Morgunblaðið - 17.02.2000, Page 43

Morgunblaðið - 17.02.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 2000 UMRÆÐAN Norskar kýr - eru aðvaranir vitleysa? Fósturvísar Pað eru ekki góð rök fyrir innflutningi, segir Stefán Aðalsteinsson, I VIÐTALI í Mbl. flmmtudaginn 10. febr- úar segja þau Amar Bjami Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir bændur í Gunnbjamar- holti frá kúabúskap sín- um og framtíðarvænt- ingum. Þau eru komin með nýtt og vandað fjós og ætla sér að setja í það norskar kýr þegar leyfí fæst fyrir inn- flutningi á fósturvísum. Amar Bjami kvartar undan því að inn í um- ræðuna um innflutning á fósturvísum hafl blandast ýmis vitleysa, meðal annars um hollustu mjólkur. Hann segir að það sé ósönnuð tilgáta að betakaseín A1 valdi sykursýki í börnum. Hann segir að ætlúnin sé að velja erfðaefni norsku kúnna þannig að kýr af þeim stofni sem fluttar verða til landsins verði neikvæðar fyrir betakaseíni A1. Hér er þörf nokkurra ábendinga. Fyrst er þá að nefna að sýnt hefur verið fram á að ef tilraunamýs era fóðraðar á betakaseíni A1 úr kúa- mjólk fá þær sykursýki. Betakaseín A2 veldur ekki sykursýki í músum. Það fer vaxandi þegar valið er gegn betakaseíni Al. Dæmið frá músunum ætti að hvetja til varfæmi, enda benda allmargar athuganir til þess að betakaseín A1 geti valdið syk- ursýki í fólki. Nú er verið að skipu- leggja umfangsmikla rannsókn á þessu máli á Norðurlöndunum og víðar, þar sem samband mjólkur- próteína og sykursýki í bömum verð- ur kannað. Betakaseín A1 57% hærra í norskum kúm í norrænni rannsókn á 22 kúa- stofnum var tíðni gensins fyrir Stefán Aðalsteinsson betakaseín A1 í íslensk- um kúm 0,326 en 0,513 í norskum kúm, eða 57% hærra en í þeim ís- lensku. Arnar Bjami talar um að velja til inn- flutnings hér kýr sem ekki era með betaka- seín Al. Þá yrði að tak- marka valið til íslands við fjórðung allra norskra kúa, og ef einn- ig á að takmarka fóst- urvísa til innflutnings við afmörkuð svæði í Noregi verður lítið hægt að velja eftir af- urðasemi. Forsvars- menn kúabænda hafa mótmælt þessum takmörkunum, og telja að með þeim verði dregið alvar- lega úr hagkvæmni af innflutningi. Berglind kona Amar Bjama getur þess að allt mjólkurduft sem ung- börnum sé gefið hér á landi sé inn- flutt, úr sömu kúm og menn vilji ekki að verði fluttar til landsins. Sorgarsaga ef tíðni sykursýki hækkaði Það yrði sorgarsaga, ef það sann- aðist sem menn granar nú, að betakaseín A1 ylli sykursýki í börn- um, og samtímis væri verið að flytja inn mjólkurduft sem gæti reynst varasamara fyrir börnin en íslenska mjólkin. Það era ekki góð rök fyrir innflutningi, að úr því að varasamt mjólkurduft sé flutt inn megi alveg eins flytja inn norskar kýr. Þá væri nær að hefja framleiðslu á mjólkur- dufti á íslenska bamapela úr ís- lenskri mjólk sem væri eingöngu með betakaseín A2, sem ekki er und- ir gran um að valda sykursýki. I námsverkefni til BA prófs við hagfræði- og viðskiptadeild HÍ. 1999 kom fram að hagkvæmni af innflutn- ingi á norskum kúm yrði stórlega að úr því að varasamt mjólkurduft sé flutt inn megi alveg eins flytja inn norskar kýr. óhagkvæm ef tengsl betakaseíns við sykursýki í börnum era á þann veg sem menn granar. Það yrði þjóðinni dýrt ef nýjum tilfellum af sykursýki fjölgaði hér árlega úr 10 börnum á 100.000 í 23 á 100.000. Það er fjölgun um 130%. Eigum við ekki að hafa vaðið fyrii' neðan okkur og staldra við áður en við hleypum nýjum kúa- stofni inn í landið? Há nyt úr nýjum kúm krefst meiri natni Arnar Björn reiknar sér miklar af- urðir eftir norsku kýrnar, eða allt að 7.700 kg í ársnyt eftir kú á 78 kúa búi. Þá er hann kominn 24% yfir meðal- nyt í Noregi og 68% yfir meðalnyt árskúa á Islandi. Menn verða hins vegar að horfast í augu við staðreyndir. Til þess að geta náð miklum afurðum úr norskum kúm verða þeir að hafa lag á að fá góða nyt úr íslenskum kúm. Bændur sem ná hárri nyt úr íslenskum kúm munu ná góðum afurðum úr norsku kúnum. En þeir hafa ekki endilega áhuga á að skipta um kýr. Þeir sem aðeins ná meðalnyt eða minna úr íslenskum kúm halda sumir að ef þeir aðeins fái norskar kýr þá geti þeir búist við gulli og grænum skógum. En norsku kýmar era vand- meðfarnar. Þær fá framleiðslusjúk- dóma sem era lítið þekktir hér. Þær munu þurfa meiri natni í umhirðu til að skila góðri nyt en þær íslensku. Annars geta þær valdið miklum von- brigðum. Höfundur er doktor i búljáriræði og fyrrverandi framkvæmdastjóri Norræna genabankans fyrir búfé í Noregi. UTSALA 10-70% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum 4FILA frá kr. 1.900 frá kr. 3.900 r og húfur afsláttur kr. 3.000 * Útivistarfatnaður * Jakkar - buxur Fleece peysur * Nærfatnaður * Salomon Goretex gönguskór Nýtt kortatímabil Ármúla 40, símar 553 5320 568 8860 Verslunin VERTU ÞÍÐUR VIÐ BÍLINN! - öryggi í umferð! Hjá Olís færðu alla þá þjónustu sem snýr að öryggi bllsins í umferðinni. Ráðsteffna Netbankans 29. ffebrúar 2000 Hótel Loftleiðum kl. 8.45 - 12.15 Ráðstefnan er ætluð stjórnendum fyrirtækja og áhuga- fólki um nýjungar á sviði viðskipta og viðskiptatækifæra á Internetinu. Leitast verður viðað svara þeim spurningum sem brenna á stjórnendum fyrirtækja í dag. Framsögur: Nýja hagkerfið? Að ianda hagnaði á Internetinu Ásgeir Friðgeirsson, framkvæmdastjóri íslandsnets. Vaxtarverkir Internetsins - þróun Internetsins í tölum Þórhildur Jetzek, lektor Háskólanum í Reykjavík. H-in sex í verslun og viðskiptum á Internetinu; hver, hvað, hvernig, hvar, hvenær og hvers vegna? Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri íslenska netfélagsins. Nálægð framleiðenda við neytendur á F2F og F2N mörkuðum krefst nýrrar nálgunar Ásgeir Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs EJS. Peningaleikir á Internetinu og þróun þeirra á næstu árum Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Betware. Verð: 12.900 kr. og frítt fyrir þriðja hvern aðila frá sama fyrirtæki. Verð fyrir viðskiptavini Netbankans er 9.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning á síma 550 1800. f, IJtzL , . oankmn www.nb.is eða í si ..á slóðum nýrra viðskiptatækifæra «■)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.