Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 58

Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ófh ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ simi 551 1200 Stóra sóiðið kt. 20.00 GULLNA HLIÐIÐ — Davíð Stefánsson Mið. 15/3 uppselt, sun 19/3 kl. 21.00. næstsíðasta sýning, lau. 25/3, síðasta sýning. ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuel Schmitt Fim. 16/3 uppselt, sun. 26/3. Takmarkaður sýningafjöldi. LANDKRABBINN — Ragnar Arnalds Frumsýning fös. 17. mars uppselt, 2. sýn. mið. 22/3 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 23/3 örfá sæti laus. KOMDU NÆR — Patrick Marber 8. sýn. lau. 18/3 uppselt, 9. sýn. fös. 24/3 nokkur sæti laus, 10. sýn. mið. 29/3, nokkur sæti laus. Sýningin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 19/3 kl. 14 uppselt, sun. 26/3 kl. 14 uppselt, sun. 2/4 kl. 14 nokkur sæti laus, sun. 9/4 kl. 14 nokkur sæti laus, sun. 16/4 kl. 14 nokkur sæti laus. KRÍTARHRINGURINN f KÁKASUS — Bertolt Brecht Þri. 21/3, allra síðasta sýning, uppselt. Litta sóiðið kt. 2030: ?"Bí HÆGAN, ELEKTRA — Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Fös. 17/3 uppselt, lau. 18/3 nokkur sæti laus, fös. 24/3, sun. 26/3, fim. 30/3. Smiðaóerkstœðið kt. 20.00: J VÉR MORÐINGJAR — Guðmundur Kamban Fös, 17/3 örfá sæti laus, lau. 18/3 örfá sæti laus, fös. 24/3, lau. 25/3. Miöasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200. thorev@theatre.is. tnstíÖNk GAMANLEIKRITIÐ fös. 17/3 kl. 20.30 uppselt fös. 24/3 kl. 20.30 örfá sæti laus lau. 1/4 kl. 20.30 GRETTISSAGA Bettina Rutsch — Dansleikhús mið. 15. mars kl. 20.30. g GAMANLEIKRIT -1 BYGGTÁLÖGUM O E. JIM STEINMAN S OGMEATLOAF þri. 14/3 kl. 20 sun. 19/3 kl. 20 MIÐASALA I S. 552 3000 Miðasala er opin virka daga 10-18, frá kl. 14 lau./sun. og fram að sýningu sýningardaga. Athugið — ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu I Lærisveinn galdrameistarans Tónleikar í rauðu röðinni 16. mars kl. 20 Hljómsveitarstjóri og einleikari: Dmitry Sitkovetsky Dukas: Apprenti Sorcier Chausson: Poem Ravel: Zigane Rachmanmoff: Sinfónía nr. 3 23. og 25. mars: Kvikmyndatónlist Hljómsveitarstjóri og einleikari: Lafo Schifrin Miöasala kl. 9-17 virka daga Háskólabíó v/Hagatorg Slml 562 2255 www.sinfonia.is 0 SINFÓNÍAN isi.i:\sk v oi’i.itw ^ta1111 Sími 511 42110 Vortónleikar auglýstir síðar Camla Bíó — 551 1475 Tónleikar HÖRÐUR TORFA ásamt hlj'ómsveitinni 4. HÆÐ föstudaginn 17. mars kl. 21. Miðalala hefst 15. mars , Listdansskóli Islands ' Keppni i kiassískum listdansi mið 15. mars kl. 20 Miðapantanir r síma 588 9188 Miðar seldir samdægurs í Islensku óperunni I ÍMftipllBÍ lau. 18. mars kl. 20 Síðasta sýning Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar fim 16/3 kl. 20 UPPSELT fim 23/3 kl. 20 UPPSELT fös 24/3 kl. 20 UPPSELT ÞETTA ERU SÍÐUSTU SÝNINGARNAR Miðasala opin frá kl. 13-19, mán.—lau. og alla sýningardaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Símapantanir frá kl. 10. 30 30 SJEIKLSPIR EINS OG HANN LEGGUR SIG mið 15/3 kl. 20 4. kortasýn. UPPSELT fös 17/3 kl. 20 5. kortasýn. UPPSELT lau 18/3 kl. 23 aukasýn. örfá sæti laus lau 25/3 kl. 20 6. kortasýning UPPSELT lau 25/3 kl. 23 aukasýn. örfá sæti laus STJÖRNUR Á MORG UNHIMNI fim 16/3 kl. 20 UPPSELT fös 24/3 kl. 20 UPPSELT lau 1/4 kl. 23. örfá sæti laus LEIKIR: HÁDEGISLEIKHÚS mið 15/3 kl. 12 örfá sæti laus fös 17/3 kl. 12 örfá sæti laus sun 19/3 ki. 12 örfá sæti laus mið 22/3 kl. 12 FÓLK í FRÉTTUM Eitr- aður taktur LAGASMIÐURINN, texta- höfundurinn og söngkonan Tori Amos hefur allt frá því um mitt árið 1992, á svipuðum tíma og hún heimsótti Island þá nánast óþekkt, notið mikilla vinsælda um allan heim fyrir mjög sérstakan stíl, persónulega texta og sterk tengsl við aðdáendur sína. Ekkert lát virð- ist vera á hylli aðdáenda og gott dæmi um það eru nýleg könnun meðal lesenda tímaritsins SPIN þar sem Tori er valin besti sóló listamað- urinn, besti tónlistarmaðurinn á sviði, besta forsíðustjarna og hlaut hún einnig heiðursnafnbótina Kyn- þokkagyðja ársins. Það þarf ekki annað en að horfa á þessa lágvöxnu konu, fagurrautt villt hárið til þess að gera sér grein fyrir því að þarna er magnaður ein- staklingur á ferðinni. Það er síðan hin mikla útgeislun hennar við ein- kennandi flutning á tónleikum, sem dregur fólk að tónlist hennar þar sem hún fer fimum fingrum um flyg- ilinn eins og viljalaust verkfæri í höndum tónlistargyðjunnar. Kynni þeiira tveggja hófst þegar Tori hafði vart slitið barnsskónum og hefur frjótt samband getið af sér nýja tvöfalda geislaplötu „To Venus and Back“ þar sem er að finna bæði nýjar tónsmíðar (venus orbiting) og eldri lög í tónleikaútgáfum (venus live). Það var samt nokkuð óvænt að nýju lögin urðu til en Tori hafði kom- ið sér vel fyrir í einkahljóðveri sínu í Cornwall á Englandi til að taka sam- an safn af óútgefnu efni þegar, eins og Tori segir frá því „gyðjan greip mig hálstaki" og linnti ekki látunum fyrr en komin voru rúmlega tíu ný lög. Kallað var saman hið einvala lið hljóðfæraleikara sem eiga það sam- merkt að hafa leikið undir með henni á „Plugged" heimstónleikaferðinni sem farin var árið 1998 og efnið tek- ið upp hratt og örugglega undir ör- uggri handleiðslu hennar hátignar og hirðsveina hennar, þeirra Mark Hawley og Marcel van Limbeek. í framhaldi var ákveðið að hljóm- sveitin ásamt Tori færi yfir upptök- ur frá tónleikaferðinni, gæfi flutn- ingnum einkunn frá 1 up í 4 og veldi þannig best fluttu lögin sem nú prýða venus live. Þarna kennir ým- issa grasa en megin uppistaðan eru lög af síðustu plötu Tori Amos, „Songs for the Choirgirl Hotel“ en tónleikaferðin var einmitt farin til að fylgja eftir útgáfu hennar. Undirrit- aður sá þá tónleika í San Francisco þar sem kvað við alveg nýjan tón með tilkomu hljómsveitarinnar en fram til þessa hafði listamaðurinn jafnan verið einn á sviði með Bosen- dorfer flygilinn. Það var samt ljóst að það tók smá stund fyrir aðdáend- ur hennar að átta sig á þessari nýju stefnu, jafnvel ríflega 200 manna hóp sem hafði fylgt henni borg úr borg og séð alla tónleika hennar sem er lýsandi fyrir þau traustu bönd sem aðdáendur listamannsins tengj- ast henni. Tori er einn þeirra listamanna SALKA ósta rsaga eftir H a 11 d ó r Laxness Fös. 17/3 kl. 20 nokkur sæti laus Lau. 18/3 kl. 20 örfa sæti laus Fös. 24/3 kl. 20 laus sæti Lau. 25/3 kl. 20 laus sæti Síðustu sýningar I MIÐASALA S. 555 2222 Hafnarfjarðarleikhúsið ERLENDAR Kjai'tan Guðbergsson, ráðgjafi hjá Gæðamiðlun ski'ifar um „To Venus and Back“, tvöfaldan safndisk Tori Amos. sem skilur þau völd sem fylgja því að vera stjarna og hefur óspart nýtt sér sviðsljósið til að vekja athygli á og afla stuðnings þeim málefnum sem hún styður af heilum hug eins og t.d. RAINN (Rape Abuse Incest Nat- ional Network) sem Tori tók þátt í að stofna árið 1997, en samtökin reka neyðarþjónustu í Bandaríkjun- um fyrir konur sem beittar hafa ver- ið kynferðislegu ofbeldi. Snemma árs 1992 voru nokkrir Is- lendingar á ferð á tónlistarráðstefnu í Cannes í Suður-Frakklandi og duttu af tilviljun inn á lítinn bar þar sem stóðu yfir tónleikar ungrar listakonu sem engin þeirra hafði heyrt af. Að tónleikunum loknum ákváðu þeir að bjóða henni að heim- sækja Island og halda þar tónleika og brást hún afar vel yið, enda mjög áhugasöm um heiðna siði, hetjur miðalda, álfa og tröll. Taldi söngkon- band Tori við föður sinn er all sér- stakt en hann er prestur í fæðingar- borg hennar Baltimore og hefur hann stutt hana í gegnum ferilinn og þau áföll sem hún hefur orðið fyrh' á lífsleiðinni. Hann til að mynda fylgdi henni á skemmtistaði fyrii' kyn- hverfa þar sem hún var að troða upp um svipað leiti og jafnaldrar hennar á íslandi voru að fermast. „Glory of the 80’s“ er skemmtileg- ur óðui' til níunda áratugarins þegar konur í Bandarkjunum (þar á meðal Tori) voru með afskaplega mikið og uppsett hár, gengu í gallabuxum rifnum af fagfólki og helst hvítum leðurstígvélum. Leðurjakkar og gaddaarmbönd þóttu einnig mjög móðins. Textinn dregur upp mynd af listakonunni þar sem hún reyndi fyr- ir sér sem tónlistarmaður á sólbök- uðum sótidrifnum strætum Los Angeles horfandi upp á hræsnara an sem oftar en ekki segist líta út eins og álfastelpa að á Islandi gæti hún rætt málin við kynjaverur og baðað sig í sögulegum fróðleik sem eflaust yrði henni innblástur. Seinna þetta ár hafði undirritaður umsjón með tvennum tónleikum Tori á Hótel Borg og tókst með okk- ur ágætur vinskapur sem haldist hefur æ síðan. Ekki varð hún fyrir vonbrigðum með samskipti sín við ýmsar vættir en þegar farið var með hana þennan týpíska túristarúnt var það strax á Mosfellsheiðinni sem hún settist á milli þúfna og spjallaði við þau sem við hinir höfðum ekki hæfileika til að sjá eða heyra. Það sama var uppi á teningnum í Grafn- ingnum en hvergi meira en þegar komið var á Mýrdalsjökull og hún heyrði marrið í jöklinum og brot- hljóðin þegar þar hann skríður fram. Þar fór sköpunargleðin af stað og magnaður krafturinn varð kveikja að bæði tónlist og einnig tveim nýj- um köflum í bamabók sem hún var þá með í smíðum. Bláa lónið varð einnig vettvangur margra þeirra ljósmynda sem skrýddu textabók sem hún gaf út sama ár. Fundum okkar bar aftur saman seinna sama ár í Norður-Karólínu þar sem hún var á tónleikaferðalagi þar sem boðið var upp á mjög svip- aða dagskrá en hún var orðin mun opnari og náði strax mjög góðu sam- bandi við gestina. A köflum var eins og fólk væri í transi og mörgum var mikið niðri fyrir og maður heyrði í kringum sig frasa eins og „Oh my God, she’s talking to me“ og „That’s exactly how I feel“. Þarna sá ég muninn á íslenskum og erlendum að- dáendum og gerði mér grein fyrir því hversu miklu opnari t.d. Banda- ríkjamenn eru fyrir hugverkum listafólks. Fyrri platan sem hefur að geyma nýja efnið byrjar á laginu „Bliss“ þar sem fjallað er um togstreituna í sambandi föður og dóttur en sam- sjúga línu af dufti upp í nösina með annari hendi og greiða tíu dollara gíróseðil til styrktar LiveAid með hinni til að sýna hversu þeir kenndu í brjóst um þá sem minna mega sín. Lagið „Datura“ er lofsöngur til samnefndrar plöntu sem talin er geta valdið ofskynjunum og jafnvel dauða ef hennar er neytt og hefur lengi verið tákn í heiðnum sið Mexi- kóa og óspart notuð í gjörðum þar- lendra töfralækna enda áhrifin sögð opna samskiptaleiðir við æðri mátt- arvöld. Tori ræktar þessa jurt í garði sínum I fjöllum Nýju Mexikó og segir hana hafa komist fyrir eigin tilstilli á. „Jurez“ er stórt „klirnax" á plöt- unni en hugmyndina af því fékk listamaðurinn þegar hún las grein í breska dagblaðinu The Guardian um smábæ á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna þar sem nokkur hundruð konum hafði verið nauðgað og þær drepnar. Þegar Tori átti leið um svæðið stóðst hún ekki mátið og heimsótti staðinn. Magnþrunginn textinn er skrifaður út frá sjónar- horni eyðimerkurinnar sem heyrði síðustu andardrætti þeirra látnu. Önnur lög bíða eftir að maður uppgötvi þau svona svipað og hefur gerst með fyrri fjórar plötur hennar. Tónleikaupptökurnar eru skemmti- leg upprifjun og spilamennskan þar framúrskarandi og auðséð að nánast ekkert hefur verið gert í eftirvinnslu og því skilar sér vel að hér er um læf spilamennsku að ræða. To Venus and Back er eiguleg plata sem hljómar sem rökrétt fram- þróun á tónlistarstefnu Tori þar sem hún fer nýjar leiðir með því að kynna til leiks eitraðan takt ásamt hljómsveitarútsetningum laga sinna sem kunna að hljóma undarlega í fyrstu fyrir þá sem þekkja tónlist hennar vel en ætti um leið að opna eyru miklu stærri hóps sem á það fyllilega skilið að uppgötva hæfileika hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.