Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Tveir sviptir veiðileyfi AÐEINS 2 bátar voru sviptir veiði- leyfi í janúarmánuði síðastliðnum vegna afla umfram heimildir. Fékk annar báturinn , Aili Júl ÞH 5, leyfið að nýju þegar daginn eftir enda hafði aflamarksstaða hans þá verið lag- færð. Hinn báturinn, Ólafur Magn- ússon VE 16, var sviptur leyfinu þann 20. janúar þar til aflamarks- staða hans yrði lagfærð. IMOKIA 5110 Lang vinsælasti GSM síminn! Tryggðu þér eintaka af þessum einstaklega vandaða síma á þessu frábæra verði. Þyngd 170 grömm. SMSskilaboð, Biðtimi allt að 270 klst. númerabirtir. Taltimi allt að 5 klst. Dagbók, klukka, 100 slmanúmer I minni. vekjaraklukka. Innbyggðir leikir. TAL12 er 12 mánaða GSM áskrift greidd með kreditkorti eða Veitikorti. TALkort kostar 1.999,- og er greitt fyrir það aukalega. Ótrúlega gott verð ~L fyrir hágæða DP800LEE I »RDS • Geislaspilari • Stafr. útvarp •4 x 34 watta magnari Tengjanl. beint við 4 hátalara AKF8065RDS ------------------ Gottútvarpá 1 frábæru verði! 1 • RDS 1 • Stafr. útvarp • Kassettutæki • Tengjanl. beint við 4 hátalara laugardaga 10:00 - 16:00 og sunnudaga <13:00 - 17:00 y BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri - S: 461-5500 BT Kringlunni - S: 550-4499 Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Skipverjar á Jóni Kjartanssyni SU fylgjast með loðnunni renna sína leið í lestarnar. Fullfermi í 5 köstum á nokkrum tímum í f-: | Góð loðnuveiði hjá Jóni Kjartanssyni SU á vertíðinni JÓN Kjartansson SU kom til Eski- fjarðar skömmu eftir hádegið í gær með fullfermi af loðnu, um 1.500 tonn, sem áhöfnin fékk í átta köstum við Hrollaugseyjar suðvestur af Hornafirði. Skipið fór frá Eskifirði á miðvikudagsmorgun eftir að hafa landað jafn miklum afla sem fékkst á Mýrargrunninu sem sýnir að loðnan er á vesturleið þó hægt fari. Jón Kjartansson er í hópi afla- hæstu loðnuskipa en í fyrrnefndum túr var fimm sinnum kastað og skip- ið fyllt á sjö til átta tímum. „Við vor- um komnir á miðin um klukkan þrjú um nótt, köstuðum fimm sinnum og vorum búnir að fylla fyrir klukkan 11 um morguninn," segir Grétar Rögnvarsson, skipstjóri, en mest fengu þeir um 500 tonn í kasti. Loðn- an var góð og fóru um 40 tonn í fryst- ingu. Um 11.000 tonn í flottroll Grétar notaði flottroll við veiðarn- ar í janúar og fram í byrjun febrúar og veiddi um 11.000 tonn í trollið en hefur kastað nótinni í sex síðustu túrum og er samtals kominn með um 15.000 tonn. „Það er alltaf gaman á nótinni enda er hún skemmtilegasta veiðarfærið," segir Grétar. „Það fylgir þessu mikil spenna og veiði- skapurinn er skemmtilegur, þegar mikið er fyrir. Stórtækt veiðarfæri. Það er að vísu erfiðara fyrir karlana, smá puð meðan á því stendur, en það tekur fljótt af enda ekki erfitt að vinna átta til tólf tíma í rykk.“ Trollið bjargvættur í gær hafi verið tilkynnt um land- anir á samtals um 266.000 tonnum af loðnu á vertíðinni og hafði um 45.000 tonnum verið landað hjá Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar á Eskifirði, um 39.000 tonnum hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og um 36.000 tonnum hjá SR-mjöli á Seyðisfirði en minna annars staðar. Stærsti hlutinn veidd- ist í flottroll en mikil veiði hefur ver- ið í nótina undanfama daga. Grétar segir að miklu máli hafi skipt að geta notað flottrollið áður en loðnan kom upp á grunnið og það sé mikill misskilningur að það hafi skemmt fyrir. „Hefði flottrollið ekki verið notað hefði lítil sem engin loðnuveiði verið í janúar. Þeir, sem ekki voru með flottroll, voru orðnir langeygðir eftir loðnunni og sumir sögðu að trollið hefði skaðleg áhrif og hefði útrýmt stofninum, en það er algjör þvæla. Það er mjög mikið að sjá af loðnu á miðunum en hún fer ekki mjög hratt. Hins vegar veit maður aldrei hvort um sömu torfu er að ræða en aðalatriðið er að það er nóg af henni.“ Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Gott veður hefur verið á loðnumiðunum undanfarna daga en kaldi var á heimleið í vikunni. I | ¥
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.