Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 45
MINNINGAR
GUÐRÚN
BJÖRNSDÓTTIR
+ Guðrún Björns-
dóttir fæddist á
Kvískerjum í Oræf-
um 14. september
1910. Hún lést á
Skjólgarði á Höfn
24. desember 1999.
Guðrún var dóttir
Björns Pálssonar
bónda á Kvískerjum
Jónssonar á Svína-
felli, f. 22.3. 1879, d.
14.5. 1953, og konu
hans Þrúðar Ara-
dóttur Hálfdánar-
sonar á Fagurhóls-
mýri, f. 11.5. 1883,
d. 5.2. 1968. Systkini Guðrúnar
eru: FIosi, f. 13.12. 1906, d. 22.5.
1993; Guðrún eldri, f. 30.4. 1908,
d. 7.12. 1991; Ari, f. 2.6. 1909, d.
1.5. 1982; Páll, f. 25.3. 1914, d.
14.3. 1993; Sigurð-
ur, f. 24.4. 1917;
Ingimundur, f. 4.2.
1921, d. 16.9. 1962;
Helgi, f. 2.2. 1925;
og Hálfdán, f. 14.3.
1927.
Guðrún var hús-
móðir á Kvískerjum
og átti ásamt systur
sinni og móður þátt
í gestamóttöku þar.
Hún sótti hússtjórn-
arnámskeið á Laug-
arvatni 1933 og var
hannyrðakona. Síð-
ustu árin dvaldi hún
á Skjólgarði á Höfn. Guðrún var
ógift og barnlaus sem og systk-
ini hennar.
Útför Guðrúnar var gerð frá
Hofskirkju 8. janúar sl.
Sumarið 1951 lögðu sex ferða-
langar upp í sumarleyfisferð austur í
Oræfi og þaðan ríðandi austur með
landi um Almannaskarð alla leið
austur á Hérarð.
Þetta voru: Áki Pétursson, Krist-
ín Grímsdóttir, Viðar Pétursson,
Ellen Pétursson, Sigurður E. Óla-
son og Unnur Kolbeinsdóttir. Lagt
var af stað flugleiðis til Fagurhóls-
mýrar og gist þar. Daginn eftir var
farið ríðandi í Bæjarstaðaskóg.
Loks ekið á kassabíl að Kvískerjum í
fylgd hins bráðskemmtilega grasa-
fræðings Ingólfs Davíðssonar, sem
milli þess að tína sjaldgæf blóm,
skemmti okkur með dönskum vísna-
söng. Og kemur nú að tilefni þessar-
ar greinar.
Bræðumir á Kvískerjum tóku á
móti okkur á hlaðinu og buðu í
bæinn.
Lágvaxin, öldruð kona dálítið lot-
in, stóð í dyrunum. Hún tók hönd
mína í báðar sínar og horfði á mig
þeim skærbláustu augum, sem ég
hafði séð og virtust sjá allt til botns.
Þetta var Þrúður Aradóttir, hús-
freyja á Kvískerjum, ekkja Bjöms
Pálssonar bónda og fylgdarmanns
yfir jökulsár og sanda og á Vatna-
jökul. Ég átti orðastað við Þrúði
þama í bæjardyrunum. Hún sagði
mér frá börnum sínum 12 að tölu.
Þrjú dóu ung. Þrúður varð fyrir
slysi þegar hún gekk með litla
stúlku. Barnið dó en Þrúður var hölt
eftir að hún komst á fætur. „En öllu
verður maður að taka,“ sagði Þrúður
og horfði á mig þessum heiðskím
augum.
Inni í bænum voru tvær konur
með veitingar og hétu báðar Guð-
rún. Önnur var lágvaxin og hnellin,
Guðrún eldri, Hin var há og grönn,
teinrétt, dökkhærð og bar sig einsog
aðalskona. Það var Rúna, en í minn-
ingu hennar era þessar línur ritaðar.
Rúna var víst um fermingu þegar
hún tók að mestu við heimilinu en
móðir hennar lá þá í fótbrotinu,
bamshafandi. Síðan var hún heima
og vann heimilinu ásamt Guðrúnu.
Hún mun hafa farið á hússtjómar-
námskeið að Laugarvatni og vakið
aðdáun piltanna, þessi glæsilega
stúlka úr sveitinni milli sanda. Ann-
ars gerði hún ekki víðreist, fór stöku
sinnum til Reykjavíkur, var annars
kyrr á sínum reit. Hún naut hins
skaftfellska sumars í faðmi fjalla,
þreyði þorrann og góuna, en yfir öllu
gnæfði Öræfajökull í tign og veldi.
Fjöldi ferðamannna átti áningar-
stað að Kvískerjum. Urðu margir
þeirra furðu lostnir yfir kunnáttu
bræðranna á mörgum sviðum, sjálf-
menntaðra að mestu. Það má geta
nærri að oft hefur verið í nógu að
snúast fyrir unglingsstúlku á slíku
heimili og oft áhyggjusamt. Þau
systkinin tóku mörg börn til sumar-
VILBORG
VALGEIRSDÓTTIR
+ Vilborg Val-
geirsdóttir fædd-
ist á Höfn í Horna-
firði 25. nóvember
1925. Hún lést á
Landspítalanum 3.
mars síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Hafnar-
kirkju 11. mars.
Frá fyrstu kynnum
mínum af Boggu var
mér Ijóst eins og öllum
sem þekktu Vilborgu
hve góð og vandvirk
kona þá tilvonandi tengdamóðir
mín var.
Síðan þá hefur mikið vatn rannið
til sjávar og Vilborg
nánast ein og óstudd
komið tveimur yngstu
bömum sínum til
manns.
Vilborg virtist aldrei
vera í tímaleysi og þótt
oft hefði verið mann-
margt á heimilinu og í
mörg horn að líta var
manni alltaf tekið opn-
um örmum á heimili
hennar þegar við kom-
um í heimsókn á Höfn.
Vilborg mun alltaf
lifa sterk í huga mín-
um sem góður vinur minn og barna
minna sem góða amman á Höfn.
Grímur Eirfksson og börn.
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til-
tekna skilafrests.
dvalar. En alveg ólu þau upp van-
heila stúlku, Finnbjörgu. Þau vora
ýmis kærleiksverkin unnin í kyrr-
þey á þeim bæ.
Þegar systkinin fóru að leita að
telpu, sem gæti verið Finnbjörgu fé-
lagi, kom vinkona mín frá Fagur-
hólsmýri að máli við mig, hvort ég
vildi láta Þóranni mína reyna þetta.
Hún var nú ekki nema níu ára og ég
hugsaði mig vel um. Ég tók svo boð-
inu. Mér fannst hún geta þroskast
þarna og lært svo margt, sem ég
hafði ekki upp að bjóða. Ég minntist
Þrúðu og Rúnu og fann að ég þurfti
ekki að hafa áhyggjur. Þórann flaug
því ein til Fagurhólsmýrar og var
sótt frá Kvískerjum. Þarna var hún
svo á hverju sumri fram til ferming-
araldurs. Kindurnar þekkti hún með
nöfnum á svipnum, lærði af systran-
um að súrsa selshreifa, fór á jökul
með bræðranum, þekkti fugla og
fiðrildi, veiddi skúm og sel á söndun-
um og kom með mikið safn ýmissa
skorkvikinda merkt latneskum
nöfnum. Það var ýmislegt gert undir
leiðsögn þessara systkina. Allt var
kennt með sömu vandvirkninni og
hugkvæmninni og einkenndi verk
þeirra.
Seinna erfði yngri bróðir hennar,
Guðbjartur, stöðuna og komust
færri að en vildu. Ég minnist þess er
hann kom heim eftir fyrsta sumarið
eystra, að hann sagði við mig:
„Mamma þú veist ekki hvað mér
hefur liðið vel í sumar.“
Þessu fólki trúði ég nú fyrir böm-
unum mínum og hef aldrei séð eftir
því.
Þegar heilsa Rúnu fór að bila fékk
hún góða umönnun á hjúkranar-
heimilinu Skjólgarði.
Hún lést á jólanótt sl., 25. desem-
ber. Ég vil með þessum orðum
þakka henni fyrir bömin mín, Þór-
unni og Guðbjart.
Bræðranum Sigurði, Helga og
Hálfdáni sendum við samúðarkveðj-
ur.
Góð kona er gengin.
Hún sé guði falin.
Unnur Kolbeinsdóttir.
Gróðrarstöðin ^ 0^
mmfo •
Hús blómanna
Blómaskreytingar
við öll tækifæri.
Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480
3C Jk. lí..3C.. 3C..Í3t.. J ^
Erfisdrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H Sími 562 0200
AlIIII 1111111XXXI
P E R L A N
+
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR BERGÞÓRSSON,
Bogahlíð 18,
Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 13. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Aðalbjörg Vigfúsdóttir,
Ólafur B. Guðmundsson, Laufey S. Sigmundsdóttir,
Steingrímur Sigurjón Guðmundsson,
Bergþór Guðmundsson, Jiraporn Yuengklang,
Stefán Guðmundsson, Hlíf Ragnarsdóttir,
Halldór Guðmundsson, Guðrún Þórhallsdóttir,
Kristinn Kristinsson, Dagbjört Lára Ragnarsdóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
t
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
VALGERÐAR EYJÓLFSDÓTTUR
sjúkraliða,
Kaplaskjólsvegi 61,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
15. mars kl. 15.00.
Jón E. Guðmundsson,
Eyjólfur G. Jónsson, Inga Jóna Sigurðardóttir,
Sigurlaug Jónsdóttir, Helgi Sævar Helgason,
Marta Jónsdóttir, Guðmundur A. Grétarsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐLAUGAR BJARNEYAR ELÍASDÓTTUR,
áður til heimilis
í Álftamýri 52,
Hrafnistu í Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa öllu starfsfólki á deild 3-A, Hrafnistu,
fyrir frábæra umönnun og velvild.
Þórdís Hulda Hreggviðsdóttir,
Margrét Eyrún Reynisdóttir, Jón Geirsson,
Bjarni Ómar Reynisson,
Elías Rúnar Reynisson,
Sólrún Lára Reynisdóttir,
Björk Reynisdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ásdís Sigurðardóttir,
Rúna Björg Þorsteinsdóttir,
Magnús Ingi Guðmundsson,
Sigurður Magnússon,
t
Þökkum innilega samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SVEINS BJÖRNSSONAR
verkfræðings,
Skúlagötu 20,
Reykjavík.
Helga Gröndal,
Halldóra Sveinsdóttir, Birgir Karlsson,
Þórunn Sveinsdóttir, Magnús Guðmundsson,
Björn Sveinsson, Aldís Ingvarsdóttir,
Benedikt Sveinsson, Unnur Melsted,
Helga Sveinsdóttir, Óskar Eyþórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Við þökkum af einlægni öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar
og tengdaföður, sonar míns og bróður okkar,
EINARS ÁSGEIRSSONAR
skipstjóra.
Sérstakar þakkir fá prestshjónin á Heydölum í Breiðdal, sr. Gunnlaugur
Stefánsson og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir fyrir ómetanlegan stuðning.
Guð blessi ykkur öll.
Bára Ólafsdóttir,
Valur Mörk Einarsson, Erla Rán Kjartansdóttir,
Anna Dögg Einarsdóttir,
Stefanía Magnúsdóttir
og systkini.