Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ __________________________________ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 53 - ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR Ur dagbók lögreglunnar Róleg helgi þrátt fyrir margmenni í miðbænum Helgin 10. til 13. mars MJÖG rólegt var hjá lögreglu- mönnum sem voru við skyldustörf í miðborginni um helgina, þrátt fyrir að talsverður fjöldi einstakl- inga hafi sótt skemmtistaðina.. Einn 15 ára piltur var þó tekinn höndum vegna óláta á veitingahúsi þar sem hann sökum aldurs hefur ekki heimild til dvalar. Honum var komið í hendur foreldra. Þá voru tvö ungmenni send heim vegna útivistar í andstöðu við gildandi reglur. A föstudag var lögreglu tilkynnt um mann er stæði með slöngu og sprautaði á bifreiðir sem ekið væri um Rauðarárstíg. Er lögreglan kom á staðinn kom í ljós að þarna hafði einn utangarðsmanna ákveð- ið að gera bfleigendum það góð- verk að aðstoða þá við þrif bfla sinna hvort sem slíks væri óskað eða ekki. Manninum var gert að hætta verkinu og féllst hann á það og hjólaði brott. 25 ökumenn voru stöðvaðir um helgina vegna hraðaksturs. Einn var stöðvaður eftir að hafa mælst aka bireið sinni á 125 km hraða á Suðurlandsvegi. Þá eru nærri 30 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Bifreið var ekið á gangandi veg- faranda á Laugavegi við Kringlu- mýrarbraut að kvöldi föstudags. Vegfarandinn, sem hlaut höfuð- áverka, var fluttur á slysadeild. Brotist var inn í vörugám á at- hafnasvæði heildverslunar. Inn- brotið hefur líklega átt sér stað að- faranótt föstudags. Ekki er fyrirliggjandi um þjófnað en unnið er að rannsókn málsins. Á laugardag var brotist inn í bif- reið í Laugardal meðan fjölskyld- an nýtti sér þá afþreyingu sem þar stendur borgarbúum til boða. Nokkrum verðmætum var stolið. Brotist var inn í veitingastað í Mosfellsbæ um helgina. Peninga- skápur var brotinn upp en engin verðmæti munu hafa verið í hon- um. Lögreglu var tilkynnt um ónæði frá karlmanni að morgni laugardags. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að viðkomandi hafði á sér ætluð fíkniefni. Hann var fluttur á lögreglustöð og fékk að gista fangahús. Lögreglan kannar nú hver hugsanleg skýring er á því að hliðarrúða bifreiðar sprakk þegar henni var ekið um Ártúnsbrekku á föstudagskvöld. Bifreiðinni var ekið samhliða ann- arri bifreið og ekki er útilokað að skotið hafí verið á rúðuna úr loft- byssu. Fylgst var með útivist barna í Mosfellsbænum á föstudag og var 10 ungmennum vísað heim. Ábyrgir foreldrar taka mikinn þátt í því að fylgjast með þessum málum ásamt lögreglu. Einhverjir gerðu sér það að leik að velta bifreið á Laugavegi á hlið- ina og valda þannig talverðum skemmdum. Atburðurinn átti sér stað aðfaranótt sunnudags. GRENSÁSDEILD: Mánud.-Kstud. kl. 16-19.30, laugard. og sunnud. kl. 14-19.30 og e. samkL LANDAKOT: A öldrunarsviði er frjáls heimsóknartími. Móttökudeild öldrunarsviðs, ráðgjöf og tímapantanir í s. 525-1914.____________________________________ ARNAIíHOLT, Kjalarnesi: Frjáls heimsóknartími. LANDSPÍTALINN: Kl. 18.30-20. BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD, Dalbraut 12: Eftir samkomulagi við deildarstjóra. BARNASPÍTALl HRINGSINS: Kl. 15-16 eða e. samkl. GEÐDEILD LANDSPÍTALANS KLEPPI: Eftir sam- komulagi við deildarstjóra. GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Vffilsstöðum: Eftir sam- komulagi við deildarstjóra. KVENNADEILD, KVENLÆKNINGADEILD: Kl. 18.30- 20. SÆNGURKVENNADEILD: Kl. 14-21 (feður, systkini, ömmur og afar). VÍFILSSTAÐASPÍTALI: KL 18.30-20. SUNNUHLÍÐ hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknar- tími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. ST. JÓSEFSSPÍTALI HAFN.: Alla daga kl. 15-16 og 19- 1930._________________________________________ SJÚKRAHÚS SUÐURNESJA, KEFLAVÍK: Heimsóknar- Hmi a.d. kl.15-16 og kl. 18.391930. Á stórhátíðum kl. 14- 21. Símanr. sjúkrahússins og Heilsugæslustöðvar Suð- umesjaer 422-0500. AKUREYRI - SJÚKRAHÚSIÐ: Heimsóknartími aUa daga kl. 15.30-16 og 19-20. A bamadeild og hjúkrunardefld aldraðra Sel 1: kl. 14-19. Slysavarðstofusími frá kl. 22-8, s.462-2209.______________________________ BILANAVAKT___________________________________ VAKTÞJÓNUSTA. Vegna bilana á veitukerfí vatns og hitaveitu, s. 552-7311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgi- dögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 568-6230. Kópavog- un Vegna bilana á vatnsveitu s. 892-8215. Rafveita Hafn- arfjarðar bilanavakt 565-2936 SOFN ____________________ ÁRBÆJARSAFN: Safnhús Arbæjar em lokuð frá 1. sept- ember en boðið er upp á leiðsögn fyrir ferðafólk á mánu- dögum, miðvikudögum og fóstudögum kl. 13. Einnig er tefið á móti skólanemum og hópum sem panta leiðsögn. Skrifstofa safnsins er opin frá kl. 8-16 alla virka daga. Nánari upplýsingar í síma 577-1111. ÁSMUNDARSAFN f SIGTÚNI: Opið a.d. 13-16. BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR: Aðalsafn, Þing- holtsstræti 29a, s. 552-7155. Opið mán.-fim. kl. 9-21, íostr ■ ud. kl. 11-19, laugW kl. 13-16. BORGARBÓKASAFNIÐ Í GERÐUBERGI 3-5, mán.-fim. kl. 9-21, fóst 11-19, laugard. og sunnud. kl. 13-16. S. 557- 9122. BÚSTAÐASAFN, Bústaðakirkju, mán.-fim. 9-21, fóst 12- 19, laugard. kl. 13-16. S. 553-6270.______ SÓLHEIMASAFN, Sðlheimum 27, s. 553-6814. Ofangreind söfn og safnið í Gerðubergi eru opin mánud.-fim. kl. 9- 21, fóstud. kl. 11-19, laugard. kL 13-16. GRANDASAFN, Grandavegi 47, s. 552-7640. Opið mán. kl. 11-19, þrið.-fóstkl. 15-19.__________________ SEUASAFN, Hólmaseli 4-6, s. 587-3320. Opið mán. kl. 11- 19, þrið.-mið. kl. 11-17, fim. kl. 15-19, fóstud. kl. 11-17. FOLDASAFN, Grafarvogskirkju, s. 567-5320. Opið mán.- fim. kl. 10-20, fóst kl. 11-19, laugard. kl. 13-16. BÓKABÍLAR, s. 553-6270. Viðkomustaðir víðsvegar um borgina. BÓKASAFN DAGSBRÚNAR: Skipholti 50D. Safnið verð- ur lokað fyrst um sinn vegna breytinga. BÓKASAFN KEFLAVÍKUR: Opið mán.-fóst. 10-20. Opið laugd. 10-16 yfirvetrarmánuði. BÓKASAFN KÓPAVOGS, Fannborg3-5: Mánud.-fimm- tud. kl. 10-21, fóstud. kl. 10-17, laugard. (1. okt-30. ap- ríl) kl. 13-17. BÓKASAFN SAMTAKANNA ’78, Laugavegi 3: Opið mán.-fim. kl. 20-23. Laugard: kl. 14-16. BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR, Tryggvagötu 15: Opið mánudaga til fóstudaga kl. 9-12 og Íd. 13—16. Sími 563-1770. BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu á Eyrarbakkæ Op- ið alla daga frá kl. 10-18 til ágústloka. S: 483-1504. BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús, Vesturgötu 6,1. júní - 30. ágúst er opið alla daga frá kl. 13-17, s: 555-4700. Smiðjan, Strandgötu 60,16. júní - 30. september er opið alla daga frá kl. 13-17, s: 565-5420. Siggubær, Kirkjuvegi 10,1. júní - 30. ágúst er opið laug- anl.-sunnud. kl. 13-17. Skrifstoíúr safnsins verða opnar alla virka daga kl. 9-17. BYGGÐASAFNIÐ í GÖRÐUM, AKRANESI: Opið kl. 13.30-16.30 virka daga. Sími 431-11255. FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá kl. 13-17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam- komulagi. FRÆÐASETRIÐ í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, sími 423-7551. Bréfsími 423-7809. Opið aUa daga kL 13- 17 og eftir samkomulagi. GAMLA PAKKHÚSIÐ I Ólafsvik er opið alla daga í sumar fráM.919. GOETHE-ZENTRUM: Undargötu 46, Reykjavík. Opið þriðjud. og miðvikud. kl. 15-19, fimmtud., fóstud. og laugardaga kl. 15-18. Sími 551-6061. Fax: 552-7570. HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18. KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safna- leiðsögn kl. 16 á sunnudögum. LanDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKA- SAFN: Opið mán.-fimmtud. kL 8.15-22. Föstud. kl. 8.15- 19 og laugd. 9-17. Sunnud. kL 11-17. Þjóðdeild lokuð á sunnud. og handritadeild er lokuð á laugard. og sunnud. S: 525-5600. Bréfs: 525-5615. LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Sclfossi: Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703. LlSTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Safnið er opið laug- ard. og sunnud. frá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið- sögn: Opið alla virka daga kL 8-16. Bókasafn: Opið þriðj- ud.-föstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á miðvikudög- um. Uppl. um dagskrá á intemetinu: httfVAvww.natgall.is LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið dag- lega kl. 11-17 nema mánud. Á fimmtud. er opið tíl kl. 19. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Upplýsingar í síma 553-2906. UÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið alla daga frá kl. 13-16. Sími 563-2530. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjamamesi. Lokað yfir vetrarmánuðina. Hópar geta skoðað safnið eftir samkomulagi. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að- alstræti 58, Akureyri. S. 462-4162. Opið frá 16.9.-31.5. á sunnudögum milli kl. 14-16. Einnig eftir samkomulagi fyrir hópa. Skrifstofur opnar virka daga kl. 8-16. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safiiahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17 öl 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með minjagripum og handverks- munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, netfang minaust@eldhom.is. MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/ Elliðaár. Opið á sunnudögum kl. 15-17 og eftir sam- komulagi. S. 567-9009. MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Safnið er opið maí-sept. kl. 13-17 alla daga. Hægt er að panta hjá safnverði á öðr- um tímum í síma 422-7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kL 14-18, en lokað á mánudögum. Sími 462-3550 og 897-0206. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holtí 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr- um tíma eftir samkomulagi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 em opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. NESSTOFUSAFN. Yfir vetrartímann er safnið opið sam- kvæmt samkomulagi. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.-sun. 12-17. Lokað 20.4-24.4. (páskar) Sýningarsalur opinn þri.-sun. kl. 12-17, lokað mán. Lokað 21.4. og23.4. Kaffistofan op- in mán.-laug. kl. 8-17, sun. kl. 12-17. Lokað 21.4. og 23.4. Skrifstofan opin mán.-fóst kl. 9-16, lokað 20.-24.4. Sími 551-7030, bréfas: 552-6476. Tölvupóstur. nh@nordice.is - heimasíða: hhtpV/www.nordice.is. RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga til ágústsloa frá 1.13-18. S. 486-3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið laugard. og sunnud. frá kl. 13-17 og eftir samkomu- lagi. S: 565-4242. Skrifstofa Lyngási 7, Garðabæ, s: 530- 2200, netfang: aog@natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS IIINIIIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 13- 17. S. 581-4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. UppLís: 483-1165,483-1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10-18. Sími 435-1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Áraagarði v/Suður- götu. Handritasýning er opin þriðjudaga til fostudaga kl. 14-16 til 15. maí. STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga ld. 13-18 nema mánudaga. Sími 431-5566. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nemamánu- daga kl. 11-17. AMTSBÓKASAFNH) Á AKUREYRI: Mánudaga til fóstu- daga kl. 10-19. Laugard. 10-15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14- 18. Lokað mánudaga. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ á Akureyri, Hafnarstræti 81. Opið skv. samkomulagi yfir vetrartímann. Hafið sam- band við Náttúrufræðistofnun, Akureyri, í síma 462- 2983. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10-17 frá 1. júní - 1. sept. Uppl. í síma 462-3555. NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- arfrákl. 11-17,_______________________ OWÐ PAGSINS_____________________________ Reykjavík sími 551-0000. Akureyri s. 462-1840.___________________ SUNDSTAÐIR______________________________ SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: SundhöUin er opin v.d. kl. 6.30-21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8- 19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20. Grafaryogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8- 20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-20M Kjalameslaug opin v.d. 17-21, helgar 11-15. Á frídögum og hátíðisdögum verður opið eftir nánari ákvörðun hveiju sinni. Upplýsingasími sunstaða í Reykjavík er 570-7711. SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 6.30-22. Laugd. og sud. 8-18 (vetur) 8-19 (sumar). GARÐABÆR: Sundlaugin opin mán.-fóst 7-20.30. Laugd. og sud. 8-17. Sölu hætt hálftíma fyrir lokun. HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-fóst 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll Hafnarfjarðar: Mád.- fóst 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12. VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. 6.397.45 og kl. 1921. Um helgar kl. 918. SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7- 21 og kl. 11-15 um helgar. Sími 426-7555. SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22, helgar 11-18. SUNDMHISTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-fóstud. U. 7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16. SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-fósL kl. 7-9 og 15.39 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard. og sunnud. kl. 8-18. Sími 461-2532. SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mán.-fÖst 7- 20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30. JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mán.-fóst 7- 21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643. BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl 11-20, helgar kl. 1921. ÚTIVISTARSVÆÐI HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn alla daga kl. 1917. Lok- að á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á sama tíma. Fjöl- skyldugarðurinn er opinn sem úfavistarsvæði á vetuma. Simi 5757-800.__________________________ SORPA___________________________________ SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.15. Endur- vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaðar á stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og Sævarhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. Uppl.sími 520- 2205. ------------------------- Lýst eftir ökumanni og vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir ökumanni bifreiðar sem ók á kyrr- stæða bifreið við Unufell aðfaranótt miðvikudagsins 8. mars. Þá var ekið á dökkgráa Mercedes-Benz-bifreið á bifreiðastæði við Unufell 15. Ökumaður ók á brott án þess að tilkynna um óhappið en talið er að um jeppabifreið hafi verið að ræða. Ökumaður umræddrar bifreiðar er beðinn um að gefa sig fram við lög- regluna í Reykjavík svo og vitni að óhappinu ef einhver eru. Fundur um þróun Evrópu- sambandsins JOHN Maddison sendiherra, sem fer fyrir fastanefnd framkvæmda- stjómar Evrópusambandsins fyrir ísland og Noreg, heldur í dag, þriðjudag, erindi á fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga og Reykjavíkurakademíunnar. Maddi- son mun ræða um ríkjaráðstefnu ESB, breytingar á gmnnsáttmála sambandsins, og helstu áskoranir sem felast í stækkun sambandsins til austurs. Aðildarviðræður standa nú yfir við tólf ríki og er gert ráð fyrir að nokkur þeirra geti fengið aðild að ESB á allra næstu árum. Stækkunin er eitt umfangsmesta og mikilvægasta verkefni Evrópu- sambandsins frá upphafí og hafa samskipti og aðstoð við væntanleg ný aðildarríki sett mark á störf fram- kvæmdastjómar sambandsins und- anfarin ár, segir í fréttatilkynningu. Fundurinn fer fram í húsakynnum Reykjavíkurakademíunnar, Hring- braut 121 (4.h.) í Reykjavík, og hefst kl. 17. Allir áhugamenn um stjórn- málaþróun í Evrópu velkomnir. Námskeið í heimspekileg- um samræðum FÉLAG kennara í kristnum fræð- um, siðfræði og trúarbragðafræðum stendur fyrir námskeiði í heimspeki- legum samræðum, í samvinnu við fræðsludeild Þjóðkirkjunnar. Hólm- fríður Arnardóttir fræðir nám- skeiðsgesti um það hvernig heim- spekilegar samræður nýtast í samskiptum við aðra og inni í skól- astofunni. Hólmfríður nam heim- speki við Háskóla íslands og fór síð- an í framhaldsnám við Háskólann í Osló. Þar hlaut hún þjálfun sem leið- beinandi í heimspekilegum samræð- um. Námskeiðið er haldið í félags- heimili Fella- og Hólakirkju laugardaginn 18. mars nk. frá kl. 10:00-14:30. Kaffi og léttar veitingar í hádegishléi eru inni í námskeiðs- gjaldi, sem er 1.500 kr. fyrir félags- menn og 2.500 kr. fyrir áhugafólk ut- an félagsins. Skráningu á námskeiðið annast Guðlaug Björgv- insdóttir, kennari í Foldaskóla, og Hrund Hlöðversdóttir, kennari í Hamraskóla. Skráningu lýkur fimmtudaginn 16. mars. Málfundur um samband ríkis og kirkju í Borgarnesi í TENGSLUM við kristnihátíð í Borgarfjarðarprófastsdæmi verður haldinn málfundur um samband rík- is og kirkju. Fundurinn verður hald- inn á Hótel Borgamesi á miðviku- dagskvöld kl. 20.30. Framsögu hefur dr. Gunnar Krist- jánsson, prófastur á Reynivöllum. Andmælandi verður Mörður Árna- son, íslenskufræðingur og varaþing- maður. Fjallað verður um samband ríkis og kirkju í sögu og samtíð. Farið verður yfir nýjan kirkjurétt og þær breytingar sem hann hefur í för með sér. Utskýrð verða guð- fræðileg og félagsleg rök með og á móti nánu sambandi rflds og kirkju. Einnig verður fjallað um réttmæti þess að eitt trúfélag skipi sess þjóð- kirkju. Þá verður fjallað um trúfrelsi og jafnrétti trúarbragða. Samfylkingin og virkjanir MÁLEFNAHÓPUR Samfylkingar- innar í Reykjavík um umhverfismál heldur fund miðvikudagskvöldið 15. mars kl. 20 á 2. hæð Alþýðuhússins, Hverfisgötu 8-10. Fundarefni er stefna í virkjana- málum og mun Sighvatur Björgvins- son alþingismaður fara yftr þá stefnu sem ríkisstjórnir hafa farið eftir á undanfórnum árum en sú stefna var mótuð á tímum Jóns Sigurðssonar sem iðnaðarráðherra. Fundurinn er öllum opinn. ITC Fífa með kynn- ingarfund KYNNINGARFUNDUR verður hjá ITC Fífu í Kópavogi miðviku- daginn 15. mars kl. 20.15 á Digra- nesvegi 12, Kópavogi. í fréttatil- kynningu segir að ITC stefni að þvi að byggja einstaklinginn upp, þjálfa hann í samskiptum, tjáningu og fé- lagsstörfum og búa hann undir að grípa þau tækifæri sem bjóðast í lífinu. Lögð sé áhersla á vandað málfar og framsögn. Á hverjum fundi sé tekið fyrir bæði fræðslu- og skemmtiefni. LEIÐRÉTT Rangl starfsheiti Rangt var farið með starfsheiti Ara Edwald í Morgunblaðinu á laug- ardag. Hið rétta er að hann er fram-» kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ú tflutningsverðmæti frystra flaka I frétt í sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál, Úr verinu, sl. miðvikudag um útflutningsverðmæti sjávarafurða var ranglega sagt að útflutningsverðmæti frystra ílaka hefði verið 273 milljónir króna í jan- úar sl. Hið rétta er að verðmætið nam 1.614 milljónum króna og dróst það saman um 26,6% frá janúarmán- uði síðasta árs. Hinsvegar var út- flutningsverðmæti frosins heils fisks 273milljónirogstafamistökinafþví. _ Er beðist velvirðingar á mistökun- um. ---------------- Afhenti trúnaðarbréf Sigríður Ásdís Snævarr sendiherra afhenti 10. mars forseta Portúgals, dr. Jorge Fernando Braco de Sampaio, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Portúgal með aðsetur í París. Styrktu SKB UNDANFARIN ár hefur Jólatrés- salan Landakot selt jólatré á nokkr- ^ um stöðum í Reykjavík og látið hluta hagnaðai- renna til bama með ki’abbamein. Upphæðin sem í hlut Styrktarfélags krabbameinssjúkra bama kemur hefur farið vaxandi og var að þessu sinni 220.000 krónur sem Sæmundur Norðfjörð, framkvæmda- stjóri Jólatréssölunnar, afhenti Þor- steini Ólafssyni, framkvæmdastjóra SKB, á skrifstofu félagsins nýverið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.