Morgunblaðið - 14.03.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.03.2000, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Leiðbeinendur frá Aspen í Colorado með námskeið fyrir fatlaða í Hlfðarfjalli Morgunblaðia/Björn Gíslason Guðmunda Finnbogadóttir frá Akureyri nýtur aðstoðar Rich Granson, en myndatökumað- urinn Michael Stoner fylgir fast á eftir og festir ferðina á filmu. Þeir hafa báðir mikla reynslu af því að leiðbeina fjölfötluðu fólki varðandi útiveru. Elma Guðmundsdóttir, 8 ára, frá ísafirði, með mömmu sinni, Hörpu Bjömsdóttur, á fleygi- ferð niður brekkuna. I kjölfarið fylgir Amanda Boxtel, Ieiðbeinandi, en þær Elma og Am- anda eiga sama afmælisdag og eru góðar vinkonur. Amanda lenti í slysi og lamaðist, en sér nú um alla dagskrá hópsins sem kallar sig Challenge Aspen. Mesti sigurinn fólginn í að trúa á sjálfan sig „ÞETTA var ótrúleg helgi, skemmti- leg og afar gefandi," sagði Amanda Boxtel, einn af leiðbeinendum frá Aspen í Colorado sem sáu um nám- skeið íyrir fatlaða í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Áhersla var lögð á að foreldrar og aðstandendur sæktu námskeiðið sem og þeir sem starfa að málefnum fatl- aðra, skíðakennarar og starfsfólk skíðasvæða. Alls voru um 80 manns á námskeiðinu og voru skipuleggjend- ur, forsvarsmenn Vetraríþróttamið- stöðvarinnar á Akureyri og íþrótta- samband fatlaðra, ánægðir með þátttökuna. Af þessum 80 voru um 35 fatlaðir sem brugðu sér á skíði í Hlíð- arfjalli með aðstandendum sínum, en þátttakendur voru á aldrinum frá þriggja ára upp í sextugt. Auk Amöndu voru fimm aðrir leið- beinendur á námskeiðinu, Houston Cowan, sem hefur mikla reynslu af skíðaíþróttum fatlaðra, m.a. blindra og sjónskertra, Jim Finch sem missti báða fætur í slysi en hefur keppt í alpagreinum á Olympíuleikum, Michael Stoner og Rich Ganson, kennarar með mikla reynslu í að leið- beina fjölfötluðum varðandi útiveru og Paul Speigh sem er lamaður eftir slys og hefur sérhæft sig í útbúnaði fyrir fatlaða. Mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér „Ég vona og er raunar sannfærð um að okkur hefur tekist að breyta líf! sumra þeirra sem tóku þátt í nám- skeiðinu. Margir eru smeykir og vita ekki hvað þeir geta, en við reynum að sýna fram á að þó fólk sé fatlað, jafn- vel bundið hjólastól, getur það margt gert. Það komust margir að því að það er nánast hægur vandi að skíða niður brattar brekkur, fijáls eins og fuglinn og það var virkilega gaman að sjá breytinguna sem varð hjá mörg- um þátttakendunum, írá því við byij- uðum og þar til námskeiðinu var lok- ið. Þeir voru stoltir og höfðu miMa trú á sjálfum sér, en það er afar miMl- Erna Friðriksdóttir, 12 ára, frá Egilsstöðum, nýtur hér aðstoðar Svövu Viggósdóttur úr vetraríþróttanefnd íþróttafélags fatlaðra. Breki Arnarsson, þriggja ára strákur frá Dalvík, var yngsti þátttak- andinn á námskeiðinu og er ekki annað að sjá en hann sé himinlifandi yfir því að fara á skíði. Rich Granson, kennari frá Aspen í Colorado, er að búa hann af stað. Jim Finch missti báða fætur í slysi en lætur það ekki aftra sér frá því að fara á skíði, en hann hefur m.a. keppt íalpagreinum á Ólympfuleikum. Hér er hann að ræða við Björn Erlingsson úr Garðabæ sem er með syni sínum, Tómasi, sem er á tíunda ári, en lengst til hægri á myndinni er Ax- el Gunnlaugsson frá Reykjavík sem missti annan fótinn í fyrrasumar en stundar engu að síður ski'ðaíþróttina af kappi. vægt. Tilgangur okkar er að skapa möguleika fyrir fólk til að stunda úti- veru að vetrarlagi og það tókst í Hlíð- arfjalli, þar var miMð af áhugasömu fólki sem fékk að spreyta sig og sýna hvað í því býr. Það er mest um vert að fólk trúi á sjálft sig, það er mesti sig- urinn. Ég var snortin yfir því að sjá öll þessi ánægðu og stoltu andlit eftir velheppnaðan dag á sMðum,“ sagði Amanda. Sælusvipurinn ógleymanlegur Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri íþróttasambands fatlaðra sagði að unnið hefði verið að því síðustu ár að byggja upp aðstöðu fyrir fatlaða til að stunda vetrar- íþróttir. Hún sagði að forsvarsmenn allra sMðasvæða landsins væru nú opnir fyrir því að byggja þessa að- stöðu upp, en í kjölfar heimsóknar leiðbeinendanna frá Aspen fengi sam- bandið að halda eftir nokkru af þeim búnaði sem þeir komu með, sleðum og sMðum. Hún sagði að um væri að ræða dýran búnað og eflaust tæM mörg ár að eignast tækin. „Þetta tókst mjög vel og það var virMlega gaman að sjá svipinn á börn- unum, þau voru forvitin þegar þau sáu búnaðinn og ekM laust við að sum væru svolítið hrædd, en sælusvipur- inn á andlitum þeirra þegar þau voru búin að prófa að renna sér er ógleym- anlegur," sagði Anna Karólína. Svoh'tið hræddur fyrst en þetta vandist fljótt „Ég hef aldrei prófað að fara á sMði áður, en það var alveg ofsalega gam- an,“ sagði Tómas Bjömsson úr Garðabæ, en hann er á tíunda ári og fékk frí úr Hofstaðaskóla, þar sem hann stundar nám, til að sækja nám- skeiðið á Akureyri. „Ég var svolítið hræddur þegar ég fór fyrstu ferðina í stóru brekkuna, en svo vandist ég þessu íljótt og var ekM hræddur eftir það, sagði hann. Tómas sagðist hafa farið alveg ör- ugglega um tuttugu ferðir í litlu brekkuna, Hólabrautina og líMega þrjár í þá stóru, Hjallabraut. „Pabbi sMðaði heldur hratt niður fyrst, mér fannst hún svo brött, en svo var þetta bara allt í lagi og reyndar mjög gam- an,“ sagði hann og kvaðst ótrauður ætla að halda áfram sMðaiðkun. „Ef mamma og pabbi verða dugleg að fara með mér.“ Tómas sagðist vita um fimm önnur fötluð böm í Garða- bæ sem gætu nýtt sér búnað eins og hann notaði í Hlíðarfjalli og hann von- aði að hægt yrði að festa kaup á slík- um sMðasleða svo að fleiri gætu feng- ið að prófa. REYKJ AVIK-AKU REYRI - REYK) AVIK Sex smnu Bókaðu í síma 570 3030 0; 1,60 7000 Fax 570 3001 • websalesdairicelaiuMs • www.flujfelaf.is ...fljúfíufrekar FLUGFELAG ISLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.