Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 29

Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 29 LISTIR Ur öskunni í eldinn LEIKLIST L e i k f é 1 a g Siglufjarðar S i g I ii f j a r ð a r b í ó ÍSAÐAR GELLUR Höfundur Frederick Harrison. Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason. Þýðandi Guðrún J. Bachmann. Föstudaginn 10. mars LEIKFÉLAG Siglufjarðar hefur hafið merki sitt á loft að nýju eftir nokkurra ára hlé en þar hefur ekki komist á fjalirnar leiksýning frá því árið 1995. Það er meira en að segja það að lífga við lífvana leikfélag og þarf vafalaust mikla orku og ósér- hlífni til. Endurlífgun LS má rekja til síðasta sumars er nokkrir af fé- lögunum fengu til liðs við sig Eddu V. Guðmundsdóttur leik- stjóra í tilefni 100 ára ártíðar séra Bjarna Þorsteinssonar og settu upp sýningu eftir handriti Jóns Ormars Ormssonar um ævi og störf séra Bjarna. Nú hefur Leikfélagið fengið annan leikstjóra til liðs við sig og leitað fanga eftir efni á allt öðrum stað. Breska leikritið fs- aðar gellur varð fyrir valinu, gamanleikrit um þrjár stúlkur frá Hull sem hingað koma að vetrarlagi til að vinna í fiski í sjávarþorpi á Vestfjörðum. Leikritið var sýnt á vegum Alþýðuleikhússins veturinn og vorið 1989-90 en hefur ekki birst á íslenskum leikfjölum síð- an. Hingað kom reyndar bresk- ur leikhópur undir stjórn ís- lensks leikstjórnarnema og sýndi leikritið á ensku fyrir tveimur árum. Þetta er snerpulega samið verk, orðfæri stúlknanna óhefl- að á köflum og brandararnir fjúka óspart. Höfundur reynir að gera bakgrunni stúlknanna nokkur skil, atvinnuleysi í Bret- landi í lok 9. áratugarins eftir áralanga stjórn íhaldsflokksins og hvernig þeim finnst að þær hafi farið úr öskunni í eldinn með för sinni norður undir heimskautsbaug í svartasta skammdeginu. Sú ákvörðun að færa verkið fram til d'agsins í dag orkar tvímælis þar sem að- stæður í breskum stjórnmálum eru allt aðrar í dag en fyrir ára- tug. Það gengur ekki upp að setja samnefnara á milli Tony Blair og Margrétar Thatcher. Stúlkurnar kynnast Pétri verkstjóra sem hefur mestan áhuga á að komast undir föt þeirra og breskur sendiráðsfull- trúi heimsækir þær og má vart á milli sjá hvor þeirra er verr upplýstur um kjör breskra verkakvenna, hvort sem er á íslandi eða í heimalandinu. Jafnræði er með stúlkunum þremur og er greinilegt að skilningur leikendanna á þeim aðstæðum sem lýst er í verkinu fleytir þeim býsna langt í túlkun persónanna. Stúlkurnar þrjár eru innbyrðis ólíkar, Jenný er harða týpan, Deborah er gáfu- manneskjan og Tracy er trúður- inn. I mörgum stuttum atriðum er rakin dvöl þeirra frá vetur- nóttum fram á sumar og hvern- ig þær leysa úr deilum sínum innbyrðis og fara heim aftur með nýjan skilning á sjálfum sér og kjörum sínum. Helsti galli verksins er þó hversu yfir- borðskenndur sá skilningur er og klisjukenndur í flestum atrið- um. Leikkonurnar þrjár standa sig með ágætum þótt á köflum skorti nokkuð á kraft og öryggi á frumsýningunni. Þær nutu sín vel í gamanmálunum en mættu gjarnan gefa sér rýmri tíma í meðferð textans, vanda betur áherslur og hyggja að þögnum. Sólveig Halla Kjartansdóttir náði góðum tökum á Deb og var bráðfyndin sem hin vellesna af þremenningunum. Hún mætti þó sleppa betur fram af sér beislinu þegar Deb kemur loks út úr skel sinni. Besta atriði sýningarinnar er þegar þær sameinast allar í því að hrekja burt sendiráðsfulltrúann. Þá náðu þær sér vel á strik og létu vaða óhikað. Þannig á það líka að vera. V. Ingi Hauksson leikur verk- stjórann Pétur. Leikstíl hans hefði mátt samræma betur við raunsæislegan leik stúlknanna. V. Ingi lék Pétur með nokkrum gassagangi og gerði hann grína- ktugan úr hófi með stórum hreyfingum og svipbrigðum. Umgjörð sýningarinnar er í góðu samræmi við efni, stórar stæður fiskikassa og blikkplötur til beggja handa. Hefði leik- stjórinn reyndar mátt huga bet- ur að flæði sýningarinnar þar sem atriðin eru mörg og stutt. Sífelldar myrkvanir á milli atr- iða með tilheyrandi skiptingum eru þreytandi þó allt hafi vissu- lega gengið hratt og snurðu- laust fyrir sig. Tónlist á milli atriða var ágætlega valin og lífgaði upp á. Siglfirðingar eiga gott leikhús með stóru sviði og góðri lofthæð en tjáðu mér jafn- framt að aðstaða fyrir leikendur' væri lítilfjörleg en það stæði vonandi allt til bóta. Er ástæða til að óska þeim til hamingju með sýninguna, endurreisn leik- félagsins og alls hins besta í framtíðinni. Hávar Sigurjónsson LISTMUNIR Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð. Fyrir viðskiptavini leitum við að góðum verkum eftir Jón Stefánsson, Nínu Tryggvadóttur, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug Scheving, Þórarin B. Þorláksson, Kristínu Jónsdóttur og Louisu Matthíasdóttur. ART CALLERY Gallerí Fold Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400. fold@artgalleryfold.com www.ajrtgalleryfold.com Islensk leiklistarhátíð haldin í fyrsta sinn SAMTÖK sjálfstæðra atvinnuleik- húsa standa að fyrstu leiklistarhá- tíðinni hérlendis þar sem verkefnin eru öll ný og frumsamin. Á hátíð- inni, sem hefst í byrjun september, verða sett upp sex ný íslensk leik- verk. Sl. sunnudag kynnti dóm- nefndin niðurstöðu sína, en alls bárust 49 verk í samkeppnina. Verkin sem verða frumflutt á hátíð- inni eru Dóttir skáldsins eftir Svein Einarsson, framleiðandi Icelandic Take Away Theatre. Háaloft eftir Völu Þórsdóttur, framleiðandi: ITAT - útibú (Icelandic Take Away Theatre). Tilvist (samið af þátttak- endum í sýningunni), framleiðandi: Dansleikhús með ekka.Trúðleikur eftir Hallgrím H. Helgason, fram- leiðandi: Leikfélag Islands. Sólar- litlir dagar eftir Benóný Ægisson, framleiðandi: Flugfélagið Loftur. Vitleysingarnir eftir Ólaf Hauk Símonarson, framleiðandi: Her- móður og Háðvör. Dagskráin er einn stærsti við- burður á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar 2000 og er áætl- að að heildarkostnaður við hátíðina Morgunblaðið/Ásdís Aðstandendur sýninganna sem komust í úrslit á leiklistarhátíðinni. nemi um 20 milljónum króna. Stefnt er að því að hátíðin verði ár- lega eða haldin annað hvert ár héð- an í frá. Helstu bakhjarlar hátíðarinnar, aðrir en M2000, eru menntamála- ráðuneytið og menningarmála- nefnd Reykjavíkurborgar. Hátíðin er haldin í samstarfi við Sjónvarpið og Opin kerfi en fleiri samstarfsaði- lar munu bætast við á næstu vik- um. Einfatt í samsetningu Ákeyrsluvamir við góH Höqgdeyfir Hillurfyrirlausarvörur Brautir fyrir vörubretti Fáðu sölumann okkar í heimsókn og við vertum ráðgjöf um hámarks nýtingu rýmis. Umboðs- og heildverslun HILLUKERFI TUV^ IS0 9001 öryggis- og gæðastaðlar Nethyl 3-3a -110 Reykjavík Sími5353600- Fax5673609 isold@isold.is - www.isold.is Gerum tilboð i stærri sem smærri einingar - Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.