Morgunblaðið - 14.03.2000, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 14.03.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI HREIÐAR VALTÝSSON ALDUR er afstætt hugtak og ekki öllum gefið að útskýra hvað við er átt, til dæmis þegar talað er um að einn sé gamall en ann- ar ungur eftir aldri. Því að eins og skáldið Tómas Guðmundsson sagði forðum: Því menn eru bara ungir einu sinni, og ýmsir harla stutt, í þokkabót. Þetta á þó ekki við um alla og sem dæmi má taka Hreiðar Valtýsson sem samkvæmt kirkjubókum er fæddur fyrir 75 árum en lítur út fyrir að hafa skákað árum og aldri svo ræki- lega að undrum sætir. Maðurinn er hreint út sagt ótrúlegur. Mér hafa sagt frómir menn af Ar- skógsströndinni að þeir feðgar Val- týr Þorsteinsson, útgerðarmaður og skipasmiður á Rauðuvík, og Hreiðar, sonur hans, hafi þótt ein- hverjir högustu skipasmiðir við Eyjafjörð á þeirri tíð. Enda þótt Hreiðar hafi hin síðari ár ekki feng- ist við skipasmíðar leynir hand- bragðið sér ekki þegar hann tekur til hendi í sumarbústað þeirra hjóna á Héraði, en þar erum við tengda- bræður grannar til margra ára. Hreiðar ólst upp hjá foreldrum sínum í Rauðuvík ásamt yngri systur, Valgerði, með- an Valtýr og Dýrleif, kona hans, bjuggu þar, en síðar á Akur- eyri. Hann fór síðar í Verslunarskóla ís- lands og lauk þaðan góðu prófi. Fór eftir það að vinna við fjöl- skyldufyrirtækið, Val- tý Þorsteinsson hf., og eftir lát föður síns hef- ir hann veitt því for- stöðu. Sá sem þetta ritar hefir löng- um haldið því fram að Hreiðar Valtýsson sé einhver allra klárasti rekstrarmaður á íslandi þegar út- gerð er annars vegar. Hreiðar er hamingjumaður í einkalífinu, kona hans, hún Elsa Kristín Jónsdóttir, einnig af Árskógsströndinni, stend- ur við hlið hans í einu og öllu. Þau eiga tvö börn, Valtý Þór og Val- gerði Petru, og fallegan hóp afa- og ömmubarna. En ekki að orðlengja frekar. Ef trúa má kirkjubókum þá er höfðing- inn Hreiðar Valtýsson 75 ára í dag og við hjónin sendum honum og fjölskyldunni okkar bestu ham- ingjuóskir. Maria og Sveinn Sæm. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Aðalsveitakeppni Bridsfélags Kópavogs lauk síðastliðinn fimmtu- dag. Lokaumferðin var æsispenn- andi þar sem fjórar sveitir höfðu möguleika á sigri. Fóru leikar þann- ig að sveit Þorsteins Berg sigraði með 197 stig. Með Þorsteini spiluðu í sveitinni Guðmundur Grétarsson, Óskar Sigurðsson, Gunnar Bragi Kjartansson, Gísli Steingrímsson og Baldur Bjartmanns. Hinar þrjár sveitirnar sem áttu möguleika á sigri röðuðu sér þannig: í öðru sæti með 190 stig varð sveit Baldvins Valdimarssonar, í því þriðja með 189 stig sveit Armanns J. Lárussonar, sveit Þróunar kom síð- an í fjórða sæti með 188 stig. Næsta fimmtudag hefst þriggja kvölda Board a match keppni þar sem 2-3 efstu pörin vinna sér rétt að spila fyrir hönd B.K. í Reykjaness/ Isafjarðardjúpskeppninni. Hvetjum við sem flesta til þess að mæta og taka þátt í þessari keppni. Spilað verður í Þinghól að venju. L É I I A I k l/Pdll DAHSSVE.FLO "SSS DÖGUM! um hel§'na 557 7700 hringdu núna BarnaPössun Netfang: kod@simnet.is Heimasíða: www.simnet.is/kod Sparaðutuobúsundir Endurvinnum flestar gerðir tölvuprentborða svo þeir verða sem nýir Jvar@vortex.is Bridsfélagið Muninn Sandgerði Miðvikudaginn 8. mars lauk Board Match keppni félagsins með sigri sveitar Karl G. Karlssonar. Loka- staða efstu sveita var þessi. Sveit stig Karls G. Karlssonar 155 Heiðars Siguijónssonar 137 Svölu Pálsdóttur 131 Auk Karls voru í sveitinni Gunn- laugur Sævarsson, Gísli Torfason, Jóhannes Sigurðsson, Karl Her- mannssonar og Arnór Ragnarsson. Næsta miðvikudag 15. mars hefst þriggja kvölda Landsbanka-tví- menningur og fær efsta par eftir hverja umferð frítt. Undanúrslit í Bikarkeppni Reykjaness Akveðið hefir verið að undan- keppni Bikarkeppni Reykjaness fari fram í félagsheimili bridsspil- ara á Suðurnesjum 17. marz nk. og hefst spilamennskan kl. 18.30. Fjórar sveitir taka þátt í úrslitun- um og verður dregið á staðnum hvaða sveitir mætast. Dreifing: Logaland ehf. Það mælir allt með Kyolic Áratuga notkun og fjöldi vísindarannsókna staöfesta hollustu Kyolic. öheilsuhúsið Heimasíöa: mælir meö KYOLIC www.kyollc.com ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 55 * Helgi og Jóhann tefla til úrslita á Atskákmóti Islands SKAK Hellisheimilið ATSKÁKMÓT ÍSLANDS 10.-19. mars 2000 , STÓRMEISTARARNIR Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson munu tefla til úrslita um titilinn „Atskákmeistari Islands" um næstu helgi. Helgi sigraði Hannes Hlífar Stefánsson í undanúrslitum 2-1 og Jóhann lagði Margeir Pét- ursson 2-0. Þessir fjórir skákmenn hafa allir unnið sér rétt tO þátttöku á Heimsmótinu í skák sem fram fer í Kópavogi 1.-2. apríl. Úrslita- keppnin á Atskákmóti Islands hófst á föstudagskvöld í Hellis- heimilinu og urðu úrslit þessi: Hannes H. Stefánss. - Sigurður Daníelss. 2-0 Margeir Péturss. - Bjöm Þorfinnss. 2-0 JóhannHjartars.-StefánKristjánss. 2-1 Helgi Ólafss. - Gylfi Þórhallss. 2-0 Þröstur Þórh.s. - Hlíðar Þ. Hreinss. 1%-J4 JónL.Amas.-KristjánEðvarðss. 2-0 Jón G. Viðarss. - Sigurbj. Björnss. Wt-Vz Amar E. Gunnarss. - Áskell Ö. Káras. 2-3 Stefán Kristjánsson kom á óvart með því að ná sigri gegn Jóhanni Hjartarsyni í seinni skákinni og þvi urðu þeir að tefla úrslitaskák þar sem Jóhann sigraði. Harðast var hins vegar barist í keppni þeirra Arnars og Áskels og þurfti fimm skákir til að skera úr um sigur- vegarann. Áskell sigraði eftir ýms; ar ævintýralegar uppákomur. í átta manna úrslitum fóru leikar síðan þannig: Hannes H. Stefánsson - Áskell Ö. Káras. VA-'á Margeir Pétursson - Jón G. Viðarsson 2-1 JóhannHjartarson-JónL.Amason 2-0 Helgi Ólafsson - Þröstur Þórhallsson 2-1 Eftir þessa umferð voru ein- göngu stórmeistarar eftir í keppn- inni og þeir fyrstu tveir voru jafn- framt slegnir út í þessari umferð. Stórmeistaraslagnum í undanúr- slitum lyktaði þannig: Hannes H. Stefánss. - Helgi Ólafss. 1-2 Margeir Péturss. - Jóhann Hjartars. 0-2 Keppni þeirra Helga Ólafssonar og Jóhanns Hjartarsonar um titil- inn fer fram sunnudaginn 19. mars. Fyrirhugað er að sýnt verði beint frá keppninni í sjónvai'pi. Skákstjórar á mótinu voru þeir Gunnar Björnsson og Ríkharður Sveinsson. Skákþing Garðabæjar Skákþing Garðabæjar 2000 fór fram um helgina. Mótið var liður í Bikarkeppni skákmanna. Alþjóð- legi meistarinn Sævar Bjarnason sigraði, eins og á fyrsta bikarmót- inu, en hann hlaut 614 vinning í sjö umferðum. Sævar er jafnframt skákmeistari Garðabæjar árið 2000. Úrslit urðu annars þessi: 1. Sævar Bjamason 614 v. 2. Stefán Kristjánsson 6 v. 3. -5. Guðmundur Kjartansson, Dagur Amgrímsson, Ólafur Kjartansson 4 v. 6.-7. Róbert Harðarson, Vigfús Ó. Vigfússon 3'/2V. 8.-10. Pétur Atli Lámsson, Jóhann H. Ragnarsson, Birkir Öm Hreinsson 3 v. 11. Sigurður Ingason 214 v. 12. Stefán Amalds 2 v. 13. Davíð Kjartansson ' 1 v. Davíð Kjartansson og Pétur Atli Lárusson hættu keppni eftir þrjár umferðir og Stefán Arnalds eftir 4 umferðir. Nokkuð góð þátttaka var á mót- inu, eins og í fyrra, en eins og þá tóku einungis tveir félagsmenn Taflfélags Garðabæjar þátt í mót- inu. Kramnik og Kasparov sigra í Linares Stórmótinu í Linares lauk með sigri þeirra Kramniks og Kaspar- ovs sem hlutu báðir 6 vinninga. Úr- slit mótsins voru óvenjuleg að því leyti, að allir hinir keppendurnir urðu jafnir, með 4*4 vinning. 1.-2. Kramnik, Kasparov 6 v. 3.-6. Khalifm., Leko, Shirov, Anand 4Vz v. Ymsir voru búnir að halda því fram, að Alexander Khalifman, heimsmeistari FIDE, ætti ekkert erindi á mótið og stæði hinum keppendunum langt að baki. Ann- að kom hins vegar á daginn. Hann gerði m.a. jafntefli við Kasparov í innbyrðis skákum þeirra. Hlíðar Þór sigrar á atkvöldi Hlíðar Þór Hreinsson sigraði með 5 vinningum af 6 mögulegum á atkvöldi Hellis sem haldið var 6. mars. Davíð Kjartansson og Lárus Rnútsson urðu í 2.-3. sæti með 4'Az vinning. 1. Hlíðar Þór Hreinsson 5 v. 2. -3. Davíð Kjartansson og Lárus Knútsson 4Vz v. 4. Bjami Ágústsson 4 v. 5. Birkir Öm Hreinsson 314 v. 6. -8. Vigfús Ó. Vigfússon, Andrés Kolbeinsson og Pétur Pétursson 3 v. 9.-11. Valdimar Leifsson, Benedikt EgilssonogGunnarNikulásson 214 v. o.s.frv. Skákstjóri var Vigfús Ó. Vigfús- son. Næsta atkvöld verður haldið mánudaginn 10. apríl 2000 og hefst kl. 20. Skákmót öðlinga Skákmót öðlinga 2000 hefst mið- vikudaginn 15. mars kl. 19:30. Mót- ið er opið öllum sem náð hafa 40 ára aldri. Teflt verður á miðviku- dögum og hefjast umferðir ætíð kl. 19:30. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 114 klst. á 30 leiki og síðan 30 mínútur til að ljúka skákinni. Hægt er að skrá sig hjá Ólafi Ásgrímssyni í síma 567 6698. Daði Örn Jónsson Ein vinsælasta lækningajurt heims! iih náttúrulegal eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Skattaþjónustan ent. Bergur Guðnason hdl. Einstaklingar með rekstur í tilefni flutnings skrifstofunnar auglýsir undirritaður starfsemi sína. Ég annast hvers konar aðstoð í skatta- málum þínum. Gott er að eiga hauk í horni allt árið í frumskógi fjárfestinga og gylliboða. Ég sé um frest- beiðni, skattframtalið, skattútreikning og veiti þér skattalega og lögfræðilega ráðgjöf allt árið gegn föstu gjaldi. Innifalið í fastagjaldinu eru einnig öll svör við fyrirspurnum skattayfirvalda og kærur, sem kunna að spretta af framtali þínu. Ég nefni þetta SKATTA- SKJÓL. Ég hefi orðið dágóða reynslu í skattamálum og lofa þér traustri og persónulegri þjónustu. Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Garðastræti 37,101 Reykjavík. Tímapantanir frá kl. 9-17, sími 511 2828.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.