Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
www.fenger.is
kvenfatnaður
NEYTENDUR
Fermingarmyndatökur
Svipmyndir
Hverfisgötu 18, sími 552 2690.
VasMlUQÍ
A L H L I Ð A
VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR
i Fjárhagsbókhald
I Sölukerfi
( Viðskiptamanna
kerfi
i Birgðakerfi
I Tilboðskerfi
I Verkefna- og
pantanakerfi
£) Launakerfi
I Tollakerfi
Vaskhugiehf. Síðumúla 15-Sími 568-2680
Blöndunartsæki
með brunavöm
Moraterm sígild og stílhrein.
Með Moraterm er alltaf kjörhiti í
sturtunni og öryggi og þægindi í fyrirrúmí.
Mora - Sænsk gæðavara
TCnGI
Smiðjuvegí 11 • 200 Kópavogur
Sfmi: 564 1088 • Fax: 564 1089
Fást i byggwgamw/ershjnum um landallt
I x
High Porency /VWri-Viaæ!
and Mu ti-Mmera forœi
COMPARt AND SAW
100 TABLETS
Allt I einni töflu
Apótokið Smáretorgi * Apóíokió Spöngioni
Apóiokið Kringlunni • ApótoRið Snúðjuvegí
Apótðkið Sifður«trönri • Apótsfcó Iðufalíí
Apótekió Hagkaup' SkeiKinni
Apótokið Hagkaup Akureyrí
H«fníirfj«rósr Apótftk
Apótekíð Nýkaupum Mosfellsbos
Erfðabreytt matvæli verða sérstaklega merkt um næstu áramót
Val neytenda verður að
byggjast á þekkingu
SUMIR fundarmenn drógu í efa að
yfirleitt væri þörf á erfðabreyttum
matvælum en aðrir sögðust sann-
færðir um kosti þeirra og köliuðu
þau jafnvel erfðabætt fremur en
erfðabreytt. Menn eru aftur á móti
sammála um að upplýsingar og
„fagleg umræða um erfðabreytt
matvæli er nauðsjmleg samfélag-
inu“, eins og ráðherra umhverfis-
mála, Siv Friðleifsdóttir, orðaði það
í ávarpi sínu.
Það er engin ný bóla að
erfðaefni lífvera sé breytt
með það m.a. að mark-
miði að auka uppskeru,
minnka kostnað við rækt-
un, auka vamir plantna
gegn sjúkdómum og auka
geymsluþol og næringar-
gildi. Sérstaða þeirrar
tækni sem menn hafa nú
völ á, erfðatækninnar,
felst í því að nú ráða
menn við að flytja sér-
staklega valið erfðaefni
milli fjarskyldra og jafn-
vel óskyldra tegunda.
Tvöfalda þarf
fæðuframleiðslu
á næstu 50 árum
Dr. Bjöm Sigurbjöms-
son sagði í erindi sínu að
búist væri við að jarðar-
búum myndi fjölga í 10-
12 milljarða á næstu 50
áram úr þeim 6 milljörð-
um sem jörðin hýsir nú.
Það þýddi að fæðufram-
leiðslan yrði að tvöfaldast á sama
tímabili.
„A mörgum svæðum þar sem
landbúnaður er framstæður er
hægt að stórauka uppskeru m.þ.a.
nota afbrigði t.d. úr Grænu bylting-
unni, þekkta tækni og aðferðir.
Þetta myndi þó kosta gífurlega
aukningu í notkun áveituvatns sem
er af skomum skammti í heimin-
um,“ sagði Bjöm. Sömuleiðis þyrfti
að auka mjög notkun tilbúins
áburðar, sem gæti leitt til mengun-
ar drykkjarvatns, og notkun eitur-
efna til að verjast skordýmm, sýkl-
um og illgresi þyrfti að aukast
mikið. Afleiðingarnar gætu orðið
matur sem ekki yrði nógu hollur og
hefði ill áhrif á umhverfið, sagði
hann.
„Eina lausnin er að finna betri
tækni ef takast á að tvöfalda upp-
skeruna. Það virðist ekki vera nóg
að byggja á þeim genum sem fyrir
hendi eru í genabönkum. Það þarf
að leita að nýjum genum út fyrir
tegundimar til að auka framleiðni,"
sagði hann enn fremur.
Astæða væri þó til að sýna aðgát
þegar nýjum aðferðum væri beitt
Eru erfðabreytt matvæli framtíðarvon eða
„Frankensteinu-fæða?, var spurt á ráð-
stefnu sem umhverfísráðuneytið efndi til í
lok síðustu viku. María Hrönn Gunnars-
dóttir sat fundinn og heyrði að málefnið er
flókið og menn ekki á eitt sáttir.
Á meðan ekki er til löggjöf um erfðabreytt matvæli hér á landi geta þau komið fyrir í innflutt-
um vörum án þess að neytendur fái um það vitneskju.
við framleiðslu, meðferð og
geymslu matvæla. „Vandlegar vís-
indalegar aðferðir verða að liggja til
grandvallar áður en slíkum aðferð-
um er beitt og matvælin boðin neyt-
endum.“ sagði hann.
Erfðabreytt matvæli
þaulrannsökuð
Einar Mántylá, sérfræðingur á
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
taldi kosti matvælaframleiðslu með
erfðabættum matvælum mikla og
benti máli sínu til stuðnings á að
FDA, matvæla- og lyfjamálastofn-
un Bandaríkjanna, gerði þær kröf-
ur að erfðabreytt matvæli væru
a.m.k. jafngóð og hin hefðbundnu. I
þessu sambandi má nefna að meiri-
hluti maís og soja sem framleitt er í
Bandaríkjunum er erfðabreytt mat-
væli. Kröfumar sem Evrópusam-
bandið gerði til matvælanna væm
enn meiri. Sagði hann erfðabreytt
matvæli þaulrannsökuð í meira en
30 þúsund tilraunum úti undir bem
lofti á yfir 28 þúsund hekturum
lands. Lagði hann áherslu á að val
neytenda yrði að vera byggt á þekk-
ingu fremur en áróðri.
Nú er tækifærið.
til að eignast ekta pels
Oðruvísi Ijós og klukkur Síðir leðurfrakkar
Handunnir dúkar og rúmteppi
Sófasett og þrjú borð á
aðeins kr. 157.000 _________________________
Viðskiptanetið Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545
Signrstjuma
Vorvörumar streyma inn
.900
Jakki
kr. 7
Buxur
kr. 3.400
Verðdæmi:
Jakkar
Pils
Buxur
Bolir
frá kr. 4.900
frá kr. 2.900
frá kr. 1.690
frá kr. 1.500
Kvartbuxur kr. 2.500
Alltaf sama góða verðið!
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
Elín Guðmundsdóttir, sérfræð-
ingur hjá Hollustuvemd ríkisins,
minnti á að Græna byltingin hefði
ekki verið með öllu gallalaus og að
því mætti ekki gleyma nú. Hún
hefði m.a. leitt til þess plöntur
mynduðu þol gegn illgresiseyðum.
Umhverfishætta af erfðabreyttum
lífverum sagði hún að færi eftir líf-
veranni sem í hlut ætti, breyting-
unni sem gerð hefði verið og af vist-
kerfinu sem henni væri ætlað að
vaxa í. Ekki væri sama hvar erfða-
breyttar plöntur væm ræktaðar og
dró hún m.a. í efa að rétt væri að
rækta erfðabreyttan maís í Mexíkó
en þaðan er maís upprunninn. Það
sama ætti við um bómull á Indlandi
og hrísgrjón í Asíu.
Elín minnti á að ekki væri hægt
að sjá allar afleiðingar fyrir og ekki
víst að mögulegt væri að sjá áhrif
erfðabreytinga, t.d. á tré, fyrr en
eftir 1-3 aldir.
Hún taldi að mikið ætti eftir að
rannsaka þegar erfðabreytt mat-
væli væm annars vegar og að
ástæða væri til að gefa neikvæðum
niðurstöðum nokkurra rannsókna
gaum, jafnvel þótt þeim væri varla
hægt að treysta m.a. vegna þess að
þær væru einungis frumrannsóknir
og ekki framkvæmdar við raunað-
stæður.
Jákvæð og neikvæð
áhrif á heilsu
ísleifur Ólafsson, yfirlæknir á
rannsóknadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur, sagði að jákvæð áhrif
erfðabreyttra matvæla væra m.a.
að þau gætu minnkað líkur á
sveppaeitrunum og matarsýkingum
og -sjúkdómum í mönnum, fleiri
fengju nóg að borða og færri þyrftu
að líða næringarskort. Skaðleg
áhrif sagði hann að væru m.a. tengd
fæðuofnæmi, sem um 5% barna og
2% fullorðinna þjást af, og sýklaof-
næmi. Erfðaefni, sem geymir upp-
lýsingar um myndun ofnæmisvald-
andi efna, gæti flust milli tegunda
með erfðabreytingum. Menn hefðu
einnig áhyggjur af að erfðaefni frá
bakteríum sem þola sýklalyf flyttist
yfir í örverar í náttúrulegri þarma-
flóru þannig að fólk þróaði sýkla-
lyfjaónæmi. Ekkert hefði komið
fram sem rökstyddi þessar áhyggj-
ur en þó hefði Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin bannað notkun gena, sem
geymdu upplýsingar um sýkla-
lyfjaónæmi í matvælaframleiðslu.
„Þau erfðabreyttu matvæli sem
eru í boði og verða í boði era senni-
lega best rannsökuðu og best þró-
uðu matvæli sem hafa verið sett á
borð. Ekki eru ennþá til neinar
óyggjandi rannsóknir sem benda til
þess að þau erfðabreyttu
matvæli sem þegar eru á
markaði skaði nokkuð
heilsu manna en samt er
full ástæða til að fara var-
lega og hafa strangt eftir-
lit með öllum erfða-
breyttum matvælum,"
sagði hann í niðurlagi
sínu.
Jón Gíslason, sérfræð-
ingur hjá Hollustuvemd,
sagði í sínu erindi að á
meðan ekki væri til lög-
gjöf um erfðabreytt mat-
væli hér á landi gætu þau
eða vörur sem innihalda
erfðabreytta efnisþætti
komið fyrir í innfluttum
vörum án þess að neyt-
endur fengju um það
vitneskju. Reglugerð um
erfðabreytt matvæli er
aftur á móti til umfjöllun-
ar í umhverfisráðuneyt-
inu og víðar og er búist
við því að um næstu ára-
mót verði matvara, sem
inniheldur erfðabreytt matvæli far-
in að sjást í hillum verslana, sér-
staklega merkt.
Islensk löggjöf um erfðabreytt
matvæli mótast af aðild okkar að
Evrópska efnahagssvæðinu. Lög
um erfðabreyttar lífverur voru sett
hérlendis árið 1996 og er þar fjallað
m.a. annars um notkun og starfsemi
með erfðabreyttar lífverur. Lögin
ná einnig til markaðssetningar á
óunnum matvælum sem teljast
erfðabreyttar lífverur, s.s. ávextir
og grænmeti. Erfðabreytt matvæli
falla einnig undir lög um matvæli
frá 1995. Lög og reglur um þessi
efni er að finna á vefsetri Hollustu-
verndar http:/Avww.hollver.is/ sem
og fræðsluefni um erfðabreytt mat-
væli.
Sofnað á verðinum
Dr. Indriði Benediktsson, vís-
indafulltrúi Evrópusambandsins,
sagði að sá misskilningur væri út-
breiddur meðal fólks að litlar sem
engar rannsóknir hefðu farið fram á
erfðabreyttum matvælum. Sagði
hann að þó að einungis væru 5 ár
síðan fyrstu erfðabreyttu matvælin
komu á markað hefði ESB varið
47,6 milljónum evra eða tæpum 3,4
milljörðum ki-óna á árunum 1987-
98 til rannsókna á áhrifum erfða-
breyttra lífvera á umhverfi og fæðu.
Frá því 5. rammaáætlum ESB hófst
í fyrra hefur 20 milljónum evra ver-
ið varið í rannsóknir á erfðabreyttar
lífverur. Eru það f.o.f. háskólar sem
hafa hlotið styrkina, að sögn Indr-
iða. Sagði hann að engar af þeim
rannsóknum sem niðurstöður hafa
fengist úr gæfu tilefni tO mikilla
áhyggna. Þá sagðist hann óttast að
háværar varúðarraddir gegn erfða-
breyttum lífverum og matvælum
hefðu þau áhrif að menn sofnuðu á
verðinum og sæist yfir raunveru-
legar hættur, sem gætu komið í ljós
við notkun þeirra og neyslu. Hann
sagði enn fremur að samkvæmt nið-
urstöðum ýtarlegra spurningalista
sem lagðir væru reglulega fyrir
íbúa ESB-landanna kæmi klárlega í
ljós að því meira sem menn vissu
um erfðabreytt matvæli því já-
kvæðari væra þeir í garð þeirra.