Morgunblaðið - 18.02.2000, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ
56 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000
y\
www.rit.ee
þýðingar á ensku
- vefsíður, ársreikningar o.fl.
Blöndunartæki
Gamaldags blöndunartæki framleidd
bæði fyrir eldhús og baðherbergi.
Blöndunartæki fyrir handlaugar eru
framleidd með háum og lágum stút.
Yfirborðsáferðin erýmist króm, gull eða
króm/gull.
T€flGI
i
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089
Fást i byggingavöruverslunum um landallt
Ofnæmis-
prófað
Miklu
lægra
verð
Multi Vitamins
& Minerals
30 hylki
Auögieypanleg
Dreifing:
Hollefni ehf.
GEV-ErTABS'
MULTI VíTAMINS
&MINERALS
Náttúrlegt
Sama
gæða
varan
FAX 552 6666
Pottar í Gullnámunni dagana 3. til 16. febrúar 2000
Silfurpottar:
Dags. Staður Upphæð
3. feb. Ölver....................................258.653 kr.
4. feb. Háspenna, Laugavegi...................... 68.531 kr.
4. feb. Háspenna, Hafnarstræti ............. 132.039 kr.
5. feb. Háspenna, Laugavegi..................... 180.440 kr.
6. feb. Háspenna, Hafnarstræti ............. 180.649 kr.
7. feb. Spilastofan, Geislagötu 12, Akureyri .... 111.640 kr.
7. feb. Háspenna, Laugavegi..................... 84.826 kr.
8. feb. Catalína ........................... 142.104 kr.
8. feb. Mónakó................................. 123.254 kr.
9. feb. Háspenna, Laugavegi..................... 112.297 kr.
10. feb. Háspenna, Laugavegi..................... 186.532 kr.
11. feb. Hafurbjörninn, Grindavík................ 148.496 kr.
11. feb. Háspenna, Hafnarstræti .............. 85.696 kr.
11. feb. Videomarkaðurinn, Bæjarlind ......... 72.339 kr.
14. feb. Háspenna, Hafnarstræti ..............323.262 kr.
14. feb. Videomarkaðurinn, Bæjarlind............. 121.237 kr.
15. feb. Sunnukráin, Akureyri.................... 173.325 kr.
16. feb. Mónakó.................................. 185.967 kr.
7. mars Ölver............................... 62.119 kr.
Staða Gullpottsins 17. febrúar kl. 9.00
var 11.601.357 kr.
Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000. kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr.
og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.
ÍDAG
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Kannast einhver
við þessa mynd?
VELVAKANDA bárust
myndir sem fundust fyrir
utan Laugardalshöll fyrir
um það bil 12-15 árum síð-
an. Ef einhver kannast við
konuna á myndinni, er
hægt að hafa samband í
síma 569-1201.
Akureyrarskyr
KONA hafði samband við
Velvakanda og vildi koma á
framfæri að það væri hægt
að kaupa gamaldags Akur-
eyrarskyr einu sinni í viku í
KEA Nettó í Mjódd. Einnig
vildi hún benda á það að
Askaskyrið frá Búðardal
fengist í hverri verslun. Það
skyr væri eins og skyrið
sem búið hefur verið til á
Islandi í gegnum tíðina og
best væri að geyma það
lengi í ísskápnum, því þá
súrnar gerillinn.
Þakkir
ANNA Soffía vildi koma á
framfæri þökkum til stræt-
isvagnabílstjórans á leið 5.
Hún tók strætisvagn fðstu-
daginn 11. febrúar sl. kl.
16.58 frá Lækjartorgi þeg-
ar óveðrið geisaði í Reykja-
vík. Hún fór úr vagninum
við Austurbrún. Þar var al-
veg snarvitlaust veður og
hún fauk þegar hún fór út
úr vagninum. Bílstjórinn
snaraði sér þá út og leiddi
hana heim að húsinu. Húf-
an hafði fokið af henni og
kom einn farþeginn með
hana til hennar. Vildi hún
senda þeim báðum sinar
bestu þakkir fyrir aðstoð-
ina.
Slæmt ástand við
strætisvagnaskýlin
ÞAÐ er alltaf verið að
hvetja fólk til þess að nota
strætisvagnana. Núna í
þessari ófærð er það nánast
vonlaust. Þegar göturnar
eru ruddar, er snjónum
rutt upp að gangstéttar-
brúnunum. Það þarf að
klofa skafla og ruðninga
þegar fólk fer í og úr vögn-
unum. Það getur skapast
gífurleg hætta fyrir fólk.
Eg var vitni að því að kona
sem kom út úr strætisvagni
datt um leið og hún kom út.
Það er gífurlega slæmt
ástand við strætisvagna-
skýli borgarinnar, sem
þyrfti að laga sem allra
fyrst.
Farþegi.
Til kattareigenda
Nú er kominn tími til að
kattareigendur hætti að
væla og kvarta um að þeir
fái ekki að hleypa köttunum
sínum út meðan á kattar-
átakinu í miðbænum stend-
ur. Þið hafið sennilega lesið
mörg lesendabréf frá reið-
um kattareigendum kvart-
andi og vælandi út af þessu
átaki í miðbænum i þeim til-
gangi að losa miðbæinn við
flækings- og villiketti.
Núna í gær (7. febrúar)
birtist svo gríðarstór grein,
á baksíðu DV, um kattar-
eiganda og köttinn hans,
dr. Jón. Dr. Jón hafði verið
fangaður tvisvar sinnum og
neitar eigandinn að borga
þessar 7.500 kr sem hann
skuldar bænum fyrir að fá
köttinn til baka. Eigandinn
segir að kötturinn hafí
aldrei gert þarfir sínar í
kassa og þegar eigandinn
hélt kettinum inni í einn
dag, vegna kattarátaksins,
hafði hann skitið og migið
út um alla íbúð. Eg segi
bara gott á þig. Nú sérð þú
magnið af skit og hlandi
sem kötturinn þinn, einn
köttur, skilur eftir sig víðs-
vegar í borginni á hverjum
einasta degi! Og þá í flest-
um tilfellum í barnasand-
kössum í leikskólum og
gæsluvöllum borgarinnar.
Þessi kattareigandi veit
greinilega ekki neitt um
ketti eða hvernig á að sjá
um ketti því allir vita að
hver köttur þarf sinn eigin
sandkassa til að gera þarfír
sínar í. Mér finnst viðbjóðs-
legt að láta köttinn sinn
míga og skíta úti um alla
borg í alla barnasandkassa
þar sem litlu bömin leika
sér og stinga svo hland-
blautum sandinum upp í
sig. Kattarskítur er líka
fullur af hringormum og
öðrum sníkjudýrum sem
lifa í meltingarvegi allra
katta og geta smitast yfir i
menn. Fólk getur ekki opn-
að glugga án þess að köttur
stökkvi inn og geri þarfir
sínar þar inni (það hefur
gerst). Þeir sem geta ekki
verið með kettina sína inni
hjá sér eiga ekkert að vera
að fá sér ketti. Hvað er
gaman við að eiga kött sem
er aldrei heima hjá sér?
Flestir hreinræktaðir kett-
ir eru innikettir og líður
bara vel, því þeir hafa
aldrei farið út og það sem
þeir þekkja ekki sakna þeir
ekki.
R.M.
Tapað/fundió
Gyllt dömuúr
týndist
10. FEBRÚAR sl. týndist
fingert gyllt dömuúr með
gylltri keðju. Eigandi úrs-
ins tók leið 6 frá Nesvegi að
Regnboganum við Hverfis-
götu og gekk síðan upp á
Laugaveg. Skilvís finnandi
er vinsamlegast beðinn að
hafa samband við Rögnu í
síma 651-7049.
Poki með fatnaði
týndist
POKI með gráum buxum,
svörtum bol og fjólubláum
trefli týndist á Spotlight 12.
febrúar sl. Skilvís finnandi
er vinsamlegast beðinn að
hafa samband í síma 554-
2537. Fundarlaun.
Nokia 5110 týndist
NOKIA 5110 gsm-sími
týndist laugardagskvöldið
12. febrúar sl. Framhlið
símans er græn-fjólublá
sanseruð. Síminn týndist
annaðhvort fyrir utan
Glaumbar eða innan. Finn-
andi hafi samband viðð
Svövu í síma 566-6532.
Gsm-sími í óskilum
GSM-SÍMI fannst við
Tjörnina í Reykjavík mánu-
daginn 14. febrúar sl. Upp-
lýsingar í síma 587-2870.
Gsm-simi týndist
GSM-SÍMI týndist á Skóla-
vörðustíg laugardaginn 12.
febrúar sl. Finnandi vinsa-
mlegast hafi samband við
Helgu í síma 555-4731.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
FALLEGIR 2ja mánaða
kettlingar fást gefins. Þeir
eru karlkyns, tveir svartir
og einn svartur/ hvítur.
Þeim vantar heimili strax
því annars því miður ekkert
nema svæfing. Sími
5541596, 8661646 eða
8663756.
Víkverji skrifar...
ÍKVERJI dagsins er mikill
kattavinur og hefur aldrei skilið
þá sem taka hunda fram yfir þessi
göfugu dýr. Allir hljóta líka að sjá að
kettir gera mikið gagn, halda niðri
músastofninum í sveitum og eru eig-
endum sínum til yndis í þéttbýlinu.
Þótt einn og einn fuglsungi sé freist-
andi biti á vorin er ekkert við því að
segja. Að minnsta kosti ættum við
mennimir að þegja, ekki reka kettir
fuglaverksmiðjur með það eitt að
markmiði að framleiða ungt og meyrt
kjöt á pönnuna. Það gerum við.
I fréttum segir að vestanhafs rorri
nú margir húskettir og hundar um í
spikinu vegna þess að eigendumir,
aðallega þeir sem sjálfir em of hold-
ugir, geíl þeim allt of mikið. En Vík-
verji sem er kattarlaus þessa stund-
ina, hefur áhyggjur af því að það séu
ekki eingöngu Bandaríkjamenn sem
séu syndugir í þessum efnum. Hann
sér oft dæmi um vansæla ketti í
Reykjavík, ketti sem deyja löngu fyr-
ir tímann vegna þess að eigendurnir
em að kæfa þá í mat. Af hverju ekki
að spara svolítið fóðrið en gæla því
meira við blessuð dýrin og þá er átt
við öll gæludýr?
xxx
SKYNDILEGA skall á talsvert
rok á íslandi með mikilli snjó-
komu, flugsamgöngur lömuðust og
hundmð bíla sátu fost í sköflum á
höfuðborgarsvæðinu. Víkverji lenti
eins og fleiri í erfiðleikum af völdum
veðurhamsins og honum létti þegar
hann sá að samkvæmt upplýsingum
Veðurstofunnar var þetta meiri snjó-
koma á einum degi en gengur og ger-
ist. Fara þurfti 16 ár aftur í tímann til
að finna eitthvað sambærilegt í
Reykjavík.
Það var þá ekki bara minnisleysi
og minnkandi hæfileikar okkar borg-
arbúa til að kljást við náttúruöflin
sem olli vandanum. Hann var raun-
veralegur en það sem Víkveija
fannst sérkennÚegast var að sjá
skeyti um málið á vefnum hjá stórri,
erlendri fréttastofu, AFP.
Þar sagði meðal annars að strætis-
vagnar í höfuðborginni hefðu oft ekki
komist leiðar sinnar vegna einkabíla
sem skildir hefðu verið eftir í snjón-
um. Snjóplógar hefðu ekki heldur
getað athafnað sig af sömu orsökum.
Einnig var fjallað um erfiðleika flugf-
arþega sem ekki hefðu komist frá
Keflavík og orðið að veija nóttinni í
flughöfninni.
Einhvern tíma hefði okkur þótt
furðulegt að snjókoma á íslandi
þætti tíðindum sæta í öðmm löndum
en kannski er þetta aðeins dæmi um
alþjóðavæðingu og vaxandi umsvif
fjölmiðla.
xxx
VINKONA Víkveija fékk sér fyr-
ir skömmu snæðing í hádeginu
á nýjum veitingastað í miðborginni
og ekki hafði hún neitt út á matinn að
setja. Hann var að vísu dýr en mjög
góður og vel fram borinn enda fær
staðurinn frábæra umsögn í veitinga-
húsagagnrýni blaðsins.
En það var annað sem henni
fannst í senn afleitt og um leið hlægi-
legt. Hægt er að fá sérstakan mat-
seðil þar sem rakið er hvað sé á boð-
stólum í hádeginu. Oft hefur hún séð
ritvillur á matseðli og séu veitingam-
ar góðar og þjónustan notaleg er fólk
yfirleitt ekki að kippa sér mikið upp
við slíka fegurðarbletti. En umrædd-
ur seðill hlýtur að slá öll met sem áð-
ur hafa verið sett í þessum efnum
norðan Alpafjalla, ef ekki víðar.
Fyrst skal þess getið að nöfn á
áfengistegundum em fjölmörg vit-
laust stafsett og ætti þó að vera
hægðarleikur að líta á barinn til að
fullvissa sig áður en handritið er sent
í prentun. (Pappírinn var þykkur og
vandaður, ekki vantaði það.) Rætt
var m.a. um Cocnac (Cognac), Arm-
aniac (Armagnac), Bailys (Bailey’s),
Camus Extra Ordinary (Camus
Extra Ordinaire), Martell Gordon
Bleu (Martell Cordon Bleu), Grand
mariner Gold (Grand Mamiere
Gold).
Einnig var gestum bent á að hægt
væri að fá Expresso (Espresso) kaffi
og Cappochino (Capuccino).
Boðið var upp á Iris coffecake (Ir-
ish coffeecake), chocoladecake
(chocolatecake) Zuchini (Zucchini),
cottage chesse (cottage cheese) og
ekki má gleyma baquette with turky
(baguette with turkey)!