Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Frekari framkvæmdir í flugstöðinni á Akureyri fyrirhugaðar Tæplega 200 þúsund farþegar fóru um völlinn á síðasta ári FLUGMÁLASTJÓRN hefur auglýst eftir tilboðum í umfangs- miklar breytingar á miðhluta flug- stöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Að sögn Sigurðar Hermannssonar, umdæmisstjóra Norðurlandsum- dæmis, er stefnt að því að hefja framkvæmdir í mars og ljúka þeim fyrir 1. júlí í sumar en einnig er sá möguleiki uppi á borðinu að hefja ekki framkvæmdir fyrr en eftir 1. september í haust. Á síðasta ári fóru 194.000 farþegar um Akureyi-arflugvöll eða um 13.000 fleiri en árið áður og hafa farþegar aldrei verið fleiri. Sigurður sagðist vona að farþegarnir í ár yrðu 200.000. Flugfargjöld hafa lækkað töluvert eftir að samkeppni var kom- ið á í innanlandsfluginu, auk þess sem ferðatíðnin hefur aldrei verið meiri. Sigurður benti á að daglega væri boðið upp á 10 ferðir til Reykja- víkur, fyrir utan ferðir til annarra staða og það hefði vissulega sitt að segja. Hann sagði að í fyrirhuguðum framkvæmdum ætti að endurnýja miðhlutann í flugstöðinni, þ.e. brott- fararsal og veitingaaðstöðu, til sam- ræmis við það sem búið væri að gera í norðurenda og nýbyggingu að sunnan. Einnig verða byggðir tveir glerskálar til austurs, annars vegar til að stækka farþegasalinn og hins vegar verður gerð aðstaða í tengsl- um við millilandaflugið og snýr m.a. að vegabréfsskoðun. Að auki verður aðstaða fyrir tollskoðun og vopnaleit bætt. Sigurður sagði að þessum framkvæmdum fylgdu einhver óþægindi fyrir flugfarþega en stefnt væri að því að þær tækju sem styst- an tíma. Enn er plássleysi í flugstöðinni I tengslum við þessar fram- kvæmdir verður kaffiterían flutt til í húsnæðinu eða í norðausturhornið, sunnan við Fríhöfnina og við það opnast salurinn til vesturs. Veitinga- aðstaðan verður bætt til muna og gestir geta setið þar á stólum við borð. Sigurður sagði að jafnframt yrði ráðist í framkvæmdir á 2. og 3. hæð og aðstaða hlaðmanna bætt. Einnig er inni í þessum pakka að skipta um gler í gamla hluta hússins og mála það að utan og á þessum ut- anhússframkvæmum að vera lokið 1. september. Seinna á árinu er svo stefnt að því að endurnýja tæki og búnað í flugtuminum en sú fram- kvæmd tengist ekki útboðinu nú. Fjölgað í slökkviliði vallarins Með þessum framkvæmdum er verið að ljúka við frágang flugstöðv- arinnar en Sigurður sagði verkið hafa tekið mun lengri tíma en ætlað var. Hins vegar er viðbyggingin nýja mun minni en upphaflega var áform- að og sagði Sigurður að byggingin liði alltaf fyrir það. En þá var miðað við að komusalurinn væri allur sunn- an við innritunina en hann er nú norðurenda hússins. „Þrátt fyiir þessar breytingar þjáumst við enn af plássleysi og það háir okkur. Það hafa heldur aldrei fleiri farþegar far- ið um völlinn en í fyrra og er aukn- ingin milli ára um 8%. Á sama tíma- bili var aukningin í Reykjavík ekki nema um 2%. Næsta sumar verður haldið áfram við endurnýjun brautarljósa, sem byijað var á sl. sumar og þá standa fyrir dyrum töluverðar breytingar á aðstöðu Slökkviliðs Akureyrarflug- vallar, sem Flugmálastjórn rekur. Fyrirhugað er að fjölga slökkvilið- smönnum um þrjá á þessu ári, úr fjórum í sjö. Sigurður sagði að fjölg- un slökkviliðsmanna tengdist ekki beint hugmyndum um að sameina slökkvilið flugvallarins og Slökkvi- liðs Akureyrar en að þær viðræður væru enn í gangi. „Það verður væntanlega fjölgað í liðinu hvort sem af sameiningu verð- ur eða ekki - þörfin er eftir sem áður fyrir hendi,“ sagði Sigurður. Þessu til viðbótar starfa fjórir flugumferðarstjórar á Akureyrar- flugvelli á vegum Flugmálastjómar, einn radíóviðgerðarmaður og þrír menn á vélaverkstæði, sem sjá um snjómokstur og viðhald tækja. Guðmund- ur efstur fyrir loka- umferðina GUÐMUNDUR Daðason hefur hálfs vinnings forskot í A-flokki fyrir lokaumferðina á Skákþingi Akureyi’ar en síðasta umferðin verður tefld í kvöld, fimmtudag. Guðmundur hefur hlotið 4,5 vinninga en Jón Björgvinsson er í öðru sæti með 4 vinninga. Jafnir í þriðja til fimmta sæti með 3,5 vinninga eru Þór Val- týsson, Halldór Brynjar Hall- dórsson og Ólafur Kristjánsson. í sjöttu umferð hafði Jón Björgvinsson betur gegn Stef- áni Bergssyni, Ólafur Krist- jánsson vann Halldór Bi-ynjar, Gylfi Þórhallsson vann Þór Val- týsson en Guðmundur Daðason fékk vinning þar sem andstæð- ingur hans Torfi Stefánsson mætti ekki til leiks. I B-flokki er Haukur Jónsson efstur með 4,5 vinninga úr 5 skákum en Hreinn Hrafnsson hefur jafn marga vinninga en úr 6 skákum. Ágúst Bragi Bjöms- son er í þriðja sæti með 3,5 vinn- inga. BUÐARVOGIR • VerÖútreikningur kr/kg • 30 verðminni kr/kg • Stór upplýsingaskjár Kvnningarverð frá kr. 29.700 án vsk. 0jbELTAK„ - vogir cru okkar fag - Síöumúla 13, sími 588 2122 www.mbl.is Leikklúbbur- inn Saga sýn- ir Matthildi LEIKKLÚBBURINN Saga frumsýndi í gærkvöld, miðvikudag- inn 16. febrúar í Kompaníinu leik- ritið Matthildi, en það er hlaðið húmor með svörtu ívafi. Leikstjóm og leikgerð er í höndum Amdísar Hrannar Egilsdóttur sem byggir á sögu Ronalds Dahls. Leikritið fjall- ar um stúlkuna Matthildi, sem er undrabarn sem hlýtur slæma með- ferð foreldra sinna. Arndís lærði leiklist og leikhús- fræði í París, hún lék með Resid- enz-leikhúsinu í Vín að námi loknu og hún hefur leikið með Hafnar- fjarðarleikhúsinu, Iðnó og Leikfé- lagi Akureyrar en Matthildur er frumraun hennar sem leikstjóra. Með helstu hlutverk fara Baldvin Ólafsson sem sögumaður; Drífa Guðmundsdóttir sem Matthildur; Hreggviður Gunnarsson sem hr. Ormar, faðir Matthildar; Vala Höskuldsdóttir sem frú Ormar, mamma Matthildar; Vilhelm Ein- arsson sem Mikjáll, bróðir Matt- hildar og Sunna Valgerðardóttir sem frk. Frenja. Næstu sýningar em fimmtudag- inn 17. febrúar kl. 20, laugardaginn 18. febrúar kl. 16 og sunnudaginn 19. febrúar kl. 16. Norræna félagið Akureyri Opinn fiindur í Deiglunni laugardaginn 19. februar kl. 16:00 ♦ Þema fúndarins verður Færeyjar. ♦ Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá. ♦ Fundurinn er öllum opinn - Verið velkomin. Stjómin Morgunblaðið/Kristján Staurahreinsun á Svalbarðsströnd STARFSMENN RARIK eru þessa dagana að taka niður háspennu- línu og staura á Svalbarðsströnd, frá Sveinbjarnargerði og suður undir Mógil. Um er að ræða hluta af svokallaðri Grenivíkurlínu, sem komin er í jörð frá Rangárvöllum á Akureyri og að Sveinbjarnargerði. Þá er þessi lína einnig komin í jörð frá nýju brúnni yfir Fnjóská og til Grenivíkur og hún er því aðcins á lofti frá Sveinbjarnargerði og norður undir Fnjóská. Þetta er ein elsta háspennuli'na á Norðurlandi eystra, reist í kringum 1940. Alls verða teknir niður tæplega 100 staurar á þessari leið og má fullvíst telja að bændur séu ánægðir með þessa framkvæmd enda hafa staurarnir verið fyrir- ferðarmiklir í túnum þeirra. Þeir fá því tún sín óskipt á ný en einnig eru ýmsir á því að töluverð sjón- mengun sé af háspennulinu sem þessari. Stauralínan sem nú er að hverfa er líka óvenju þétt en hún var tvö- földuð á áttunda áratugnum í kjölfar mikillar ísingar og Ijóns af þeim sökum. Og þeir starfsmenn RARIK sem þarna voru að vinna töldu því enga ástæðu til að setja þetta niðurrif í sérstakt umhverf- ismat. Fyrirlestur um hafís og* loftslag DR. MARTIN W. MUes frá Há- skólanum í Bergen heldur fyrir- lestur fimmtudaginn 17. febrúar á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar um hafísmælingar og loftslagsbreytileika við norð- anvert Norður-Atlantshaf. Dr. Miles dvelst sem gistifræðimað- ur Stofnunar Vilhjálms Stefáns- sonar í Davíðshúsi á Akureyri. Fyrirlesturinn verður á ensku og er haldinn í kennslu- stofu við aðalsal Háskólans á Akureyri að Sólborg kl. 16.15 og er öllum opinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.