Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 13
\ REYKJA-
\ VÍK
\ Selja-
\ hverfi
Smára- Æ
lind J
Miðjan <£'
Glað-
N heimar
Sala-
hverfi
GARÐABÆR
Hæ, er ég í beinni? Já. Hm,
hvað segið þið? Utvarps-
mennirnir lagfæra heyrnar-
tólin og mjaka sér ábúðar-
miklir að hljóðnemunum.
Einn þekkir hlustandann og
vill fá að vita hvaðan er
hringt - úr stærðfræðitíma.
Blaðamaður hváir við enda
nokkuð viss um að farsímar
séu illa séðir í grunnskólum
borgarinnar. Samtalið held-
ur áfram og nokkur stund
líður þar til hægt er að fá
tvo af útvarpsmönnimum
ungu í Utvarpi Þormóði í
kjallara gamla Gufu-
nesbæjarins í Grafarvogi til
að stíga út úr stúdíóinu í
stutt viðtal. Jón Ernst
Ágústsson Berndsen, 13 ára,
segist stjórna þættinum
ásamt Pálma Kristmunds-
syni, jafnaldra sínum. „Við
fylltum út umsókn í skólan-
um og fengum að vera með
þáttinn núna. Hann heitir
Sportrönd. Ég veit ekki
hvort að við fáum að prófa
aftur. Ásgeir og Guðmundur
Helgi eru gestir,“ segir hann
og tekur glaðbeittur á móti
hinum stjórnanda Sport-
randar. „Hérna er Pálmi. Þú
getur bara talað við hann,“
segir Jón og er þotinn.
Ekkert
stress
Pálmi tekur tíðindunum
með stóískri ró. „Nei, nei -
þátturinn snýst ekkert endi-
lega um íþróttir. Við erum
meira bara að djóka og spila
hipp hopp. Við spilum ýmist
diska að heiman eða héðan.
Inn á milli tökum við sim-
ann. Vinir okkar hringja dá-
lítið oft. Annars er tiðnin
98,3 og hlustunarsvæðið nær
alveg út á Seltjarnarnes,"
segir hann og biður leyfis
um að fá að víkja.
Stelpurnar taka
sig alvarlega
Ásgeir Logi Þórsson, 15
ára, hefur fylgst rólegur
með. „Við Guðmundur Hclgi
Guðmundsson erum gestir
núna. Okkar útvarpsþáttur
er ekki fyrr en á föstudaginn
kl. 14. Hann heitir Smjörleif-
ur. Nafnið er bara brandari
enda verður þátturinn fyrst
og fremst léttur. Gengur út
áað segja brandara og alls
konar sögur. Tónlistin er að-
allega rapp og hipp hopp.
Krakkarnir vilja ekkert ann-
að - kannski spilum við líka
Led Zeppelin og Bubba,"
segir hann og þvertekur fyr-
ir að sjá framtíð sína fyrir
sér á ljósvakamiðlunum.
„Mér finnst rosalega
skemmtilegt að prófa að
vera í útvarpi. Hins vegar
hef ég ekki hugsað mér að
verða útvarpsmaður.“
Eru engar stelpur í þessu?
„Jú, nokkrar, bara ekki
núna. Stelpur eru ekki eins
áhugasamar og strákar um
að fá að koma fram í út-
varpi. Oft taka stelpur sjálf-
ar sig svo alvarlega og hafa
áhyggjur af því að segja ein-
hverja vitleysu í útvarpinu.
Við undirbúum okkur ekki
neitt, röflum bara okkur
sjálfum til ánægju. Ekkert
stress. Við verðum bara að
passa okkur að halda okkur
innan reglnanna." Regln-
Morgunblaðið/Golli
Ragnar Harðarson, tómstundaleiðbeinandi, segir að ungl-
ingarnir hafi mjög gaman af því að koma fram í útvarpi.
Guðmundur Helgi Guðmundsson, Ásgeir Logi Þórsson,
Jón Ernst Ágústsson Berndsen og Pálmi Kristmundsson í
beinni. Tæknimaður var Jón Gunnar Gunnarsson.
anna? „Já, við megum ekki
segja allt. Ekki segja helvítis
eða blóta á ensku. Annars er
gaman að tala við hlustend-
ur. Stundum er beðið um lög
eða kvartað yfir því að alltaf
sé verið að spila sömu tón-
listina eins og núna,“ segir
hann að lokum.
Eftir að smellt hefur verið
af nokkrum myndum inn í
stúdíóinu er Ragnar Harðar-
son, tómstundaleiðbeinandi,
króaður af á efri hæðinni í
Gufunesbænum. Hann segir
að umsóknareyðublöðum
vegna útsendinga á vegum
Útvarps Þormóðs hafi verið
dreift til nemenda í 8. til 10.
bekk í Grafarvogi. „Við röð-
uðum síðan niður krökkum á
útsendingartímann. Niður-
staðan varð sú að allir fengu
að spreyta sig. titsendingar-
tíminn er frá því 9 á morgn-
ana til 10 kvöldin. Endur-
tekið efni er flutt til 2 eftir
hádegið. Markmiðið er fyrst
og fremst að leyfa krökkun-
um að prófa að koma fram í
úvarpi. Reynslan hefur verið
frábær og gaman að sjá hvað
krakkarnir verða öruggari
þegar líður á þættina en
hver þáttur er um tveir tím-
ar.“ títvarp Þormóður verð-
ur rekið í Gufunesbænum
frá 14.-25. febrúar.
Fleiri sveigjanleg-
ar kennslustundir
Laus kennslu-
stofa er
á leiðinni
skólastarfs sé úthlutað til
skóla í samræmi við fjölda
nemenda yfir ákveðnu há-
marki í hverjum árgangi.
Húsaskóli hefur því yfir að
ráða ákveðnum heildarfjölda
kennslustunda til sveigjan-
legs skólastarfs í skólanum.
Skólastjómenda er að raða
kennslustundunum niður eft-
ir þörfum, t.d. vegna sérstak-
lega þungra bekkja, eða
geyma til annama nota ella
væri ekki um áðurnefndan
sveigjanleika að ræða. Nú
hefur verið komið til móts
við Húsaskóla með því að
bæta við kennslustundum til
sveigjanlegs skólastarfs í
samræmi við fjölgun nem-
enda á skólaárinu. Stjórn-
endur skólans verða sjálfír
að taka ákvörðun um hvort
heildaráætlun kennslustunda
til sveigjanlegs skólastarfs
verður stokkuð upp til að
hægt sé að skipta 5. bekk
upp í þrjá bekki eða ekki,“
sagði hún.
Aðspurð sagðist Sigrún
ekki kannast við að til væri
sérstakur neyðarsjóður eins
og Ásta Ágústsdóttir, for-
maður foreldraráðs, vísar til
í blaðinu í gær. Hins vegar
væri til sjóður undir yfir-
skriftinni „Fjölgun nem-
enda“. Sjóðnum hefði verið
komið upp til að bregðast við
breytingum í skólastarfi frá
því ganga þyrfti frá fjárhags-
áætlun vegna skólastarfs í
lok árs þar til skólaárið hæf-
ist haust eftir. Hún kvað óv-
íst hvort úthlutað yrði úr
sjóðnum til Húsaskóla í vor.
Frekari aðgerðir
hugsanlegar
Fjallað var um erindi
vegna húsnæðisvanda skól-
ans í svokallaðri verkefnis-
stjórn á vegum borgarráðs
fyrir skömmu. „Við fengum
inn erindi frá foreldrum í
gegnum Fræðslumiðstöð
vegna húsnæðisskorts í skól-
anum. Svo heppilega vildi til
að tekin var í notkun við-
bygging við Árbæjarskóla í
janúar. Þar var því hægt að
fá eina lausa 60 fm kennslu-
stofu og færa yfir til Húsa-
skóla. Ekki líður á löngu þar
til lausu kennslustofunni
verður komið fyrir á lóðinni.
Við treystum því að stjórn-
endur skólans munu með út-
sjónarsemi sjá bestu leiðina
til að nýta kennslustofuna í
þágu skólastarfsins,“ sagði
Sigrún og kvaðst vonast til
að með áðumefndum aðgerð-
um og ráðgjöf af hálfu Guð-
mundar Þórs Ásmundssonar,
verkefnisstjóra í stjórnun
grunnskóla, yrði hægt að
leysa vanda skólans. Ef ekki
yrði Fræðsluráð að endur-
meta ástandið og grípa til
frekari aðgerða fyrir næsta
skólaár.
Formaður Fræðsluráðs um áhyggjur
foreldraráðs Húsaskóla
-10. bekk í Grafarvogi með útvarp á FM 98,3
Húsaskóla í Grafarvogi hefur
verið úthlutað viðbótar-
kennslustundum til sveigjan-
legs skólastarfs í samræmi
við fjölgun nemenda frá því
skólastarfið hófst í haust.
Ein færanleg kennslustofa
verður flutt frá Árbæjar-
skóla í Húsaskóla á næst-
unni. Húsaskóli hefur verið
undir eftirliti og fengið að-
stoð frá Fræðslumiðstöð í
allan vetur, að sögn Sigrúnar
Magnúsdóttur, formanns
Fræðsluráðs.
Sigrún sagði í samtali við
Morgunblaðið að Fræðsluráð
Reykjavíkur hefði orðið fyrst
til að móta reglur um
kennslustundir til sveigjan-
legs skólastarfs. „Við skulum
hafa í huga að áður hefur
bekkjum verið skipt upp, t.d.
í íþróttum og hannyrðum.
Ailur bekkurinn var aðeins
að jafnaði saman 2/3 af
skóladeginum. Með reglum
um kennslustundir til sveigj-
anlegs skólastarfs getur sá
samverutími minnkað niður í
1/3 af skóladeginum í fjöl-
mennum bekkjum. Reglu-
rnar miða við að kennslu-
stundum til sveigjanlegs
Morgunblaðið/Kristínn
Á Snorrabraut.
Hinn nýi kirkjugarður í
Leirdal í Kópavogi, fyrsti
áfangi er dökklitaður
Unnið við
kirkjugarð í
Leirdal í sumar
Kópavogur
FRAMKVÆMDIR hefjast í
sumar við undirbúning að
nýjum kirkjugarði í landi
Kópavogs í Leirdal. Stefnt er
að því að taka fyrsta áfanga
kirkjugarðsins í notkun árið
2003.
Að sögn Þórsteins Ragn-
arssonar, forstjóra Kirkjug-
arða Reykjavíkurprófasts-
dæmis, mun Kópavogsbær
afhenda garðinn með endan-
legu efsta moldarlagi en
stefnt er að því að taka í notk-
un fyrsta grafarsvæði garðs-
ins, 3 hektara, árið 2003 en
alls eru 12 hektarar lands ætl-
aðir undir garðinn.
Tekinn í
notkun 2003
í sumar á að undirbúa
svæðið og koma fyrir lögnum
en sumrin 2001 og 2002 verð-
ur m.a. gengið frá göngustíg-
um og lýsingu og akbrautir
malbikaðar. Einnig verður
garðurinn girtur og sáð gras-
fræi í opin svæði og komið
upp bráðabirgðahúsnæði áður
en kirkjugarðurinn í Leirdal
verður tekinn í notkun 2003.
Grafarvogur
Jóla-
skraut
verður
menning-
arborgar-
skraut
Miðbær
ÞEIR sem eiga gjarnan leið
um miðbæ Reykjavikur
hafa eflaust tekið eftir því
að víða hanga jólaskreyt-
ingar enn uppi. Mörg
trjánna eru enn prýdd ljds-
um og skreytingar og ljós
hanga á staurum við sumar
göturnar.
Að sögn Rúnars Svein-
björnssonar, verkstjóra
götuljósadeildar Orkuveitu
Reykjavíkur, hefur perum
verið leyft að loga á öspum
í miðbænum, í janúar og
febrúar undanfarin ár til að
lifga upp á skammdegið.
Hann segir það hins vegar
nýmæli að skraut á staurum
á Snorrabraut, í Lækjar-
götu og Aðalstræti fái að
standa, en það sé gert í til-
efni þess að Reykjavík er
ein af menningarborgum
Evrópu. Þá hafi jólastjörn-
ur verið fjarlægðar af
skreytingunum, rauðar
jólaperur teknar og grænar
og hvítar settar í staðinn,
en grænn og hvítur eru litir
menningarborgarinnar.
Krakkar í 8.
Húsahverfi