Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ályktanir Búnaðarþings
Fasteignagjöld af
margföldu raun-
verulegu
BÚNAÐARÞING hefur skorað á
stjórnvöld að leiðrétta hið fyrsta
það sem þingið kallar gróft mis-
rétti sem felst í álagningu fast-
eignagjalda á iandsbyggðinni þar
sem gjaldstofninn er uppfærður
til markaðsverðs fasteigna á höf-
uðborgarsvæðinu. Um leið og það
sé gert þurfi að endurskoða tekju-
stofna sveitarfélaganna með tilliti
til þeirrar lækkunar á tekjum sem
leiðrétting fasteignagjaldanna
leiðir til.
Þá beinir Búnaðarþing því til
Fasteignamats ríkisins að hefja
þegar vinnu við nýtt brunabóta-
mat á fasteignum í sveitum.
I greinargerð með ályktun
Búnaðarþings segir m.a. að fast-
eignagjöld á landsbyggðinni séu
reiknuð af margföldu raunveru-
legu verðmæti og því augljósara
sé ranglætið sem fasteignaverð á
höfuðborgarsvæðinu hefur rokið
upp að undanförnu en lækkað að
verðmæti
sama skapi víðast hvar úti á landi.
Það hljóti að orka tvímælis hvort
það standist grundvallarreglur
stjórnarskrár að viðhafa mismun-
andi mat á fasteignum eftir stað-
setningu þannig að sumir þegnar
landsins greiði skatt af raunveru-
legu verðmæti en aðm- af marg-
földu verðmæti. Þessi mismunun
sé eitt lóð á þá vogarskál að auka
mun á lífskjörum fólks á lands-
byggðinni og höfuðborgarsvæð-
inu.
Búnaðarþing fól jafnframt
stjórn Bændasamtakanna að
vinna því framgang að stuðningur
stjórnvalda við landbúnaðinn taki
mið af legu landsins og því hve
landbúnaðurinn gegnir stóru hlut-
verki sem kjölfesta dreifðrar
byggðar í landinu. Þá mælti Bún-
aðarþing með því að tekin verði
upp gæðastýring í landbúnaði tU
að treysta gæði framleiðslunnar
og og auka arðsemi rekstrarins.
Alvarleg aðför
að eignarrétti
BUNAÐARÞING mótmælir
harðlega kröfugerð ríkisins um
eignarrétt á landi í Árnessýslu á
grundvelli laga um þjóðlendur.
Búnaðarþing telur fráleitt að
fram skuli settar kröfur um að
afréttir og þinglýst eignarlönd
bænda, sveitar- og eða upp-
rekstrarfélaga verði að hluta eða
að öllu leyti gerð að þjóðlendum
ogþar með eign ríkisins.
I ályktun Búnaðarþings segir
að kröfugerð ríkisins sé alvarleg
aðför að eignarrétti og vísar
þingið til 72. greinar stjórnar-
skrárinnar þar sem segir: „Eign-
arrétturinn er friðhelgur. Engan
má skylda til að láta af hendi
eign sína nema almenningsþörf
krefji. Þarf til þess lagafyrir-
mæli og komi fullt verð fyrir.“
Búnaðarþing samþykkti að
beina því til Alþingis og ríkis-
stjórnar að lögfest verði að ríkið
hafi sönnunarbyrði fyrir eignar-
rétti á landi, landsréttindum og
hlunnindum. Því er beint að Al-
þingi að setja inn ákvæði í lög
um þjóðlendur, sem kveði á um
að þar sem fyrir liggja staðfest
landamerki samkvæmt lögum
þar um og þinglýsingar á tiltekn-
um svæðum þá standi það. Þau
lönd geti aldrei orðið þjóðlendur.
Búnaðarþing vill að kröfur ríkis-
ins í lönd í Arnessýslu verði
dregnar til baka og endurskoð-
aðar og verði aldrei gerð krafa
um að eignarlönd, þar sem fyrir
liggja staðfest landamerki, verði
þjóðlendur.
Þá verði unnið að því að fjár-
málaráðherra leggi fram rökst-
uddar kröfur ríkisins til þjóð-
lendna fyrir landið allt, áður en
óbyggðanefnd tekur einstök
svæði til úrskurðar. Óbyggðan-
efnd leggi síðan fram áætlun um
í hvaða röð verður fjallað um ein-
stök landsvæði og á hvaða tíma.
Diana E.H. Russell, bandarískur prófessor 1 félagsfræði
Morgunblaðið/Ásdís
Fullt var út að dyrum á fyrirlestri dr. Russel, en htín var stödd hér á landi í tilefni tíu ára afmælis Stígamóta.
Augljós tengsl milli
kláms og ofbeldis
FULLT var út úr dyrum á fyrir-
lestri dr. Díönu E.H. Russell, próf-
essors í félagsfræði við Mills-há-
skóla í Kaliforníu, sem haldinn var
í veitingasal á annarri hæð í Iðnó á
laugardag, en erindi hennar gekk
út á að sýna fram á hvernig klám í
blöðum, tímaritum og kvikmjmdum
geti ýtt undir kynferðislegt ofbeldi
gegn konum og jafnvel börnum.
Russell hefur helgað sig rann-
sóknum á þessu efni undanfarin 25
ár og segir að upplýsingar hvaðan-
æva úr samfélaginu styðji þá kenn-
ingu hennar að klám, hvort sem
það er ofbeldisfullt eða ekki, or-
saki nauðganir. Til að mynda
bendir hún á það á heimasíðu sinni
að hátt hlutfall nauðgara og barn-
aníðinga hafi viðurkennt að klám
hafi örvað þá til ofbeldisverkanna.
Samkvæmt skilgreiningu Russel
er klám það efni sem sameinar
kynlíf og/eða afhjúpun kynfæra við
ofbeldi eða niðurlægingu á þann
hátt að það virðist styðja, fyrirgefa
eða hvetja til þess konar hegðunar,
þ.e. til að mynda til þess að kynlíf
og ofbeldi eigi samleið.
í erindi sínu sýndi Russel fund-
argestum fjölda ljósmynda og
teiknimynda sem gætu fallið undir
þessa skilgreiningu hennar á klámi
en þær myndir höfðu allar verið
birtar í karltímaritum á borð við
Hustler og Playboy. Reyndar tók
hún fram að sams konar myndir
væri einnig fínna í íslenska
tímaritinu Bleiku og bláu.
Margar myndanna sem Russel
hafði í fórum sínum gáfu til kynna
að konum líkaði kynferðisleg ár-
eitni, ofbeldi og jafnvel nauðganir
og taldi hún ljóst að slík skilaboð
ýttu undir kynferðislegt ofbeldi í
hinum raunverulega heimi. Til að
mynda sýndi ein myndaserían
hvernig karlmaður nauðgaði konu
sinni eftir að hafa dregið hana á
ofbeldisfullan hátt inn á bað og
önnur sýndi látna konu hanga uppi
í tré eftir að hafa orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi.
Þessar myndir voru sviðsettar
en í erindi sínu greindi Russel frá
því að innan við mánuði eftir að
síðarnefnda myndin hefði birst í
bandaríska tímaritinu Hustler
hefði látið stúlkubarn fundist
hangandi uppi í tré í Bandaríkjun-
um á nákvæmlega sama hátt.
Þeirri stúlku hefði jafnframt verið
nauðgað.
Morgunblaðið/Jim Smart
Færri komust að en vildu á kyriningu á vefnum og Netklúbbi Flugleiða
sl. laugardag og var haldin aukakynning síðar um daginn.
Biskup áminnir séra
Gunnar Björnsson
Mikill
áhugi á
Flugleiða-
vefnum
FÆRRI komust að en vildu á al-
mennum kynningarfundi um
starfsemi Netklúbbs Flugleiða í
bíósal Hótels Loftleiða. Var því
haldin aukakynning en alls mættu
á þriðja hundrað manns.
„Við höfum verið að fá margar
fyrirspurnir um vefinn okkar og
Netklúbbinn undanfarna mánuði
og kynningarfundurinn var hald-
inn til að fræða viðskiptavini okk-
ar um hvernig vefurinn og Net-
klúbburinn virkar,“ segir Símon
Pálsson hjá Flugleiðum. „Við-
brögðin voru á þann veg að við
munum halda fleiri fundi á næst-
unni bæði hér á höfuðborgar-
svæðinu og einnig á landsbyggð-
inni.“
Hann segir að fundargestir hafi
verið á öllum aldri og bendir á að
elsti gesturinn á kynningu Flug-
leiða hafi verið Karl Sæmundsson,
91 árs gamall eftirlaunaþegi, sem
er búinn að ferðast um allan heim
og er farinn að nota Netið.
„Á þessum fundi kynntum við
Netklúbbinn okkar og sýndum
fólki m.a hvernig hægt er að bóka
sig í flug á Netinu svo og hvernig
á að bóka hótel og bílaleigubfla."
Símon segir að viðskiptavinir
Flugleiða skipuleggi æ oftar ferð-
ir sínar sjálfir og því var sérstak-
lega farið f að kynna hvernig
hægt, er að skoða vefsíður er-
lendra ferðaskrifstofa á við
Thomas Cook og Tjæreborg þar
sem hægt er að kaupa áframhald-
andi flug ef áfangastaður með
Flugleiðum er t.d. Kaupmanna-
höfn eða London. Þá var fólki
sýnt hvernig hægt er að ná sam-
bandi við ferðamálaráð hinna
ýmsu landa og borga til að afla
sér upplýsinga um áfangastaði og
t.d. gistimöguleika og afþreyingu.
BISKUP íslands hefur áminnt séra
Gunnar Björnssón, sóknarprest í
Holti í Önundarfirði, vegna fram-
komu sem „þykir ósamrýmanleg því
embætti sem þér gegnið", eins og
segir í bréfi biskups. „Yður er hér
með gefinn kostur á að bæta ráð yð-
ar“, segir einnig.
Karl Sigurbjörnsson biskup veitir
áminninguna á grundvelli úrskurðar
áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar og
laga nr. 70/1996 um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins. Sr.
Gunnari er gefinn kostur á að óska
eftir rökstuðningi fyrir áminning-
unni og hann getur einnig kært
ákvörðunina til dóms- og kirkju-
málaráðherra.
Þá hefur verið tekin ákvörðun um
að sr. Gunnar Bjömsson flytjist til í
starfi frá 1. apríl. Mun hann gegna
starfi sérþjónustuprests er heyrir
undii- prófast í Reykjavíkurprófasts-
dæmi eystra. Mun hann meðal ann-
ars sinna þar afleysingum en einnig
öðrum verkefnum samkvæmt nánari
fyrirmælum biskups. Þessi ákvörðun
er teldn í samráði við dóms- og
kirkjumálaráðherra. Sr. Gunnar
heldur ábúðan'étti á prestssetrinu að
Holti til fardaga í maí á vori komanda.
I sérstöku bréfi biskups til sr.
Gunnars mælir hann fyrir um
ákveðna háttsemi og framgöngu og
kveðst gera það vegna þjáninga og
sorgar sem hann hafi valdið sóknar-
börnum sínum í Holti. Ber honum að
haga sér óaðfinnanlega þann tíma
sem hann á eftir að dveljast í Holti,
sýna íbúum prestakallsins íyllstu til-
litssemi og virðingu og aðhafast ekk-
ert sem talist geti ögrandi framkoma
í garð þefrra. Biskup leggur sr.
Gunnari einnig á herðar að biðjast
ski’iflega afsökunar á framkomu
sinni gagnvart sóknarbörnum
prestakallsins og öðrum sem hann
hefur brotið gegn samkvæmt úr-
skurði áfrýjunamefndar.
„Eg óska eftir að sjá einlæga iðrun
yðar og viljayfirlýsingu um yfirbót",
segir í bréfi biskups. Fer hann þess
einnig á leit við sr. Gunnar að hann
flytji sem fyrst úr prestssetrinu. Séu
það tilmæli þar sem ljóst sé að hann
hafi þar ábúðarrétt til fardaga.
Björn Jóhannesson, lögmaður sr.
Gunnars Björnssonar, sagði skjól-
stæðing sinn ekki vilja tjá sig um
málið að svo stöddu.