Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kári verður að greiða fýrir upplýsingar
Valdimar Jóhannesson segir aö Kári Stefánsson veröi aö greiöa
landsmönnum fyrir heilsufarsupplýsingar ef nógu margir segja sig úr'11
gagnagrunninum. Hann segir þaö augljóst aö Kári hafi átt viö sig og Jón 1
Magnússon lögmann þegar hann talaöi um hýenur og hælbíta í fréttum
Það hefði komið sér vel fyrir Kára að vera búinn að finna níulífa genið.
Rannsókn gerð á salm-
onellu á Suðurlandi
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð-
herra hefur skipað starfshóp undir
forystu yfirdýralæknis sem standa á
fyrir viðamikilli úttekt á lífríki og
umhverfismálum á Suðurlandi,
vegna þrálátra sýkinga í dýrum og
mengunar af völdum salmonellu og
campylobakter í skepnum og ýmsum
búvörum framleiddum á Suðurlandi.
í tilkynningu frá ráðuneytinu seg-
ir að tUgangur rannsóknarinnar sé
að finna þær smit- og mengunarleið-
ir sem kunni að vera til staðar svo
unnt sé að koma í veg íyrir endur-
tekið smit dýra og mengun umhverf-
is og búfjárafurða sem hafi orðið
óneysluhæfar af þeim sökum.
Verður starfshópnum falið að hafa
samband og samráð við þá sem geta
lagt verkefninu lið, s.s. Líffræði-
stofnun Háskólans, Hollustuvernd,
Tilraunastöðina á Keldum, Samtök
sveitarfélaga á Suðurlandi og Heil-
brigðiseftirlit Suðurlands. Á starfs-
hópurinn að leggja til og skipuleggja
nauðsynleg rannsóknarverkefni og
athuganir og gera ráðuneytinu grein
íyrir umfangi þeirra og kostnaði til
að tryggja nauðsynlega fjármögnun.
Starfshópinn skipa Halldór Run-
ólfsson yfirdýralæknir, Sveinn Sig-
urmundsson, framkvæmdastjóri
Búnaðarsambands Suðurlands, og
Níels Ámi Lund, deildarstjóri um-
hverfissviðs landbúnaðarráðuneytis-
ins.
Vor - sumar 2000
Dagarnir verða bjartari með vor- og
sumarlitunum fró LANCÖME
Kynning í dag og ó morgun, laugardag
Gáfu laga-
deild Há-
skólans
tölvubúnað
HOLLVINAFÉLAG lagadeildar
Háskóla íslands hefur fært laga-
deildinni tölvubúnað að gjöf. Gjöfin
var afhent á hátíðisdegi Orators, fé-
lags laganema, sl. miðvikudag á 80
ára afmæli Hæstaréttar íslands.
Tölvubúnaðurinn er liður í innan-
hússnettengingu Lögbergs, húss
lagadeildar, og mun koma starfsfólki
deildarinnar og notendum bókasafns
lagadeildar að miklu gagni, svo sem
með nýtingu geisladiska með lög-
fræðilegu efni sem lagadeildin eða
bókasafn hennar á eða kann að eign-
ast.
Auk hollvinafélagsins stóðu 10
lögfræðiskrifstofur að fjármögnun
gjafarinnar, auk Opinna kerfa hf.,
seljanda tölvubúnaðarins. Lögfræð-
iskrifstofumar era Almenna mál-
flutningsskrifstofan Kringlunni 6,
A&P lögmenn Borgartúni 24,
Landslög Barónsstíg 5, Lögmenn
Höfðabakka 9, Lögmenn Mörkinni 1,
Málflutningsskrifstofan Suðurlands-
braut 4a, Lögmenn Austurstræti 18,
Lögmenn Suðurlandi, Lögmenn við
Austurvöll og Lögmenn Skólavörðu-
stíg 6b.
Það var Jónatan Þórmundsson,
forseti lagadeildar HÍ, sem veitti
gjöfínni viðtöku.
Málþing um Pál Vídalín lögmann
Atakasaga um
embættismissi
Már Jónsson
Málþing um Pál
Vídalín lögmann
verður haldið í
sal Þjóðarbókhlöðunnar 2.
hæð á morgun klukkan
13.30. Það er Félag um 18.
aldar fræði og Góðvinir
Grannavíkur-Jóns sem
standa að þessu málþingi.
Þau Guðrún Ása Gríms-
dóttir, Gottskálk Þór
Jensson, Þórunn Sigurð-
ardóttir og Már Jónsson
halda erindi á þinginu.
Már Jónsson sagnfræð-
ingur nefnir erindi sitt:
Mörg er mér nú stundin
löng. - Embættismissir
Páls Vídalíns sumarið
1713.
„Erindið fjallar um mik-
ilvægasta atburðinn í lífi
Páls, þegar hann var
sviptur lögmannsembætti á Al-
þingi sumarið 1713.
- Hvers vegna í ósköpunum var
Páll sviptur embætti sínu?
„Það átti sér nokkuð langan að-
draganda, Páll varð svokallaður
varalögmaður þegar árið 1696,
ekki þrítugur, og var næstu árin
einn atkvæðamesti embættis-
maður í landinu. Vonð 1702 var
hann skipaður með Árna Magn-
ússyni prófessor í jarðabóka-
nefnd svonefnda á vegum kon-
ungs. Þeir áttu að gera mjög
rækilegar skýrslur um landshagi,
en jafnframt leggja mat á fullyrð-
ingar um misrétti í landinu og
misferli í réttarfari. Þetta gerðu
þeir af miklu kappi og bökuðu sér
fyrir vikið óvild annarra valda-
manna í landinu. Þegar gerð
jarðabókar dróst á langinn féllu
þeir félagar í ónáð meðal ráða-
manna í Kaupmannahöfn og Árni
fór alfarinn til Kaupmannahafnar
aftur frá ókláruðu verki haustið
1712. Eiginlega skildi hann Pál
eftir í „súpunni" og andstæðingar
þeirra Oddur Sigurðsson fulltrúi
stiftamtmanns, Poul Beyer land-
fógeti og Láras Gottrap lögmað-
ur sættu lagi á Alþingi 1713 og
úrskurðuðu Pál vanhæfan til að
gegna embætti lögmanns vegna
embættisglapa. Þama náði valda-
barátta undanfarinna ára há-
marki í algjöram ósigri Páls og þá
jafnframt Árna Magnússonar.11
- Hvernig tók Páll þessum of-
sóknum?
„Það er eins víst að hann hafi
vitað í hvað stefndi því hann vissi
að hann stóð einn gegn þessum
mönnum þegar Árni var farinn.
Að minnsta kosti vissi hann að
þetta yrði mikið baráttuþing.
Hann virðist hafa verið mjög
vígreifur í upphafi þings og stóð
upp í hárinu á þessum mönnum
með dylgjum og háði en þeir
höfðu betur. Viðbrögð Páls má sjá
í miklum bréfaskriftum hans á
þinginu og næstu vikumar til Ár-
na Magnússonar í Kaupmanna-
höfn. Páll var tilfinningaríkur
skapmaður sem t.d. má sjá í kveð-
skap hans og bréfin eru skrifuð af
mjög miklum hita. Hann biður
Árna mörgum orðum
að hjálpa sér til að ná
embættinu aftur hjá
konungi, lýsir niður-
lægingu sinni sterkum
orðum og óttast að orð-
stír sinn sé ónýtur og fjölskyldu
sinnar fái hann ekki uppreisn.
Andstæðingarnir fá það óþvegið
og hann lýsir í smáatriðum hvern-
ig þeir fari fram og spáir öllu illu
fyrir landið komist þeir upp með
slíkt framferði áfram.“
-Hafði Árni þá einhvern að-
gang að konungi?
„Já, Árni var hátt settur emb-
ættismaður, prófessor við Hafn-
► Már Jónsson fæddist í Reykja-
vík 1959. Hann lauk stúdent-
sprófí í Bergen í Noregi 1977 og
BA- prófi í sagnfræði og félags-
fræði 1980, cand. mag. prófi í
sagnfræði 1985 og varð doktor
frá Háskóla íslands 1993. Hann
hefur starfað sem fréttamaður
þjá Fréttastofu Útvarps, stundað
kennslu hjá Háskóla íslands og
varð lektor þar 1998. Már er
kvæntur Margréti Jónsdóttur
lektor í spænsku við H.í. og eiga
þau þijá syni.
arháskóla og skjalaritari kon-
ungs. f einu þessara bréfa sem
Páll skrifaði um haustið tekur
hann fram að hitti Árni konung
og útskýri málið fyrir honum
muni allt fara vel. Þetta var áreið-
anlega raunhæfur möguleiki og
mjög Iíklegt að Árni hafi endrum
og sinnum þegar á þurfti að halda
getað komist að konungi sjálfum.
Þar að auki átti hann áhrifamikla
vini í stjórnkerfinu - óvini reynd-
ar líka. En málið snerist þá um að
hitta rétta augnablikið og réttu
mennina. Ámi var augljóslega
lykillinn að öllu fyrir Pál, sem að-
eins var 46 ára þegar þetta gerð-
ist - allt hans líf var í húfi að halda
embættinu.“
-Hvers vegna fór hann ekki
sjálfur á fund konungs?
„Þessu velti hann mjög fyrir
sér og greinilegt í þessum bréfum
að hann var að því kominn að
rjúka af stað til Danmörku. Það
sem aftraði honum var fyrst og
fremst stríðsástand á Norður-
löndum, milli Dana og Svía. Sigl-
ing var óöragg og eins víst að
hann yrði að hafa vetursetu í Nor-
egi, þar að auki var hann félítill að
eigin sögn og svona sigling var
dýr og veturseta í Kaupmanna-
höfn kostaði mikið. Málið dróst á
langinn af ýmsum ástæðum, m.a.
vegna klækjabragða andstæðinga
þeirra. Haustið eftir hafði Páll
enn hug á að fara utan en hætti
við. Hins vegar fékk Árni því
áorkað að embættissviptingin fór
fyrir hæstarétt í Kaupmannahöfn
og þegar það var ljóst
ákvað Páll að sigla.
Hann lagði af stað
snemma hausts 1715,
hreppti vond veður og
varð innlyksa í Noregi
fram í desember en komst við ill-
an leik til Kaupmannahafnar um
jólin. Þess má geta að ferðasaga
hans er til, varðveitt í British
Library í London. Höfuðand-
stæðingur Páls, Oddur Sigurðs-
son, fór líka til Kaupmannahafn-
ar. Hæstiréttur dæmdi í málinu
og Páll fékk embætti sitt aftur og
sat í því til dauðadags 1727. Hann
andaðist í tjaldi sínu á Alþingi.
Árni skildi
Pál eftir í
„súpunni"
1
K.