Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Fátækt á fslandi rædd í utandagskrárumræðu á Alþingi að frumkvæði Samfylkingar Deilt um hvort góð- ærið hafi náð til allra Morgunblaðið/Ásdís Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að því að ræða um fátækt á Islandi á Alþingi í gær. Hér ræðir hún við Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóra Alþingis. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lagði áherslu á það við utandag- skrárumræðu um fátækt á Islandi, sem fram fór á Alþingi í gær, að kaupmáttur bóta til bótaþega hefði á síðasta kjörtímabili hækkað um 22,5%, eða jafn mikið og kaupmáttur launa í landinu. Sagði hann að kaup- máttur þessara bóta hefði hins veg- ar lækkað þegar Samfylkingar- flokkamir voru síðast saman við stjórn. Benti hann einnig á að van- skil í húsnæðiskerfmu og víðar hefðu farið minnkandi. Pessum stað- reyndum yrði að beita sem mæli- kvarða á hvernig stjórnvöld hefðu staðið að málum. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingar, var málshefjandi umræðunnar en hún gerði að um- talsefni nýja skýrslu Rauða krossins sem nýlega var kynnt í fjölmiðlum. Guðrún sagði greinilegt af skýrsl- unni að góðærið í landinu hefði ekki náð til öryrkja, hluta af ellilífeyris- þegum, ungra ómenntaðra ein- stæðra mæðra og ungmenna sem byggju við fjárhagslega og félags- lega erfiðleika, bæði á landsbyggð- inni og höfuðborgarsvæðinu, né heldur tekjulítilla barnafjölskyldna. Guðrún sagði m.a. að það hefði sýnt sig að bætt atvinnuástand hefði ekki auðveldað öryrkjum að fá vinnu, auk þess sem stór hópur þeirra gæti ekki unnið og þyrfti því að lifa af þeim smánarbótum sem þeim væri úthlutað. Ekki væri ástandið skárra hjá þeim sem væru í hjónabandi eða sambúð og með böm á framfæri. „Við vitum hér öll að til þess að bæta þarna úr væri einföld aðgerð að afnema tekjutengingu við tekjur maka. Slíkt myndi hjálpa stómm hópi. Jafnframt er nauðsynlegt að tryggja þessum hópi sömu kjara- bætur og almennt gerist á vinnu- markaði," sagði Guðrún. Hún sagði að í skýrslu Rauða krossins kæmi einnig fram að 4% aldraðra byggju við sérstaklega bág kjör. „Þetta er sá hópur sem einung- is er með ellilífeyri, hefur engan eða lítinn lífeyrissjóð og þetta er sá hóp- ur aldraðra sem ekki á eignir. Stétt- skipting virðist því vera staðreynd meðal aldraðra og er biýnt að skoða ALÞINGI sérstaklega málefni þessa hóps. Svo virðist sem þessi hópur hafi gleymst í kjarabaráttu aldraðra því þetta er hópur sem ekki lætur í sér heyra.“ Staða ungra ómenntaðra ein- stæðra mæðra væri einnig afar bág- borin, sem og staða barnafjöl- skyldna með lágar tekjur. „Ekki er óeðlilegt," sagði Guðrún, „að spyrja í þessu samhengi hvenær tillagna er að vænta um afnám á tekjutengingu barnabóta og hvort samstaða sé um það í ríkisstjórninni að koma á bamakortum.“ Skýrslan skoðanakönnun en ekki vísindaleg rannsókn Davíð Oddsson forsætisráðherra var til andsvara í utandagskrárum- ræðunni í gær og sagði hann að skýrsla Rauða krossins væri byggð á skoðanakönnun en ekki vísinda- legri rannsókn, skoðanakönnun sem út af fyrir sig bætti ekki neinu nýju við, þar kæmi ekkert nýtt fram sem ekki hefði komið fram áður. Davíð sagði að í ljósi þess að máls- hefjandi hefði spurt sérstaklega út í kjör bótaþega væri hins vegar rétt að rifja upp hver þróunin hefði verið í velferðarmálum og almannatrygg- ingum hér á landi á undanförnum árum. Sagði hann að fyrir það fyrsta hefði kaupmáttur grunnlífeyris al- mannatrygginga hækkað um 20% á síðasta kjörtímabili en þegar flokkar Samfylkingar hefðu verið síðast við stjóm hefði hann lækkað um 16%. „Kaupmáttur tekjutryggingar hækkaði um 21%,“ sagði Davíð enn- fremur, „en lækkaði um 6% síðast þegar Samfylkingarflokkarnir vora saman við stjórn." Sagði hann að kaupmáttur heimilisuppbótar hefði auk þess hækkað um 60% á síðasta kjörtímabili þótt að vísu yrði að taka tillit til þess að sími og útvarp hefðu verið tekin inn í þann bótaflokk. Pessi bótaflokkm- hefði hins vegar lækkað um 11% síðast þegar Sam- fylkingarflokkarnir voru saman í ríkisstjórn. Loks sagði Davíð að kaupmáttur sérstakrar heimilisuppbótar hefði hækkað um 13% á síðasta kjörtíma- bili en lækkað um 9% 1987-1991. ,Aflir þessir fjórir bótaflokkar samanlagðir, sem mynda þá svokall- aðar lágmarksbætur, hækkuðu um 22,5% á síðasta kjörtímabili í kaup- mætti talið, eða sama og launavísi- talan,“ sagði Davíð. Vandfundið stéttlausara þjóðfélag en það íslenska Forsætisráðherra sagði það enn- fremur hafa gerst að vanskil í bankakerfinu og húsnæðiskerfinu hefðu minnkað, sem gæfi góða vís- bendingu um það að staða hinna tekjulægstu hefði batnað á þessu tímabili. Kaupmáttur lífeyris al- mennra lífeyrissjóða hefði haldist í hendur við verðlagsþróun á síðasta kjörtímabili og kaupmáttur atvinnu- leysisbóta hefði hækkað um 11,4% á sama tíma. Sem betur fer, og það skipti meira máli, væri atvinnuleysi hins vegar afar lítið. „Þetta era þættir sem menn verða að horfa á og sjá þegar þeir spyrja um stefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Davíð, „vegna þess að stefnan er ekki bara það sem kemur út úr munni manna á hverjum tíma, held- ur verkin, það era verkin sem tala, verkin era vísbendingin og leiðsögn- in um það hvert menn halda. Ekki þegar þeir berja sér á brjóst og þykjast vera bestu vinir smælingj- anna.“ Hitt sagði forsætisráðherra reyndar alveg rétt að hagur ýmissa annarra í þjóðfélaginu hefði vænk- ast mun hraðar en þeirra sem minnst hefðu. Það væri hins vegar einmitt einkenni uppsveiflu í frjálsu hagkerfi og þegar og ef bakslag kæmi yrði það nýeignafólkið sem líklega myndi missa hvað mest. „Það er hins vegar grandvallar- atriði, sem menn eiga að hafa í huga, að þótt sumir beri mun meira úr být- um um þessar mundir en almennt gerist þýðir það ekki, eins og oft er gefið í skyn, að það veiki aðra. Kaup- máttaraukning hinna lægri tekna verður ekkert lakari fyrir vikið, eins og sumir virðast halda,“ sagði Davíð. Þvert á móti mætti segja að framtíðartækifæram hinna lægst launuðu fjölgaði við það að verðmæti væra sköpuð á öðram sviðum í þjóð- félaginu. Lauk Davíð ræðu sinni á því að segja að vandfundið væri stéttlausara samfélag en einmitt hið íslenska. Brauðmolahagfræði Reagans og Thatchers ekki sæmandi Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunum í gær og sögðu full- trúar stjórnarandstöðunnar m.a. að forsætisráðherra lokaði augunum fyrir því að ákveðnir hópar hefðu ekki notið góðærisins. M.a. sagði Margrét Sverrisdóttir, varaþing- maður Frjálslynda flokksins, að bil- ið milli ríkra og fátækra væri augsýnilega að stækka. Nú væri svo komið að þjóðinni ofbyði þetta svo mjög að hún lýsti sig jafnvel tilbúna til að axla meiri skattbyrðar. Hjálmar Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, lagði hins vegar áherslu á að ekki mætti gera eymd fólks að póli- tísku bitbeini. Stakk hann upp á því að skipuð yrði samstarfsnefnd stjórnmálaflokka og samtaka eins og Rauða krossins sem síðan myndi skila aðgerðaáætlun um hvernig lækna mætti vandann. „Með öllum tiltækum ráðum þarf að sprengja fólki leið út úr þeim vítahring erfiðra aðstæðna, hvemig svo sem þær era tilkomnar. Það er hlutverk okkar og það er skylda okkar,“ sagði hann. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, taldi hins vegar ekki nóg að skipa slíka nefnd, ganga ætti til formlegra samninga við þá hópa sem minna mættu sín til að ráða bót á meinsemdinni. Sagði Ög- mundur að í málflutningi forsætis- ráðherra væri komin holdi klædd brauðmolahagfræði þeirra Reagans og Thatchers þar sem gert væri ráð fyrir að hinir fátæku nytu molanna sem féllu af borðum hinna ríku. „Þetta er málflutningur sem er ekki sæmandi á íslandi," sagði Ögmun- dur. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra viðurkenndi að nýjar kannan- ir sýndu að víða væri þröngt í búi en sagði ýmislegt gert á vegum félags- málaráðuneytisins til að aðstoða fólk. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis- flokki, lýsti hins vegar þeirri skoðun sinni að skýrsla Rauða krossins væri illa unnin, aðferðafræðin á bak við hana væri röng. Hún væri hluti af velferðarútgerð sem beinlínis væri hættuleg velferðarkerfínu. Margir tdku til máls á Alþingi í umræðum um vegaáætlun fyrir árin 2000-2004 Jarðgangaáætlun og tvöföldun Reykjanes- brautar efst í huga manna JARÐGANGAÁÆTLUN Vega- gerðarinnar, sem kynnt var í gær, setti svip sinn á fyrri umræðu um til- lögu til þingsályktunar um vega- áætlun fyrir árin 2000-2004, sem fram fór á Alþingi í gær. Tvöföldun Reykjanesbrautar var þó einnig of- arlega í huga sumra þingmanna, einkum þeirra af suðvesturhorninu. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra mælti í upphafi fyrir tillögunni en hún er til fimm ára og að mestu með hefðbundnu sniði, þ.e. í henni er að finna áætlun um fjáröflun, svo og skiptingu útgjalda á helstu liði. Þá er í tillögunni að finna skrá um þjóð- vegi og flokkun þeirra. Fram kom m.a. í máli Sturlu að á árinu 2000 yrði frestað nýfram- kvæmdum fyrir 585 milljónir króna vegna þenslu í efnahagslífinu en þær kæmu hins vegar inn árið eftir. Auk þess væri reiknað með því að á þessu ári yrðu 126 milljónir króna af mörk- uðum tekjum til vegagerðar geymd- ar í ríkissjóði til síðari nota. Fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs við umræðu um vegaáætlun- ina og mátti heyra á þeim að flestir teldu hana bæði vel unnið og mikil- vægt plagg. Var það útbreidd skoð- un að fátt væri eins mikið innlegg í byggðamál og umbætur í samgöng- um. Sumir töldu þó að ýmis brýn verkefni væra óunnin í vegamálum á íslandi og að fjárveitingar til mála- flokksins hefðu ekki verið í samræmi við þarfir. Heiðursmannasamkomulag um að Austurland væri næst? Þingmenn töldu það vel til fundið hjá ráðherra að leggja til að göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar annars vegar og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar hins vegar verði boðin út sameiginlega í fyrstu. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokks á Austurlandi, taldi hins vegar hlut Austurlands í fyrirhugaðri jarðgangagerð á land- inu nokkuð hafa rýmað frá þeim áætlunum sem verið hefðu uppi 1991. Sagði Jón að þingmenn kjör- dæmisins væra sammála um að halda áfram á lofti sjónarmiðum sín- um þótt hann tæki fram að hann hefði enga löngun til að bítast við aðra landshluta um jarðgöng. Einar Már Sigurðarson, þingmað- ur Samfylkingar í sama kjördæmi, tók undir orð Jóns en benti á að fyrir margt löngu hefði verið rætt um að ráðast þyrfti í jarðgangagerð á Austurlandi. Enn hefðu fram- kvæmdir hins vegar ekki hafist. Sagði hann að margir þingmenn hefðu litið svo á að heiðursmanna- samkomulag væri í gildi um að næst skyldi byggja jarðgöng á Austur- landi. Tvöföldun Reykjanesbrautar ekki einkamál Reyknesinga Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og fyrrverandi sam- gönguráðherra, vildi hins vegar ekki fallast á að hlutur Austurlands hefði verið rýr. Sagði hann að víða um land vildi fólk fá jarðgöng, og oft á ólíkum forsendum. Hann benti m.a. á að með jarðgöngum milli Siglu- fjarðar og Eyjafjarðar yrði lagður grannur að fimm þúsund manna kaupstað á Eyjafjarðarsvæðinu. Tók Kristján L. Möller, þingmaður Sam- fylkingar, undir þetta og sagpi að leiðin milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar myndi styttast úr 250 km í 15 km með jarðgöngum, sem m.a. myndi styrkja mjög atvinnulíf á þessum stöðum. Jarðgöng milli meginlands og Vestmannaeyja komu einnig til tals og sagði Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks á Suðurlandi, það á miklum misskilningi byggt ef menn héldu að hugmyndir um veg- tengingu milli lands og Vestmanna- eyja væra nú úr sögunni, í kjölfar ályktana í jarðgangaskýrslu Vega- gerðarinnar. Slíkt verkefni væri vel framkvæmanlegt og sagði Árni að samgönguráðherra hefði staðfest að farið yrði í nauðsynlegar rannsóknir. Tvöföldun Reykjanesbrautar reyndist hins vegar efst í huga margra þingmanna af suðvestur- horninu. Kvaðst Kristján Pálsson, Sjálfstæðisflokki, líta svo á að tvö- földun brautarinnar væri jafn stórt mál og gerð Hvalfjarðarganganna hefði verið á sínum tíma. Sigríður Jóhannesdóttir, Samfylkingu, lýsti sig sammála þessu eins og reyndar fleiri en í máli Sigríðar kom m.a. fram að þingmenn Reykjaneskjör- dæmis væra samtaka í að gera allt til að tryggja tvöföldun brautarinn- ai'. W Ásta Möller og Guðmundur Hall- varðsson, þingmenn Sjálfstæðis- flokks í Reykjavík, og Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, Samfylk- ingu, bentu hins vegar á að stækkun Reykjanesbrautar væri ekkert einkamál Reyknesinga, hún væri ekki síður mikilvæg Reykvíkingum og reyndar landsmönnum öllum enda væri hún þjóðbraut þeirra til útlanda. Sögðu þær nöfnur jafn- j| framt að ýmsar mikilvægar sam- W göngubætur þyrfti nauðsynlega að vinna í höfuðborginni sjálfri. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði hins vegar að sveitar- stjórnamenn á höfuðborgarsvæðinu hefðu ekki unnið heimavinnuna sína sem skyldi, ekki lægju fyrir tillögur frá þeirra hendi um forgangsröðun og það ylli samgönguráðherra nokkrum vandkvæðum hvað varða ákvarðanir um samgöngubætur á ■ þessu svæði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.