Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 25

Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 25 Verdbréfaskráning gerir athuga- semdir við skýrslu Verslunarráðs Sameining’ við VÞÍ ekki verið rædd STJÓRNIR Verðbréfaskráningar og Verðbréfaþings hafa ekki rætt sín á milli um hvort sameina eigi félögin tvö að því er fram kom í máli Þor- steins Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Verðbréfaskráning- ar, á kynningarfundi félagsins sl. þriðjudag. Verslunarráð íslands mæltist til þess í skýrslu sinni til viðskiptaþings að könnuð yrði hagkvæmni þess að sameina félögin tvö. Þorsteinn segir að viðræður hafi farið fram milli stjórnanna um sam- vinnu félaganna. „Við höfum rætt hvaða leiðir séu færar til að spara kostnað. Meðal annars hafa komið upp hugmyndir um að starfsemi fé- laganna verði í framtíðinni í sameig- inlegu húsnæði." Hann bætti því við að stefna stjórnanna beggja væri sú að vinna í sameiningu að því að ná eins mikilli hagkvæmni í rekstri og unnt væri. Ábyrgð á hluthafaskrám áfram h(já stjórnum hlutafélaga En Verðbréfaskráning gerir ýms- ar athugasemdir við efni skýrslu Verslunarráðs. „Það má segja að punktar Verslunarráðs séu orðnir gamlir. Viðræður hafa farið fram milli allra aðila verðbréfamarkaðsins um skráningarstarfsemina og Verð- bréfaskráning hefur farið yfir ýmis mál með útgefendum hlutabréfa. Flest álitaefnin sem til staðar voru, eru nú leyst,“ segir Þorsteinn. Hann vék máli sínu að þeirri gagn- rýni, að ábyrgð stjórna hlutafélaga á hluthafaskrám myndi færast til Verð- bréfaskráningar. „Samkvæmt hluta- félagalögum ber stjóm hlutafélags ábyrgð á hluthafaskrám. Þessi ábyrgð verður eftir sem áður inn í lögunum. Skrámar verða áfram að- gengilegar inn í hlutafélögunum sjálf- Aðalbankastjóri bandaríska seðlabankans Yextir gætu hækkað enn frekar ALAN Green- span, aðalbanka- stjóri bandaríska seðlabankans, varaði við því í gær að bankinn gæti þurft að hækka vexti enn frekar til að vama því að bandarískt efnahagslíf of- hitni. Greenspan sagði efnahagsástand í Bandaríkjun- um ótrúlega gott um þessar mundir. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti fjómm sinnum síðan í júní 1999, til að kæla niður hagkeríið þar í landi, en Greenspan sagði í ræðu sinni fyrir bandaríska þingið að „litlar sannanir" væm fyrir því að það hefði borið nægan árangur. Margir gera ráð fyrir að vextir verði hækkaðir á næsta vaxtaákvörðunar- degi í mars næstkomandi. Viðvöran Greenspans hafði þegar í stað áhrif á verð hlutabréfa um all- an heim, að því er fram kemur á fréttavef BBC. um, en ekki hjá Verðbréfaskrán- ingu.“ Þorsteinn segir að þegar kerfíð hafi verið gagnrýnt hafi oft verið tek- ið mið af framkvæmdinni í Dan- mörku. „Þar hafa bankar og fjár- málastofnanir séð um hluthafa- skrámar fyrir útgefendur, sam- kvæmt þar til gerðum samningum. Lögunum þar hefur verið breytt á þann veg að ábyrgðin á hluthafa- skrám þarf ekki endilega að vera hjá stjómum hlutafélaga, heldur geta þær framselt hana. Hugsanlega mun sams konar breyting verða gerð hér- lendis, þróist markaðurinn á þann veg. En þetta er ekki svona hérlendis, heldur er Verðbréfaskráning í dag aðeins þjónustuaðili við hlutafélögin.“ Hlutafélögin hafa ein aðgang að skránum „Sá misskilningur hefur komið upp að einhverjir aðilar, t.d. fjár- málafyrirtæki, hefðu aðgang að hlut- hafaskrám í gegnum Verðbréfa- skráningu íslands. Þetta verður alls ekki þannig, heldur munu hlutafé- lögin sjálf semja við Verðbréfa- skráningu um að skrá bréfin rafrænt og hafa ein aðgang að hluthafaskrán- um,“ segir Þorsteinn. Að hans sögn hefur einnig mis- skilnings gætt varðandi framkvæmd annarra eignaskráninga verðbréfa en þeirra sem hljótast af beinum við- skiptum, t.d. vegna gjafa og erfða. Hann segir Verðbréfaskráningu hafa farið yfir með hlutafélögum hvemig þessu verði háttað. Eftir breytinguna yfir í rafrænt form munu félögin enn geta þjónað þeim hluthöfum sem leita til þeirra og óska eftir þessum breytingum. FBA kaupir 28,9% í Frjálsum fjarskiptum GENGIÐ hefur verið frá samn- ingum um kaup FBA á 28,9% hlut í Frjálsum fjarskiptum hf. og er um nýtt útgefið hlutafé að ræða. Að sögn Páls Þórs Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Frjálsra fjarskipta styrkir að- koma FBA rekstur og upp- byggingu fyrirtækisins. Frjáls fjarskipti vora stofnuð í janúar 1999 og allt síðastliðið ár var unnið að undirbúningi að því að reisa fyrirtækinu traust- ar stoðir. „Fyrirtækið hefur haslað sér völl á fjarskiptamarkaði og býður nú þegar lægra verð á símtölum til útlanda en önnur símafyrirtæki. Frjáls fjarskipti stefna að því að bjóða alhliða símaþjónustu á næstu mánuð- um, þ.á m. innanlandssímtöl og alhliða þjónustu og lausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga," seg- ir í tilkynningu frá Frjálsum fjarskiptum. í janúar keyptu Frjáls fjarskipti Heimsnet sem er int- ernet- og tölvuþjónustufyrir- tæki fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. Heimsnet var stofnað árið 1997 og hefur sérhæft sig í tengingum við Internetið ásamt almennri tölvuþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Alan Greenspan Höfuðborgarsvæðið: aust-noröaustan átt, 20-25 m/s, snjókoma og skafrenningur á köflun Frost 5 tii 7 stig. *■ Kringlan -hönnud fyrir íslenskar aðstæður /Cr(Aa(«ov ■VRÖPU A«l» tRRR Þ fl R 5 E 9 M /H J fl R T fl fl S L E R AFGREIDSLUTÍMAR mán.- fim. 10.0Ö tii 18.30 / fös. 10.00 til 19.00 / law. 10.00 til 18.00 / sun. 13.00 til 17.00 UPPlÝSlttGASÍMt 588 7788 SKRiFSTOFUStMI 568 9200 ÍH»i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.