Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM FORVITNILEG TÓNLIST Women of Istanbul Traditional Crossroads USA Tyrkneskir söngfuglar KONURNAR frá Istanbúl eða „Women of Istanbul" er framandi, fallegur og nostalgískur diskur. Petta er safn laga sem sungin eru af vinsæl- ustu þokkagyðjum Tyrklands á tíma- bilinu 1920-1945. Þetta voru tímar mikilla breytinga í Tyrklandi. Undir forystu umbótasinnans Mustafa Kemal Ataturk varð þetta foma múslimaríki vestrænt, konur komu undan slæðum sínum og poppmenn- ing ættuð frá Amerflcu og Evrópu varð til í landinu. Á disknum má heyra mót þessara menningar- strauma þar sem vestrænar kabarett- stemmningar blandast fomri tyrk- neskri tónlistarhefð. Á þessum tíma var áhættusamt fyrir tyrkneskar konur að syngja opinberlega. Þær vom útskúfaðar úr fjölskyldum sínum, kallaðar hórur og þaðan af verra. Það þurfti hug- rekid til að standa á sviði og skemmta fólki. Þær átján söngkonur sem prýða þennan disk vora hugrakkir braut- ryðjendur poppmenningar í Tyrk- landi. Sumar vora stórstjömur og njóta enn vinsælda í Tyrklandi en aðrar féllu í gleymsku. Þessi útgáfa er einstaklega vel muiin og útgefendur- nir þurftu að róta í rykfollnum skran- búðahillum til að finna sumar upptök- umar og mikil vinna hefur farið í að afla upplýsinga um hverja söngkonu. Textar laganna fylgja með í enskri þýðingu og það er gaman að lesa ynd- islegar sögur um smalastúlkur í fjallakofum og horfna elskhuga þeirra meðan seiðandi tónlistin lullar í spil- aranum. Einnig má finna þurrpumpu- leg ævisöguágrip söngkvennanna í bæklingnum, sem mættu vera safa- ríkari, því þarna era margar spenn- andi konur eins Safiye Ayla, sem köll- uð var Edith Piaf þeirra Tyrkja. Tónlistin er austræn og dulúðug og þama má greina leifar af horfnum heimi ópíumhúsa og magadans. Upptökumar sem í flestum tilfell- um era fengnar af upphaflegu vaxrúllunum era hreinsaðar með staf- rænum aðferðum og því sarglausar og hreinlegar og tónlistin kemst vel til skila. Konumar frá Istanbúl fylla hvert heimili framandi og munúðar- fullri stemmningu. Ragnar Kjartansson Alanis Morriss- ette verð- launuð SÖNGKONAN Alanis Morrissette fékk Juno-verðlaunin fyrir bestu plötu síðasta árs þegar Juno-hátíðin var haldin í Toronto á dögunum. Kanadamenn eru að vonum stoltir áf poppstjömunni sinni en hún hef- ur einnig hlotið ýmsar alþjóðlegar viðurkenningar á ferli sinum. A Juno-hátiðinni var hún verðlaunuð fyrir aðra breiðskífu sína, „Suppos- ed Former Infatuation Junkie" sem einnig hefur notið mikifla vinsælda utan kanadískra landamæra. Reuters Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Suðurlandsbraut 56 • Austurstræti 20 • Kringlan ÞriðjudagAr daðar /V\ McDonalds ■ ■ B™ McHamborgari AÐEINS AÐEINS ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 61 Peter Begg er kominn aftur. Hann er gestur okkar í eldhúsi La Primavera til 22. marz. Peter er yfirkokkur á einum skemmtilegasta veitingastað í Evrópu, The River Cafe í London. Gagnrýnendur hafa kallað River Cafe hið fullkomna eldhús og nú gefst okkur færi á að njóta þess. Við munum að þessu tilefni bjóða upp á sérstakan ítalskan vínseðil og gefa gestum kost á að bragða á nokkrum tegundum áður en þeir velja sér vín. Borðapantanir í síma 561 8555. T H E R I V E R C| c B R I V E R C A F E C O O K B OO K T W O r PRIMAVERA RISTORANTE AUSTURSTRÆTI 9 - SÍMI 561 8555 .4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.