Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR18. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Seðlabankinn segir vísbendingar um að farið sé að draga úr vexti útlána
Horfur á hjöðnun verðbólgu ef
kjarasamningar verða hóflegir
BARÁTTAN gegn verðbólgu hefur
forgang við mótun og framkvæmd
peningastefnunnar. Aukin verðbólga
og viðskiptahalli krefjast aðhalds í
hagstjóm. Verðbólgan er meiri en
unað verður við og spá Seðlabankans
um 5% verðbólgu á milli áranna 1999
og 2000 og 3,8% frá upphafi til loka
ársins 2000, er tvöfalt til þrefalt meiri
verðbólga en í viðskiptalöndum ís-
lands. Þetta kemur fram í Peninga-
málum, ársijórðungsriti Seðlabanka
Islands, sem komu út í gær.
Raungengikrdnunnar hefur
ekki verið hærra frá 1993
Svona mikil verðbólga grefur und-
an samkeppnisstöðu íslensks at-
vinnulífs og þeim lífskjörum sem
landsmenn búa við, að mati sérfræð-
inga bankans. „Því er mikilvægt að
hagstjóm og kjaraákvarðanir miði að
því að draga úr verðbólgu. í nánustu
framtíð skiptir þar mestu hvert fram-
hald verður á hækkun gengis krón-
unnar. Kjaraákvarðanir verða einnig
að taka fullt tillit til styrkingar krón-
unnar með minni kauphækkunum en
ella, enda leiðir hærra gengi og minni
verðbólga til meiri kaupmáttar launa
að öðra óbreyttu," segir í ritinu.
Raungengi krónunnar hefur
hækkað að undanfömu og hefur ekki
verið hærra miðað við vísitölu neyslu-
verðs síðan í mars 1993.
„Haldist gengi krónunnar tiltölu-
lega hátt ætti verðbólga að öðra
óbreyttu að hjaðna nokkuð þegar líða
tekur á árið 2000, en lækkun vísitölu
neysluverðs í febrúar er í meginatrið-
um í samræmi við spá Seðlabankans
fyrir árið í heild. Miklu skiptir að
komandi kjarasamningar grafi ekki
undan stöðugleika gengis og verð-
lags. Aðhaldssöm peningastefna hef-
ur við ríkjandi aðstæður í för með sér
hækkun á raungengi og tímabundið
erfiðari samkeppnisstöðu atvinnu-
veganna, en hjá því verður ekki kom-
ist ef takast á að halda verðbólgunni í
skefjum. Aðhaldssamari stefna í rík-
isfjármálum myndi draga úr þessum
hliðarverkunum. Þess sjást nú merki
að farið sé að draga úr vexti útlána,
þótt enn sé hann mun meiri en sam-
rýmist lítilli verðbólgu. Aðhald pen-
ingastefnunnar má því síst vera
minna en nú er, en frá áramótum
hafa vextir verið hækkaðir tvívegis
og vikmörk gengisstefnunnar víkk-
uð,“ segir um ástand og horfur í efna-
hags- og peningamálum í riti Seðla-
bankans.
Samruni á matvörumarkaði
leitt til hærri álagningar?
Bent er á að hækkun bensínverðs
skýri ekki hvers vegna verðbólga hér
á landi hefur aukist langt umfram
verðbólgu í helstu viðskiptalöndum.
Að hluta til megi rekja mismuninn á
innlendri og erlendri verðbólgu til
hækkunar húsnæðisverðs en því til
viðbótar er það ekki síst verðþróun
innlendra og erlendra matvæla sem
skilur á milli íslands og helstu við-
skiptalanda.
Áð mati Seðlabankans virðist verð-
þróun innlendra og erlendra mat-
væla hér á landi einkennilega sam-
stiga, þrátt fyrir að erlend verðþróun
matvæla sé allt önnur og töluverðar
gengisbreytingar hafi orðið sem ætla
mætti að leiddu til verðlækkunar á
innfluttum matvælum.
„Sá munur sem er á verðhækkun-
um á mat- og drykkjarvörum á ís-
landi og í helstu viðskiptalöndum
verður ekki heldur skýrður með
gengisþróun krónunnar, enda hefur
gengi hennar hækkað gagnvart
vegnu meðaltali gjaldmiðla viðskipta-
landanna og mest gagnvart evrópsk-
um gjaldmiðlum. Það er því eðlÖegt
að leita skýringa í mikilli innlendri
eftirspum og umskiptum á innlend-
um matvöramarkaði, t.d. samrana
fyrirtækja sem kann að hafa dregið
úr verðsamkeppni og leitt til hærri
álagningar,“ segir í Peningamálum
Seðlabankans.
5% launahækkun yfir árið
gæti leitt til 2%% verðbólgu
Útkoma kjaraviðræðna mun ráða
miklu um verðlagsþróun á árinu.
Takist hóflegir kjarasamningar eru
horfur á hjöðnun verðbólgu þegar
líða tekur á árið, að mati Seðlabank-
ans. „Hækki launakostnaður t.d. um
9% yfir árið yrði verðbólga á milli ára
u.þ.b. 6% og rúmlega 5% yfir árið.
Leiði óhófleg hækkun launa til geng-
islækkunar krónunnar um t.d. 4%
yrði verðbólgan rúmlega 6í4%.
Hækki laun hins vegar minna en
gengið var út frá í spánni (Ver ðbólgu-
spá Seðlabankans í janúar 2000,
innsk. Mbl.), og það hefði í för með
sér hækkun á gengi krónunnar, verð-
ur verðbólga minni en Seðlabankinn
spáði í janúar. Hækki laun t.d. um 5%
yfir árið og krónan styrkist á fyrstu
mánuðum ársins má gera ráð fyrir að
verðlag hækki um 4% milli ára og
214% yfir árið. Þessi niðurstaða
myndi þegar á fyrsta ári skila litlu
minni kaupmáttarauka en felst í spá
Seðlabankans, en styrkja undirstöð-
ur þjóðarbúskaparins og bættra
lífskjara til framtíðar,“ segir í riti
Seðlabankans.
Sérfræðingar bankans leggja
áherslu á aðhald í ríkisbúskapnum.
Það sé lágmarkskrafa að ekki verði
farið fram úr útgjaldaáformum fjár-
laga ársins 2000 og að hugsanlegar
auknar tekjur skili sér að fullu í
bættri afkomu ríkissjóðs. Aukið
áformað aðhald á þessu ári komi í
framhaldi af greinilegri slökun í fyrra
og sé því ekki eins mikið og virðist í
fyrstu.
Seðlabankinn telur ennfremur
brýnt að hugsanlegar aðgerðir í
tengslum við kjarasamninga verði
ekki til að draga úr afgangi rílris-
sjóðs.
Hæstiréttur
Skipverja
dæmdar 8
millj. bætur
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
skipverja á Sigli SI rúmlega 8
milljóna króna bætur vegna slyss
sem hann varð fyrir um borð í des-
ember 1997. Héraðsdómur hafði
sýknað útgerðarfyrirtækið, Sigl-
firðing hf., af kröfum mannsins, en
Hæstiréttur sagði að útgerðin yrði
að bera hallann af því að sjópróf
hefðu ekki farið fram og lagði til
grundvallar að skipverjinn hefði
orðið fyrir slysinu vegna þess að
skipstjórinn hefði af vangá eða
misskilningi híft í trollbelginn áður
en skipverjinn var kominn í öruggt
var.
Skipverjinn var á svokölluðu
trolldekki skipsins þegar belgur
trollsins slóst í hann með þeim af-
leiðingum, að hann kastaðist á
járnþil og hlaut meiðsl á baki.
Hann bar fyrir dómi, að skipstjóri
hefði híft í gils, sem hann hafði
rétt lokið við að festa í belginn, án
þess að merki hefði verið gefið um
að það væri óhætt. Hefði þetta
valdið slysinu.
Fór frara á rúmar
13 milljónir í bætur
Sjómaðurinn fór fram á rúmar
13 milljónir í bætur. Hæstiréttur
dæmdi honum bætur fyrir sjúkra-
kostnað, þjáningar, tímabundið at-
vinnutjón, varanlega örorku og
miska, samtals 8,3 milljónir, en
kröfu hans vegna annars fjártjóns
var hafnað sem órökstuddri.
Morgunblaðið/Jim Smart
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ásamt yfirmönnum varnarliðsins við opnun flugskýlisins í gær.
Flugskýli opnað eftir 1.600
milljóna króna endurbætur
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra opnaði í gær flugskýli
fyrir P-3 Orion kafbátaleitar-
flugvélar varnarliðsins í varnar-
stöð NATO á Keflavíkurfluvelli,
eftir umfangsmiklar endurbætur
á flugskýlinu.
350 manns vinna við flugskýlið,
sem byggt var upphaflega árið
1955 og munu endurbætumar
einkum breyta starfsaðstöðu
þeirra til mikilla muna.
Endurbæturnar hófust í mars
1997 í kjölfar alþjóðlegs sam-
keppnisútboðs á vegum mann-
virkjasjóðs NATO og kosta rúm-
lega 1,6 milljarða króna. Allar
klæðningar innan sem utan voru
enduraýjaðar ásamt einangrun,
milliveggjum, hurðum, gluggum
og lögnum.
Mannvirkjasjóður NATO fjár-
magnaði 85% framkvæmdanna og
féll sá verkþáttur í hlut ístaks. fs-
lenskir aðalverktakar sáu um
aðra þætti verksins og fjármagn-
aði Bandaríkjaher þá hluta.
Útboðið var hið fyrsta sinnar
tegundar eftir að reglur um al-
þjóðleg samkeppnisútboð vegna
framkvæmda á vegum mannv-
irkjasjóðs NATO tóku gildi hér á
landi árið 1995.
Fjármálaráðherra um skattlagnmgu
tekna úr lífeyrissjóðum
Núverandi kerfí
mun hagkvæmara
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
segir að samanburður Talnakönnun-
ar fyrir fjármálaráðuneytið á skatt-
frelsi lífeyrisiðgjalda sýni svo ekki
verði um villst að núverandi kerfi sé
mun hagkvæmara fyrir lífeyrisþega,
en ef iðgjöld í lífeyrissjóði væra
skattlögð og tekjur úr lífeyrissjóðum
óskattlagðar. Hagræðið vegna frest-
unar skattlagningarinnar geri þetta
að verkum og það virðist ekki skipta
máli hvaða dæmi séu reiknuð í þeim
efnum, niðurstaðan sé alltaf á þá leið.
Geir sagði það einnig misskilning
að eitthvert misrétti í þessum efnum
hefði komið upp vegna greiðslna úr
lífeyrissjóðum við upptöku fjár-
magnstekjuskatts. Bilið í þessum
efnum hefði þvert á móti minnkað,
því áður hefði enginn skattur verið
greiddur af vöxtum.
Geir sagði því ekkert vit í að breyta
um kerfi frá því sem nú væri. Ef hins
vegar einhvem tíma yrði breytt um
kerfi væri það lykilatriði að nýtt kerfi
gæti einungis tekið til nýrra greið-
enda í lífeyrissjóði, því þeir sem
greitt hefðu í sjóðina til þessa hefðu
gert það af óskattlögðu fé.
Lífeyrissjóðirnir miklu
meira en sparnaðarform
Hann bætti því við að það væri
heldur ekki hægt að bera lífeyrissjóði
saman við einstaklingsbundinn
spamað með einföldum hætti, þar
sem lífeyrissjóðimir væra miklu
meira en bara spamaðarform. Þeir
væra líka samtiyggingakerfi og
væra því ekki sambærilegir einstakl-
ingsbundnum sparnaði. Sú röksemd
Félags eldri borgara, sem farið hefur
fram á breytingar í þessum efnum, að
núverandi kerfi feli í sér mismunun,
fái því ekki staðist.
Hann sagði jafnframt að eftir lög-
fræðilega skoðun fjármálaráðuneyt-
isins í þessum efnum væri enginn vafi
á að núverandi fyrirkomulag væri
fullkomlega í samræmi við lög og
stjómarskrá þrátt fyrir fullyrðingar
ýmissa um hið gagnstæða.
Vilja reisa íþrótta- og
sýningarhús í Laugardal
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu um að Reykjavíkurborg, Sam-
tök iðnaðarins og íþróttabandalag
Reykjavíkur stofni hlutafélag um
byggingu og rekstur fjölnota
íþrótta- og sýningarhúss í Laugar-
dal.
Gert er ráð fyrir að hlutafé verði
75 milljónir og að þar af verði hlutur
Samtaka iðnaðarins 30 milljónir.
Fyrirheit er gefið um að fella niður
23,7 milljóna gatnagerðargjald og
verður það metið sem hluti af hluta-
fjárframlagi Samtaka iðnaðarins.
Forsagan er sú að árið 1969 keypti
Reykjavíkurborg eignarhlut Sýning-
arsamtaka atvinnuveganna í Sýning;
ar- og íþróttahúsinu í Laugardal. I
kaupsamningnum var ákvæði um að
borgin héti því að ráðstafa ekki fyrst
um sinn svæði austan við bygging-
una og jafnframt var gefið fyrirheit
um að samtökum atvinnuveganna
yrði gefinn kostur á að reisa þar sýn-
ingarskála án greiðslu gatnagerðar-
gjalds.
I samningi borgarinnar og Sam-
taka iðnaðarins segir að samkomu-
lag hafi orðið um að endurvekja sam-
starfið um byggingu og rekstur
íþrótta- og sýningaraðstöðu í Laug-
ardal.