Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 62

Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Nú varstu heppin. Eða varstu kannski heppinn? Skiptir ekki máli. Þú ert heppnari en margir því þú varst að taka eftir auglýsingu fyrir námsstyrki Landsbankans. Ef þú ert í Námunni skaltu senda inn umsókn fyrir 15. mars nk. Allar nánari upplýsingar um Námustyrk á www.naman.is. Lantfsbankínn FOLKI FRETTUM %vi€/V(VvV - Gœðavara Gjafavara — matar- og kaffislell Allir verðflokkar. . Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Kærast- inn er kúreki POPPSTJARNAN Jewel á kærasta sem er kúreki. Hann heitir Ty Murrey og tekur oft þátt í kúrekasýn- ingum af ýmsu tagi. A dög- unum er Jewel var stödd í New York til að horfa á eina af þeim sýningum sem kúrekakærastinn tók þátt í fékk hún það hlutverk að halda f hestinn á meðan knapinn gerði sig tilbúinn. Reuters Einfaldara og þægilegra! Skiptu yfir í nutímaiegra greiðsluform! Frá og með mánaðamótunum mars-apríl hætta blaðberarað innheimta áskriftargjöld. Þess í stað geta áskrifendur valið um að greiða áskriftina að Morgunblaðinu með greiðslukorti eða beingreiðslu. Þannig verður innheimtan einfaldari og þægilegri fyrir áskrifendur. Vinsamlegast hafðu samband við okkur fyrir 21. mars í síma 800 6122. Við hlökkum til að heyra í þér. ÁSKRIFTARDEILD Sími: 569 1122 • Bréfasími: 569 1115 • Netfang: askrift@mbl.is Áskriftardeildin er opin kl. 8-20 mánudaga, 6-20 aðra virka daga, 6-21 á laugardögum og 8 -14 á sunnudögum. Starfsmenn okkar munu hafa samband á næstu dögum við þá áskrifendur sem ekki hafa hringt inn. 'vl MYNDBOND Grimm örlög VITFIRRT ÁST (Love and Rage) DRAMA ★★ Leikstjóri: Cathal Black. Handrit: James Carney og Brian Lynch. Að- alhlutverk: Greta Scacchi, Daniel Graig og Stephen Dillane. (97 mín.) Bretland. Skífan, 2000. Bönnuð innan 12 ára. ÞESSI breska kvikmynd er einkar sérstæð, ef ekki stórfurðuleg. Sagan sem þar er sögð mun vera byggð á raunverulegum atburðum, sem eru sérlega óhugnanlegir. Við kynnumst hhhhbh aðalskonunni Agn- es McDonnel sem á miklar landeignir á írsku eyjunni Achill. Með hörk- unni og sjálfs traustinu ferst henni rekstur jarð- anna vel úr hendi, allt þar til dular- fullur ungur maður kemur inn í líf hennar. Þetta er loddarinn James Lynchehaun sem er jafn varhugaverður og hann er heill- andi. Sagan sem á eftir fylgir er sem fyrr segir óhugnanleg og kemur ef til vill flatt upp á áhorfandann vegna þess hversu ómarkviss sögufléttan er. Myndin er hins vegar vel tekin, umgjörðin vönduð og Greta Scacchi er heillandi í hlutverki hinnar vilja- sterku og lífsglöðu aðalskonu. Með sterkum leik sínum nær hún jafn- framt að koma dálítilli ljósglætu inn í þessa annars niðurdrepandi kvik- mynd. Heiða Jóhannsdóttir Villti tryllti Villi VILLTA VESTRIÐ (Wild Wild West) V E S T It I ★ 1/2 Leikstjóri: Barry Sonnenfeld. Handrit: Jim Thomas, John Thom- as. Aðalhlutverk: Will Smith, Kevin Kline, Kenneth Branagh, Salma Hayek. Bandaríkin 1999. (107 mín.) Wamer-myndir. Öllum leyfð. I IÐNAÐARBORGINNI henni Hollywood gerist það alltaf annað veifið að menn týna sér í mikilmenn- skunni. I sanngirni hendir þetta þó einkum þá sem ekki standa undir velgengninni sem þeim hefur hlotn- ast. Þetta kom skýrt í Ijós í Godzilla þar sem Roland Emmerich afhjúp- aði hversu grunnur kvikmyndagerðar- maður hann í raun er þrátt fyrir tvær vinsælar og býsna vel heppnaðar myndir þar á und- an. Hið sama kem- ur upp á teninginn i Villta vestrinu. Allt síðan Barry Sonn- enfeld fór úr tökustjórastólnum í leikstjórastólinn hefur hann notið ótrúlegrar velgengni en myndimar hans hefur samt flestar skort eitt- hvað. Innihaldið er jafnan sáralítið, sagan rýr og tilfinningin nánast eng- in. Útlitið bara flott. Fagmannleg tæknivinna, flottar brellur og mikill hasar. I Villta vestrinu er Sonnen- feld enn að klikka á þessum lykila- triðum en nú augljósar en áður. Hon- um tókst vel að skýla sér bak við skemmtilegar brellur í Svartklæddu mönnunum en í vestra duga brellur skammt jafvel þótt þessum sé ætlað að vera óvenjulega tæknilegur. Leikurum verður ekki um kennt. Þeir gera sitt til að bjarga málunum og gaman væri að sjá þá Smith og Kline leika saman á ný með kjöt- meira handrit milli handanna. Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.