Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samningur um samstarf rflds og Akureyrarbæjar um menningarmál undirritaður Framlög til menning- armála nær tvöfaldast frá því fyrst var samið BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri undirrituðu í gær samning um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menning- armál á Akureyri en samningurinn gildir til loka ársins 2002. Menntamálaráðherra sagði samninginn taka við af öðrum sem gerður var árið 1996 og kvað á um framlög ríkisins til menningarmála en samkvæmt honum námu fjár- veitingar tæplega 29 milljónum króna. Framlög ríkisins á þessu ári nema hins vegar 41,3 milljón- um króna, árið 2001 verða þau 52 milljónir króna og árið 2002 nema þau 64 milljónum króna. Samning- urinn var undirritaður með fyrir- vara um samþykki Alþingis. „Eins og sjá má á þessum samn- ingi mun fjárveiting ríkisvaldsins til menningarmála á Akureyri nær tvöfaldast frá því fyrst var samið,“ sagði Björn. Hann gat þess að tek- ið er mið af því í samningnum að Amtsbókasafnið á Akureyri geti gegnt hlutverki sínu sem eitt af skylduskilasöfnum í landinu, að á Akureyri verði rekið atvinnuleik- hús, að Sinfóníuhljómsveit Norður- lands fái styrk til starfsemi sinnar og tryggt verði áfram samstarf Listasafnsins á Akureyri og Lista- safns íslands. Þá verða á samningstímanum metnar forsendur fyrir hlutdeild ríkissjóðs í stofnkostnaði og rekstri menningarhúss á Akureyri, í stofnkostnaði viðbyggingar við Amtsbókasafnið, grundvelli þess að koma upp iðnminjasafni á Akur- eyri og hvort stofna eigi til rann- sókna, minjavörslu og kynningar á Gásakaupstað í samvinnu við Þjóðminjasafnið. „Ég er sérstak- lega spenntur að sjá hvernig hug- myndinni um byggingu menning- arhúss reiðir af, við munum skoða það mál og ræða það nánar á samningstímanum," sagði mennta- málaráðherra. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri sagði að for- svarsmenn bæjarfélagsins hefðu undanfarin misseri knúið á um aukið framlag ríkisins til menning- armála og orðið hefði verið við því nú. „Þannig að ég er afskaplega ánægður með þennan samning,“ sagði bæjarstjóri, en það hefði ver- ið staðfastur vilji fulltrúa ríkisins að taka á í þessum málaflokki með bæjarfélaginu. Bæjarsjóður mun leggja fram fé til menningarmála á móti ríkinu. „Framlag Akureyrar- bæjar til menningarmála á hvern íbúa er hærra en í Reykjavík og við erum stolt af því,“ sagði Krist- ján Þór. í framhaldi af undirritun samn- ings um samstarf ríkis og Akur- eyrarbæjar um menningrmál á Ak- ureyri voru einnig undirritaðir samningar milli Akureyrarbæjar Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júliusson bæjarsljóri og Björn Bjarnason mcnntamála- ráðherra undirrita samning um framlög til menningarmála á Akureyri. annars vegar og Leikfélags Akur- eyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hins vegar um fram- lög bæjarins til atvinnuleikhússins og Sinfóníuhljóm- sveitarinnar árin 2000-2002. Valgerður Bjarnadótt- ir, formaður Leikfélags Akureyrar, kvaðst ánægð með að samningur væri í höfn, fjárveitingar til félag- ins færu stighækkandi og á þriðja og síðasta ári samningsins væri leikfélagsfólk að sjá fjárveitingu sem þau reyndar gjarnan vildu fá nú í ár. Gunnar Frímannsson, for- maður stjórnar Sinfóníuhljómsveit- ar Norðurlands, sagði um tíma- mótasamning að ræða sem gerði hljómsveitinni kleift að starfa með öðrum hætti en áður, grundvöllur hennar styrktist og unnt væri að útvíkka starfsemina. Hugmyndir um stóriðju á Eyjafjarðarsvæðinu Áfram verður unnið að staðarvalsathugunum ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar, Akureyrarbær og Fjár- festingaskrifstofan hafa gert með sér formlegt samkomulag um að vinna áfram að staðarvalsathugunum fyrir stóriðju á Eyjafjarðarsvæðinu. Ýmsar athuganir hafa farið fram á Dysnesi í Amarneshreppi en ekki er eingöngu verið að horfa til þess AKUREYRARAPÓTEK flytur um helgina úr miðbænum þar sem það hefur verið starfrækt um áratuga skeið og í verslunarmiðstöðina í Hrísalundi. Jafnframt verður tekið upp nýtt nafn á apótekið sem hér eft- ir heitir Lyf og heilsa, Hrísalundi. Flutningur þessi hefur verið á döf- inni nokkuð lengi, en tilgangurinn svæðis í þessu sambandi, heldur er líka verið að kanna hvemig hægt er að koma heppilegri orkufrekri starf- semi fyrir á iðnaðarlóðum eins og við Krossanes og á Árskógsströnd. Þetta kemur fram í fréttabréfí Atvinnuþró- unarfélagsins. Einnig kemur þar fram að mjög brýnt sé að leita frekari valkosta í með honum er að þjóna betur byggð- inni á brekkunni og í Glerárhverfí og vonast forsvarsmenn apóteksins til þess að íbúar þessara svæða kunni að meta breytinguna. Samhliða flutningunum verður af- greiðslutíma breytt, en opið verður virka daga frá kl. 10 til 19, en um helgar er opið frá kl. 12 til 16. þessum efnum. Undanfama mánuði hafa verið kannaðir möguleikar á uppsetningu sinkverksmiðju við Eyjafjörð, eftir að Svanbjöm Sig- urðsson kom á sambandi við finnska aðila sem áhuga hafa á þátttöku. Jafnframt er bent á í fréttabréfinu að framtak Svanbjöms sýni að frum- kvæði heimamanna sé mikils virði og því mikilvægt að allir íbúar á svæðinu séu vakandi íyrir slíkum tækifærum, sem þeir geti svo komið til Atvinnu- þróunarfélagsins til nánari úrvinnslu. Svanbjöm rafveitustjóri hefur ver- ið að kanna möguleika á að hér verði reist sinkverksmiðja og hefur hann m.a. horft til Skjaldarvíkur í Glæsi- bæjarhreppi með hugsanlega stað- setningu í huga en Skjaldarvík er í eigu Akureyrarbæjar. Þetta mál sem og önnur eru þó aðeins á umræðust- igi enn sem komið er. Apótek opnað í Hrísalundi NORÐURSLÓÐADAGUR í Norræna húsinu Reykjavík 19. febrúar 2000 Dagskrá 10:00 Ávarp umhverfisráðherra Stofnun Vilhjálms Stefánssonar Háskóli norðurslóða og Northern Research Forum (NRF) North Atlantic Biocultural Organization (NABO) Norðurslóðasamstarf um landbúnað (CAA) Samstarf um skógrækt á norðurhjara 12:00 Matarhlé 13:00 Norðurskautsráðið og stefna þess Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) Protection of Arctic Marine Environment (PAME) Arctic Monitoring and Assessment Programme (AMAP) og Emergency Prevention Preparedness and Response (EPPR) Staða fslands í rannsóknasamstarfi á norðurslóðum Alþjóðlegt samstarf um haflsrannsóknir og þjónustu Samstarfsverkefni um fornveðurfar Norræna áætiunin um rannsóknir á norðurhjara 15:30 Kaffihlé Alþjóðleg samvinna íslendinga á norðurslóðum Stofnun Vilhjálms Stefánssonar stendur fyrir sérstökum degi, Norðurslóðadeginum, til- einkuðum samstarfi og rannsóknum íslendinga á norðurslóðum. Stefnt er að því að dagurinn verði árviss viðburður. Að þessu sinni er lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu í málefnum norð- urhjarans og hlutverk íslendinga í því samstarfi. Flutt verða erindi um alþjóðasamvinnu á vett- vangi umhverfismála, sjálfbærrar þróunar og norðurslóðafræða. Að þeim loknum verður efnt til pallborðsumræðna um strauma og stefnur í norðurslóðasamvinnu. í anddyri Norræna húss- ins verður veggspjaldakynning á verkefnum og stofnunum sem tengjast dagskránni. Ráðstefnan er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir. Allar frekari upplýsingar fást hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í síma 463 0580 eða í netfangi stef@svs.is 16:00 Opin pallborðsumræða um norðurslóðasamstarf á fslandi 17:00 Ráðstefnuslit Morgunblaðið/Jónas Helgason í ferðinni í sumar verður vitaskuld komið við í Gjánni eða Gjógv eins og þetta litla þorp heitir á máli heimamanna. Norræna félagið á Akureyri Fundur og fræðslu- kvöld um Færeyjar NORRÆNA félagið á Akureyri efn- ir til fundar í Deiglunni í Kaupvangs- stræti á morgun, laugardaginn 19. febrúar, kl. 16 en hann verður helg- aður Færeyjum. Félagið hyggst á næstu mánuðum efla tengslin við Færeyjar og mun í því skyni gangast fyrir stuttri röð fræðslukvölda í mars en þeim verður fylgt eftir með ferð til Færeyja í sumar. Sérstakur gestur fundarins verð- ur Sigurlín Sveinbjarnardóttir for- maður Norræna félagsins á íslandi og mun hún fræða fundargesti um sitthvað er varðar starf félagsins bæði hér á landi og margvísleg sam- starfsverkefni hinna norrænu þjóða. Edvard Fuglo, þekktur færeyskur myndlistarmaður segir frá listsköp- un sinni og starfi sínum með Leikfé- lagi Akureyrar og Helgi Þ. Svavars- son skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri flytur færeyska tónlist. Skemmtiferð til Færeyja Stefnt er að því að halda fjögur fræðslukvöld um Færeyjar í mars þar sem fjallað verður um landa- fræði og sögu eyjanna, rætt um nátt- úru þeirra og skoðaðar myndir af helstu náttúrufyrirbærum. Þátttak- endur fá einnig tækifæri til að kynn- ast tungumáli og menningu eyja- skeggja. Færeyingasaga verður tekin til umfjöllunar og borin saman við aðrar íslendingasögur. Fræðslukvöldunum verður fylgt eftir með skemmti- og fræðsluferð til Færeyja um mánaðamótin júh'-ágúst í sumar. Siglt verður með Norrænu og dvalið í Þórshöfn í tæpa viku. Ferðalöngum gefst kostur á að taka þátt í Olafsvökunni og síðan verður siglt um eyjarnar með íslenskri leið- sögn. Komið verður til Kirkjubæjar, Vestmanna, Fuglafjarðar, Klakks- víkur og margra fleiri áhugaverðra staða. Umsjónarmaður námskeiðs- ins og leiðsögumaður í ferðinni verð- ur Jónas Helgason menntaskóla- kennari. Þátttaka er öllum heimil. Þeir sem ekki koma á morgun en hafa áhuga fyrir námskeiðinu geta leitað upplýsinga hjá Unni Þor- steinsdóttur formanni Norræana fé- lagsins á Akureyri eða hjá umsjónar- manni námskeiðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.