Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 12

Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ - FRETTIR Félagsmálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga Málefni fatl- aðra flytj ast frá ríki til sveitarfélaga ALÞINGI PÁLL Péturs- son félags- málaráðherra mælti á Al- þingi í gær fyr- ir frumvarpi til laga um félags- þjónustu sveit- arfélaga en það sem ber hæst í frum- varpinu er að " samkvæmt því flytjast málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Frumvarpinu var al- mennt vel tekið af þingmönnum en nokkrir lýstu þó áhyggjum af því að smærri sveitarfélög yrðu ekki í stakk búin til að taka málefni fatl- aðra á sínar herðar, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við að ekki skyldi búið að skilgreina hvernig sveitarfélögin ættu að fjár- magna rekstur málaflokksins. Fram kom í máli félagsmálaráð- herra að helstu rökin fyrir því að þjónusta við fatlaða skyldi verða viðfangsefni sveitarfélaga væru þau að sveitarstjórnarstigið stæði þegn- unum nær en ríkisvaldið og jafn- framt að þannig fengist aukið jafn- rétti og blöndun fatlaðra og ófatlaðra. Páll rakti helstu nýmæli frumvarpsins en þar ber hæst að skerpt er á skyldum sveitarfélaga til að veita íbúum sínum félagsþjón- ustu, og Iagði Páll sérstaka áherslu á það í því sambandi að frumvarpið gerði ráð fyrir að langveik börn skyldu framvegis njóta sams konar þjónustu og ef þau væru fötluð. I frumvarpinu er einnig kveðið á um samvinnu sveitarfélaga verði markmiðum laganna ekki náð á annan hátt og kom fram í máli Páls að hér væri einkum litið til þess möguleika að sum sveitarfélögværu of fámenn til að taka á einstökum málum ein og sér. Einnig er i frum- varpinu skapaður grundvöllur fyrir því að þjónusta og einstök rekstrar- verkefni hins opinbera verði boðin út í ríkari mæli og framkvæmda- sjóður fatlaðra verður lagður niður skv. frumvarpinu enda sagði Páll að einsýnt væri að hlutverki sjóðsins væri lokið með yíMærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga og þar með samruna málefna fatlaðra og félags- þjónustu sveitarfélaga; verkefni hans yrðu framvegis hluti af verk- efnum félagsþjónustu sveitarfélaga. Páll lagði sérstaka áherslu á það í gær að frumvarpið fengi sem vandað- asta málsmeðferð. Sagðist hann gera ráð fyrir að félags- málanefnd þings- ins tæki það til um- fjöllunar eftir fyrstu umræðu en að hún afgreiddi það ekki á þessu þingi heldur ynni í því með það að það yrði afgreitt á Morgunblaðið/Ásdís Páll Pétursson mælti í gær fyrir frumvarpi um félagsþjónustu sveitarfé- laga og meðal þeirra sem tóku til máls var Jóhanna Sigurðardóttir. markmiði að þingi næsta haust. Tortryggni í garð þjónustusamninga óþörf Frumvarp félagsmálaráðherra fékk almennt góðar viðtökur hjá þingmönnum. Nokkrar athuga- semdir voru þó gerðar við efni þess og m.a. taldi Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs, það galla að ekki skyldi búið að skilgreina tekjustofna sveitarfélaga til rekst- urs málaflokksins. Lýsti hann einn- ig efasemdum sínum um fjölgun þjónustusamninga á þessu sviði, og hið sama gerðu fleiri þingmenn vinstri-grænna. í andsvari við ræðu Steingríms benti Arnbjörg Sveins- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, sem sæti átti í nefnd þeirri sem samdi frumvarpið, hins vegar á að nauðsynlegt hefði verið að mynda lagaramma um málaflokkinn áður en hugað væri að fjármögnun hans. Sagði Arnbjörg síðan í ræðu sinni að með flutningi málaflokksins til sveitarfélaga yrðu verkefni opin- berra aðila gerð skilvirkari, stjórnsýslan markvissari og hag- ræðing fengist í rekstri. Taldi Arn- björg að samþætting þjónustu við fatlaða við aðra þjónustu hins opin- bera væri af hinu góða og sagðist hún á þeirri skoðun að sveitarfélög- in gætu veitt betri og ódýrari þjón- ustu en ríkið í þessu málaflokki. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingar, var á hinn bóginn ein þeirra sem taldi að ástæða væri til að hafa áhyggjur af því að smærri sveitarfélög væru e.t.v. ekki í stakk búin til að taka að sér þau verkefni er flutningum á fé- lagsþjónustu við fatlaða, og hún gerði einnig athugasemd við að leggja ætti niður framkvæmdasjóð fatlaðra. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra tók fram síðar við umræðuna að það væri ekki ætlunin að flytja málaflokkinn til sveitarfélaga nema fjármögnun hans væri trygg og hann benti einnig á að mismunandi stærð sveitarfélaga hefði ekki reynst þröskuldur fyrir því að færa mætti þessi mál yfir til þeirra. Sagði félagsmálaráðherra að engin ástæða væri fyrir menn að vera tor- tryggnir í garð þjónustusamninga í málefnum fatlaðra, það væri ekki meiningin að fara að efna til stór- felldrar einkavæðingar en reynslan sýndi að það gæfi oft á tíðum góða raun að einkaaðilar tækju að sér einstök verkefni og þjónustu í tengslum við málefni fatlaðra. Sólarlagsákvæði komi inn í lög um stjórn fískveiða í FRUMVARPI sem lagt hefur ver- ið fram á Alþingi er gerð tillaga um að kvótasetningu ýsu, ufsa og stein- bíts í smábátaveiðikerfinu verði frestað og lagfærð verði ákvæði sóknardagatalningar þannig að veiðitími úr höfn í höfn megi teljast í 12 klst. tímabilum. Jafnframt er lagt til að sólarlagsákvæði komi inn í lög- in um stjórn fiskveiða sem felli lögin úr gildi eins og þau eru nú og eins og þau yrðu næðu þær breytingar, sem frumvarpið felur í sér, fram að ganga. Það eru þeir Guðjón A. Kiistjáns- son, þingmaður Frjúlslynda flokks- ins, og Ámi Steinar Jóhannsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem leggja frum- varpið fram. Kemur fram í greinar- gerð þess að með áðurnefndum breytingum væri verið að gera vinnutíma við veiðar á ýsu, ufsa og steinbít í smábátaveiðikerfinu þann- ig að verjandi sé og samboðið þeim almennu reglum að hvfldartími verði eigi minni en 8 klst. á sólarhring. Markmið breytinganna eru skv. greinargerð m.a. að auðvelda út- gerðinni, og þá einkum kvótalitlum einyrkjum og útgerðarmönnum smærri fiskiskipa, að brúa bilið þar til heildarendurskoðun laganna um stjóm fiskveiða er lokið. Akvæðum til bráðabirgða sem snerta veiðar smábáta er einnig breytt, annars vegar með frestun ýmissa ákvæða til ársins 2001 og hins vegar með því að sóknardag megi nýta í tveimur 12 klst. tímabil- um. Einnig er lagt til að sóknardög- um fjölgi hlutfallslega ef heildar- þorskafli verður aukinn frá því sem nú er. Ýmsar fleiri breytingar eru lagðar til á lögunum um stjórn fiskveiða en flutningsmenn telja nauðsynlegt að sporna við því að enn frekar verði gengið á hlut strandveiðiflotans en orðið er á meðan endurskoðun lag- anna stendur yfir. Var lög- lega afsak- aður frá umræðum um fjár- reiður flokkanna SIGHVATUR Björgvinsson, þingmaður Samfylkingar og formaður Alþýðuflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í gær og gerði at- hugasemd við nýleg ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra þess efnis að hann hefði, einn formanna stjórnmála- flokkanna, verið viðstaddur umræður um fjárreiður stjórn- málaflokka sem fram fóru á Alþingi í síðustu viku. Sagði Sighvatur það óvenjulegt að gerðar væru athugasemdir við fjarveru þeirra þingmanna sem löglega væru afsakaðir. Fram kom í máli Sighvats að forsætisráðherra hefði mátt vera ljóst að hann hefði fengið leyfi frá þingstörfum fyrir þremur vikum vegna læknis- aðgerða og að varaþingmaður hefði setið á Alþingi í hans stað. Forsætisráðherra hefði engu að síður tvívegis látið þess sérstaklega getið í viðtöl- um við fjölmiðla undanfarna daga að formaður Alþýðu- flokksins hefði kosið að vera fjarverandi umræðurnar um fjárreiður stjórnmálaflokka. Kvaðst Sighvatur ekki átta sig á því hvað vakað hefði fyrir forsætisráðherra, hvort hann hefði ætlað að gera lítið úr honum eða því máli sem rætt var um. Sagði hann nauðsyn- legt að fram kæmi að þetta væru ekki venjuleg vinnu- brögð á Alþingi og lýsti hann þeirri von sinni að einungis hefði verið um yfirsjón að ræða hjá forsætisráðherra. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagðist hafa vakið á því athygli að gefnu tilefni að ein- ungis einn flokksformaður hefði verið viðstaddur umræð- una. Þetta hefði hann gert vegna þess að því hefði verið haldið fram að hann hefði rok- ið úr þinghúsinu eftir að hafa flutt ræðu við umræðuna. Davíð kvaðst að vísu ekki reka minni til þess sérstaklega að Sighvatur væri fjarverandi vegna veikinda en hann hefði heldur ekki verið að ráðast á neinn í þessu sambandi, aðeins að nefna staðreyndir vegna þess að honum hefði verið leg- ið á hálsi fyrir að hafa ekki verið viðstaddur umræðurnar til enda. Sagði Davíð að sér þætti það miður ef hann hefði sært Sighvat með ummælum sínum. Átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða Alþingi Dagskrá KOSTNAÐUR við verkefni sem unnin voru á síðasta ári í nafni átaks- verkefnis um framleiðslu og mark- aðssetningu vistvænna og lífrænna afurða nam alls 6.877.500 krónum. Þar af var veitt 1.250.000 kr. til til- rauna með fóðurframleiðslu fyrir líf- ræna mjólkurframleiðslu og hreins- unarátaki Græna hersins var úthlutað 1.245.000 kr. • Þetta er meðal þess sem kemur fram í skriflegu svari Guðna Ágústs- sonar landbúnaðarráðherra við fyr- irspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða, en svarinu var dreift á Alþingi í vikunni. Alls var veitt fé til þrettán verk- Kostnaður tæp- ar sjö milljónir á síðasta ári efna á síðasta ári, í tengslum við átakið, og auk þeirra verkefna sem áður er getið voru veittar 800.000 kr. til rannsókna Háskóla Islands á lúp- ínu og fleiri lækningajurtum, 500.000 kr. til kynningar á grillkjöti, 622.500 kr. til markaðsáætlunar fyrir íram- leiðslu og sölu fæðubótarefna úr ís- lenskum lækningajurtum svo eitt- hvað sé nefnt. Er hér þó aðeins um að ræða bein framlög eða kostnað við einstök verkefni og tekið er fram í svarinu að ílest verkefnanna hafi verið unnin í samvinnu við aðra aðila. Ekki séu hins vegar tiltækar upp- lýsingar um framlög eða kostnað þeirra vegna viðkomandi verkefna. Fram kemur í svarinu að á árinu 1998 var eytt 12.416.155 til átaks- verkefnisins, og 13.511.629 á árinu 1997. Fé var veitt til þess á fjárlög- um ársins 2000 og fyrir Alþingi ligg- ur frumvarp landbúnaðaiTáðherra um að verkefninu verði einnig tryggt starfsfé árin 2001 og 2002. Er þeirri skoðun lýst í svari land- búnaðarráðherra að árangur verk- efnisins verði að svo komnu máli ekki mældur í tölulegum upplýsing- um um atvinnusköpun; magn seldra afurða og verðmæti. Á hinn bóginn hafi verkefnið með starfi sínu stuðlað að því að nú séu fyrir hendi forsend- ur til þess að hefja nýja sókn í fram- leiðslu og markaðssetningu vist- vænna og lífrænna afurða. ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag og á dagskrá Alþingis eru ýmis mál er tengjast fiskveiðum og fiskveiði- stjórnun. Dagskráin er sem hér segir: 1. Félagsþjónusta sveitarfélaga, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 2. Stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, 1. umræða. 3. Kvótaþing, Verðlagsstofa skipta- verðs og takmörkun á flutningi aflamarks. Skýrsla, ein umræða. 4. Stjórn fiskveiða, frh. 1. umræðu. 5. Fjárfesting erlendra aðila í at- vinnurekstri, 1. umræða. 6. Grundvöllur nýrrar fiskveiði- sljórnar, fyrri umræða. 7. Stjórn fiskveiða, 1. umræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.