Morgunblaðið - 14.03.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 14.03.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 47 MINNINGAR KIRKJUSTARF En þegar biðin þennan afdrifaríka laugardag tók enda og ég vissi hvað gerst hafði sá ég að ég vissi ekkert um lífið, ég er ekki sterk, ég veit hvað hamingja var og veit nú hvað sorg er. Það er svo skrítið hvað lífið getur breyst í einni andrá. Að fá að fylgjast með þér í þessi 20 ár, Nonni minn, eru forréttindi sem ég get ekki nógsamlega þakkað fyrir, með nærveru þinni gafstu mér trú á lífið því þú sýndir mér að inn á milli alls sem er leynast englar, englar eins og þú, með augu líkt og stjöm- urnar á himninum sem lýsa upp líf okkar hinna. Ég skrifaði þér nokkrar línur síð- asta sumar og þegar þú last þær þakkaðir þú mér svo fallega fyrir, ég skrifa þér þær nú hér og vona að þú komir og takir utan um mig aftur: ,Af hveiju ætli hinir englamir hafi fellt þig svo þú dast niður á jörðina Þú dast þegar himinninn grét svo kannski var þetta óvart. Er það þess vegna sem þér líður svona illa héma niðri? Finnurðu kannski þrá englanna til að biðjast fyrirgefningar, eða heyr- irðu kannski köll þeirra? Ef þú værir ekki vængbrotinn værirðu þá ekki löngu floginn upp aftur? Fallni engill, ekki gráta, þau höfn- uðu þér örugglega ekki og bíða vænt- anlega eftir því að vængir þínir verði heilir svo þið megið hittast aftur og halda áfram með leiki ykkar þar sem frá var horfið. Fallni engill. Þú verður að afsaka hversu illa brúin milli himins og jarðar er gerð, ég gerði hana með augun full af tár- um. Eftir að þú þemaðir perlutár þín, sem byrgðu þér sýn, og sást að á jörðinni er líka ljós, fórstu í ferð til að skoða og læra. í stað þess að bíða, vona og gráta, sástu að hér gerast líka himneskir hlutir. Gakktu nú veginn að brúnni með hugann fullan af sögum til að segja og vittu til, brátt þurfa englamir ekki að kalla til þín heldur geta þeir hvísl- að í eyra þér.“ Litla hjartað mitt, nú hefur þú lok- ið aftur augum þínum í hinsta sinn hér á jörðinni og opnað þau á ný á himnum, ég bið að heilsa Elsu ömmu þinni og Dóra frænda. Við sjáumst aftur, ljósið mitt. Jenný frænka. Elsku Nonni frændi, í dag kveðj- um við þig og hugsum um þig. Það er stundum stutt á milli gleði og sorgar. Fyrir um mánuði síðan átti stórfjöl- skyldan saman gleðistund. Þú naust þín vel með írændfólkinu í leik og dansi. Margar skemmtilegar minn- ingar vom rifjaðar upp. Við hlógum dátt að ýmsum skondnum uppátækj- um ykkar systkinabamanna á yngri ámm, sem foreldrunum fannst á þeim tíma misfyndin. Núna stöndum við líka frammi fyrir minningum, sem framkallast í sorg. Ævi þín var stutt, en það era ekki veraldleg afrek sem standa upp úr í minningum um látna ástvini, heldur mannkostir. Þú hafðir góða nærvera, varst hlýr og einlægur með bjart bros. Þannig verður minn- ing okkar um þig. Megi fjölskyldum þínum öðlast allur sá styrkur sem þarf til þess að takast á við þessa miklu sorg. Hvíl í friði, elsku frændi. Eiríkur, Ema, Kári og Berglind. Elsku frændi minn, Jón Örn Garð- arsson, er látinn. Nonni litli var afar laglegur drengur, hann var með fal- lega rauðlitað hár og brún augu sem geisluðu af gleði. Hann vai- alltaf brosandi og góðsemin skein úr andliti hans. Besta lýsing á honum, bæði í útliti og sem persónu, er að líkja hon- um við engil í mannsmynd. Ég á erf- itt með að sætta mig við að hann sé farinn og þá staðreynd að við munum aldrei sjást á ný. Þó svo að Nonni litli sé horfinn á braut mun ég alltaf eiga minningamai- um hann og þær getur enginn tekið frá mér. Með minning- unum verður hann alltaf hluti af mér og ég get glaðst yfir þeim stundum sem við áttum saman. Þar sem við Nonni voram systra- synir og lítill aldursmunur á milli okkar vorum við ekki bara frændur heldur leikfélagar og vinir. Nonni kom oft í heimsókn í Kögurselið til mömmu og þegar við voram þar báð- ir fóram við oft út í skóla í fótbolta en fótbolti var ein af sterku hliðum hans Nonna, hann var mjög góður í bolt- anum og þó að það væru þrjú ár á milli okkar og ég stærri en hann þá þurfti ég að hafa mig allan við svo að hann ynni mig ekki. Þar sem hann var lofandi knattspyrnumaður á unga aldri birtist af honum mynd í einu dagblaði og ég man hvað hann var stoltur af því. Alltaf var líka gaman að spila við hann en við gerðum nú meira af því að svindla en að spila heiðarlega þar sem það var jú meira spennandi og hvoragur okkai' vildi tapa. Þegar ég hugsa tíl baka er margt sem stendur upp úr, meðal annars man ég sumarið þegar ég, pabbi og Halldóra komum í heimsókn til þín, Dísu og Garðars í Svíþjóð. Þá fórum við strákarnir í borðtennis og keppt- um af fullu kappi, auðvitað voram við ósammála um hver okkar hefði sigr- að en eins og alltaf vildum við hvor- ugur tapa fyrir hinum. Ég vildi ekki tapa fyrir frænda mínum sem var yngri en ég og þú vildir vinna frænda þinn sem var eldri. Með eftirminnilegustu minningum sem ég á era frá því þegar Nonni kom í sumarfrí til Hólalands í Borg- arfirði eystra með mér mömmu, Jonna og Söndru. Þar vorum við tveir saman alla daga og lékum okk- ur í náttúranni. Við löbbuðum upp í vötn að veiða og þó að aflinn hafi ekki verið til að hrópa húrra fyrir þá voru þær stundir sem við áttum á leið upp fjallið ómetanlegar, það varð jú að passa allar græjurnar og beituna en allt dótið ferjuðum við á milli okkar þegar við klifraðum yfir grindverk, klöngraðumst upp hóla, hæðir og skriður. Við fóram líka niður að á að veiða síli og berfættir í pollunum hjálpuðumst við að við að fanga sílin í sigti og krúsir. í þessari Borgó-ferð var ákveðið að fara með Nonna á leynistaðinn okkar Jonna en það er draumastaður allra steinasafnara, fullur af fallegum kristöllum. Til að komast á staðinn þai-f að klifra hættuleg björg og leggja líf og limi í hættu. Eg man að mér þótti erfitt að samþykkja að Nonni litli mætti koma með því ég var jú hræddur um hann og vildi ekki að neitt slæmt kæmi fyr- ir hann. Fyrir gönguna í hömrunum batt Jonni reipi um okkur alla þijá svo að við væram öraggir því hann myndi bjarga okkur ef við rynnum til. Eftir hættulega göngu voram við komnir á staðinn og við Jonni fund- um fljótt eitthvað af fallegum stein- um en leitin gekk ekki eins vel hjá Nonna og hann fann ekkert. Allt í einu var hann með svarta kúlu í hendinni og á meðan hann barði henni í bergið og hálf kveinaði yfir að vera ekki búinn að finna neitt flott brotnaði kúlan og inni í henni kom í ljós falleg holufylling, flottasti steinn- inn í ferðinni. Alltaf þegar ég sé þennan stein man ég eftir gleðinni og stoltinu sem ég sá í augum hans á þessari stundu. Annað eftirminnilegt og broslegt atvik í ferðinni varð á leiðinni heim í jeppanum. Nonni varð bflveikur, honum varð flökurt og þurfti að kasta upp. Mamma rétti honum drykkjarbox sem Sandra átti og sagði honum að nota það svo að allt færi ekki í sætið. Bfllinn var svo stoppaður og Nonni fór út til að kasta upp. Þegar hann kom út lagði hann flátið að vöram sér og notaði það þrátt fyrir að vera kominn út á auðan sjó og hellti svo úr flátinu við vegar- kantinn. Hann gerði jú það sem fyrir hann var lagt og oft hef ég brosað að þessu atviki en það minnir mig á að Nonni fylgdi því eftir sem við hann var sagt. Aðrar minningar sem ég á era með okkur öllum frændsystkinunum, allt- af var gaman hjá okkur þegar við hittumst, sérstaklega man ég eftir öllum fjölskylduviðburðum eins og afmælum og jólaboðum þar sem við voram öll saman. Við voram einn sterkur hópur og Nonni var einn af okkur. Við fóram í bingó, leiki og limbó. Stórt skarð er nú höggvið í hópinn sem aldrei verður hægt að fylla. Allt- af þótti mér virðingarvert að sjá hversu vel Nonni kom fram við fjöl- skyldu sína, hann var fallegur, góður, blíður, vinsamlegur og elskulegur í alla staði. Ég er þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman og þær minningar sem ég geymi. Ég sakna hans mildð og er mjög sorgmæddur en vona að tíminn lækni sárin. Elsku Nonni minn, ég vil þakka þér fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum saman á meðan þú lifðir, þú varst ímynd hins góða í manninum. Ég mun alltaf muna síð- asta faðmlag okkar, það var kveðju- stund áður en ég lagði af stað út til Köben í lok janúar. Við mættumst á tröppunum á Gnoðó, við föðmuðumst og kvöddumst. Elsku Dísa, Birgh- og Tanja, Garð- ar , Inga, Tómas Óli, Matthías og Heiða Björk, ykkur votta ég alla mína samúð. Þið hafið misst góðan dreng en minningarnar sitja eftir. Megi Guð veita ykkur styrk til að takast á við sorgina. Friðgeir Grímsson. Við andlát Nonna myndast vand- fyllt skarð í vinahópinn og líf okkar allra sem þekktum hann. Það er bara einn Nonni og við munum öll sakna hans, en við verðum að trúa því að honum líði vel hvar svo sem hann er. Ég mun aldrei gleyma kvöldunum þegar við Nonni slógumst um betra sætið við tölvuna, hvort okkar ætti að bjóða hinu í bíó eða jafnvel þegar við háðum bardaga í þeirri von að fá að lesa sögu fyrir Tönju þegar hún vildi ekki fara að sofa. Ég er stolt þegar ég segi að Nonni hafi verið vinur minn. Hans verður sárt saknað. Rakel. Elsku Nonni. Hafðu þökk fyrir samverustundimar. Minning þín er Ijós í lífi okkar. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldreihannáburtufer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Rr. Pétursson.) Valdimar og Snjólaug. Elsku Nonni. Við þökkum þér fyr- ir allar samverustundimar sem við áttum með þér, og að þú hafir verið hluti af okkar lífi. Með þér var lífið litríkt og skemmtilegt, því hvert sem þú komst og hvar sem þú varst var alltaf gaman. Margseraðminnast, mai-gterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Minn- ing þín er ljós í lífi okkar. Þính- ástkæra vinir, Alexei og Ingunn. Okkur langai- að kveðja vinnufé- laga okkar, hann Nonna. Við störfuðum allir við pípulagnir hjá honum Svenna í Borgarlögnum. Nonni kom til okkar fyiir rúmu ári og féll hann vel inn í hópinn, enda var hann glaðlyndur og góður drengur. Það er grátlegt að hugsa til þess að við sjáum þig ekki aftur eða fáum að njóta hnyttinna setninga þinna svo sem: „Þetta þomar“ og „fáránlegt að hafa einstefnu þama“. Enginn tekur þessar minningar frá okkur né aðrar minningar um þennan yndislega dreng. Við vottum fjölskyldu og aðstand- endum Nonna okkar dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill en minningin um góðan dreng lifir. Böðvar, Heimir, Jón Ingi, Magnús, Sveinn, Ragnar og Þorlákur. • Fleiri minningargreinar um Jón Öm Garðarsson biða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14.Léttur hádegis- verður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Dómkirkja. Barnastarf í safnað- arheimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára börn og kl. 17 fyrir 10-12 ára börn. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Lestur passíusálma kl. 12.15. Hallgrímskirkja. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Fullorðins- fræðsla kl. 20. Bæn, íhugun og samtal. „Þriðjudagur með Þor- valdi“ kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng, Gunnar Gunnarsson leikur á flygil. Sóknarprestur flytur Guðs- orð og bæn. Langholtskirkja. Opið til bæna- gjörða í hádeginu. Lestur passíu- sálma kl. 18. Sorgarhópur kl. 20.30- 21.30. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30 í umsjón Ingu J. Backmann og Reynis Jónassonar. Nýir félagar velkomnir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgn- ar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðs- þjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests 1 viðtalstímum hans. Æskulýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi ÍAK, léttur málsverður, helgistund og sam- vera. Sr. Bjarni Karlsson sér um helgistund. Dagbjört Theodórs- dóttir sér um samverustund TTT 10-12 ára starf á vegum KFUM og K og Digraneskirkju kl. 17. Fella- og Hólakirkja. Foreldr- astund kl. 10-12. Kyrrðar- og bæn- astund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænaefnum má koma til presta og djákna kirkjunnar. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að lokinni bæna- stund. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æskulýðs- félagið fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakk- ar í Rimaskóla kl. 18-19 fyrir 7-9 ára börn. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 18-19. Æskulýðsstarf fyrir unglinga 15 ára og eldra kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorg- unn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrir- bænastund í dag kl. 12.30. Fyrir- bænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. « Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Foreldramorg- unn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þuríður. Keflavíkurkirkja. Fjölskyldu- stund í Kirkjulundi kl. 10.30-11.30. Helgistund, fræðsla og samfélag fyrir aðstandendur barna undir grunnskólaaldri. Umsjón Brynja Eiríksdóttir. Fermingarundirbún- ingur kl. 13.40-15 í Kirkjulundi. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar. Grindavíkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT tíu -tólf ára starf alla þriðjudagakl. 17- 18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15- 19. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvammstangakirkja. Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetrinu. Hólaneskirkja Skagaströnd. Kl. 10 mömmumorgunn í félagsheimil- inu Fellaborg. Kl. 16 KFUM og KFUK fyrir börn 9-12 ára. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudögum kl. 10-12. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíuskóli í kvöld kl. 20. t Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐLEIFAR JÖRUNDARDÓTTUR, Álfhólsvegi 137a, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við færa Sigurði Björnssyni, krabbameinslækni, Karitas heimaaðhlynningu og starfsfólki deilda A-3 og A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir dásamlega umönnun. Ragnar Bjarnason, Jörundur H. Ragnarsson, Gunnar H. Ragnarsson, Edda Valsdóttir og barnabörn. t Við þökkum af einlægni öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FANNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Ólafsvík, Holtsgötu 41, Reykjavík. Sveinbjörn Helgason, Aud Mary Helgason, Guðmundur Helgason, Sólveig Bótólfsdóttir, Helga Helgadóttir, Bent Bjarnason, Sólveig Sjöfn Helgadóttir, Jón Sören Jónsson, Birna S. Helgadóttir, Bogi Ingimarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.