkur um helstu trúarsiði þeirra? „ Kaþólskt trúboð hófst með komu hvítra til Ameríku og flestir teljast indíánar kaþólskir en sú kaþólska er æði frábrugð- in því sem við þekkjum í gamla heiminum. Þeir dansa sína gömlu dansa og syngja gamla helgi- söngva inni í kirkjun- um á meðan prestur- inn er að predika. Frægt dæmi um indíánsk áhrif á kristið trúarlíf er dagar hinna dauðu 1. og 2. nóvember. Þar blandast saman kristnar hefðir um hvernig við minnumst lát- inna ættingja og vina og ind- íánskar hefðir sem tengjast dauðanum og öðru lífi. Lagt er á borð fyrir látna og gert ráð fyr- ir að þeir heimsæki lifandi ætt- ► Sigurður Hjartarson fæddist á Akureyri 1941. Stúdentspróf tók hann frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1962 og BA-próf í sögu og landafræði frá Háskóla íslands 1965. M.Litt frá háskólanum í Edinborg tók Sigurður 1968 í sögu Rómönsku-Ameríku. Hann hefur stundað sagnfræðirann- sóknir í Svíþjóð, Mexíkó og á Spáni. Hann hefur verið við skólastjórn og kennslu um ára- tugaskeið, síðustu tuttugu árin við Menntaskólann við Hamra- hlíð. Sigurður er kvæntur Jónu Sigurðardóttur og eiga þau fjög- ur börn og sjö barnabörn. ingja á þessum dögum - þetta tengist allrasálnamessu og allra- heilagramessu en ber mjög rík- an keim sérstakra hefða og við- horfa indíána til dauðans.“ -Er tónlist mikið atriði í trúarlífí indíána? „Já, vissulega. Þeir eiga firna sterka hefð í trúarlegri tónlist og dansi sem lifir góðu lífi enn í dag. Hljóðfæri þeirra eru hvers kyns flautur úr leir og reyr, svo og trumbur og önnur ásláttar- hljóðfæri." -Ferðu á námskeiðinu út í sjórnmálaástandið hvað viðkem- ur indíánum ? „Já, ég geri ráð fyrir að það beri á góma í lokin þegar reynt er að meta stöðu indíána í sam- félögum álfunnar núna. Þeir eiga mjög undir högg að sækja og staða þeirra er víðast slæm og ekki mjög batnandi.“ - Er þetta öðruvísi námskeið en önnur sem kennd eru við öld- ungadeildina? „Já, þetta er fyrir almenning, það þarf ekki að skrá sig í deild- ina sjálfa. í janúar 1999 var stofnað til deildarstjórastöðu við öldur.gadeild MH og var Kristín Guðmundsdóttir kennari við skólann ráðin til starfans. I starfslýsingu hennar segir að m.a. eigi deildarstjóri að út- víkka starf deildarinn- ar. Þetta fæddi af sér hugmyndir um að bjóða upp á tómstundanámskeið fyrir almenning. Tölvunámskeið í þessari námskeiðsröð hófst 8. febrúar sl. og í lok mánaðarins hefst námskeið í enskum fram- burði. Námskeiðið um indíána- menningu hefst svo 8. mars nk. Verður kennt á miðvikudögum frá 8. mars til 12. apríl kl. 20.00 til 21.30. Indíánar eru ólíkir innbyrðis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.