Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 41

Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 14. MARS 2000 41 1 11 1 -------------------■*?- UMRÆÐAN Landráðamenn og málaliðar MARGT hefur verið rætt um umhverfismál og virkjanir að undan- förnu og hefur þar hæst borið umræðuna um Fljótsdalsvirkjun og hið lögformlega umhverfis- mat sem krafist hefur verið af umhverfisvin- um. Sýnst hefur sitt hverjum eins og eðlilegt er og hafa flestir tjáð sig með venjulegum hætti eins og þegar menn ræða ágreiningsmál. í Mbl. þann 24. febr- úar kveður við annan tón. Þar skrifa Hrólfur Hraundal og Sveinn Jónsson og er þeim mikið niðri fyrir. Þeir deila mjög hart á að umhverf- isvinir skuli hafa leitað út fyrir land- steinana til að reyna að koma í veg fyrir að Fljótsdalsvirkjun verði byggð án þess að fram fari lögform- legt umhverfismat. I þessum grein- um eru menn kallaðir málaliðar og landráðamenn. Sveinn tekur meira Hákon Aðalsteinsson að segja svo stórt til orða að segja að þessir menn muni ekki eiga langa lífdaga fyrir höndum ef þeir láti ekki af þessari mót- spyrnu. Er þetta ekki komið eitthvað út fyrir velsæmið? Eg virði skoðanir annarra, en mér leið- ast hótanir, ekki síst ef þær varða líf og limi. Svo er það annað mál að meta hverjir eru landráðamenn. Eru það landráða- menn sem vilja vemda landið og koma í veg fyrir að hin ósnotna náttúra sé lögð í rúst? Eru það landráðamenn sem vilja að fari fram lögformlegt um- hverfismat á landinu áður en því er flett sundur? Svari hver fyrir sig. En hvað er það þegar stjórnmálamenn krjúpa á hnjánum fyrir framan erlenda auð- hringa og biðja þá að færa sér meng- andi stóriðju og bjóðast til að gefa Stóriðja Er ekkert víð það að athuga, spyr Hákon Að- alsteinsson, þegarvald- hafarnir reyna að telja fólki trú um að stóriðja sé það eina sem geti bjargað byggð. þeim rafmagn til að knýja þessar reykspúandi ófreskjur, bara ef þeir vilji vera svo góðir að byggja þær hér á landinu. Er ekkert athugavert við það að segjast aðeins ætla að byggja Fljótsdalsvirkjun, en semja um leið við Norsk Hydro um byggingu 480 þúsund tonna álvers, sem þarf þrisv- ar til fjórum sinnum meira í’afmagn en sú virkjun getur framleitt? Þá spyrjum við þessir fávísu: Hvar á að taka rafmagnið sem vantar til að ál- verið geti starfað? Jú, þá verður að Hjartabaninn TILEFNI þessarar greinar er bæklingur sem Hjartavemd hefur gefið út. Hann heitir Krydd- legið hjarta og er dreift til allra heimila og fyr- irtækja í landinu. Bæklingurinn er mjög athyglisverður. Hann fjallar um skaðsemi reykinga á hjarta- og æðakerfið. Sagt er frá niðurstöðum Hjarta- vemdar á dánartíðni af völdum hjarta- og æða- sjúkdóma sem rekja má til reykinga. Reykingar valda verulegum skaða á hjarta- og æða- kerfið. Ég reyki ekki þannig að ég hef ekki beina reynslu af skaðseminni en ég vil gera allt til að mitt fólk reyki ekki. Bæklingur sem þessi er öflugt hjálpartæki í áróðri fyrir okkur sem ekki reykjum en viljum að okkar nán- ustu hætti að reykja. Þeir sem reykja einn pakka af síg- arettum á dag stytta ævilíkur sínar um mörg ár. Fimmtugur karlmaður sem reykir styttir ævilíkur sínar um 7 ár í samanburði við þann sem ekki reykir. Aftur á móti ef hinn sami hættir að reykja fær hann tækifæri til að bæta við líf sitt 5-6 árum. Hver hef- ur efni á að stytta ævi sína um sjö ár? Sumir fæðast með meðfæddan hjartagalla. Galla sem þarf síðan að lagfæra með stórri hjartaaðgerð. Ef þú hefðir vitneskju um að hjartað þitt væri með galla myndir þú gera allt til að fara vel með það. Eins ef þú vissir fyrirfram að þú myndir verða einn af þeim sem fengi kransæðastíflu á fimmtugsaldri. Við vitum ekki fyrir- fram hverjir það eru sem fá krans- æðastíflu og hverjir sleppa. Það eru ekld til nein nákvæm próf sem segja til um hvort maður fái fyrir hjartað eða ekki. Af þessum sök- um verðum við hvert og eitt okkar að fara vel með þetta eina hjarta sem við fengum í vöggu- gjöf. Með því að reykja getur þú verið viss um að þú sért að skaða hjarta þitt. Afleiðingar reykinga koma ekki í ljós fyrr en mörgum ár- um eftir að viðkomandi byrjaði að reykja. Þeir unglingar sem byrja að reykja fyrir 15 ára aldur eru í verulegri hættu á Rúnar að skaða hjarta- og Júlíusson æðakerfið sitt. Ég hef fulla trúa á ungu kyns- lóðinni og hef kynnst mörgu skyn- sömu ungu fólki. Þetta unga fólk á rétt á því að við fullorðna fólkið séum Hjartavernd Með því að reykja, segir Rúnar Júlíusson, getur þú verið viss um að þú sért að skaða hjarta þitt. þeim góð fyrirmynd. Reynslan hefur sýnt að bein tengsl eru á milli reyk- inga fullorðinna og reykinga ungl- inga. Unglingur sem byrjar að reykja ætlar sér ekki að reykja það sem eftir er ævinnar. En það sem byrjar sem „saklaust" fikt hjá 16 ára unglingi getur endað sem alvarlegt hjai’taáfall á fimmtugsaldri. Þekking um skað- semi reykinga síast of seint í kollinn á unga fólkinu. Það seint að viðkomandi er orðinn háður tóbakinu áður en hann fær við nokkuð ráðið. Efni í tó- bakinu eru verulega ávanabindandi. Mikill meirihluti fullorðinna reyking- armanna óskar sér þess að hafa aldrei virkja Jökulsá á Dal og sennilega Jökulsá á Fjöllum líka. „Það verður ekki gert nema farið verði í umhverf- ismat“ segja ráðamennirnir. En áður en þetta umhverfismat fer fram verður búið að selja, eða gefa, Norsk Hydro rafmagnið sem þessar ár geta framleitt, með því að semja um 480 þúsund tonna álver á Reyðarfirði. Ég er því í miklum vafa um að það um- hverfismat sem gert verður hafi mik- ið að segja því þeir hjá Norsk Hydro vilja hafa sitt og engar refjar og lái þeim hver sem vill. Þess vegna held ég að menn ættu að nota orðið landráð, gætilega því það hefur aldrei þótt gott að kasta steinum úr glerhúsi. Ég get alveg viðurkennt að það er ekki gott að þurfa að leita út fyrir landsteinana eftir aðstoð til að vernda landið, en hvað á að gera þeg- ar stjórnmálamennirnir með hala- rófu af náttúrufirrtum sauðum á eftir sér ganga eins og daufdumbir og hundsa ábendingar þeirra sem vilja koma í veg fyrir meiri umhverfisslys og verja þær náttúruperlur sem eftir eru á landinu? Hrólfur Hraundgjí segir í skrifi sínu að það sé búið að skemma Herðubreiðarlindar, Land- mannalaugar og fleiri staði á hálend- inu. Það er nokkuð til í því, en ég er ekki sammála honum að það sé ekki til neins að reyna að koma í veg fyrir að fleiru sé spillt. Við eigum að láta fyrri víti til vamaðar verða og taka saman höndum um að bjarga því sem bjargað verður. Hrólfur tekur stórt upp í sig og hefur eflaust eitthvað til síns máls, enda fyrrverandi björgun- arsveitarforingi og vel kunnugur á Brúaröræfum. Það er bara eitt sem ég vil vekjar athygli hans á. Fljótsdalsvirkjun og Eyjabakkar, sem þetta mál snýst um eru ekki á Brúaröræfum, heldur á Fljótsdalsheiði og það svæði ætti hann að kynna sér áður en hann skrifar næstu grein. Höfundur er skógarbóndi og náttúruverndarsinni. byijað. Reykingar hafa ekkert með greind að gera, reykingarfólk getur verið skynsamasta fólk. Fíknin í tó- bak er svo sterk að það getur verið meiriháttai’ mál að losa sig undan ijötrum hennar. Skilaboðin til ungu kynslóðarinnar um skaðsemi reykinga virðast ekki síast inn á þeim tímapunkti sem margir eru að byija. Ef unga fólkið gerði sér grein fyrir skaðsemi tóbaks er ég viss um að það myndi aldrei byija að reykja. Flestir reykinga- menn byija að reykja undir 18 ára aldri. Hvað er til ráða? Tóbaksáróðr- inum verður að koma til unglinganna þannig að þeir byrji alls ekki að fikta. Fikt er ekki bara fikt. Unglingar verða að gera sér grein fyrir að reyk- ingar eru ekki töff. Reykingar eru orðnar mjög áberandi í bíómyndum og tónlistarmyndböndum. Tóbaks- framleiðendur eru mjög slyngir við að koma sínu á framfæri og hitta beint í mark hjá unglingunum. Tóbakssölurisinn er mjög voldugur og áhrifamikill og hann á fullt af pen- ingum til að koma sínu á framfæri með ýmsu móti. En ekki má gefast upp. Við verðum að gera ráð fyrir að áróður og fræðsla skiii sér. Ef við tryðum því ekki gætum við sleppt öll- um tóbaksáróðri. Þetta þýðir hvort eð er ekki! Nei takk! Höldum áfram í þeirri trú að þetta skili sér. Framtak Hjartavemdar með útgáfu þessa bæklings er til fyrirmyndar. Mikil- vægt er að kynna efni bæklingsins fyrir unga fólkinu og fólki á öllum aldri. Hann er góð áminning til okkar allra, hvort sem við reykjum eða ekki. Tilgangurinn er að þeir sem ekki reykja byiji aldrei og að hinir sem reykjahættiþví. Bent er á ýmsar leiðir til að hætta reykingum. Ég óska Hjartavemd hjartanlega til hamingju með bækl- inginn Kryddlegið hjarta. í samein- ingu getum við öll barist á móti hjartabananum, tóbakinu, og að lok- um haft sigur. Höfundur er tónlistarmaður. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. mars 2000. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.062.784 kr. 1.812.557 kr. 181.256 kr. 18.126 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.362.680 kr. 1.472.536 kr. 147.254 kr. 14.725 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.058.828 kr. 1.411.766 kr. 141.177 kr. 14.118 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.190.703 kr. 119.070 kr. 11.907 kr. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og Liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf íbúðalánasjóður Suðurlandsbraut 24 j 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 Góffieppi m- Gott verð ~ á hverjum degi! Gólfteppi úr ull og gerfiefnum. Mýkt og hlýlegt útlit með fallegum gólfteppum frá nokkrum helstu framleiðendum Evrópu. Teppi með sérstaka viðurkenningu um að engin ofnæmisvaldandi efni fýrirfinnist í þeim. Fjölbreyttir möguleikar f gerðum, litum og öðru útliti. PóL’pfnni Q Símar 588 1717 og 581 3577 Umboðsmenn um allt land Teppaland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.