Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 41. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Andlit byltingarleiðtogans Ajatollah Khomeini er algeng sjón á hús- veggjum í fran. Hér er verið að mála nýja mynd af honum í Teheran. Kosið til þings í Iran í dag Umbótaöflin sigurvænleg Tehcran. Reuters, The Washington Post. Pútín skipar rússneskan mannréttindafulltrúa í Tsjetsjníu Rússar hafna al- þjóðlegri rannsókn Moskvu. AFP. EINN helsti leiðtogi umbótasinna í íran, Mohammad-Reza Khatami, sagði í gær að hann væri fylgjandi því að konur fengju ráðherrastóla í næstu ríkisstjóm landsins. Khatami lét svo ummælt skömmu áður en kosningabaráttu vegna þingkosn- inga, sem fram fara í landinu í dag, lauk foi-mlega í gær. Fastlega er búist við því að öfl sem styðja breytingar í frjálsræðisátt og aukin erlend áhrif í landinu muni vinna sigur í kosningunum. íran hef- ur í yfir tuttugu ár verið stýrt af ísl- ömskum heittrúarmönnum. Mohammad-Reza Khatami, bróðir Mohammads Sayeds Khatamis, for- seta landsins, sagði einnig að hann vænti þess að íran tæki upp eðlileg samskipti við Bandaríkin með tíð og tíma en að ekki væri ljóst hvenær það gæti orðið. Fjandskapur hefur ríkt milli Bandaríkjanna og Irans allt frá því íranskeisara, sem bandarísk stjórnvöld studdu, var steypt af stóli í byltingu heittrúarmanna árið 1979. Umbótasinnum bættist liðsauki í gær þegar nýtt dagblað hóf göngu sína í Teheran, höfuðborg Irans. Eig- andi blaðsins er fyrrverandi borgar- stjóri í Teheran, Gholamhossein Karbaschi, sem nýlega var látinn laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað sjö mánaða dóm fyrir spillingu í embætti. Á sínum tíma var talið að ákærumar gegn Karbaschi væru tilbúningur og á bak við þær stæðu íhaldssöm öfl í stjórn landsins sem vildu koma höggi á hann vegna frjálslyndra stjóm- málaskoðana hans. Karbaschi er nú sjálfur í framboði til þings og styður Mohammad-Reza Khatami. Hundruðum manna meinað að bjóða sig fram Talið er að umbótaöflin sæki stuðn- ing sinn einkum til ungs fólks og kvenna sem era stór hluti kjósenda. Alls era yfir 5.000 frambjóðendur í kjöri og munu þeir keppa um 290 þingsæti. Aldrei hafa fleiri konur ver- ið í framboði og skipta þær hundrað- um. Tæplega 39 milljónir manna hafa rétt til að greiða atkvæði í kosningun- um, sem era fyrri umferð af tveimur, en ekki er búist við úrslitum fyrr en að nokkram vikum liðnum. Síðan Khatami forseti komst til valda í íran árið 1997 hefur dagblöð- um fjölgað mjög og hafa sum þeirra leyft sér að gagnrýna stjómarfar í landinu. Einnig er hermt að umræður um stjórnmál og samfélagsmál meðal íbúa landsins séu nú mun opnari og frjálslegri en áður. Engu að síður hef- ur Æðstaráðið, sem er æðsta stjóm- arstofnun landsins, meinað hundrað- um manna að bjóða sig fram vegna þess að þeir hafa ekki þótt nægilega trúir íslömskum undirstöðum samfé- lagsins. Einnig hafa nokkrir menn verið fangelsaðir í tengslum við kosn- ingabaráttuna, þein-a á meðal Abdullah Nouri, frjálslyndur klerkur sem talinn var líklegur til að geta orð- ið forseti hins nýkjörna þings. RÚSSAR höfnuðu því í gær að skip- aður yrði erlendur umboðsmaður, sem fengi það hlutverk að stjóma al- þjóðlegri rannsókn á meintum mannréttindabrotum í Tsjetsjníu. George Robertson, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði að Vladímír Pútín, settur for- seti Rússlands, hefði lofað á fundi þeirra í Moskvu í fyrradag að skipa alþjóðlegan umboðsmann sem ætti að rannsaka ásakanir um mannrétt- indabrot í Tsjetsjníu. Sergej Jastrzhembskí, talsmaður rússnesku stjórnarinnar í málefnum Tsjetsjníu, sagði hins vegar í gær að hún léði ekki máls á því að erlendum embættismanni yrði falið að rann- saka ásakanirnar. Ennfremur var skýrt frá því að Pútín hefði skipað Vladímír Kalamanov, yfirmann inn- flytjendastofnunar Rússlands, sem sérstakan fulltrúa sinn í Tsjetsjníu og falið honum að tryggja að mann- FLUTNIN GAVEL af gerðinni DC-8 brotlenti á bflastæði þegai- flug- mennimir hugðust nauðlenda henni á Mather Field-flugvellinum í Kalif- orníu í gær. Eldur kviknaði í vélinni og öll áhöfnin, þrír menn, var látin þegar slökkviliðið kom á staðinn. Flugvélin lenti á stæði fyrir skemmda bfla í eigu tryggingafé- Iags og allt að 200 bflar voru í ljós- um logum. Sprengingar urðu einn- ig á slysstaðnum en ekki var vitað til þess að meiðsl hefðu orðið á fólki réttindi yrðu höfð í heiðri. Hann ætti einnig að hafa samstarf við fulltrúa alþjóðlegra samtaka og hjálpar- stofnana. Ásakanir um pyntingar í fangabúðum Rússar hafa neitað að heimila full- trúum Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins að rannsaka ásakan- ir um að þúsundir saklausra borgara hafi látið lífið í hernaðaraðgerðum Rússa í Tsjetsjníu og fjölmargir Tsjetsjenar hafi sætt pyntingum í fangabúðum í uppreisnarhéraðinu. Franska dagblaðið Le Monde hef- ur eftir flóttamanni, sem kveðst hafa verið í fangabúðum í Tsjemokozovo, 120 km norðaustan við Grosní, að Rússar haldi þar konum, börnum og öldraðu fólki. Verðirnir pynti fang- ana og nauðgi konum á hverjum degi. Rússneska dómsmálaráðuneytið á bflastæðinu, sem er rúman km frá flugvellinum. Flugvélin var á leið til Dayton í Ohio. Flugmennirnir tilkynntu skömmu eftir flugtak að þeir ættu í miklum erfiðleikum með að halda vélinni í jafnvægi vegnaþess að farmur hefði losnað. Flugvélar af gerðinni DC-8 eru með tvo hreyfla á hvorum væng. Þær voru teknar í notkun árið 1959 en framleiðslu þeirra var hætt 1972. neitar því að pyntingar tíðkist í fangabúðum i Tsjetsjníu. Ráðuneyt- ið segir að aðeins 200 Tsjetsjenum sé haldið í tvennum fangabúðum í hér- aðinu. Grosní lokað Rússneski herinn hefur lokað öll- um vegum að Grosní „af öryggis- ástæðum“ og segir það nauðsynlegt þar sem flóttamönnum sé ekki óhætt að snúa þangað aftur, einkum vegna jarðsprengna og mengaðs drykkjar- vatns. Grosníbúar segja hins vegar að borginni hafi verið lokað til að koma í veg fyrir að flóttafólk sneri þangað aftur og gera hermönnum kleift að fara ránshendi um borgina. „Ástæð- an er sú að þeir hafa ekki enn náð að stela öllu í borginni," sagði tsjetsjn- esk kona sem var stöðvuð við útjaðar Grosní þegar hún reyndi að snúa aft- ur til borgarinnar. Bush o g Gore nær jafnir Washington, Columbia/S.C. AFP, Reuters. STUÐNINGUR við George W. Bush, ríkisstjóra í Texas, sem næsta forseta Bandaríkjanna hefm- minnk- að en að sama skapi aukist við AI Gore varaforseta. Kom það fram í skoðanakönnun New York Times/ CBS, sem birt var í gær. Ef kosið væri nú myndi Bush fá 45% atkvæða en Gore 44% en í nóv- ember sl. fékk Bush 50% en Gore 41%. Meðal repúblikana, sem ætla að taka þátt í forkosningunum, nýtur Bush fylgis 53% en John McCain, helsti andstæðingur hans, 33%. I nóvember hafði Bush 68% á móti 8% hjá McCain. McCain sigurviss í S-Karólínu I könnun sem gerð var fyrir Reut- ers-fréttastofuna og niðurstöður vora birtar úr í gær hefur dregið enn frekar saman með þeim Bush og McCain í Suður-Karólínu, þar sem forkosningar fara fram á morgun; fylgi Bush mældist 43% og McCains 42%. Á kosningafundi í Spartanburg í S-Karólínu í gær kvaðst McCain sigurviss, og spáði því að eftir að sá áfangasigur væri í höfn væri hann kominn á beinu brautina að útnefn- ingu Repúblikanaflokksins. Bush viðurkenndi að smá snurða væri hlaupin á þráðinn í sinni kosn- ingabaráttu, en hann væri engu að síður viss um að eiga góða möguleika á sigri yfir McCain á morgun. MORGUNBLAÐK) 18. FEBRÚAR 2000 Armenar og Azerar stríða á Netinu Jerevan. AP. ARMENAR og Azerar eru hættir að vega hver annan með vopnum, í bili a.m.k., en nú era þeir farnir að berjast á Netinu með því að eyði- leggja heimasíður hvorir fyrir öðram. Nýlega vora heimasíður nokk- urra helstu dagblaða í Azerbaídsj- an eyðilagðar og kváðust Armen- arnir, sem það gerðu, vera að hefna árása á armenskar heima- síður. Azerarnir sögðust hins veg- ar hafa gert það til að hefna þess, að Armenar settu upp síðu með óhróðri um Geidar Alíjev, forseta Azerbaídsjan. Brotlending í Kaliforníu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.