Morgunblaðið - 14.03.2000, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000
ERLENT
Aðild að EMU komin á dagskrá í
Svíþjdð, Danmörku og Grikklandi
Bretar brátt
einir fyrir utan?
Innganga í evrópska myntbandalagið er
komin á dagskrá í Grikklandi, Danmörku og
Svíþjóð. Auðunn Arnórsson segir nú vera
útlit fyrir að eftir fáein ár verði Bretland
eina ESB-ríkið utan evru-svæðisins.
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Þar sem búið er að birta myndir af öllum verðlaunaverkunum hér í blaðinu, þótti mér rétt að tveir fulltrúar hins
hreina en afskipta númálverks kæmust að; Islendingurinn Helgi Þorgils Friðjónsson (Maður og fískur)...
Landamæri
málverksins
... og hin sænska Lena Cronqvist (Tvær telpur og mamma þeirra).
ÞESSA dagana er farið að líta út fyrir
að allt stefni í að þeim aðildarríkjum
Evrópusambandsins, sem enn standa
utan Efnahags- og myndbandalags-
ins, EMU, muni senn fækka úr fjór-
um í eitt.
Danska ríkisstjórnin tilkynnti á
fimmtudag að fara myndi fram þjóð-
aratkvæðagreiðsla um EMU-aðild
Danmerkur í haust, og gríska stjómin
sótti sama dag formlega um að
Grikkland fengi inngöngu í mynt-
bandalagið. Grikkland var eina ESB-
landið sem ekki varð stofnaðili að
EMU vegna þess að það uppfyllti
ekki hin efnahagslegu skilyrði fyrir
henni.
Og á flokksþingi sænskra jafnaðar-
manna, sem haldið var um helgina,
var samþykkt með atkvæðum 234
þingfulltrúa gegn 113 að æskilegast
væri fyrir Svíþjóð að taka upp evruna;
bera skyldi málið undir þjóðar-
atkvæði. Engin dagsetning vai- hins
vegar nefnd í því sambandi, og þar
sem flokkurinn,
með Göran Pers-
son forsætisráð-
herra í broddi
fylkingar, stendur
eins og er að
minnihlutastjóm,
jafhgildir ákvörð-
un flokksþingsins ekki meirihlutaviija
þjóðþingsins. Persson hafði fyrir
flokksþingið látið svo ummælt, að það
væri landinu fyrir beztu að fá inn-
göngu í EMU. Og þessi samþykkt
flokksþingsins breytir því heldur
ekki, að hvað varðar afstöðuna tii
myntbandalagsins skiptast menn inn-
an flokksins í fylkingar, rétt eins og
sænska þjóðin öll.
Að Jafnaðarmannaflokkurixm skuli
hafa tekið skýra afstöðu mun þó ugg-
laust hafa áhrif á almenningsáKtið.
Samkværht Gallup-skoðanakönnun í
siðustu viku blæs þó ekki byrlega fyr-
ir EMU-fylgismenn í Svíþjóð um
þessar mundir. 37% aðspurðra lýstu
sig andvíga, en 35% fylgjandi. í febr-
úar hafði fylgið við EMU mælzt 42%.
Róttækir vinstrimenn og græningjar,
sem fram að þessu hafa stutt minni-
hlutastjóm Perssons, era yfirlýstir
andstæðingar EMU-aðildar, en
sænskir hægrimenn hafa lengi mælzt
til þess að landið taki upp evruna.
Ekki undankomu auðið?
Stjómmálaskýrendur telja líkleg-
ast að þjóðaratkvæðagreiðsla um
málið verði haldin í Svíþjóð eftir
næstu þingkosningar árið 2002. Öfugt
við þrönga tímaáætlun Dana kæra
Svíar sig ekki um að atkvæðagreiðsla
fari fram um þetta umdeilda mál fyrr
en eftir að þeir hafa skilað af sér
næsta formennskumisseri sínu í ESB,
sem verður fyrri hluta næsta árs.
Ljóst er að sænska ríkisstjómin mun
ekki leggja til að þjóðin kjósi um mál-
ið nema vera a.m.k. vongóð um at-
kvæði falli eins og henni er að skapi.
Ólíkt Dönum og Bretum, sem
sömdu um lögformlegar undanþágur
frá skuldbindingu Maastricht-sátt-
málans um myntsamrana, varð Sví-
þjóð ekki stofnaðili að myntbandalag-
inu 1. janúar 1999 á pólitískum en
ekki efnahagslegum forsendum.
Wim Duisenberg, aðalbankastjóri
Evrópska seðlabankans, dregur enda
í efa að Svíum sé stætt á því að halda
sig lengi utan evra-svæðisins. „Sví-
þjóð hefur ekki farið fram á að semja
um eilífðarandanþágu frá þátttöku,
sambærilega við þær sem Danmörk
og Bretland njóta, svo að ég tel að Sví-
þjóð eigi sér engrar undankomu auð-
ið,“ hefur Reuters eftir Duisenberg.
Bretar neikvæðir
Þrýstingur á að Svíar geri upp hug
sinn í málinu jókst með þeim fréttum
sem bárust á fimmtudag frá Kaup-
mannahöfn og Aþenu. Eftir ákvörðun
sænska jafnaðarmanna er nokkuð
ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla fari
fram í Svíþjóð, frekar fyrr en síðar, og
þar með yrðu Bretar eina ESB-þjóðin
sem ætti eftir að gera upp sinn hug
varðandi myntbandalagið.
Bretar sömdu um sérstaka undan-
þágu frá þátttöku í EMU, en geta
hvenær sem þeir vilja sótt um aðild.
Ríkisstjóm brezka Verkamanna-
flokksins hefúr sagt að ákvörðun um
það verði ekki tekin fyrr en efnahags-
leg skilyrði geri slíka ákvörðun brýna.
Og stjómarandstaða íhaldsmanna
rekur einmitt þessa dagana harða ár-
óðursbaráttu gegn myntbandalagsað-
ild. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar
skoðanakönmm-
ar, sem niður-
stöður vora birt-
ar úr í Daily
Telegraph um
helgina, ætti til-
laga um EMU-
inngöngu enga
möguleika á að hljóta samþykki í
þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi
eins og er. 69% lýstu sig í könnuninni
andvíga því að gefa pundið upp á bát-
inn. 75 af hundraði aðspurðra sagðist
álíta myntbandalagið misheppnað,
með tilliti til þeirrar reynslu sem
fengin er af framkvæmd þess frá því
stofnaðildarríkin ellefú hleyptu því
(eða eiginlega þriðja áfanga þess af
fjóram) af stokkunum fyrir rúmu ári.
Þykir því býsna ljóst að Bretar taki
ektó ákvörðun í málinu fyrr en í fyrsta
lagi eftdr næstu þingkosningar, en nú-
verandi kjörtímabil rennur út árið
2002.
„Sögnleg tímamót“
fyrir Grikki
Ólíkt Bretlandi, Danmörku og Sví-
þjóð vildi Grikkland gerast stofnaðili
að EMU, en fékk það ektó vegna þess
að hagtölur grísks efnahags vora ektó
í samræmi við þær lágmarkskröfur
fyrir inngöngu sem kveðið var á um í
Maastricht-sáttmálanum. Er Costas
Simitis, forsætisráðherra Griktóands,
tilynnti á fimmtudag að nú væri kom-
ið að því að landið uppfyliti skiiyrði
EMU-aðildar og því sækti það um
inngöngu, sagði hann umsóknina
marka söguleg tímamót. Sagði Simit-
is þjóðarstolt prikkja liggja að baki
umsókninni. A fundi með forystu-
mönnum úr stjómmálum og efna-
hagslífi sagði hann að „í fyrsta sinn í
sögu Grikklands standi efnahagslíf
landsins frammi fyrir langvarandi
stöðugleika".
Að umsóknin skuli hafa verið lögð
fram nú eykur líkur á því að Grikk-
landi reynist kleift að „ná“ hinum
stofnaðildarríkjunum eUefu og taka
þátt í lokaáfanga EMU á sama tíma
og þau, sem felst í að setja evra-seðla
og -mynt í umferð. Er áformað að
þaðgerist í ársbyrjun 2002.
í Brassel lýstu Romano Prodi, for-
seti framkvæmdastjómar ESB, og
Pedro Solbes, sem fer með málefni
myntbandalagsins í framkvæmda-
stjóminni, því yfir að stækkun mynt-
bandalagsins yrði til góðs „bæði þeim
ríkjum sem þegar era innan evra-
svæðisins sem og þeim sem bætast
við“.
MYJVPLIST
Kjarvalsstaðir
MÁLVERK-CARNEGIE-
VERÐLAUNIN
Opið alla daga frá kl. 10-18.
Til 2. apríl. Aðgangur ókeypis.
CARNEGIE -myndlistarverðlaun-
in, eða „Camegie Art Award“, eins
og menn hafa kosið að nefna þau á
máU engUsaxa, hafa nú verið veitt
öðra sinni og era verkin á hefð-
bundnu ferðalagi um Norðurlönd,
sem endar raunar að þessu sinni í
London, nánar tiltetóð á Barbican-
listamiðstöðinni. Verðlaunin era, eins
og mörgum mun kunnugt, vegleg-
ustu myndhstarverðlaun sem Usta-
mönnum getur hlotnast á Norður-
löndum, og var vissulega tími kominn
til að myndUstin fengi sína umbun af
þessari stærðargráðu líkt og aðrar
listgreinar. Þótt fæstir keppi að slík-
um verðlaunum í Ust sinni blunda þau
þó trúlega í leyndum hugskotum
flestra eftir að á annað borð er búið
að koma þeim á laggimar, ektó síst á
tímum óvægrar markaðshyggju.
Virðist satt að segja varða Uf og
dauða á þessum síðustu tímum að
vekja á sér og verkum sínum athygli
með sem mestum látum, auk þýlynd-
is við fræðinga og bendiprik, ef
mönnum á að lánast að koma list
sinni á framfæri, í öUu falli við opin-
berar listastofnanir.
Camegie Art Award vora, Ukt og
skrifað stendur, sett á laggimar til að
styðja framúrskarandi Ustamenn á
Norðurlöndum, og halda á lofti mertó
málaralistar í hæsta gæðaflokki. Um
árlegan viðburð er að ræða sem
skiptist í þrennt; farandsýningu á
völdum málverkum, útgáfu bókar
með upplýsingum og myndum af öU-
um verkum á hverri sýningu fyrir sig
og útdeiUngu verðlauna til fjögurra
þátttakenda.
Tuttugu og sjö sérfræðingar í nor-
rænni málaraUst, eins og það heitir í
skrá/bók, tUnefna hverju sinni u.þ.b.
eitt hundrað listamenn, sem þeir
telja meðal markverðustu listamanna
samtíðar sinnar. í sjálfri dómnefnd-
inni, sem kosin er tU þriggja ára, era
Tuula Artóo frá Kiasma, safni núUsta
í Helsingfors, Olle Granath frá Þjóðl-
istasafninu í Stokkhólmi, safnstjóri
ríkislistasafnanna, Lars Nittve frá
Tate Modem í Lundúnum, Bera
Nordal frá Malmö Konsthall og Ás-
mund Thortóldsen frá Astrup Feam-
ley-núlistasafninu í Ósló. Að þessu
sinni valdi dómnefndin tuttugu og sjö
Ustamenn á farandsýningu þá sem nú
hefur viðdvöl á Kjarvalsstöðum, eftir
gaumgæfilega skoðun eins og þar
stendur ennfremur...
- Víða hefur harkalega verið deUt
um tUvist málverksins á undan-
gengnum áram, þannig að það hefur
sums staðar átt afar erfitt uppdráttar
við hUð nýtækni og þeirrar tUhneig-
ingar að sprengja í loft upp allar hUð-
ar hins fyrrum sígilda og afmarkaða
ramma. Væri ektó svo fráleitt að líkja
slíkum verðlaunum við ferska lang-
þráða morgungolu frá Atlantshafi, er
hún loks streymir inn um glugga
manns í Ustaborginni við Signu og
bægir loftmengun mollunnar frá um
stund. Samt virðist málverkið í sinni
fjölþættustu mynd Ufa furðu góðu lífi
víðast hvar og einmitt í heimsborgum
listarinnar; París, New York, London
og Berlín, þar sem samkeppnin er
óvægnust og fordómar minnstir, þótt
hvarvetna hrópi menn eftir nýjung-
um í takt við vægðarlausa kröfu
markaðsvæðingarinnar og núhyggj-
unnar. í þá vera fylgir Ustin megin-
straumum umhverfis síns á hveijum
stað, hvað sem þeir segja og gera
sem vilja meina hana sjálfsprottna
náðargáfu, sem lýtur eigin sértækum
lögmálum óháðum tímans tóiði.
Vitaskuld má réttilega deila á það,
að hér er einungis um að ræða einn 7
geira myndUstarinnar, og að jafnvel
hin sígilda höggmyndaUst skuli ektó
komast á blað né heldur svai-tlist og
listgrafík, sem hefur ektó síður átt
erfitt uppdráttar vegna útvíkkunar
viðtekinna hugtaka. Annars vegar
hinnar svonefndu rýmislistar og inn-
setninga, en hins vegar einþrykkja
og hvers konar áhrifameðala til hlið-
ar. Ekkert á þó að mæla gegn því að
hinir hreinu miðlar alfra listgreina fái
sína viðurkenningu áður en það er
um seinan, og valtað hefur verið yfir
þá líkt og akademíska námið í Usta-
skólunum á síðustu áratugum og ótal
mörg önnur gildi skapandi atriða,
sem eru í útrýmingarhættu á sama
hátt og svo margar afurðir náttúr-
unnar, að ektó sé minnst á sjálft líf-
rítóð. Menn era hvarvetna að vakna
til vitundar um þessa hluti eins og
víða sér stað, þótt þeir séu iðulega
síðastfr að taka við sér í þessum efn-
um sem búa á sumum útnárum
óspilltrar náttúra og óspillts lífríkis,
hins vegar fyrstir að falla fyrir nýj-
ungum utan úr hinum stóra heimi þar
sem hin svonefnda siðmenning rís
hæst og hausamir era flestir. Skond-