Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HESTAR
www.net-
viðskipti.is
Á SÍÐUSTU mán-
uðum hefur verið mik-
il umræða hérlendis
um Netið og netvið-
skipti. Nú er svo kom-
ið að vart er til það
stórfyrirtæki sem
ekki hefur fengið sér
heimasíðu og mörg
^~eru nú farin að líta á
netviðskipti með mikl-
um áhuga þar sem
þau eru talin veita
fyrirtækjum einstakt
tækifæri til að koma
vörum sínum og þjón-
ustu á framfæri til
neytenda með litlum
tilkostnaði.
Fyrirtækin keppast nú um hylli
viðskiptavinanna á Netinu og
reyna öll eftir fremsta megni að
vera fyrst til að hasla sér völl á
þessu nýja markaðstorgi til að
verða ekki eftirá þegar netvið-
skiptin fara að dafna. Síður dag-
blaðanna eru troðfullar af auglýs-
*4ngum frá netbönkum og
netverslunum og það er varla til
flettiskilti í borginni sem hefur
ekki eitthvað .is letrað með stórum
stöfum.
Þó að netviðskipti séu nú í há-
Netviðskipti
Tilskipanir Evrópu-
bandalagsins um rafræn
,v viðskipti og fjarsölu,
segir Gunnlaugur Pét-
ur Erlendsson, verða
því brátt hluti af ís-
lenskri löggjöf.
vegum höfð virðist hins vegar sem
umræðan um lagalegu hliðar þess-
ara viðskipta hafi algjörlega setið á
hakanum. Það er kannski engin
furða þar sem afar lítið er um lög-
gjöf hérlendis sem varðar sérstak-
lega netviðskipti en það mun
breytast í allra nánustu framtíð.
Mikill þrýstingur hefur verið á
•ÍÉÍvrópubandalaginu að undanförnu
að koma á samræmdum reglum
um netviðskipti enda talið að í
þeim felist ómetanlegt tækifæri
fyrir vöxt evrópsks iðnaðar. Innan
bandalagsins er því verið að ljúka
lögfestingu á tilskipun EB um raf-
ræn viðskipti og tilskipun EB um
fjarsölu á fjármálaþjónustu. Að
sama skapi þarf Alþingi innan ör-
fárra mánaða að lögfesta tilskipun
97/7/EB um fjarsölu til að full-
nægja skyldum sínum samkvæmt
samningnum um Evrópskt efna-
hagssvæði.
Eitt helsta einkenni netviðskipta
er að þau fara fram með miðlun
rafrænna skilaboða á Netinu gegn-
heimilistölvu, gagnvirkt sjón-
varpstæki, farsíma eða annað nett-
engt raftæki og teljast því til
rafrænna viðskipta. Netviðskipti
eru auk þess talin ein mikilvæg-
asta tegund rafrænna viðskipta
þegar litið er til framtíðar, sér-
staklega í ljósi þeirra miklu þæg-
inda, hraða, vöruúr-
vals og verðs sem þau
fela í sér fyrir neyt-
endur.
Tilvonandi tilskipun
EB um rafræn við-
skipti er ætlað að
samræma lagareglur
aðildarríkja Evrópska
efnahagssvæðisins um
meðferð rafrænna við-
skipta og fjarlægja
þannig þær lagalegu
tálmanir sem enn eru
til staðar fyrir raf-
rænum viðskiptum
milli aðildarríkjanna.
I náinni framtíð munu
fyrirtæki og einstakl-
ingar stunda rafræn viðskipti hvar
sem er á innri markaðinum á
grundvelli samræmdra lagareglna
um neytendavernd, upplýsingaskil-
yrði, stofnsetningu, ábyrgð, sam-
skipti o.fl.
Fjarsala er sala á vöru eða þjón-
ustu sem á sér stað milli neytanda
og seljanda án þess að þeir hittist
augliti til auglitis og getur hún
m.a. átt sér stað gegnum síma,
bréfsíma, sjónvarp, sölulista og
heimatölvu. Netviðskipti eru því
ein tegund fjarsölu þar sem aðilar
gera á milli sín samning en hittast
aðeins á Netinu.
Tilskipun 97/7/EB um fjarsölu
og tilvonandi tilskipun EB um fjar-
sölu á fjármálaþjónustu er ætlað
að samræma reglur aðildarríkj-
anna um markaðssetningu og neyt-
endavernd fjarsöluviðskipta, auka
traust neytenda á slíkum við-
skiptakerfum og gefa seljendum
skýrt lagalegt umhverfi til að
starfa í gjörvöllum innri markaðin-
um án lagalegra hindrana. Fjar-
sölutilskipanirnar koma því til við-
bótar við lög nr. 96/1992 um
húsgöngu- og fjarsölu og mæla fyr-
ir um mun strangari og ítarlegri
neytendavernd en nú gildir og er
það ekki síst vegna aukinna netvið-
skipta.
Netviðskipti teljast því í senn
vera rafræn viðskipti og fjarsala
þar sem þau fara fram á Netinu
með rafrænum hætti án þess að
samningsaðilar hittist augliti til
auglitis.
Aðild Islands að hinu Evrópska
efnahagssvæði átján Evrópuríkja
veitir íslenskum aðilum aðgang að
innri markaði Evrópubandalagsins
en til þess að sá markaður geti
starfað eðlilega er nauðsynlegt að
samræmdar lagareglur gildi hér á
landi sem og annars staðar innan
Evrópska efnahagssvæðisins. í að-
ildinni að EES felst því skylda fyr-
ir Alþingi og Stjórnarráðið að lög-
festa gerðir Evrópubandalagsins
sem varða innri markaðinn til að
koma á slíku samræmi.
Tilskipanir Evrópubandalagsins
um rafræn viðskipti og fjarsölu
verða því brátt hluti af íslenskri
löggjöf og eiga þær eftir að leiða
til mikilla breytinga hérlendis á
meðferð netviðskipta sem og ann-
ars staðar innan Evrópska efna-
hagssvæðisins.
Höfundur er nýútskrifaður lögfræð-
ingur úr Háskóla ískmds og stefnir
á framhaldsnám við New York
University næsta haust.
Gunnlaugur Pétur
Erlendsson
Rætt um varðveislu litförótta litarins á Alþingi
Hervar vom
Kramersbruch
ekki arfhreiim
Umræða á Alþingi um hvort ekki sé
hægt að verja fjármunum í að flytja inn
sæði úr litföróttum íslenskum hesti í
Þýskalandi vekur spurningar um hvort ekki
yrði gífurlegur áhugi á að fá sæði úr öðmm
íslenskum hestum á erlendri grund. Opnast
kannski möguleiki á að flytja inn
sæði úr hestum af öðrum kynjum? Ásdís
Haraldsdóttir velti því fyrir sér hvort
hún ætti í framtíðinni eftir að sjá
______hlaupandi um íslenska haga hóp____
kolsvartra frísneskra glæsihesta.
Einn alfrægasti stóðhestur á ís-
landi þessa dagana, hinn þýsk-
fæddi Hervar vom Kramers-
bruch.
AÐ er greinilegt að sú
umræða sem farið hefur
af stað um litförótta lit-
inn í íslenska hrossa-
stofninum hefur haft sitt að segja
og ekki verra að farið sé að ræða
um varðveislu litarins inni á Al-
þingi,“ sagði Ágúst Sigurðsson
hrossaræktarráðunautur Bænda-
samtaka Islands í samtali við
Morgunblaðið. „Auðvitað er mjög
gott að fá meira fjármagn í þetta
verkefni og loforð stofnverndar-
sjóðs um styrk til eflingar litför-
ótta litnum hefur þegar hvatt
menn til dáða.“
Össur Skarphéðinsson bar fram
fyrirspurn á Álþingi á miðvikudag
til Guðna Ágústssonar landbúnað-
arráðherra hvort hann hygðist
beita sér fyrir aðgerðum til að
tryggja varðveislu sjaldgæfra
hrossalita á íslandi. Var athyglinni
sérstaklega beint að litförótta litn-
um vegna hættu á að missa hann
úr kyninu. Össur mæltist til þess
að ráðherrann fyndi fjármuni til að
fytja inn sæði úr Hervari vom
Kramersbruch sem er 1 Þýskalandi
og haldið var fram að væri arf-
hreinn litföróttur.
Innflutningur á sæði
hefði gífurleg áhrif
Ágúst segir að aðeins um 1%
hrossastofnsins i landinu sé litför-
ótt og liturinn við það að vera í út-
rýmingarhættu. Eftir að mikil um-
ræða um litinn fór í gang hefur
frést af mörgum litföróttum hross-
um sem ekki hafa verið hluti hins
virka hóps ræktunarhrossa og t.d
ekki verið með í skýrsluhaldi
Bændasamtakanna. Líklega eiga
því auknir fjármunir og styrkur
stofnverndarsjóðs eftir að hvetja
fólk til að leita að góðum einstakl-
ingum í þessum hópi til að og
temja þá og sýna.
Ágúst segir þó enn ekki bera
mikið á þessum hrossum. Hann er
um þessar mundir á fundarferð um
landið ásamt Kristni Guðnasyni,
formanni Félags hrossabænda. Á
ferð þeirra um Austur- og Norður-
land hafa þeir séð mörg hross, en
ekkert litförótt.
„Ef farið verður að ræða um að
flytja inn sæði úr Hervari vom
Kramersbruch erum við að ræða
um gjörbreyttar aðstæður hér á
landi. Við höfum alltaf gengið út
frá því að við byggjum við þá lög-
gjöf að ef hestur færi frá íslandi
kæmi hann ekki aftur og að ekki
væri hægt að flytja inn sæði. En ef
það verður leyft mun það hafa gíf-
urleg áhrif. Margir hestar yrðu of-
ar á blaði en Hervar, þá á ég við
úrvals góða stóðhesta sem farið
hafa úr landi. Einnig held ég að
áhugi yrði á að flytja inn sæði úr
Litfara frá Helgadal. Samkvæmt
kenningum um litförótta litinn, í
hvaða kyni sem er, getur hestur
ekki verið arfhreinn litföróttur. Ef
Hervar er arfhreinn er það eitt-
hvað alveg óþekkt og sérstakt. Auk
þess er lítið er vitað um Hervar.
Þegar fréttir af honum bárust
hingað til lands fyrir nokkrum
mánuðum sendi ég fyrirspum um
hann til eigenda hans en hef ekki
fengið neitt svar.“
Hervar fékk 8,08
Hervar vom Kramersbruch er í
eigu Schmitz-fjölskyldunnar í
Þýskalandi sem einnig á jörð og
hross hér á landi. Að sögn Oliviu
Schmitz er Hervar undan Hjörvari
frá Reykjavík og Dögg frá Blöndu-
ósi sem einnig er í eigu þeirra og
lifir enn 27 vetra gömul í Þýska-
landi. Þótt Dögg sé sögð brún-
skjótt litförótt í Feng, segir Olivia
að hún fari ekki litum en það geri
aftur á móti öll hennar afkvæmi
sem fæðst hafa hjá fjölskyldunni.
Olivia sýndi Hervar á kynbótasýn-
ingu í Þýskalandi fyrir tveimur ár-
um og fékk hann þá 8.08 í aðalein-
kunn. Hún segir hann vera mikinn
skeiðhest og þrátt fyrir að lang-
flest afkvæmi hans séu litförótt er
ekki svo í öllum tilfellum. Hann er
þvi greinilega ekki arfhreinn. Oli-
viu þótti ótrúlegt að Hervar væri
orðinn svo frægur á Islandi að rætt
væri um hann á Aþingi.
Samkvæmt Feng er Litfari frá
Helgadal undan Þætti frá Kirkju-
bæ og þessari sömu Dögg frá
Blönduósi og því hálfbróðir Her-
vars.
Eftirsjá í Litfara
frá Helgadal
Þegar rætt var um litförótta lit-
inn á fagráðsfundi í hrossarækt
síðasta haust kom einmitt fram að
mikil eftirsjá væri í Litfara frá
Helgadal. Hann hafi margt til að
bera til að verða vinsæll stóðhestur
vegna þess hve hæfileikamikill
hann er. Litfari á afkvæmi hér á
landi og er það mál manna að hann
gefi af sér mjög góð reiðhross.
Ágúst sagði mikilvægt að fólk
áttaði sig á því að til þess að fjölga
litföróttum hrossum yrði fólk að
hafa aðgang að litföróttum stóð-
hesti með mikla hæfileika, því eng-
inn færi út í að rækta litförótt
hross bara út á litinn.
Eins og kom fram í viðtali við
Pál Imsland í Morgunblaðinu 26.
nóvember sl. er hægt að halda
tveimur litföróttum hrossum sam-
an, en ef afkvæmið er arfhreint
deyr fósturvísirinn. Það er ekki
fyrr en myndast arfblendið fóstur
að j)að getur lifað.
I viðtalinu við Pál kom einnig
Mikið úrval af vönduðum stálvöskum framleiddum í
verksmiðjum Intra i Noregi, Sviþjóð og Danmörku.
TCnGI
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sfmi: 564 1088 • Fax: 564 1089
Fást í byggingavöruverslimum um land allt