Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 4
'4 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ 1 Mikill afli í janúar FISKAFLI landsmanna síðastliðinn janúarmánuð var alls 205.757 tonn. Fiskaflinn í janúarmánuði árið 1999 var til samanburðar 119.454 tonn. Munar þar mestu um mikla aukn- ingu í loðnuafla, en hann fór úr 64.200 tonnum í janúarmánuði árið 1999 í 152.657 tonn síðastliðinn jan- úarmánuð. Loðnuaflinn hefur ekki verið meiri í janúarmánuði síðan 1990 þegar aflinn nam um 202 þús. tonnum. Enginn kolmunnaafli í janúar Botnfískaflinn síðastliðinn janúar- mánuð var 33.262 tonn og hefur hann haldist svipaður á árunum 1997 til 2000 að árinu 1998 undanskildu, en þá var botnfiskaflinn tæp 26 þús. tonn. Skel- og krabbadýraaflinn síðast- liðinn janúarmánuð nam 2.789 tonn- um sem er nokkru minni afli en í jan- úarmánuði árið 1999, og tæplega helmingi minni afli en í janúar 1997. Síldaraflinn nam 16.691 tonni sem er svipaður afli og í janúar árið 1999, en er nokkru meiri afli en á árunum 1998 og 1997. Enginn kolmunni veiddist síðastliðinn janúar en alls veiddust 550 tonn í janúarmánuði ár- ið 1999. Það sem af er fiskveiðiárinu, sem hófst 1. september, er heildaraflinn orðinn 489.520 tonn, borið saman við 471.625 tonn á sama tíma fiskveiði- ársins á undan. Þorskaflinn á fisk- veiðiárinu nemur alls um 105.731 tonni en 156.303 tonnum var landað af loðnu á tímabilinu. FRETTIR Ríkisskattstjóri tekur ómakið við tekjuskráning’u af 25 þúsund framteljendum Stefnt að aukinni for- skráningu í framtíðinni 67 ÞÚSUND skattframteljendur fengu framtal sitt sent með einum eða fleiri fyrirfram útfylltum reitum um síðustu helgi. Slík forskráning tekju- upplýsinga er meðal nýjunga sem ródsskattstjóri hefur teldð upp á ár- inu. Forskráðar hafa verið upplýsingar um lífeyris- og bótagreiðslur frá Tryggingastofnun, atvinnuleysisbæt- ur úr Atvinnuleysissjóði og líf- eyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum. 25 þúsund framteljendur af alls 210 þúsund framteljendum á landinu hafa ekki aðra tekjustofna en þá sem eru áritaðir í ár og fá því allar tekjur sínar áritaðar.Þetta er gert til að auðvelda eldra fólki og ýmsum bótaþegum að fylla út skattframtalið og vonast Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri til að þessi þjónusta við framteljend- ur verði þeim til hægðarauka. I framtíðinni er stefnt að aukinni forskráningu upplýsinga og má þá gera ráð fyrir að tölur um laun, ið- gjöld, fasteignir, bifreiðaeign, hús- næðis- og námsskuldir og aðrar eign- ir og skuldir verði þegar skráðar í viðeigandi reiti þegar framtöl verða send til framteljenda. Framtalið á Netinu opnað í dag klukkan15 I dag, föstudag, klukkan 15 getur fólk byrjað að telja fram á Netinu og notið ýmissa nýjunga á því sviði. Unnt er nú að vista framtalið og ár- ita það í nokkrum áföngum án þess að senda það skattstjóra stax eftir fyrstu yfirferð. Þannig geta framtelj- endur farið á Netið, byrjað á framtali sínu og haldið áfram daginn eftir og svo koll af kolli eftir því sem verkast vill, uns framtalið er fiillklárað. Forritið er nú búið meiri sjálfvii’kni sem nýtist framteljendum og þá hef- ur villuprófun í því verið bætt. Frest- ur til að skila framtalinu á Netinu rennur út 31. mars. Frestur til að skila venjulegu fram- tali rennur út 28. febrúar, en 10. mars að fengnum fresti ríkisskattstjóra. Því er um talsverðar breytingar að ræða á skiladögum og þeim þannig seinkað frá fyrri árum. A næstu árum er gert ráð fyrir enn meiri breyting- um á skattaalmanakinu og lfldegt að innan nokkurra ára muni framtelj- endur skila framtali sínu að vori til. Með aukinni tölvuvæðingu hjá rík- isskattstjóra hefur framtals- og álagningarferill breyst talsvert og kemur hún til með að spara starfs- mönnum vinnu við að fara yfir ein- földustu framtölin. Vonast er til þess að í vor geti hafist vélræn skoðun á framtali einstklinga, allt til þess er þeim er skilað inn í álagningargrunn, án þess að mannshöndin komi þar nærri. Með því móti skapast meira svigrúm starfsmanna til að beina at- hyglinni betur en áður að flóknari framtölum, sem þyrftu nánari skoð- unar við. Helstu orsakir aukinna sjálfsvíga eru taldar þunglyndi og fíkniefnaneysla Upplýsingaherferð gegn e- töflunni hleypt af stokkunum SIGURÐUR Guðmundsson land- læknir segir aukna sjálfsvígstíðni í Reykjavík mjög alvarlegt mál og tel- ur mikilvægt að spoma við ástandinu með því að koma til hjálpar því fólki sem þjáist af þunglyndi og er þar af leiðandi hættara en öðmm við því að fremja sjálfsvíg. Hann segir enn- fremur mikilvægt að stemma stigu við fikniefnaneyslu í þessu samhengi enda sé verið að hleypa af stokkun- um herferð gegn e-töflunni. Stofnaður hefur verið starfshópur á vegum landlæknisembættisins sem er m.a. ætlað að kanna hvemig megi efla varnir gegn sjálfsvígum á ís- landi. 21 skráð sjálfsvíg í Reykjavík Sigurður Guðmundsson segir að þær hugmyndir sem starfshópurinn vinnur með varði upplýsingagjöf til almennings og þeirra sem hugsan- lega séu með einkenni þunglyndis, ættingja þeirra og heilbrigðisstarfs- fólks. Ennfremur þurfi að kanna hvort þörf sé á því að bæta bráða- þjónustu við geðsjúka, en Ijóst sé að ekki megi skerða bráðaþjónustuna úr því sem komið er. Sjálfsvígum í Reykjavík fjölgaði úr 12 í 21 milli áranna 1998 og 1999 og sjálfsvígstilraunum fjölgaði úr 51 í 101 á sama tímabili samkvæmt málaskrá lögreglunnar í Reykjavík. Árið 1997 vora skráð 16 sjálfsvíg og árið þar á undan 6. Sigurður segir mikilvægt að huga að því hvaða áhrif fíkniefni hafi á sjálfsvígstíðni og fyrirhugað er að skera upp herör gegn afleiðingum neyslu e-töflunnar, enda hefur neysl- an margfaldast að undanfömu. „Hluti sjálfsvíga, sérstaklega ungs fólks, verður án þekkts undanfarandi þunglyndis," segir Sigurður. „Sjálf- svígsvarnir almennt beinast að því að reyna að finna þá sem era þung- lyndir og eru líklegri en aðrir til að svipta sig lífi og grípa inn í þann feril áður en sá skelfilegi atburður sem sjálfsvíg er á sér stað. Að auki er hópur ungs fólks sem fremur sjálf- svíg undir áhrifum fíkniefna. Við er- um því að fara af stað með upplýs- ingaherferð fyrir ungt fólk gegn e-töflunni í samvinnu við lögregluna og Áfengis- og vímuvamaráð. Svip- aðar aðgerðir vora framkvæmdar fyrir fáeinum áram og gengu vel.“ Borgarráð Starfs- menn verði hluthafar í Línu.Net. BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu um að starfsmönnum Orkuveit- unnar og Línu.Net. verði boðið að gerast hluthafar í fyrirtæki Orku- veitunnar Línu.Net. Lagt er til að 10 milljónir að nafnvirði af hlut OR verði boðnar fastráðnum starfs- mönnum á genginu 3. Jafnframt verður lagt þak á sett kaup einstakra starfsmanna við 150 þús. að nafn- virði. Munu starfsmenn fá tækifæri til að greiða hlutinn með mánaðar- legum afborgunum á 12 mánuðum. Personal Injuríes Personal Injuries eftir Scott Turrow (höfund „Presumed Innocent") er nýjasta bók þessa meistara spennusagna úr heimi laga og réttar þar sem hann skapar að auki ógleymanlegar persónur. The Tae Bo Way Erlendar bækur daglega Ivniundsson Austurstræti 5111130* Kringlunni 533 1130 • Hafnarfirði 555 0045 Trillukarlar gangi sjálfir frá slysatryggingum HÆSTIRETTUR hefur sýknað Landssamband smábátaeigenda af kröfum trillusjómanns, sem taldi að sambandinu hefði borið skylda til þess að sjá til þess að hann væri slysatryggður, enda hefði hann lagt fé inn á reikning hjá sambandinu til að standa straum af iðgjaldagreiðsl- um. Hæstiréttur telur, líkt og undir- réttur, að maðurinn hafi átt að sjá til þess sjálfur að trygging hans væri gild. Sjómaðurinn slasaðist í júlí 1992 þegar hann missti stjóm á bifreið sinni og er varanleg örorka hans metin 65%. Hann taldi að trygging hans samkvæmt samningi Lands- sambands smábátaeigenda og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. frá janúar 1992 um slysa- og líftrygging- ar hafi fallið niður vegna saknæmra mistaka sambandsins, sem hafi tekið að sér að tryggja hann og greiða ið- gjald tryggingarinnar af fjármunum sem sambandið fékk af svonefndum greiðslumiðlunarreikningi, en sjó- maðurinn greiddi inn á þann reikn- ing. Vísaði sjómaðurinn m.a. til þess, að í handbók Landssambandsins hefði komið fram að samningur við Tryggingamiðstöðina hefði verið endumýjaður og kvæði hann á um að allir þeir sem greiddu í gegnum greiðslumiðlunarkerfið yrðu sjálf- krafa slysatryggðir á því tímabili sem róðrar fara fram. Landssamband smábátaeigenda hélt því hins vegar fram að sam- kvæmt samningnum og skilmálum tryggingarinnar hafi skyldan til að halda tryggingunni við hvílt á áfrýj- anda sjálfum. Fullyrti Landssam- bandið að hvorki samkvæmt lögum né samningnum hafi hvílt skylda á sér til þess að tryggja áfrýjanda án frumkvæðis hans. Ekki tryggður samkvæmt samningnum Hæstiréttur sagði að sjómaðurinn hefði ekki sýnt fram á að Landssam- bandið hefði tekið að sér gagnvart honum sérstaklega að tryggja hann samkvæmt samningnum. Hefði hann hins vegar verið tryggður hefði Landssambandið átt að greiða ið- gjaldið. Af gögnum málsins yrði ekki ráðið að Landssamband smábátaeig- enda hafi greitt iðgjald án þess að út- gerðarmenn óskuðu eftir trygging- unni. Ekki yrði heldur séð að félagið hafi getað bundið útgerðarmenn við samninginn án atbeina þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.