Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 68

Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 68
ATLAIMTSSKIP - ÁREIÐANLEIKI í FLUTNINGUM - Leitið upplýsinga í síma 520 2040 www.atlantsskip.is SRffgtniHjiMfe MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Nýtt kvikmynda- hús í Smáralind NÝTT 1.100 til 1.300 manna kvik- myndahús verður í verslunarmið- stöðinni Smáralind, en búið er að skrifa undir samninga þess efnis. Björn Sigurðsson, forstöðumaður kvikmyndadeildar Skífunnar, staðfesti þetta í samtali við Morg- unblaðið, en hann sagði að málið væri í höfn, aðeins ætti eftir að fara yfir nokkur tækniieg atriði. Skífan, sem rekur Regnbogann, mun einn- ig reka hið nýja kvikmyndahús, en ráðgert er að það verði opnað á sama tíma og verslunarmiðstöðin sjálf, þ.e. í október á næsta ári. „Þetta verða fimm salir, en stærsti salurinn mun líklega taka um 500 manns,“ sagði Bjöm. „Það er stefnt að því að þetta verði glæsilegasta kvikmyndahús á ís- landi.“ Að sögn Bjöms hefur Skífan ákveðið umframframboð af kvik- myndum og því var ákveðið að leggja út í þessa framkvæmd. Brött gólf „Þetta er sá hluti af okkar rekstri sem við þurfum að bæta og stækka. Við emm að dreifa miklu af kvikmyndum í önnur kvik- myndahús, þannig að okkur vantar í raun kvikmyndahús. Aðsókn að kvikmyndahúsum er að aukast úti í heimi og er það ekki síst vegna svona kvikmyndahúsa, það er kvikmyndahúsa sem em inni í verslunarmiðstöðvum." Bjöm sagði að töluvert yrði um nýjar áherslur en að hönnun stæði nú yfir. Hann sagði að allir salimir yrðu með mjög miklum halla á gólfum eins og tíðkast í nýjustu bíóunum erlendis. ■ Nýtt bíó/Cl Göng fyrir austan og norð- an boðin út sameiginlega JARÐGÖNG verða væntanlega næst gerð á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar eða á milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar en þessi tvö verkefni njóta forgangs skv. langtímaáætlun Vegagerðarinnar um gerð jarðganga á Islandi sem Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra kynnti á fundi í gær. Er gert ráð fyrir að jarðgangagerð á þess- um stöðum verði boðin út í einum pakka að lokinni frekari rannsókn og öðrum undirbúningi á svæðun- um. Miðað er við að rannsóknir við verkefnin tvö geti hafist á þessu ári og standi í 2-3 ár. Að því búnu taki sjálf jarðgangagerðin við og er talið að hún geti staðið yfir í fjögur ár fyrir norðan en tvö fyrir austan, eða samtals í sex ár. í áætlun Vegagerðarinnar er einnig gert ráð fyrir að jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verði eitt af næstu verkefnum í jarðgangagerð. Það verður þó boðið út sérstaklega. Er gert ráð fyrir að þessi gangagerð taki tvö ár og því taka þessi þrjú jarðgangaverkefni alls tíu ár ef gengið er út frá því að unnið sé frá báðum gangaendum. Kostnaður við verkefnin þrjú er áætlaður rúmir 9 milljarðar króna, að því er fram kom á kynningar- fundinum í gær. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tók þar fram að ekki lægi fyrir áætlun um fjár- mögnun verkefnanna en benti á að þau yrðu fjármögnuð sérstaklega. ■ Jarðgangaáætlun/lO ■ Næstu jarðgöng/34 Dýpkun við Faxa- garð lokið DÝPKUNARFRAMKVÆMDUM við Faxagarð í Reykjavíkurhöfii er lokið, en búið er að dýpka höfnina á þessum stað niður í 7,5 metra. Sam- kvæmt upplýsingum frá hafnsögu- vaktinni er nú búið að dýpka alla höfnina, en við Faxagarðinn verður m.a. framtíðarlægi nýja hafrann- sóknarskipsins. Það var verktaka- fyrirtækið Sæþór hf., sem sá um framkvæmdimar. Töluvert hefur verið um hafnarframkvæmdir í vet- ur og þessa dagana er unnið að landfyllingu við Vogabakkann. Islendingar fjárfesta lítið í atvinnurekstri erlendis miðað við OECD-þjóðir Fjárfestingin hefur skilað litlum hagnaði Morgunblaðið/Þorkell Breytt skipulag Rfldsspítala og SR Ein fram- kvæmda- stjórn skip- uð yfír spítalana BREYTINGAR á skipulagi sjúkra- húsanna í Reykjavík verða kynntar í dag og eru þá ráðgerðir fundir með starfsmönnum sjúkrahúsanna. Eru breytingarnar verulegar en eins og fram hefur komið verður framvegis ein stjórn og ein fram- kvæmdastjórn fyrir bæði sjúkra- húsin. Breytingarnar þýða meðal ann- ars að stöðum fækkar í yfirstjórn- inni og þannig verður forstjóri spítalanna einn og sömuleiðis einn lækningaforstjóri og einn hjúkrun- arforstjóri. Fleiri breytingar verða á stöðum í framkvæmdastjórn. Gert ráð fyrir að stöður verði auglýstar ÍSLENDINGAR fjárfestu beint í atvinnurekstri erlendis fyrir um 5 milljarða kr. á árinu 1998 og nam fjármunaeign Islendinga í atvinnu- rekstri erlendis um 23,5 milljörðum í Þess árs. Bráðabirgðatölur gefa til kynna að erlend fjárfesting Is- lendinga hafi verið svipuð á seinasta ári. Þetta kemur fram í grein eftir Stefán Arnarson, starfsmann tölf- ræðisviðs Seðlabanka íslands, sem birt er í ársfjórðungsriti Seðlabank- ans, sem kom út í gær. Athygli er vakin á því í greininni að þessi fjárfesting hefur skilað litl- um hagnaði. Á árinu 1998 voru tekjur af beinni fjárfestingu íslend- inga í fyrirtækjum erlendis um 500 milljónir kr. (um 300 millj. kr. árið 1997) og er það helmingi minni arð- semi en í beinni fjárfestingu er- lendra aðila í atvinnurekstri hér á landi. Á tíu ára tímabili, 1988-1998, voru tekjur íslendinga af þessari fjárfestingu erlendis um 200 milljón krónur á ári. Sex fyrirtæki áttu 80% fjármunaeignarinnar Þau íslensk fyrirtæki sem hafa fjárfest mest erlendis eru Eimskipa- félag íslands, Islenskar sjávarafurð- ir, Marel, Samherji, SÍF og Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, en þessi sex félög áttu um 80% fjármunaeignar- innar í lok ársins 1998. Um 40% af fjármunaeign Islend- inga erlendis er í fyrirtækjum í Bretlandi og Bandaríkjunum og um þrír fjórðu í sjávarútvegi og atvinnu- rekstri sem tengist honum. „Samanborið við flestar aðrar OECD-þjóðir er bein fjáimunaeign íslendinga erlendis lítil. í lok ársins 1998 var hún um 4% af vergri lands- framleiðslu. Þetta hiutfall hjá hinum Norðurlandaþjóðunum er yfir 20% og hjá sumum OECD-þjóðum er það yfir 50%,“ segir í grein Stefáns. Samtals höfðu 72 íslenskir aðilar fjárfest beint í 141 erlendu fyrirtæki um áramót 1998/99, í alls 33 löndum. Fram kemur í greininni að tekjur af beinni fjárfestingu í atvinnu- rekstri erlendis geta verið í formi arðgreiðslna, endurfjárfestingar og hreinna vaxtatekna vegna lánsvið- skipta. Á árinu 1998 voru þessar tekjur um 500 milljónir kr. alls, þar af námu arðgreiðslur um 100 millj. kr„ og arðsemi fjármunastofnsins nam 2,3%. Aðeins 52 af dótturfyrir- tækjum og 12 af hlutdeildarfyrir- tækjum íslendinga erlendis skiluðu hagnaði árið 1998. „Athygli vekur að hagnaðurinn skuli ekki vera meiri. Arðsemin er helmingi minni en í beinni fjárfest- ingu erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi. Þessi staðreynd er athyglis- verð, því að forsvarsmenn íslensks atvinnulífs hafa oft kvartað yfir því að umhverfí íslenskra fyrirtækja sé ekki nægjanlega gott og að þau búi við verra umhverfi en atvinnulíf víða erlendis. Það má varpa fram ýmsum skýringum á þessari slöku arðsemi. Nærtækustu skýringamar eru þær að Islendingar fjárfesti í atvinnu- greinum sem skila litlum arði og í umhverfi sem þeim gengur illa að ná tökum á,“ segir í lok greinar Stefáns. Báðir spítalarnir hafa haft eigin framkvæmdastjórn og á Landspít- ala sitja í henni forstjóri, aðstoðar- forstjóri, lækningaforstjóri, hjúkr- unarforstjóri og fjármálastjóri. Svipuð uppbygging hefur verið á framkvæmdastjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ný framkvæmdastjórn verður skipuð forstjóra, lækningafor- stjóra, hjúkrunarforstjóra, rekstr- arstjóra, tæknistjóra og gert er ráð fyrir nýrri stöðu framkvæmda- stjóra rannsóknar og kennslu. Er þar m.a. horft til hugsanlegrar breytingar í háskólasjúkrahús. Gera má ráð fyrir að þessar stöður verði auglýstar, jafnvel einnig staða forstjóra, þegar formleg ákvörðun liggur fyrir um með hvaða hætti fækkun í yfirstjórninni getur farið fram. Vinna hefjist innan fárra vikna Ráðgert er að heilbrigðisráð- herra kynni nýtt skipurit fyrir spítalana í dag og er búist við að farið verði að vinna samkvæmt því innan fárra vikna. Það veit hvert mannsbarn! ab-ostur inniheldur a- og b-gerla. Hann er kalkríkur og ákaflega bragðgóður. ab-ostur - hellsunnar vegnal www.ostur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.